Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞETTA bréf barst mér í hendur núna
þegar vika er liðin frá hinum sorglegu
atburðum sem áttu sér stað í New
York. Bréfið er frá rúmlega tvítugri
stúlku, Angelu von Schmitt, sem bú-
sett er í Mesquite í Texas og lýsir það
hugarástandi hins almenna borgara
sem ekki er alltaf í takt við ákvarðanir
stjórnvalda.
Mig grunar að víða um lönd sé ungt
fólk uggandi um framtíð sína ef
hefndaraðgerðir og stríð verði talin
eina lausnin á miskunnarlausum að-
ferðum hryðjuverkamanna. Mér
finnst bréfið lýsa athyglisverðu sjón-
armiði og áhyggjum þeirra sem erfa
skulu landið. Það er hér þýtt og birt
með samþykki bréfritara.
„Kæru vinir.
Þú getur kannski ímyndað þér
undrun mína þegar ég vaknaði á
þriðjudagsmorguninn, kveikti á sjón-
varpinu til að kíkja á hið hefðbundna
morgunsjónvarp en horfði í staðinn á
það sem rétt fyrir stundu hafði verið
World Trade Center og hlustaði á tal
um árásir hryðjuverkamanna á
Bandaríkin.
Það fyrsta sem mér datt í hug voru
samræður okkar um daginn, þar sem
við töluðum um að mín kynslóð væri
sú fyrsta í langan tíma sem ekkert
vissi um styrjaldir og þyrfti í raun
ekkert að óttast.
Í fyrstu var ég í svo miklu uppnámi
að ég gerði mér ekki grein fyrir hvað
væri raunverulega að gerast. Þá fóru
að birtast myndir af því þegar turn-
arnir hrynja og um leið byrjuðu tárin
að streyma.
Á fáum mínútum var eins og jörð-
inni væri kippt undan fótum mér og
áhyggjur af því hvað yrði um mig, um
allt þetta fólk og hvað yrði um landið
mitt og veröldina alla þyrmdu yfir
mig. Ég get ekki lýst sorginni vegna
fórnarlamba þessa atburðar, fjöl-
skyldna þeirra, björgunarmannanna
og einnig vegna þeirra sem frömdu
þessi voðaverk og þeirra vina og
vandamanna.
Við vitum að það er ekki vaninn að
fólk vakni upp einn morguninn og
ákveði að nú sé góður dagur til að
ræna eins og nokkrum flugvélum,
hlöðnum farþegum og með fulla
tanka af eldsneyti og fljúga þeim á
byggingar til að valda eins mikilli
eyðileggingu og kostur er. Nei, það
þarf skipulagningu og peninga og
mikilvægast af öllu, það þarf hvatn-
ingu til verknaðarins. Það er svo dap-
urlegt til þess að hugsa að til skuli
vera fólk á þessari jörð sem hatar mig
af því að ég er bandarískur ríkisborg-
ari og að því skuli vera kennt að hata
á þann hátt. Það er sorgleg staðreynd
að harmleikurinn sem átti sér stað
hérna og álíka atburðir sem eiga sér
stað víðsvegar um heim eiga, þegar
allt kemur til alls, ekkert skylt við
stjórnmál, trúmál eða peninga eins og
alltaf er haldið fram. Undirrótin er
fyrst og fremst hatur. Það er hatur
sem rekur fólk til að eyða tíma sínum
og auði í það að eyða lífi þúsunda ann-
arra ásamt sínu eigin. Þeir sem eru
ósáttir við heiminn en skortir þetta
hatur eyða fremur sínum tíma og
fjármunum í að hjálpa fólki. Hugsið
ykkur hvað það væri í raun miklu
áhrifaríkara að eyða öllum þessum
kröftum í að fæða og klæða sveltandi
börn og til að byggja yfir heimilis-
lausa og í heilsugæslu og skóla en að
sóa öllu í það að drepa fólk og eyði-
leggja byggingar.
Nú að liðinni þessari viku hafa hlut-
ir verið að skýrast og fólkið orðið ró-
legra að sumu leyti. Á þessari stundu
hafa allir mestar áhyggjur af þrennu;
að finna týnda ástvini, hve miklu þjóð-
arbúið tapar núna og svo hefndinni.
Ég heyrði í útvarpinu núna um
helgina þjóðþekkta persónu segja:
„Og á mánudaginn munum við öll
tala um hefndina sem við þráum á
þessari stundu.“
Fyrir hönd allra jarðarbúa og sér-
staklega minnar eigin þjóðar fyllist ég
skömm yfir þessum orðum og vegna
þessara viðhorfa sem stjórnvöld hafa
gert að sínum, gagnrýnislaust.
Síðast þegar ég vissi studdu 80%
landa minna það að nota hervald til að
hefna harma okkar. Bara ef ég gæti
barið það inn í hausinn á þeim öllum
að það er engin skynsemi í svona
hugsun.
Bandaríski fáninn er við hún út um
alla borg, ekki vegna þess að við erum
svona hreykin af þjóðerni okkar held-
ur eru þetta yfirlýsingar um reiði og
hefndarþorsta. Það kemur ekkert vit-
rænt út úr svona vakningu og núna
treysti ég mér ekki til að hlusta á út-
varp eða horfa á kastljós sjónvarpsins
vegna þess að það fyllir mig sorg og
kvíða. Forsetinn, George W. Bush,
einnig þekktur sem ríkisstjóri hér í
Texas, talar um það fyrir framan al-
þjóð að fara í stríð og láta svipuna
ganga á hryðjuverkamönnum.
Heimskulegt kúrekatal. Þetta er ekki
rétti tíminn fyrir forsetann að tala
digurbarkalega og reyna að sýnast
stórkarl til að ganga í augun á fólki.
Núna er tími til að sýna stjórnvisku
og fyrirhyggju til að forða okkur frá
frekari hörmungum því styrjaldir
hafa aldrei búið okkur örugg heimili.
Það er ekki gott til þess að vita að yf-
irmaður alls herafla Bandaríkjanna
skuli vera svona þenkjandi.
En hvað sem öllu þessu líður veit
ég varla hvernig ég á að snúa mér
þessa dagana. Ég heyri í flugvélum
og beygi mig strax niður, svona ósjálf-
rátt, og eins er um hina. Allir tala um
mistök liðinna tíma og hvað megi gera
til að koma í veg fyrir að þau end-
urtaki sig. En það dugar skammt
þegar endalokin nálgast, of fljótt, að
því er virðist.
Angela.“
BERGLIND
HILMARSDÓTTIR,
Núpi, V-Eyjafjöllum.
Eitt lítið bréf
frá Ameríku
Morgunblaðinu hafa borist mörg bréf frá lesendum
þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum, sorg og samúð
vegna árásarinnar á Bandaríkin.