Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁMENNUR hóp- ur forystumanna inn- an íþróttahreyfingar- innar hefur haft ákveðnar meiningar um það að sameina bæri Íþrótta- og ól- ympíusamband Ís- lands (ÍSÍ) og Ung- mennafélag Íslands (UMFÍ). Rökin eru helst þau að spara mætti með því nokk- urt fé í rekstri höf- uðstöðvanna og í þjón- ustu við aðildarfélögin. Móðurhreyfing ís- lenskrar íþróttahreyf- ingar, UMFÍ, hefur nú bráðum starfað í 100 ár, var stofn- uð 1907, en ÍSÍ fimm árum síðar. Frá og með tilkomu Íþróttalaga 1940 hafa þessar systurhreyfingar átt aðild að íþróttanefnd ríkisins og stjórn íþróttasjóðs á jafnréttis- grundvelli, en í lögunum var þó alltaf skýrt tekið fram að varðandi keppni og þátttöku í íþróttum á er- lendri grund færi ÍSÍ með forræð- ið. Vegna þessa ákvæðis í lögunum ákvað stjórn UMFÍ á sínum tíma að sækja um aðild að ÍSÍ fyrir öll aðildarfélög sín. Undirritaður hefur nú starfað í íþróttahreyfingunni í rúm 50 ár og vill fullyrða að forystumenn beggja hreyfinganna hafa lagt sig fram um það á hverjum tíma að laga starfsemina að breyttum kröfum og vinna sameiginlega að því að bæta aðstöðuna til íþrótta- og fé- lagsstarfs um allt land. Þá höfum við átt stóran þátt í því að efla íþróttakennara- menntun á Íslandi með aðild okkar að stjórn Íþróttakennara- skóla Íslands (ÍKÍ). Þá lagði ÍSÍ peninga í það á sínum tíma að byggja yfir ÍKÍ á Laugarvatni, svo eitt- hvað sé nefnt. Í bar- áttu okkar fyrir auknum fjárveit- ingum ríkisvalds og sveitarfélaga höfum við alla tíð átt samleið og góða samvinnu, svo sem við stofnun Íslenskra getrauna ásamt KSÍ á sinni tíð og með baráttu fyrir Lott- óinu. Einnig stofnun Íþróttamið- stöðvar Íslands á Laugarvatni. Kæru vinir og samherjar innan íþróttahreyfingarinnar. Þegar horft er til síðustu ára og hugleidd sú blinda trú sem ríkt hefur á samein- ingu fyrirtækja, félaga og stofnana, sem meðal annars, og einkum, hef- ur átt að bæta fjárhagslega stöðu þeirra sem áttu í hlut, sjáum við sorgleg dæmi um að það hefur sjaldan tekist. Ég beini orðum mín- um einkum til dreifbýlisins og tek nærtækt dæmi. Goði hf. átti að verða stórveldi eftir einhverja mestu sameiningu eða yfirtöku á eignum sem um getur. Fyrirtækið er komið í þrot, dreifbýlisfólk og forystumenn bænda eru aftur komnir á byrjunarreit. Í þessu sambandi er vert að hugleiða orð formanns bændasamtakanna, Ara Teitssonar, þar sem í landsmóts- byrjun í júlí sl. eru höfð eftir hon- um í dagblaði þessi ummæli, án rökstuðnings: „Sameining ÍSÍ og UMFÍ án tafar.“ Aukin samvinna er lausnin Samvinna er að mínu mati lausn- arorðið. Ég hef alltaf litið á ÍSÍ og sérsambönd þess, sem við hjá UMFÍ áttum þátt í að koma á fót, sem forystuafl okkar í afreksíþrótt- um og nú á hinum ólympíska vett- vangi. Einnig hefur skapast sú hefð í verkaskiptingu systurhreyfing- anna, að ÍSÍ þjónustar kannski meira og betur þéttbýlið, þar sem íþróttabandalögin eru öflug, en UMFÍ hefur beitt afli sínu út í hin- ar dreifðu byggðir landsins, þjónu- stað héraðssamböndin og aðildar- félög sín. „Landsmót UMFÍ – Landsmót hverra?“ spurði formaður Íþrótta- bandalags Reykjavíkur (ÍBR), Reynir Ragnarsson, í blaðagrein, við upphaf landsmótsins á Egils- stöðum 12. til 15. júlí sl. Reynir svarar sjálfur í fyrri hluta fyrir- sagnar sinnar því sem hann spyr um í seinni hlutanum. Landsmótin eru landsmót UMFÍ. Íþróttabanda- lögin sem enn standa utan við UMFÍ þurfa að breyta lögum sín- um lítillega til þess að öðlast aðild og þátttökurétt. Það er ekki rétt hjá formanni ÍBR að Reykvíkingar, þ.e.a.s. reykvískt íþróttafólk, hafi verið útilokaðir frá þátttöku í mótinu. Eitt fjölmennasta íþrótta- og ungmennafélag landsins, Fjölnir í Grafarvogi, átti fjölmenna þátt- tökusveit íþróttafólks og fylgdar- liðs. Ég veit að Reynir og fleiri for- ystumenn, sem e.t.v. hafa talið sam- eininguna lausnarorð, sjá að hún leysir engan vanda, hvorki fjár- hagslega né félagslega, nema áætl- unin sé í leiðinni að draga úr þeirri þjónustu sem aðildarfélögin fá í dag. Vandi íþróttahreyfingarinnar í heild er því miður eigi að síður til, en liggur í öðrum þáttum. Leiðir til lausnar án sameiningar Ég mæli með stóraukinni og markvissri samvinnu systurhreyf- inganna, ÍSÍ og UMFÍ. Grundvöll- ur slíkrar samvinnu eru viðræður sem mér skilst að séu þegar hafnar. Ekki fer á milli mála að miklir sam- eiginlegir hagsmunir eru í húfi. Til markvissari árangurs og hugsan- lega til sparnaðar í þeim verkefnum sem taka þarf fyrir geta hreyfing- arnar skipt með sér verkum. Stórefla þarf allan erindrekstur og útbreiðslustarfsemi og á það jafnt við um ÍSÍ og sérsambönd þess sem og UMFÍ. Auka þarf til muna félagslega og stjórnunarlega þáttinn sem allt of víða er í molum. Sameiginlega snerum við bökum saman í baráttu fyrir auknum fjár- veitingum opinberra aðila til fjöl- mennasta þáttar æskulýðsstarfs á Íslandi. Afreksmannastefnu ÍSÍ og fjárstuðning við hana ber UMFÍ að koma inn í með myndarlegum hætti. Grasrótarstarfið úti í félög- unum skortir næringu sem og íþróttabandalögin og héraðs- samböndin. Þessi næring á að koma frá höfuðstöðvum hreyfinganna í skipulögðum heimsóknum starfandi forystumanna til aðildarfélaganna, forystumanna sem hafa eitthvað að segja til leiðbeiningar starfandi stjórnum. Þessar heimsóknir þarf líka að tengja heimsóknum til starf- andi sveitarstjórnarmanna og full- trúa í héraðsnefndum. Ágætu forystumenn ÍSÍ og UMFÍ. Stuðningsaðilar okkar, fyr- irtæki, stofnanir og einstaklingar kalla á markvissara og samræmd- ara skipulag sem okkur ber að vinna að af metnaði og raunsæi. Ég veit að Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ, og Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hafa skynj- að að ekki er komið að sameiningu þessara systurhreyfinga. Ég veit líka að þeir eru tilbúnir til við- ræðna og samstarfs við forystu UMFÍ um það sem við best getum gert fyrir íslenska íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingu. Tökum höndum saman í markvissu upp- byggingarstarfi, í stað þess að eyða tíma, kröftum og fjármunum í um- ræðu sem ekki er eining um. Sameining, lausn á hverju? Hafsteinn Þorvaldsson Sameining Tökum höndum saman, segir Hafsteinn Þor- valdsson, í markvissu uppbyggingarstarfi. Höfundur er fyrrverandi formaður Ungmennafélags Íslands. ÞAÐ fer ekki á milli mála að Heimdallur hefur í gegnum ára- tugina, eða allt frá stofnun félagsins árið 1927, skipt miklu máli í allri stjórnmálaum- ræðu innan Sjálfstæð- isflokksins og reyndar á landsvísu. Sagt er að félagið sé vagga hug- myndafræði flokksins og þar deilir ungt fólk um stefnur og mark- mið og miðlar til ann- arra sjálfstæðismanna. Það hefur alltaf loð- að við félagsmenn í Heimdalli að þeir eru sagðir of rót- tækir, gagnrýna flokksforystuna harkalega og á skjön við almenn- ingsálitið, sem er ekki líklegt til vin- sælda. En þetta er ekkert nýtt og má lesa um í 10 ára afmælisriti fé- lagsins frá 1937 jafnt sem í dag. Samt sem áður hefur félögum fjölg- að mikið og þó að allir séu ekki sam- mála stjórn félagsins í öllum málum finnst félagsmönnum mikilvægt að þessi rödd heyrist. Styrkur félagsins felst ekki í því að huga fyrst og fremst að al- menningsálitinu held- ur öflugri hugmynda- fræði sem félagsmenn hafa haldið á lofti frá upphafi. Stefnan hefur verið skýr, markmið- um hefur verið náð með rökföstum mál- flutningi og tíminn hef- ur sannað ágæti mál- efnanna. Öflug og frjó umræða félagsmanna er sú kjölfesta sem not- uð er í karpi dagsins en er um leið sá áttaviti sem siglt er eftir. Og sú leið er ekki alltaf auðsótt þar sem ágjöfin er oft mikil. Hugmyndafræðin hefur þó vísað vel veginn og sjaldan hafa Heimdell- ingar siglt af leið og oftast haldist á réttum kili. Hlutverk þeirra er að vekja athygli á því sem aðrir hafa ekki hugrekki til að nefna, ryðja brautina og vekja fólk til umhugs- unar. Einnig á félagið að gagnrýna forystu flokksins ef þurfa þykir. „Gagnrýni úr réttri átt,“ sagði for- maður Sjálfstæðisflokksins þegar hann var spurður út í málflutning Heimdellinga gagnvart flokksfor- ystunni. Heimdallur á einmitt að vekja athygli á þeim málum sem for- ystan á erfitt með að taka upp og ljá máls á og þannig auðvelda þeim bar- áttuna í heimi málamiðlana. Næsta mánudag kl. 18 verður haldinn aðalfundur Heimdallar í Valhöll. Ég hvet alla unga sjálfstæð- ismenn í Reykjavík til að mæta og aðstoða við að halda hugsjónum okkar á lofti. Hugsjónir ungs fólks Björgvin Guðmundsson Höfundur er formaður Heimdallar, f.u.s. í Reykjavík. Hugsjónir Ég hvet alla unga sjálfstæðismenn í Reykjavík til að mæta á aðalfund Heimdallar næsta mánudag, segir Björgvin Guðmunds- son, og halda hug- sjónum okkar á lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.