Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 39
fyrir þér og öllu sem þú þurftir að
standa í. Ég er feginn að þú fékkst
að fara fljótt og án þess að kveljast.
Ég vona að allir fiskarnir, sem þú
ert núna að veiða, séu vænir.
Þinn sonur,
Theódór.
Okkar ástkæri bróðir og frændi
Diddi, eins og við kölluðum hann,
lést í Kaliforníu 7. júlí síðastliðinn.
Það er komið að kveðjustund og
minningar streyma fram bæði hér
heima og erlendis. Þrátt fyrir mikla
fjarlægð milli fjölskyldnanna var
alltaf gott og sterkt samband og þá
sérstaklega milli mömmu og hans.
Það var mikil tilhlökkun þegar von
var á Helgu og Didda, en hin síðari
ár var oft styttra á milli heimsókna.
Diddi var spaugsamur og græsku-
laus gamanyrði lágu honum létt á
tungu. Hann var náttúrubarn, hafði
gaman af að fara í veiði og ferðalög
og hafði hann sérstaklega gaman af
að dvelja í sumarbústað móður okk-
ar í Grímsnesi. Hann hafði unun af
að sitja á veröndinni, í kyrrðinni og
njóta fuglalífsins og litanna í nátt-
úrunni. Það var oft glatt á hjalla í
kringum Didda og naut hann sín vel
þegar við komum öll saman. Viljum
við þakka Didda samfylgdina, elsku
hans og umhyggju til okkar.
Megi Drottinn Guð blessa hann
og varðveita minningu hans.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Helga, Teddi, Jayne, Pétur
og Mark, megi góður Guð vera með
ykkur og gefa ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Rósa, Kristján, Brynhildur,
Kristín, Steinunn, Sigurður
og fjölskyldur
Ég kveð Tedda eldri, sem á dög-
unum yfirgaf þessa jarðvist á fjar-
lægri ströndu. Langförull hélt hann
vegi hafsins og lagði sérhvert land
undir fót, en leitaði reglulega til Ís-
lands á ný til að drekka af æsku-
brunninum, gjarnan með stöng í
hönd og lax í huga. Ekki var Teddi
frændi minn tíður gestur, en sterk
persónan greipti sig inn í sál mína í
barnæsku, þegar fjölskyldurnar
voru í nánum samvistum, og þess
vegna stóð hann mér ávallt nærri.
Enn minnisstæðari verður hann mér
þegar ég reyni að sjá hann fyrir mér
í sjónum eftir að Dettifossi var sökkt
eða uppi á dekki skipsins, sem
studdi innrás Bandamanna í Norm-
andí.
Í gegnum þykkt og þunnt stóð
hann við hlið Dollu frænku og saman
gáfu þau mér kæran frænda, Tedda
yngri.
Elsku Dolla og Teddi og fjöl-
skylda, ég sendi ykkur mínar dýpstu
samúðarkveðjur. En svona er gang-
ur lífsins og einhvern veginn kemst
ég ekki hjá því að hugsa: Hann er
kominn heim.
Friðrik Þór.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 39
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afi.
Hvern hefði grunað að þegar ég
kvaddi ykkur ömmu áður en ég fór til
Akureyrar að það yrði í síðasta skipt-
ið sem við hittumst. Ósjálfrátt leitar
hugurinn til baka og minningarnar
um frábæran afa koma fram.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann var áhugi hans á íþróttum. Ef það
var bein útsending í sjónvarpinu sat
hann oftast límdur við tækið, sérstak-
lega ef það var fótbolti. Hann fylgdist
líka vel með þegar Íslendingar voru
að keppa og við sátum oft og spjöll-
uðum saman um úrslitin o.þ.h.
Afi var oftast hress og skemmti-
legur en hann átti það líka stundum
til að vera ákveðinn og vildi hafa allt
fullkomið. Gott dæmi um það er þeg-
ar við tveir vorum að setja mold í beð-
in, þá mátti ég ekki setja hana, hann
vildi gera það sjálfur.
Ég og afi gerðum oft saman grín að
ömmu og þá sérstaklega um jólin
þegar hún var með alla aukapakkana.
Þar af leiðandi hló ég þegar þau komu
frá Kanarí í vor. Þá lét hann mig hafa
pakka og í honum var lyklakippa og
sagði hann mér að finna mér kærustu
og setja mynd af mér og henni í hana.
Það gladdi hann því mjög þegar ég og
Helena byrjuðum saman og ég setti
myndir af okkur og sýndi honum
lyklakippuna með bíllyklunum á.
Afi hafði mjög mikinn áhuga á að
spila og oftar en ekki kom hann heim
með einhver verðlaun af spilakvöld-
um og stundum fékk ég að fara með.
Ég fór líka oft upp á Hrannarstíg að
spila manna við þau og önnur spil.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir all-
ar góðu og skemmtilegu stundirnar
og það verður skrítið að koma upp á
Hrannarstíg og spila einn við ömmu,
en ég veit að þið Óli bróðir þinn spilið
með okkur í anda.
Elsku amma mín, missir þinn er
mestur og bið ég Guð almáttugan að
styrkja þig og okkur öll í þessari
miklu sorg. Hvíldu í friði, elsku afi, og
ég mun alltaf muna kveðjuorð okkar:
„Við eigum eftir að sjást aftur.“
Hjalti og Helena.
Elsku afi minn!
Ekki grunaði mig að þetta væri
okkar síðasta stund þegar ég, amma,
þú, pabbi og Jón Hans bróðir sátum
saman uppi á Akranesspítala. Eitt
kvöldið sem þú hringdir sagði amma
mér að þú lægir með súrefni. Hún
amma grét. Ég sagði við hana:
“Elsku amma mín , við verðum að
vera bjartsýn og fara með bænirnar
okkar.“ Ég grét.
Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið
tækifæri til að kynnast honum afa.
Þakka fyrir allar góðu stundirnar
með honum og ömmu.
Ída María Ingadóttir.
Elsku afi minn. Mikið vildi ég að
Ólöf Erla hefði getað kynnst þér bet-
ur. En í hjarta mínu geymi ég minn-
ingar um þig. Þeim á Ólöf Erla eftir
að kynnast og verða ríkari í lífinu
þeirra vegna. Minningarnar um þig
þerra tárin og það sefar sorgina að
vita að nú ert þú á stað þar sem eng-
inn sársauki er og þú hvílir í friði.
Afi minn, ég þakka Guði fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman.
Guð gætir hennar ömmu og gefur
henni styrk á þessum erfiðu tímum.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal eg gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Hanna Sif og Ólöf Erla.
Vinur minn, Jón Hansson, fyrrum
verkstjóri við Hraðfrystihús Grund-
arfjarðar, er látinn eftir erfiðan sjúk-
dóm sem að lokum lagði hann að velli.
Jón fæddist á Hellissandi en flutt-
ist sem barn með foreldrum sínum að
Brekkubæ undir jökli, en síðar að
Suður-Bár í Eyrarsveit. Seinna sest
hann að í byggðakjarna sem myndast
hafði í botni Grundarfjarðar. Í þessu
fallega umhverfi lifir hann og hrærist
til dauðadags. Hann sér litla kaup-
túnið vaxa og dafna og verða síðar að
myndarlegu kauptúni.
Jón stundaði lengi sjómennsku
með þeim kunna aflamanni Sigurjóni
Halldórssyni á Farsæli, þar mun
hann hafa verið um eða yfir 20 ár áð-
ur en hann sté í land og gekk til ann-
arrar vinnu. Ég varð þess áskynja,
oftar en ekki er Sigurjón heimsótti
mig á skrifstofu mína í HG, hversu
mikils hann mat Jón.
Kynni okkar Jóns urðu þegar ég
tók við rekstri Hraðfrystihúss
Grundarfjarðar 1972. Jón var þá ann-
ar af tveimur verkstjórum frystihúss-
ins. Hann hafði margþætta starfsemi
á sinni könnu sem tilheyrði rekstr-
inum og krafðist langs vinnudags.
Það sýndi sig strax hversu lipur og
laginn hann var við verkstjórn og
kom vel fram við fólk.
Það brá svo við þennan vetur að
aflabrögð voru mjög góð, öndvert við
vertíðina þar á undan, og mæddi því
mikið á verkstjórum við sköpun verð-
mæta fyrir þjóðarbúið.
Jón gekk að eiga Guðmundu
Hjartardóttur, hina mætustu sæmd-
arkonu, og börn þeirra eru fimm,
fimmtán barnabörn og eitt barna-
barnabarn.
Þau hjón voru bæði höfðingjar
heim að sækja og ákaflega var nota-
legt að koma á þeirra fallega heimili.
Jón var ágætlega laghentur maður
og gat hjálpað sjálfum sér og öðrum.
Öll eru börn þeirra vel af guði gerð og
hlý.
Elsku Munda, við vottum þér og
fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð.
Við hjarta þjer, móðir, hvílir sá,
sem hjer fær að enda skeiðið,
þó þúfurnar yrðu alda blá,
er yfir þeim sama heiðið;
og hvað, sem er undir höfði frá,
við helgum þjer allir leiðið.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Sigrún og Hringur Hjörleifsson.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
*
@
75.
6@
2$
9% %#&+
"/
% 2/
/<! /2/+
3
41A
6(3*
& BC
)%# +
, '
-
"
*6' +
Kæri vinur, það er
erfitt að kveðja og
sætta sig við að þú sért
farinn frá okkur. Frá
því að við kynntumst
Hödda bróður þínum í
Akraselinu forðum daga og fram að
andláti þínu eru minningarnar marg-
ar um þig; brosmildan, glaðsinna og
stutt í hláturinn. Kæri vinur, við
þökkum fyrir aðhafa fengið að kynn-
ast þér og biðjum guð að veita for-
eldrum þínum, bróður og öðrum að-
standendum styrk á þessum erfiðu
tímum.
Hafðu þökk fyrir allt.
Ársæll Ingi Ingason
og Ingi Örn Andrésson.
Við fráfall litla bróður besta vinar
míns, Harðar, langar mig að rita
nokkur orð.
Það rifjast upp fyrir mér þegar við
félagarnir, ég, Hörður og Ingi vorum
tíu ára gamlir, þá var Villi aðeins 5
ára. Ég átti það til að stríða honum
aðeins og hann tók stríðni minni allt-
af vel, brosti bara og hló, en Hörður
varði litla bróður sinn alltaf og bað
mig yfirleitt um að ganga nú ekki of
langt. Það var alltaf stutt í brosið og
smitandi hláturinn hans Villa.
Svo var það núna fyrir sjö árum að
Villi leigði herbergi hjá mér tíma-
bundið, það voru vinalegir tímar. Við
sátum oft á kvöldin eftir vinnu og
ræddum öll heimsins mál og svo átt-
um við líka sameiginleg áhugamál
sem við gátum endalaust rætt.
Með þessum fáu orðum langar mig
ásamt fjölskyldu minni að votta for-
VILBERG
ÚLFARSSON
✝ Vilberg Úlfars-son fæddist í
Reykjavík 11. mars
1971. Hann lést af
slysförum 8. septem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Grafarvogs-
kirkju 18. septem-
ber.
eldrum Villa, Helgu og
Úlfari, einkabróður
hans, Herði, ásamt öðr-
um aðstandendum og
vinum okkar dýpstu
samúð.
Guð blessi ykkur öll
og styrki ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Guðmundur
Jónsson.
Með þessum fátæk-
legum orðum viljum við
minnast kærs vinar
okkar, sem við kveðjum
allt of fljótt, Vilbergs Úlfarssonar
eða Villa eins og hann var kallaður.
Villi mætti manni alltaf með bros á
vör, sama hvað á bjátaði og alltaf var
stutt í grínið. Við Villi vorum ferða-
félagar til margra ára og var það
áhugi okkar á jeppum, sem tengdi
okkur sterkum vinaböndum. Í
stórum vinahópi var Villi sá sem kom
hlutunum í framkvæmd, hvort sem
það var jeppaferð, bústaðarferð eða
bara að hittast og var hann þá hrók-
ur alls fagnaðar.
Villi lenti í alvarlegu slysi 1997,
það var létta lundin, góðir félagar og
traust fjölskylda sem kom honum í
gegnum það áfall. Innan við ári eftir
það slys kom hann og heimsótti okk-
ur til Noregs og dvaldi hjá okkur í
viku. Það var ógleymanlegur og dýr-
mætur tími sem við áttum saman.
Með fráfalli Villa er hoggið stórt
skarð í vinahópinn. Góður vinur er
fallinn frá langt um aldur fram. Eftir
lifa góðar minningar um góðan fé-
laga og ekki síst góða persónu, sem
þú varst Villi minn. Góða ferð, kæri
vinur, þín er sárt saknað.
Elsku Helga, Úlfar og Hörður,
söknuður ykkar er mikill. Við vottum
ykkur og öðrum aðstandendum og
vinum okkar dýpstu samúð. Megi al-
góður Guð vaka yfir ykkur og
styrkja ykkur í sorginni.
Þínir vinir,
Ólafur Davíð og Margrét.
MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds-
laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1,
Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er
enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er
lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Birting minningargreina