Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 24
HEILSA
24 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
www.lysi.is
Spurning: Hvað veldur baugum
undir augum? Ég hef heyrt að
þeir standi í samhengi við salt-
neyslu og starfsemi nýrna-
hettna. Er þetta rétt og er hægt
að draga úr þessu? Eru baugar
undir augum ef til vill til merkis
um slæmt líkamlegt ástand?
Svar: „Baugar undir augum, or-
sakir þeirra og aðferðir til að
draga úr þeim, virðast vera lítið
og illa rannsakaðir. Þrátt fyrir
það er ýmislegt vitað um þetta
fyrirbæri sem getur hrjáð fólk á
öllum aldri, einnig börn. Húðin
undir augunum er þunn og dá-
lítið gegnsæ en undir henni er
mikið af æðum, aðallega bláæð-
um. Í kringum þessar æðar er
vefur sem er laus í sér og getur
þess vegna auðveldlega safnað í
sig vökva eða bjúg. Við vissar
aðstæður getur safnast fyrir
blóð í þessum æðum og við það
dökknar svæðið og við fáum
bauga undir augun. Við sömu
eða svipaðar aðstæður getur
myndast þarna bjúgur og við
fáum poka undir augun. Þessar
bláæðar tæmast út í háls-
æðarnar og það rennsli er
greiðara þegar við liggjum útaf
en þegar við sitjum eða stönd-
um. Dökkir baugar og pokar
undir augum geta þess vegna
minnkað eða horfið við það að
leggjast útaf. Þetta segir þó
ekki næstum því alla söguna
vegna þess að dökkir baugar og
pokar undir augum eru ætt-
gengir og þeir geta versnað við
þreytu, ofnæmi og sólböð og
þeir verða oft meira áberandi
hjá konum á meðgöngu. Annað
sem getur valdið baugum undir
augum er þornun sem reyndar
fylgir oft þreytu. Af þessu leiðir
að ýmislegt er hægt að gera til
að fyrirbyggja og draga úr
baugum undir augum. Það mik-
ilvægasta er sennilega að forð-
ast þreytu og passa að drekka
nógu mikið vatn. Vel gæti verið
að óhófleg saltneysla geri bauga
og poka undir augum verri og
ætti að forðast slíkt. Ég veit
hins vegar ekki hvort starfsemi
nýrnahettna hefur þarna ein-
hver áhrif en það gæti verið.
Annað sem hjálpar er að forðast
sólböð og ljósaböð eða nota sól-
varnarkrem og ef mikið liggur
við má nota kalda bakstra
nokkrum sinnum á dag, t.d. 5
mínútur í hvert skipti. Sums
staðar er boðið upp á meðferð
með leysigeislum sem fækka
æðunum á svæðinu.
Baugar og pokar undir augum
er ættgengt og algerlega mein-
laust fyrirbæri. Þegar þeir
versna er það ekki endilega
merki um lélegt líkamlegt
ástand en oft merki um þreytu.
Í dýraríkinu eru augun og um-
hverfi þeirra oft notuð til að
senda boð á milli einstaklinga
og hjá okkur mannfólkinu eru
óvenju dökkir baugar og stórir
pokar undir augum kannski að-
ferð til að segja samferðafólkinu
að við séum þreytt.“
Baugar undir augum
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Ættgengi
og þreyta
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
sýki (post-traumatic stress disorder). Þetta á
við um fólkið sem slapp lifandi úr árásunum
á World Trade Center og Pentagon.
Nóg að vera áhorfandi
Þeir sem fylgdust með atburðunum í sjón-
varpi eru líklegri til að verða fyrir bráðri
streituröskun (acute stress disorder). Sá
kvilli er eins konar smækkuð útgáfa af
áfallastreituröskun. Í IHT segir að bráðu
streituröskunarinnar verði yfirleitt vart inn-
an fjögurra vikna frá atburðinum sem henni
veldur. Einkennin vara yfirleitt ekki lengur
en í mánuð og eru m.a. doðatilfinning eða
mikill ótti, ágengar hugsanir, kvíði og mar-
traðir.
Einkenna áfallastreituröskunar getur aft-
ur á móti orðið vart hvenær sem er eftir
áfall. Einkennin eru mun meiri og vara leng-
ur, jafnvel árum saman.
„Það á við um alla að fyrstu áhrifin af því
að verða vitni að þessum atburði er sú til-
HRYLLINGURINN, sem vaknaði í huga
milljóna manna við að horfa á síendurteknar
myndir af farþegaþotum að fljúga á World
Trade Center-turnana, eldhafið og ekki síst
hrapandi fólki, dvínar hjá flestum þegar frá
líður.
Þó er hætt við að sumir endurheimti ekki
fyrri sálarró, jafnt þótt þeir séu ekki tengdir
fórnarlömbum árásanna með beinum hætti,
að því er segir í grein í International Herald
Tribune (IHT).
Sérfræðingar á sviði geðheilbrigðismála
segja að það að verða vitni að slíku blóðbaði í
sjónvarpi, sérstaklega ef það er endursýnt sí
og æ, geti aukið á geðraskanir eða jafnvel
valdið þeim í einstaka tilfellum. Þetta hafa
menn lært af reynslunni, til dæmis í kjölfar
sprengingarinnar í Oklahoma 1995 og eitur-
efnaslyssins í Bhopal í Indlandi 1984.
Rannsóknir sýna að hætta er á að 10-30%
þeirra sem eru á vettvangi válegra atburða
verði fyrir áfallastreituröskun eða áfallahug-
finning að persónulegu öryggi manns sé ógn-
að,“ segir Robert Ursano, stjórnarformaður
sálfræðideildar Uniformed Services Univers-
ity of the Healt Sciences, læknaskóla á veg-
um Bandaríkjahers, í Bethesda, Maryland,
um árásirnar nýverið. „Það er aðal tilgangur
hryðjuverka. Ekki að deyða ákveðinn fjölda
fólks, heldur að skapa þá tilfinningu hjá þeim
290 milljónum Bandaríkjamanna sem eftir
lifa, að öryggi þeirra sé ekki lengur tryggt.“
Líkamlegir kvillar
Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar hafa
verið önnum kafnir við að annast fórnarlömb
árásanna á World Trade Center. Nú búa þeir
sig undir aðra bylgju fórnarlamba, fólk sem
þjáist af andlegum og líkamlegum kvillum
vegna áfallastreitu. Í frétt frá PRNewswire
segir að kanadískur sálfræðingur sem er sér-
fróður um lífefnafræði, dr. Udo Erasmus,
telji að það að verða vitni að óvæntu og til-
gangslausu ofbeldi, að verða fyrir bráðum
missi og önnur streituvaldandi áföll valdi líf-
efnafræðilegum breytingum í mannslíkaman-
um. Sé ekki við þeim brugðist á réttan hátt
valdi þessar breytingar hnignandi heilsu til
líkama og sálar. Meðal þeirra líkamlegu
kvilla sem dr. Erasmus nefnir eru liðagikt og
jafnvel hjartaáföll.
Dr. Erasmus segir að bregðast verði við
áfallastreitu bæði með ráðgjöf og réttu mat-
aræði. Ef menn hugi ekki að auknum þörfum
líkama og sálar í kjölfar streituvaldandi
áfalla fylgi oft aukin hætta á krabbameini og
öðrum sjúkdómum tengdum ónæmiskerfinu
einu til tveimur árum síðar.
Andlegir og lík-
amlegir kvillar
í kjölfar stórslysa
Reuters
Fólki sem lifir af válega atburði, líkt og í
Bandaríkjunum á dögunum, er hætt við
andlegum og líkamlegum kvillum, sé ekki
gripið til viðeigandi ráðstafana.
á þeim fjórum dög-
um sem liðu fram
að hjartaáfallinu.
Ef þeir höfðu haft
kynmök voru þeir
spurðir hve oft og
hve lengi þau hefðu staðið yfir.
Þeir voru einnig spurðir al-
mennra spurninga eins og hve
oft þeir hefðu kynmök í viku og
hvenær dagsins.
Einu sinni í viku í lagi
Rannsakendurnir fundu út að
hjartasjúklingarnir sem höfðu
haft kynmök á þessum tíma voru
tvisvar sinnum líklegri til að fá
hjartaáfall klukkutíma síðar en
þeir sem ekki höfðu stundað þá
iðju.
Þeir sem voru í lítilli eða engri
líkamsþjálfun voru fjórum sinn-
um líklegri til að fá hjartaáfall
klukkustund eftir kynmök.
VÍSINDAMENN telja sig vera
komnir með sannanir fyrir því að
kynlíf geti valdið hjartaáfalli hjá
þeim sem eru veikir fyrir hjarta.
Góðu fréttirnar eru þær að lík-
indin á hjartaáfalli við þessar að-
stæður eru hverfandi ef fólk
stundar aðra líkamsrækt reglu-
lega, samkvæmt fréttavef BBC.
Vísindamenn á Karolínska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi könn-
uðu 650 manns sem komu á
sjúkrahúsið í fyrsta skipti vegna
hjartaáfalls á árunum 1993 og
1994.
Í þessum hópi voru rúmlega
þrír fjórðu hlutar karlmenn.
Helmingur þeirra var á aldrinum
45–60 ára og um þrír fjórðu
þeirra voru í hjónabandi.
Skömmu eftir að mennirnir
höfðu náð sér voru þeir spurðir
um einkenni sjúkdómsins og
hvað þeir hefðu haft fyrir stafni
Niðurstaða vísindamannanna
var sú að lítil hætta væri á því
hjá fólki að fá hjartaáfall eftir
samlíf.
Þeir sögðu að kynmök hjarta-
sjúklinga einu sinni í viku hefðu
takmarkaða hættu í för með sér.
Töldu þeir að læknar ættu að
segja sjúklingum sínum að forð-
ast ekki kynmök vegna hræðslu
við að fá hjartaáfall.
Góð líkamsrækt
Talsmaður bresku Hjarta-
verndarsamtakanna sagði á
fréttavef BBC að það væri margt
sem benti til þess að hreyfing
gegndi stóru hlutverki við end-
urhæfingu hjartasjúklinga og
kynlíf væri góð líkamsrækt.
„Rannsóknin gefur til kynna að
það geti verið svolítið meiri
hætta á hjartaáfalli nokkrum
klukkustundum eftir kynlíf. Þessi
litla rannsókn tekur ekki með í
reikninginn lífsstíl þeirra sem
tóku þátt í rannsókninni eins og
hvort þeir reyki sem getur haft
áhrif á hættuna á hjartaáfalli og
veikir hið takmarkaða umfang
rannsóknarinnar niðurstöður
hennar.“
Talsmaðurinn sagði enga
ástæðu til þess að kynlíf væri
ekki hluti af lífi fólks eftir
hjartaáfall. „Sjúklingar geta
byggt upp kynlíf sitt með því að
fara í röskar gönguferðir eða
synda þar eð slík líkamsrækt hef-
ur góð áhrif á sjálfstraust þeirra.
Það sem getur gefið góða vís-
bendingu um líkamshreysti áður
en til kynmaka kemur er hvort
viðkomandi tekst að ganga á
flatlendi 300 metra eða upp tvo
stigapalla án þess að fá verk í
bringuna eða verða andstuttur,“
sagði hann að lokum.
Kynmök auka hættuna á hjartaáfallitextil.is
BROSTE - HAUST 2001
Blómaturninn, Ísafirði
Huggulegt
heima....
er heitast
í dag