Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. STJÓRNENDUR Flugleiða hafa óskað eftir því að íslensk stjórnvöld ábyrgist tryggingar gegn tjóni sem flugvélar félagsins verða fyrir vegna stríðs eða hryðjuverka. Tryggingafélög hafa sagt upp þessum tryggingum gagnvart þriðja aðila og renna ábyrgð- irnar út á mánudagskvöld. Takist flugfélögum ekki að leysa málið fyrir þann tíma stöðvast allt flug. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafa mikil áhrif á tryggingaskilmála og verð trygginga í flugrekstri. Þegar er ljóst að iðgjöld flugfélaga koma til með að hækka. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði að iðgjöld vegna stríðsáhættutryggingar væru að hækka verulega. Á síðasta ári hefðu Flug- leiðir greitt um 50–70 milljónir í iðgjöld vegna þess- ara trygginga en fyrirtækið stæði núna frammi fyr- ir 250–300 milljóna króna hækkun. Tryggingafélög flugfélaganna hafa ekki sagt upp hefðbundnum tryggingum sem tryggja farþega og flugvélar. Þau sögðu hins vegar upp svokölluðum ábyrgðartryggingum sem eru vegna stríðs og hryðjuverka. Ástæðan er sú að í ljós hefur komið að tryggingar flugfélanna sem flugu á turna World Trade Center duga ekki til að bæta það tjón sem varð á byggingunum og fólki sem lést í árásunum. „Tryggjendur flugfélaganna hafa brugðist þann- ig við að segja upp tryggingum hjá öllum flugfélög- um í heiminum. Uppsögnin tekur gildi á mánudags- kvöld. Þeir bjóða aðeins upp á tryggingar að verðmæti 50 milljónir dollara fyrir hvert slys. Flug- leiðir og flest önnur félög eru með lánasamninga og leigusamninga þar sem er að finna ákvæði sem skylda félögin að tryggja fyrir mun hærri upphæð- ir. Oftast er það í kringum 500 milljónir dollara.“ Sigurður sagði þetta þýða að ef félögin fengju ekki þessar tryggingar, yrði að stöða flugvélarnar á mánudagskvöld. Hann sagði að menn hefðu vonast eftir að tryggingafélögin fyndu leiðir út úr þessum vanda en nú væri ljóst að þau myndu ekki veita hærri tryggingar. Flugfélög um allan heim hefðu í framhaldi af þessu leitað eftir því við stjórnvöld í sínu heimalandi að þau veittu ábyrgð á þeirri upp- hæð sem á vantaði. Ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna væru þegar búnar að ganga frá samningum um slíkar ábyrgðir. Sigurður sagði að Flugleiðir hefðu gert Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra grein fyrir málinu síðdegis í gær og óskað jafnframt eftir að stjórnvöld veittu tryggingaábyrgð. Samgönguráðherra sagði í gærkvöldi að ríkis- stjórnin myndi fjalla um málið á aukafundi í dag. Tryggingafélög segja upp ábyrgðartryggingu vegna stríðs og hryðjuverka Óskað eftir að ríkið veiti ábyrgð fyrir tryggingum Ríkisstjórnin fjallar um málið á aukafundi í dag  Félagið í/10 STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir Búnaðarbankann ekki hafa ráðið við útboð Landssíma Íslands. Fyrsta áfanga í einkavæð- ingu Símans lauk í gær og var þátt- taka í útboðinu fremur dræm. Ekki náðist að selja 15% hlut í félaginu á almennum markaði og fær það því ekki skráningu á Verðbréfaþingi Ís- lands. Alls skráðu sig um 2.600 manns fyrir hlut í fyrirtækinu, fyrir um 1.200 milljónir króna, í útboði til starfsmanna Landssímans og al- mennings. Alls bárust 19 kauptilboð frá fagfjárfestum, fyrir um 879 millj- ónir króna. Samtals seldist því hlutafé fyrir rúma 2 milljarða króna af þeim tæpu 10 milljörðum að kaup- verði sem í boði voru eða samtals um 5% af heildarhlutafé Símans og er það ekki nóg til að hægt sé að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður líklega ekki gengið á eftir skráningum almennings í út- boðinu og fólki væntanlega gefinn kostur á að draga skráningu sína til baka. Þegar tilboð fagfjárfesta í 8% hlut Landssímans voru opnuð í gær vakti athygli hversu dræm þátttaka lífeyr- issjóða var í útboðinu. Eftir því sem næst verður komist þótti stjórnend- um sjóðanna verðlagning hlutabréf- anna í hærra lagi, auk þess sem ekki liggur fyrir hvaða kjölfestufjárfestir muni taka að sér stjórn og stefnu- mörkun félagsins. Öflugir aðilar töluðu stíft gegn sölunni Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagðist í gær vera mjög ánægður með hvað þátttaka starfs- manna í útboðinu hefði verið góð. „Þátttaka starfsmanna er heilmikil mæling á hvernig þeir meta þetta fyrirtæki og felur í raun í sér mikla stuðningsyfirlýsingu gagnvart söl- unni og stöðu fyrirtækisins al- mennt.“ Sturla sagði ljóst að fólk héldi að sér höndum á þessum markaði. Að- stæðurnar nú væru um margt sér- stakar og vörðuðu veröldina alla. Þetta hefði truflandi áhrif á viðskipti á hlutabréfamarkaði. „Því er ekki að leyna að það voru mjög öflugir aðilar sem töluðu mjög stíft gegn sölunni. Það hlýtur einnig að vekja mikla at- hygli að allt bendir til þess að stóru lífeyrissjóðirnir hafi haft samráð um að sniðganga þetta útboð. Þar fyrir utan sýnist mér að Bún- aðarbankanum hafi mistekist að nokkru leyti að fást við verkefnið og ekki ráðið við þennan sterka kór sem reyndi að tala verðið niður og tala gegn sölunni. Við gerðum okkur al- veg grein fyrir því að það gæti tekið einhvern tíma að selja. Þetta er bara fyrsta skrefið sem við stígum hér. Næsta skrefið er að ganga til þess að selja kjölfestufjárfesti.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um útboð Landssíma Íslands Búnaðarbankanum mistókst  Fær ekki skráningu/19 RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar í Kópavogi er með til rannsóknar lát níu mánaða gamals barns sem lést í maí síð- astliðnum. Eftir að barnið lést vöknuðu grunsemdir um að lát þess hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Krufningar- skýrsla lækna þykir styðja þessar grunsemdir. Barnið var ekki í umsjón foreldra sinna þegar það lést. Rannsókn lög- reglu á málinu er ekki að fullu lokið. Lát barns til rann- sóknar HAUSTIÐ er komið og laufin tekin að falla af trjánum. Þetta er skýrt merki um að sumarið er að kveðja. Sumir kveðja það sjálfsagt með söknuði. Margir telja hins vegar að fegurð náttúrunnar sé aldrei meiri en einmitt á haustin þegar nýir litir birtast í gróðrinum. Þessar tvær ungu skólastúlkur kunna vel að meta haustið og feg- urð þess en þær áttu leið um Mikla- tún í Reykjavík þegar þær mættu ljósmyndara Morgunblaðsins sem þar var einnig á ferð. Morgunblaðið/RAX Laufin falla ÞRENNT slasaðist er jeppabifreið í framúrakstri fór út af veginum og valt við Brennistaði, skammt ofan við Borgarnes, í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru hin slösuðu flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Læknir á vakt á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss sagði að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. Valt margar veltur Að sögn sjónarvotts að slysinu var jeppabifreiðin á leið norður og var að fara fram úr flutningabíl er óhappið varð. Jeppabifreiðin rétt náði að komast fram fyrir flutn- ingabílinn er bíll kom á móti. Öku- maður jeppans virtist þá missa stjórn á bifreiðinni sem fór út af veginum vinstra megin og valt margar veltur þar til hún loks hafn- aði á hliðinni ofan í skurði um 30 metra frá veginum. Jeppabif- reið valt við Borgarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.