Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Gosdrykkjaframleiðandinn Coca-
Cola stendur fyrir stórtónleikum í
Laugardalshöll í kvöld þar sem fram
koma Land og synir, XXX Rottweil-
erhundar og Quarashi. Tilefnið er
m.a. sumarleikur fyrirtækisins þar
sem miðar á tónleikana voru meðal
vinninga en 2.000 kóktappar
geymdu ávísun á skemmtunina.
Land og synir
Land og synir undirbúa sig um
þessar mundir fyrir víking til vest-
urheims. Sveitin er á mála hjá út-
gáfufyrirækinu London – Sire Re-
cords og hefur allt verið á blússandi
stími að undanförnu.
„Stóra platan er tilbúin en það er
ekki kominn neinn útgáfudagur,“
segir Njáll Þórðarson, liðsmaður
sveitarinnar, sem reyndar er enn að
leita að hæfandi nafni upp á ensku.
„En það er stefnt á vorið 2002. Smá-
skífan yrði þá í apríl en stóra platan
í maí.“
Í Höllinni verða eingöngu spiluð
lög af plötunni nýju og gefst al-
menningi því gott tækifæri á að
heyra hvernig Land og synir hafa
þróast að undanförnu, en sveitin er
um margt ólík því sem áður var.
„Það verða spiluð 7-8 lög af nýju
plötunni. Ekkert eldra efni,“ stað-
hæfir Njáll.
Hvað nafnaleitina varðar segir
Njáll hlæjandi að allar hugmyndir
séu vel þegnar. „Sendið bara hug-
myndir á info@landogsynir.is.“
XXX Rottweilerhundar
Rappsveitin rosalega er með
plötu í burðarliðnum sem mun líkast
til setja nýja staðla í íslensku rappi.
Hundarnir ætla að vera með villta
og galna sýningu.
„Þetta er bara eins og venjulega;
brjálað stuð og allir í góðu skapi,“
segir Trausti Laufdal, einn af XXX
áhöfninni.
„Það verður fullt af nýju efni. Og
það óritskoðað,“ segir Erpur Ey-
vindarson, leiðtogi hundanna. Hann
segir að útgáfu plötunnar hafi verið
frestað þar sem „lögfræðingar Japis
fóru yfir alla textana. Þannig að það
verða búnar til ritskoðaðar útgáfur
af þeim lögum sem fá að hljóma í út-
varpinu. En platan sjálf verður hins
vegar algerlega óritskoðuð. Það
verður auðvitað að vera!“ segir Erp-
ur að lokum og kveður fast að.
Quarashi
„Bara ... þú veist ... við erum tví-
stígandi út af þessu. En við ætlum
að gera þetta fyrir krakkana,“ segir
Sölvi Blöndal, Quarashi-limur. „Við
vonum bara að sem flestir komi.
Þetta verður Quarashi í fullum
skrúða, með öllu tilheyrandi. Eng-
inn nautaskítur, ekkert kötturinn í
sekknum.“ Quarashi er á mála hjá
Columbia Records og er plata
þeirra, Jinx, væntanleg í Bandaríkj-
unum í janúar.
„Ég vil svo að lokum koma því á
framfæri,“ segir Sölvi, „að orðrómur
þess efnis að útgáfufyrirtækið okk-
ar vilji að við breytum nafni sveit-
arinnar vegna undangenginna voða-
verka í Bandaríkjunum er með öllu
ósannur. Við munum aldrei gefa
Quarashi-nafnið upp á bátinn, fyrr
hættum við.“
Höllin verður opnuð kl. 19 en tón-
leikarnir standa til kl. 22. Aldurs-
takmark er 13 ára, nema í fylgd með
fullorðnum. Þess ber að geta að
vinningshafar í sumarleik Coca-
Cola geta framvísað gjafakortum/
boðsmiðum eða vinningstöppum við
innganginn. Annars er miðaverð
sléttar 1.000 kr.
XXX Rottweilerhundar.
Glaum-
ur og
gos
Land og synir. Quarashi.
Coca-Cola-rokk í Laugardalshöll
Strandgata 3. 600 Akureyr i · S : 466-2800 / Skiphol t 19. 105 Reykjav ík . · S :552-2211 / www.ruby. is · ruby ruby. is
Brag›gó› skemmtun
fyrir alla fjölskylduna
• Forréttir
• Sérréttir Ruby´s
• Salatbar
• Samlokur
• Kraumandi Fajitas
• Megaritas
• Fullkomnir réttir
• Samlokur
• Eftirréttir
• Hamborgarar
Akureyri Reykjavík