Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 27 UM 50 kanadísk ungmenni hafa tekið þátt í Snorraverkefninu á Ís- landi síðan sumarið 1999 en í sumar fóru tvær íslenskar stúlkur, Laufey Lind Sigurðardóttir úr Hafnarfirði og Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir í Reykjavík, til Manitoba-fylkis í Kanada til að kynnast Kanada- mönnum af íslenskum ættum, sögu þeirra, menningu og umhverfi. Margar hendur Eric Stefanson segir að lengi hafi verið talað um að koma Snorra- verkefninu í Vesturheimi á lagg- irnar. Það hafi fyrst verið kynnt á fundi í Minneapolis 1998 og þegar vakið áhuga og athygli Kanada- manna og Íslendinga, sem láta sig málið varða. Endanleg ákvörðun um að framkvæma það sem rætt hefði verið um hafi svo verið tekin í mars sem leið, einkum vegna góðs árangurs af Snorraverkefninu á Ís- landi í tvö sumur. „Við gátum ekki látið enn eitt sumarið líða án þess að gera eitthvað í málinu vestra og ákváðum að auglýsa eftir þátttak- endum,“ segir Eric og bætir við að fjáröflunarnefndin Sameinað ís- lenskt átak, United Icelandic Ap- peal, hafi stutt þá ákvörðun dyggi- lega. Ýmsar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar hafi líka gert þetta mögulegt og nefnir hann m.a. Flug- leiðir og Kanadísk-íslensku stofn- unina (Canadian Icelandic Founda- tion) í því sambandi. Skipulagning var og er öll unnin í sjálfboðnu starfi en í nefndinni eru Eric Stefanson, Ernest Stefanson, Irvin Olafson, Robert Arnason, Barry Arnason, Harley Jonasson, Susie Erickson-Jacobson og Kailee Grimolfson en Wanda Anderson í Riverton og Penny Sigmundson í Gimli unnu með nefndinni í sumar. Tengiliðir á Íslandi eru Ásta Sól Kristjánsdóttir, sem heldur utan um sambærilegt verkefni á Íslandi, og Almar Grímsson hjá Þjóðrækn- isfélagi Íslendinga á Íslandi. Verkefnið felst í því að bjóða ís- lenskum ungmennum að kynnast menningu og sögu Kanadamanna af íslenskum ættum með því að heimsækja Manitoba og dvelja í Nýja-Íslandi við leik og störf í sex vikur á hverju sumri og er und- irbúningur hafinn fyrir næsta sum- ar. Miðað er við aldurinn 18 til 23 ára en hann er teygjanlegur upp á við, að sögn Erics. Þátttakan kost- ar 2.000 bandaríska dollara eða um 200.000 kr. en þar af eru 500 doll- arar eða um 50 þúsund kr. hugsaðir sem vasapeningar. Innifalið í verð- inu eru ferðir til Winnipeg, trygg- ingar, gisting og fæði í Nýja-Ís- landi, kynning og fræðsla, skoðunarferðir, þriggja vikna sjálf- boðið starf, þátttaka í Íslendinga- deginum í Gimli, aðstoð við að hafa uppi á skyldfólki á svæðinu og fleira. Eitt mikilvægasta starfið Eric segir að þar sem seint var farið af stað vegna sumarsins í ár hafi verið tekið við umsóknum til 1. júní en í framtíðinni sé stefnt að því að miða við 15. mars ár hvert. Í sumar stóð dagskráin yfir frá 29. júní til 10. ágúst og segir Eric að hún hafi heppnast mjög vel. David Arnason, David Gislason og Nelson Gerrard hafi t.d. kynnt stúlkunum sögu Nýja-Íslands á vettvangi og þær hafi kynnst fjölskyldum með því að búa hjá þeim auk þess sem þær hafi fengið tækifæri til að skoða sig um í Winnipeg. Laufey hafi búið hjá Grétari og Tammy Axelsson í Gimli fyrstu vikuna en síðan hjá DJ og Penny Sigmundson í Gimli. Ragnheiður hafi verið hjá Ruth Ann og Wayne Furgala í Riv- erton fyrstu 10 dagana og síðan hjá Pat og Vic Eyolfson í Árborg. „Fjölskyldurnar tóku stúlkunum opnum örmum og þær voru sem hluti af þeim,“ segir Eric og bætir við að ekkert sé mikilvægara en traustir vinir og félagar. „Þegar allt kemur til alls eru það sam- böndin sem skipta máli. Með þessu stuðlum við að sambandi milli kan- adískra og íslenskra ungmenna og þau treysta síðan böndin. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við gerum í samskiptum þjóðanna, að koma unga fólkinu saman, því að þess er framtíðin. Við ákváðum að byrja rólega og tókum því aðeins á móti tveimur stúlkum í ár en við er- um mjög ánægð með hvernig til tókst og næsta ár stefnum við að því að taka á móti sex til átta ung- mennum frá Íslandi.“ Snorraverkefnið í Vesturheimi fór af stað í sumar og lofar góðu Tækifæri fyrir ís- lensk ungmenni Undanfarin þrjú sumur hafa kanadísk ungmenni af íslenskum ætt- um heimsótt Ísland í þeim tilgangi að kynnast upprunanum og treysta samböndin í svonefndu Snorraverkefni. Í sumar var ís- lenskum ungmennum í fyrsta sinn boðið upp á svipaða dagskrá í Kanada. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Eric Stefanson, for- mann Snorraverkefnisins í Vesturheimi, um málið. Stúlkurnar komu víða við í Vesturheimi og heimsóttu m.a. Einar Vigfusson, tréskurð- armeistara, og Rosalyn, konu hans, í Ásgarði. Frá vinstri: Laufey Lind Sigurðardóttir, Rosalyn og Einar Vigfusson, David og Gladys Gislason og Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Jim Smart Eric Stefansson hitti íslensku stúlkurnar við opnun málverkasýningar Louise Jonasson á Kjarvalsstöðum. Frá vinstri: Laufey Lind Sigurðardóttir, Eric og Ragnheiður Ásta Sigurð- ardóttir. Fyrir aftan til vinstri er Hjálmar Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada. steg@mbl.is ÚTGEFENDUR og söfn í Manitoba í Kanada gáfu söfnum og stofnunum í Reykjavík sam- tals um 120 bækur auk upplýsingarita og kynningarbæklinga í tilefni heimsóknar for- sætisráðherra Manitoba og fjölmennrar sendinefndar til Íslands fyrir skömmu en listamaðurinn Louise Jonasson átti frum- kvæðið og afhenti bækurnar á dögunum. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, færði íslensku þjóðinni 20 málverk eftir lista- konuna G. N. Louise Jonasson að gjöf í lok ágúst. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók við gjöfinni við opnun sýningar á verkum Louise Jonasson á Kjarvalsstöðum, Minn- ingar um ey, en 25 verk eftir listakonuna voru þar til sýnis. Margir lögðu hönd á plóg Louise, sem er af íslenskum ættum í föð- urætt en úkraínskum í móðurætt, var í sendi- nefndinni og segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Manitoba-stjórn hefur listamann í svona viðskipta- og menningarnefnd. Hún segir að ljóst hafi verið að áherslan yrði á myndlist- arsýningu sína en menningin og listirnar í Manitoba væru mun viðameiri en það sem hún hefði upp á að bjóða. Því hefði hún viljað leggja sitt af mörkum í menningarsam- skiptum þjóðanna með því að vekja athygli á útgefnu listaefni í Manitoba. Hún hefði borið hugmyndina á borð hjá útgefendum í Mani- toba, þeir hefðu tekið vel í erindið og hún hefði tekið að sér að koma bókunum í réttar hendur, en ráðuneyti menningar og ferða- mála hefði líka lagt sitt af mörkum og gefið 24 bækur. Önnur ástæða hugmyndarinnar hefði verið sú að íslenskir listamenn hafa verið tíðir gest- ir í Manitoba en minna hefur verið um heim- sóknir listamanna frá Manitoba til Íslands og líta mætti á þetta sem lið í að endurgjalda Ís- lendingum framlag þeirra vestra. „Kanada er margmenningarlegt samfélag en listasöfnin og útgáfurnar í Manitoba gerðu þessa bóka- gjöf mögulega og það var ánægjulegt verk- efni að vera sendiboði þeirra,“ segir hún og gerir lítið úr eigin hlut. Bækurnar eru frá eftirfarandi útgáfufyr- irtækjum: háskólaútgáfu Manitoba-háskóla í Winnipeg (University of Manitoba Press), Turnstone, Praire Fire og Border Crossing; og listasöfnunum Listasafni Winnipeg (Winnipeg Art Gallery), Listasafni Suðvestur- Manitoba (Gallery of Southwestern Mani- toba), Plug In, Ace Art, Floating Gallery, Urban Shaman og Video Pool, lista- og menn- ingarmiðstöð St. Norbert (St. Norbert Art and Cultural Centre) og Mawa (Mentoring Artists for Women’s Art). Samtals voru þetta um 120 bækur auk ann- ars efnis og ákvað Louise að gefa Listahá- skóla Íslands, Landsbókasafninu, Kvenna- sögusafni Íslands, Nýlistasafninu og Kjarvalsstöðum bækurnar. Louise hélt fyrirlestur um myndlistarmenn frá Manitoba í Listaháskólanum og við það tækifæri gaf hún bókasafni skólans fjölmarg- ar bækur, sem eru einkum um myndlist og hönnum í Manitoba. Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar, segir að mikill akkur sé í þessum bókum. Þrátt fyrir allt hafi Íslendingar ekki haft svo mikil menningarleg sambönd við Kanada og því sé þetta mjög mikill fengur, en bækurnar auðveldi og ýti undir að tengjast meiri menn- ingarböndum við Kanada. Landsbókasafnið fékk einkum bækur sem varða Ísland og hafa verið gefnar út í Mani- toba. Þar á meðal eru til dæmis bækur eftir Kristjönu Gunnars og 2. bindi af Grágás í enskri þýðingu. Þorleifur Jónsson, for- stöðumaður aðfangadeildar Landsbókasafns- ins, segir gott að fá þessar bækur því þær komi að miklum notum. Nýlistasafnið fékk m.a. upplýsinga- bæklinga um menningarstarfsemi í Mani- toba, tímarit listasafna og menningar- samtaka og bækur um einstakar sýningar. Sonný Þorbjörnsdóttir, menningarfulltrúi Nýlistasafnsins, segir að verið sé að reyna að finna fleti til að víkka út starfsemi safnsins í samvinnu við önnur söfn erlendis. Sendingin kynni Kanada á vissan hátt og geri hugsan- lega mögulegt að finna einhver tengsl milli Nýlistasafnsins og svipaðra safna í Manitoba. Myndarleg bókagjöf frá Manitoba Morgunblaðið/Ásdís Louise Jonasson og Þorleifur Jónsson, for- stöðumaður aðfangadeildar Landsbóka- safnsins, með nokkrar af bókunum sem Louise færði safninu að gjöf.    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.