Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UNNIÐ er að undirbún-ingi frumvarps í heil-brigðisráðuneytinusem gerir ráð fyrir að
ein samninganefnd fari framvegis
með samningsumboð ríkisins í
samningum við lækna, undir for-
ystu heilbrigðisráðuneytisins,
hvort sem þeir starfa á sjúkra-
húsum eða einkareknum lækna-
stofum.
Læknar sem sinna ferliverkum
inni á sjúkrahúsum fá margir
greitt sem verktakar en fyrir
nokkrum árum var umsjón með
greiðslum vegna ferliverka á
sjúkrahúsum færð frá Trygginga-
stofnun til sjúkrahúsanna sjálfra.
Tryggingastofnun annast aftur á
móti samninga við sérfræðilækna
vegna meðferðar á einkareknum
læknastofum.
Að sögn Jóns Kristjánssonar
heilbrigðisráðherra mun hann
leggja frumvarpið fram á kom-
andi þingi.
Ríkisendurskoðun var falið að
gera úttekt á heildarfyrirkomu-
lagi launagreiðslna til lækna í
fyrra og óskaði heilbrigðisráðu-
neytið sérstaklega eftir að metin
yrðu áhrif greiðslna fyrir ferli-
verk og samspil þeirra við önnur
laun. Gerði stofnunin tvær mis-
munandi úttektir, annars vegar
um fyrirkomulag ferliverka, sem
skilað var í skýrslu í júní sl., og
hins vegar úttekt á launa-
greiðslum ríkisins til lækna sem
birt var í júlí.
Meira samræmi í samningum
við lækna og betri yfirsýn
Heilbrigðisráðherra bendir á að
í þessari umræðu hafi komið fram
að af hálfu ríkisins er um tvo við-
semjendur við lækna að ræða eft-
ir því hvort einkageirinn eða spít-
alarnir eiga í hlut.
„Við höfum verið með í und-
irbúningi frumvarp um að breyta
þessu og sameina samningsum-
boðið í einni samninganefnd,
þannig að það verði sami aðilinn
sem semur við alla, hvort sem það
er inni á sjúkrahúsum eða á
einkastofum. Við vorum með
þetta frumvarp í undirbúningi í
vor en það vannst ekki tími til að
leggja það fram þannig að það
yrði afgreitt fyrir þinglok í vor.
Við stefnum þó að því að leggja
það fram núna í upphafi þings.
Við erum að kynna frumvarpið og
undirbúa það og höfum m.a. boð-
að fund með læknum til að kynna
þeim þessi áform. Við teljum að
þessar breytingar þýði, að auð-
veldara verði að hafa yfirsýn yfir
þennan málaflokk og frekara
samræmi verði í þessum samn-
ingum,“ segir ráðherrann. Að-
spurður segir hann að gert sé ráð
fyrir að heilbrigðisráðuneytið
muni hafa forystu um samninga-
gerðina með höndum.
Nefnd LSH fjallar um fram-
tíð ferliverka við spítalann
Framkvæmdastjórn
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) hef-
ur sett á laggirnar
nefnd til að fjalla um
stöðu og framtíð ferli-
verka í starfsemi spít-
alans. Á nefndin að
skila niðurstöðum sínum í nóv-
ember. Er nefndinni m.a. ætlað
að gera heildstætt yfirlit um ferli-
verk sem unnin eru innan LSH,
skýra samhengi fastra launa
lækna og tekna fyrir ferliverk,
greina þá þætti í starfinu sem
vinna má í formi ferliverka eða
e.t.v. öðru afkastahvetjandi launa-
kerfi, meta hvort afkastahvetj-
andi launakerfi flýtir fyrir eflingu
göngu- og dagdeilda í starfi LSH
og setja fram álit um hvernig af-
kastahvetjandi launatilhögun
samrýmist kennslu- og rann-
sóknahlutverki spítalans.
Magnús Pétursson, forstjóri
LSH, segir þessa vinnu afar mik-
ilvæga. Hann bendir á að ferli-
verk séu unnin innan spítalans
sem göngudeildarstarf. Ef mikil
ásókn sé í þá veru að þetta starf
aukist utan spítalans muni það
hafa heilmikil áhrif í för með sér
á starfsemi spítalans og þjónustu
við sjúklingana.
Að sögn Magnúsar hefur þróun
þessara mála að miklu leyti ráðist
af greiðslukerfum ríkisins en ekki
rökstuddu yfirveguðu mati á hvað
sé eðlilegt og hvað henti sjúkling-
um best að gert sé á sjúkrahúsum
og hvað sé gert á læknastofum úti
í bæ.
,,Við eigum ekki að láta þetta
ráðast af greiðslukerfum heldur
yfirveguðu mati á hvaða verkefn-
um hvor aðili á að sinna. Greiðslu-
kerfin verða svo skoðuð í fram-
haldi af þessu verkefni,“ segir
hann.
Magnús benti á að sjúkrahúsið
hefði tilteknum skyldum að gegna
bæði við sjúklinga og einnig við
nemendur vegna kennsluhlut-
verks háskólasjúkra-
hússins. ,,Við þurfum
að meta frá okkar
sjónarhóli hvað nauð-
synlegt er að sé undir
hatti spítalans svo að
hann geti rækt sitt
starf. Ég hef sagt við
heilbrigðisráðherra að ég vilji
leggja mikla vinnu í þetta með
góðu fólki út frá hagsmunum spít-
alans. Við höfum sett okkar besta
fólk í þessa vinnu. Þetta er mjög
stórt mál,“ segir Magnús.
Óheppilegt fyrirkomulag að
mati Ríkisendurskoðunar
Í úttekt Ríkisendurskoðunar
eru gerðar fjölmargar athuga-
semdir við fyrirkomula
verka. Þar segir m.a.: „
að það fyrirkomulag sem
greiðslum til lækna fyrir
á sjúkrahúsum er að ým
óheppilegt. Læknar fá víð
greitt fyrir vinnu sína á
húsum samkvæmt tveim
um – sem starfsmenn
verktakar. Þessi tilhö
gjarnan flókin í framkv
útheimtir mikla vinnu
stjórnenda. Við slíkar a
verður allt eftirlit vanda
getur misfarist. Æskilegt
greiðslur fyrir ferliver
hluti af almennum laun
lækna á sjúkrahúsum,
raunin er í tilfellum þeirr
sem gert hafa fastlauna
svokallaðan helgunar
Með helgunarsamningi fæ
ir sérstakt álag ofan á f
gegn því að „helga sig“ h
andi sjúkrahúsi. Það þ
hann skuldbindur sig til
ekki sjálfstætt (þ.e. sem v
né heldur þiggja laun
staðar. Athygli vekur
sérfræðingar hafa valið
kost. Samkvæmt þeim up
um sem skýrslan bygg
meginástæðan sú að hið
kerfi felur í sér betri m
til tekjuöflunar en
helgunarsamningur,“
segir í skýrslunni.
Bent var á að frá því
að umsjón með
greiðslum vegna ferli-
verka var flutt frá
Tryggingastofnun til
sjúkrahúsanna sjálfra h
fang þeirra víða vaxið m
nokkrum tilvikum farið f
heimildir í samningum. E
er við tölur frá þeim níu
húsum sem úttektin náði
umfang ferliverka í heild
lega 4% milli áranna 1999
en dæmi voru um einstök
hús þar sem vöxturinn
meiri, jafnvel tugir próse
Ein nefnd semji vi
á spítölum og eink
Í úttekt Ríkisendurskoðunar á ferliverkum á sjúkrahúsum seg
ef viðhalda eigi núverandi fyrirkomulagi á greiðslum fyrir
sérfræðinga á sjúkrahúsum þurfi að stórefla eftirlit með
kvæmd samninganna. Búa þurfi þannig um hnúta að tryggt
vinna sérfræðinga fari ekki fram yfir umsamið einingamag
Heilbrigðisráðherra kynnir frumvarp
tilhögun samninga um launagreiðs
Tilhögun ferli-
verka á ekki að
ráðast af
launakerfum
ríkisins
Ein samninganefnd mun fara með
samningsumboð ríkisins í samningu
við lækna á sjúkrahúsum og einkarek
læknastofum, skv. nýju frumvarp
heilbrigðisráðherra. Ómar Friðriks
kynnti sér umræðu um tilhögun lau
greiðslna til lækna, áform um breytin
á ferliverkum á sjúkrahúsum og
gagnrýni Ríkisendurskoðunar.
JAFNINGJAR Í RAUN
Könnun meðal nemenda í 9. og10. bekk, þar sem spurt varum sjónvarps- og tölvueign,
myndbandstæki, nettengingu og
tölvuspil, leiðir í ljós að helmingi fleiri
strákar eiga slík tæki eða hafa aðgang
að þeim en stelpur, að sögn Bryndísar
Bjarkar Árnadóttur, framkvæmda-
stjóra hjá Rannsóknum og greiningu,
en könnunin var unnin á þeirra veg-
um. Í frétt Morgunblaðsins í fyrradag
kemur fram að þessar niðurstöður eru
í samræmi við danska könnun þar sem
því er haldið fram að launamunur
kynjanna byrji í barnaherberginu, en
samkvæmt henni fá drengir hærri
vasapeninga allt frá fimm ára aldri og
munurinn eykst jafnt og þétt eftir því
sem börnin verða fullorðnari.
Dr. Birgitte Tuft hjá Kennarahá-
skóla Danmerkur telur að orsökina
fyrir tekjumun drengja og stúlkna
megi að hluta til rekja til fjölskyld-
unnar sjálfrar, enda „er ekki nema ein
og hálf kynslóð síðan æskilegra þótti
að fyrsta barn hjóna væri drengur“.
Þessi ummæli eru umhugsunarverð
og benda eindregið til þess að rótgrón-
ar hugmyndir um hlutverkaskiptingu
kynjanna risti dýpra en flesta grunar.
Flestir foreldrar hér á landi telja sig
án efa vera fulltrúa jafnréttissjónar-
miða, en þegar grannt er að gáð má
vera að margir hafi látið falska örygg-
iskennd svæfa sig á verðinum.
Það hefur löngum verið ljóst að ólík-
ar kröfur eru gerðar til drengja og
stúlkna, bæði í uppeldi heima fyrir og í
skólum. Það er því afar mikilvægt að
þeir sem sinna umönnun barna séu
meðvitaðir um að jafnrétti verður ekki
náð nema hvert einasta barn fái að
nýta hæfileika sína til fullnustu, burt-
séð frá hefðbundnum klöfum kynhlut-
verka.
Þrýstingur markaðsaflanna vegur
þungt í ímyndarmótun kynjanna allt
frá fyrstu tíð. Leikföng eru sérsniðin
að ólíkum „þörfum“ drengja og
stúlkna enda um mikla hagsmuni
framleiðslufyrirtækja að ræða, sem
fyrst og fremst hverfast um að gera
börnin að neytendum. Sjónum
drengja er enn beint að leikföngum
tengdum tækni, vísindum og völdum
en leikföng fyrir stúlkur draga fram
hið móðurlega, húslega eða jafnvel hé-
gómlega. Foreldrar verða að bregðast
við slíkum þrýstingi af ábyrgð, því
andvaraleysi gagnvart þessum utan-
aðkomandi öflum í lífi barnanna getur
verið afdrifaríkt þegar til framtíðar er
litið. Ímyndarmótun tengd markaðs-
öflum er ekki síður afgerandi þáttur
meðal barna á unglingsárum, þar sem
mun meiri kröfur eru gerðar til útlits
stúlkna en drengja. Á því tímabili
verða því oft afgerandi skil í forgangs-
röðun barnanna sjálfra þar sem ýtt er
undir kröfur um kynskiptingu hvað
hegðun, útlit og áhugamál varðar –
kröfur sem iðulega eru stúlkum óvil-
hallar. Þegar þessi skil verða þess
valdandi að drengir hafa greiðari að-
gang að tækjum og tækni, og þar með
upplýsingum og þekkingu og tækifær-
um þeim tengdum, þá er það að sjálf-
sögðu skylda foreldra að taka í taum-
ana.
Af ofangreindum könnunum má
ráða að undirstöður jafnréttis verða
aldrei traustar nema hugað sé að efl-
ingu þeirra frá upphafi. Foreldrar
verða að vera vakandi fyrir gildrum
staðlaðra fyrirmynda allt frá fæðingu
barna sinna enda er það hlutverk
þeirra að sjá til þess að tengslum
barna við umheiminn sé stýrt af fram-
sýni, svo drengir og stúlkur verði jafn-
ingjar í raun.
HALLAREKSTUR OG AFNOTAGJÖLD
Framkvæmdastjóri fjármáladeild-ar Ríkisútvarpsins, Guðmundur
Gylfi Guðmundsson, skrifar grein
hér í blaðið í gær og kvartar m.a.
undan því að Ríkisútvarpið fái ekki
að hækka afnotagjöld til að draga úr
hallanum á rekstri stofnunarinnar.
Eins og fram kom í grein í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins fyrir
skömmu hefur Ríkisútvarpið verið
rekið með tapi í átta af undanförn-
um tíu árum. Í fyrra nam tapið 92
milljónum króna, þótt þá væri góð-
æri og eitt bezta árið á auglýs-
ingamarkaðinum um langt skeið.
Þetta þýðir í raun að meira og
minna í heilan áratug hefur RÚV
farið út fyrir þann ramma, sem
stjórnvöld hafa sett stjórnendum
stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er í
eigu skattgreiðenda og þessi ára-
langi hallarekstur er greiddur með
einum eða öðrum hætti úr þeirra
vösum.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra hefur lýst því yfir að ekki
standi til að hækka afnotagjöld
RÚV og stofnunin verði að finna
aðrar leiðir. Forsvarsmenn RÚV
virðast hins vegar áhugasamari um
að leita nýrra leiða til að auka tekj-
urnar en að halda sig innan ramm-
ans, sem afnotagjöld og auglýsinga-
tekjur setja. Virðast þeir þar
einkum horfa á afnotagjöldin.
Guðmundur Gylfi ber í grein sinni
saman afnotagjöld Ríkisútvarpsins
og áskriftarverð Stöðvar 2 og Morg-
unblaðsins og bendir á að sl. tíu ár
hafi afnotagjöldin hækkað minna en
áskrift að hinum fjölmiðlunum
tveimur. Þetta er hins vegar fráleit-
ur samanburður. Fólk getur valið
um það, hvort það borgar áskrift að
Morgunblaðinu og Stöð 2. Þessum
fjölmiðlum, sem starfa á frjálsum
markaði, eru að sjálfsögðu sett þau
mörk að hækki þeir áskriftarverð of
mikið missa þeir viðskipti. Þeir geta
því ekki mætt áföllum aðallega með
því að hækka verð, heldur verða
þeir fremur að leita hagræðingar í
rekstri. Neytendur, sem á annað
borð vilja fylgjast með ljósvakafjöl-
miðlum, eiga hins vegar ekkert val
varðandi greiðslu afnotagjaldsins.
Afnotagjaldið er í raun skattur, sem
ríkisvaldið leggur á sérhvern eig-
anda útvarps- eða sjónvarpstækis í
landinu, burtséð frá því hvort hann
nýtir sér þjónustu RÚV eða ekki.
Sú krafa hlýtur að vera gerð til
stjórnenda RÚV að þeir velti ekki
hallanum yfir á skattgreiðendur,
heldur taki á vandanum með lækkun
útgjalda og hagræðingu í rekstri.