Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 36
✝ Unnar Magnús-son fæddist í
Keflavík hinn 11.
febrúar 1957. Hann
lést á Vífilsstöðum,
Landspítala, hinn 11.
september sl. For-
eldrar hans voru
Sigríður Ólafsdóttir,
f. 29. desember 1937,
og Magnús Gíslason,
f. 5. ágúst 1932.
Systkini Unnars
sammæðra eru Hall-
dóra Eyjólfsdóttir, f.
15. mars 1963, Krist-
inn Eyjólfsson, f. 3. september
1964 og Margrét Eyjólfsdóttir, f.
26. nóv. 1967.
Systkini Unnars samfeðra eru
Hreinn Magnússon, f. 22. október
1960, Ásta Magnúsdóttir, f. 12.
október 1963, Jó-
hanna Magnúsdóttir,
f. 18. október1964,
Þóra Björg Magnús-
dóttir, f. 24. septem-
ber 1967 og Solveig
Ólöf Magnúsdóttir, f.
8. desember 1969.
Eftirlifandi eig-
inkona Unnars er
Evelyn Tagalog, f.
21. apríl 1965. Unnar
eignaðist eina dótt-
ur, Herdísi Ósk, f. 24.
október 1981, með
fyrri sambýliskonu
sinni, Valdísi Valgeirsdóttur, f.
11. febrúar 1960. Unnar stundaði
verkamannavinnu, lengst af hjá
Heimi hf. í Keflavík. Útför Unn-
ars fer fram frá Keflavíkurkirkju
í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.
Unnar, ástkær eiginmaður minn.
Þú færðir gleði inn í mitt líf, að
hafa þig og verða hluti af þinni
elskulegu, hugljúfu fjölskyldu.
Þú verður alltaf í hjarta mínu og
ég mun ávallt sakna þín.
Ég hef svo margt að þakka þér,
þinn tíma, umhyggja og mest af öllu
að elska mig. Ég trúði því aldrei að
þessi tími kæmi svo fljótt. Þú hafðir
svo mikil áhrif á líf mitt að þeir hlut-
ir, sem ég var vön að gera, eru ekk-
ert án þín.
Nú hugsa ég hvern dag um þig,
minningarnar okkar, sem hjón.
Þú hefur nú fengið frið og getur
hvílst. Engir verkir, andvökudagar
og nætur. Erfiðu tímarnir eru liðnir.
Guð almáttugur mun geyma þig á
besta stað. Ég mun þrauka og fá
styrk frá fjölskyldu okkar og vinum,
sem ég get leitað til.
Vertu sæll Pops, ég mun ávallt
elska þig.
Evelyn.
Unnar minn.
Ég kveð þig með þessu ljóði sem
lýsir best hugsunum mínum á þess-
ari stundu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því.
þú laus úr veikindum viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
( Þórunn Sig. )
Far þú í friði. Þín
Mamma.
Elsku pabbi minn. Nú eru kvalir
þínar á brott farnar, friður og ró
komin yfir þig.
Þetta stríð er nú yfirstaðið. Það
var samt með eindæmum hvað
bjartsýnin og vonin um betra líf lifði
í huga þínum, þú varst svo duglegur,
elsku pabbi minn.
Það er svo erfitt að sætta sig við
að nú ertu farinn, svo ungur og þú
sem varst alltaf svo hraustur. Þú
hafðir góðan húmor og það sem þú
gast verið að spaugast í tíma og
ótíma; eins fannst þér gaman að
segja brandara og þessir frum-
sömdu voru alltaf bestir, þú gast
nánast breytt öllu í brandara.
Áhugi þinn á öllu sem tengdist
vísindum og fróðleik var alveg
merkilegur og þú hafðir líka þínar
skoðanir á hlutunum, á því var eng-
inn vafi.
Þær voru margar góðar hug-
myndirnar sem þú fékkst, það mætti
skrifa heila bók um það.
Það færist bros á varir mínar þeg-
ar ég hugsa til baka og sé okkar fal-
legu minningar, það er svo leitt að
þær geta ekki orðið fleiri, en þessar
sem við eigum geymi ég vel í hjarta-
stað um ókomna tíð.
Ég veit að nú líður þér vel, þú ert í
góðum félagsskap með Hólmfríði
ömmu og Ólafi afa og ég veit að þau
tóku vel á móti þér.
Mér þykir svo vænt um þig, eng-
illinn minn, og ég sakna þín sárt og
það er erfitt að þurfa að kveðja þig
svona fljótt en eina huggun mín er
sú að leiðir okkar munu liggja sam-
an aftur.
Ég þakkir færi því nú skiljast leiðir.
Þigg þú litla gjöf úr hendi mér.
Ég bið að þínir vegir verði greiðir.
Ég veit að ég mun aldrei gleyma þér.
( Guðrún V. Gísladóttir. )
Hvíl þú í friði.
Þín einlæg dóttir,
Herdís Ósk.
Kæri bróðir.
Það er sárt að þurfa að kveðja þig
í hinsta sinn, en fjörutíu og fjögur ár
UNNAR
MAGNÚSSON
er ekki hár aldur. Minningarnar
hrannast upp og ekki er laust við að
bros færist yfir varir okkar, þegar
við hugsum um hversu góðan húmor
þú hafðir.
Þú varst elstur af okkur fjórum
systkinum, en nú hefur myndast
mikið tómarúm.
Þær voru notalegar stundirnar
þegar við sátum í eldhúsinu hjá
mömmu og spjölluðum og gerðum
grín og eins þegar þú hringdir af
sjúkrahúsinu í okkur, þá var húm-
orinn ekki langt undan. Þú barðist
hetjulega við mjög erfiðan, sjald-
gæfan sjúkdóm og reyndir að vera
bjartsýnn, því lífsvilji þinn var mikill
og þig langaði að gera svo margt
þegar þú næðir heilsu á ný. Þá gátu
veikindin ekki tekið frá þér áhugann
á bókum, hvort sem um var að ræða
skáldskap eða fræðslu, því þú varst
mjög fróðleiksfús og grúskaðir í hin-
um ýmsu fræðiritum, oft langt fram
á nótt.
Ekki má gleyma listhneigð þinni
en hún kom vel fram í teikningum
þínum, þú teiknaðir listavel.
Nú er þjáningum þínum lokið og
við vitum að þú ert á góðum stað þar
sem við hittumst síðar.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða,
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Vald. Briem.)
Guð geymi þig, elsku Unnar.
Halldóra, Kristinn og Margrét.
Það var að kvöldi hins 12. sept-
ember sl. að mér barst sú fregn til
eyrna að hann Unnar vinur minn
væri farinn frá okkur. Það voru
blendnar tilfinningar sem bærðust í
brjósti mér það kvöld, það var sökn-
uður eftir góðum vini, samviskubit
yfir því að hafa verið fjarverandi í
svo mörg ár og að hafa verið svo
upptekinn af eigin hagsmunum loks-
ins þegar ég kom, en líka samgladd-
ist ég honum að vera nú loksins laus
við þjáningar og kvöl þess erfiða
sjúkdóms sem að lokum batt enda á
hans jarðvist hér að þessu sinni. Það
sem upp úr stendur er ég hugsa til
baka er einlægt þakklæti fyrir liðinn
tíma og að hafa borið gæfu til að fá
að kynnast honum.
Unnar var einhver sá besti vinur
sem ég hef eignast. Ég minnist ár-
anna frá 1990 til 1994, þegar við vor-
um báðir búsettir í Keflavík. Þá voru
erfiðir tímar hjá okkur báðum, og
hart á dalnum. Þá var hann nær
daglegur gestur á heimili okkar
hjóna og ávallt aufúsugestur. Þá
voru málin oft rædd allt frá léttvæg-
um málefnum líðandi stundar til
dýpstu heimspeki meistaranna og
stundum lögð nótt við dag ef því var
að skipta. Ég held að Guð hafi hlotið
að elska þennan son sinn sérlega
mikið því að hann lagði honum þung-
ar byrðar á herðar og sporin hans
voru ekki alltaf sem auðveldust.
Hann var ekki alltaf sáttur við sitt
hlutskipti og erfiðleikarnir gátu oft
lagst þungt á hann en það bjargaði
honum að hann var bjartsýnismaður
að eðlisfari og hann átti sér líka sinn
eigin heim sem hann gat flúið til ef
þessi heimur var honum ekki að
skapi.
Unnar var traustur vinur vina
sinna, heill og sannur, greiðvikinn,
og hörkuduglegur og fjölhæfur til
vinnu. Hann átti auðvelt með að
kynnast fólki og gat verið hrókur
alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann
treysti fólki oft hiklaust, þangað til
annað kom í ljós, og gat átt til að
brenna sig á því. Hann var oft mis-
skilinn vegna þess að hann lifði í
tveimur heimum og var oft óþarf-
MINNINGAR
36 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Georg RafnHjartarson fædd-
ist í Bráðræði á
Skagaströnd 27. maí
1923. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 13. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Georgs voru
Hjörtur Klemensson
formaður, f. 15.2.
1887 í Kurfi á Skaga-
strönd, d. 6.2. 1965,
og Ásta Þórunn
Sveinsdóttir, f. 21.7.
1891 á Krákustöðum
í Skagafirði, d. 30.12.
1960. Hjörtur og Ásta bjuggu allan
sinn búskap á Skagaströnd. Systk-
ini Georgs eru: Hólmfríður, f.
31.12. 1909, d. 15.12. 1991; Bæring,
f. 27.6. 1911, d. 30.12. 1991; Ólína,
f. 16.8. 1912, d. 27.7. 1983; Sig-
urður, f. 28.9. 1913, d. 8.5. 1914;
maður hennar Hans Kr. Guð-
mundsson, sonur þeirra Gunnar
Ólafur, kvæntur Suzanne Gessner.
Dóttir Gunnars af fyrra hjóna-
bandi er Elísabet. 2) Ásta Hjördís,
f. 12.6. 1957, sambýlismaður henn-
ar er Sigurður Fr. Sigurðsson.
Synir Ástu eru Egill Eydal og Aron
Kári. 3) Georg Ottó, f. 30.3. 1962,
sambýliskona hans Linda Weland-
er. Börn þeirra eru Mikaela Hel-
ena og Mark Örn. 4) Sigurður Ar-
inbjörn, f. 2.5. 1964. Dóttir hans er
Anný Mjöll. Unnusta Sigurðar er
Sólveig Guðmundsdóttir og er son-
ur þeirra Garðar Rafn. Dóttir Sól-
veigar er Sóley Guðmundsdóttir.
Georg vann við múrverk mestan
hluta starfsævinnar, einkum á
Skagaströnd og Blönduósi, ásamt
allri algengri verkamannavinnu,
var m.a. á vertíð fjölda vetra. Hann
var lengi minkabani á Skaga-
strönd. Hann lauk sveinsprófi í
múraraiðn árið 1982. Síðustu
starfsárin vann hann hjá ÁTVR í
Reykjavík.
Útför Georgs verður gerð frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Margrét, f. 25.1. 1915;
Sigurbjörg, f. 26.9.
1916, d. 14.7. 1985;
Guðný, f. 28.6. 1918;
Þórarinn, f. 12.1.
1920, d. 28.1. 1991;
Sveinn, f. 17.4. 1921, d.
22.11. 1961; Hjörtur, f.
22.3. 1925, d. 22.11.
1961; óskírður dreng-
ur f. 7.8. 1926, d. 13.9.
1926; Kristján, f. 21.4.
1928; Sigurður, f. 7.2.
1930; óskírður dreng-
ur f. 13.9. 1931, d.
24.10. 1931; Hallbjörn,
f. 5.6. 1935. Georg
kvæntist 17. nóvember 1956 eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Helenu
Ottósdóttur, ljósmóður og hjúkr-
unarfræðingi, f. Heckel 14.9. 1923 í
Pirna í Þýskalandi. Börn þeirra
eru: 1) Sólveig, dóttir Helenu og
kjördóttir Georgs, f. 20.2.1950,
„Hann pabbi er dáinn“ voru hin
þungbæru orð sem bárust okkur Sól-
veigu frá Sigurði mági mínum til
Osló á fimmtudagskvöldið var. Ég
átti erfitt með að trúa því að þetta
hefði gengið svona hratt. Það var
minna en vika frá því að ég hafði hitt
Georg, tengdaföður minn, heima í
Reykjavík í sunnudagskaffi, sárþjáð-
an í fæti en með létta lund eins og
venjulega. Það datt engum í hug að
þær kvalafullu blóðrásartruflanir
sem leiddu til uppskurðar á mánu-
degi yrðu honum um megn nokkrum
dögum seinna. Hann, sem sagði þeg-
ar kvölunum linnti eftir fyrstu að-
gerðina, að nú hefði hann fengið lífs-
viljann aftur.
Það eru um það bil 35 ár liðin síðan
Georg vakti eftir dóttur sinni sem
var að slá sér upp með mér, ungum
nýútskrifuðum stúdent í sumarvinnu
að mæla land fyrir norðan. Þegar ég
lít yfir þessi ár geri ég mér grein fyr-
ir því hve allt of skammar samveru-
stundir okkar voru. Annaðhvort var
Atlantshafið á milli okkar eða ís-
lenskar heiðar. Fjöldi góðra minn-
inga kemur samt upp í hugann, há-
karlsbitarnir sem héngu niðri í
kjallara á Skagaströnd og Blönduósi,
skatan kæsta sem hann fékk mig til
að smakka og njóta og pönnukökurn-
ar og jarðarberin hans úr garðinum
sem voru í boði þegar komið var á
Langholtsveginn. Ég man tilraunir
hans til að vekja hjá mér áhuga á að
leita uppi laxa í hyljum Hallár og ótal
margt fleira.
Georg var með fjölhæfustu mönn-
um sem ég hef kynnst. Alinn upp í
þröngu búi með stórri fjölskyldu í
nálægð við hafið sem gaf og tók var
hann vanur að ganga í hvaða starf
sem var, á landi eða sjó. Hann var
snillingur í höndunum hvort sem var
við prjónaskap, matargerð eða smíð-
ar. Bátslíkanið hans er gott dæmi um
haga hönd. Mestan hluta starfsæv-
innar vann hann við múrverk og
standa merki um vönduð vinnubrögð
hans um Skagaströnd alla og víðar.
Hann var stoltur þegar hann, 1982,
eftir áratuga langt starf í iðninni
trúði Sólveigu, dóttur sinni, sem
hann hafði alla tíð hvatt til mennta,
fyrir því að nú væri hann að fara í
sveinsprófið. Hann var söngmaður
góður og undi löngum stundum við
litla rafmagnsorgelið. Afabörnin
voru honum öll dýrmæt og áttu í afa
sínum og langafa þolinmóðan vin og
fræðara um lífið og náttúruna. Hann
gladdist með Gunnari okkar, fyrsta
afabarninu, við hvern áfanga í lífinu
og Elísabet, dóttir Gunnars, eina
langafabarnið, átti hug hans og
hjarta.
Georg var náttúrubarn. Hann unni
fegurð náttúrunnar og nýtti það sem
hún gaf, hvort sem það var ljúffeng-
ur sjófugl og rjúpa skotin í matinn
eða ber og sveppir tínd í móa. Ég
man sérstaklega safaríkan skarfinn
sem barst okkur Sólveigu til Stokk-
hólms á stúdentsárunum. Fyrst og
fremst lifir Georg þó í minningu
minni sem vinur hins smáa og veik-
burða, litlu söngfuglanna, og litlu
blómanna í harðri íslenskri náttúru.
Hvar sem hann fór leit hann hið
smáa og hvert lítið blóm og blað var
undur í augum hans. Mér hverfur
ekki úr minni þegar hann lá hugfang-
inn í lyngbrekku ofarlega í austur-
rísku Ölpunum og naut þess að skoða
bláar alpafjólurnar. Eftir að hafa far-
ið með okkur um stórborgir Evrópu
og séð háreistar kirkjur og glæstar
hallir fannst honum meira koma til
hins fallega smáa í fjallabrekkunum.
Eflaust hefur hann undrast flakk
okkar Sólveigar og langdvalir á er-
lendri grund. Honum varð einhvern
tíma að orði þegar við ýttum á hann
að koma nú í heimsókn. Ég þarf ekki
að fara meir til útlanda, ég er búinn
að sjá hvernig þar lítur út.
Elsku Helena, elsku Sólveig, Ásta,
Ottó og Sigurður. Hugur minn og
hjarta er með ykkur á sorgarstund.
Hann Georg, tengdafaðir minn,
var einn af þeim fjölmörgu sonum Ís-
lands sem ekki láta mikið yfir sér.
Hann var trúr rótum sínum og upp-
runa. Það fer vel á því að hinsta hvíl-
an sé undir Borginni hans fallegu.
Minning hans lifir. Hvíl í friði.
Hans Kr. Guðmundsson.
Georg frændi er látinn. Það var
honum líkt að vera ekki að tefja leng-
ur úr því sem komið var. Hann dreif
alla hluti af í lífi sínu og flest hefði
honum þótt betra en að liggja lang-
dvölum á sjúkrahúsi. Hann fór því
eins og hann hefði kosið að fá að fara
og það er sem ég heyri hann segja:
„Jæja, þá er minn tími kominn og
best að drífa sig yfir landamærin.“
Það er mikil náð sem birtist í því að
menn fái að fara með þessum hætti,
að lifa sem þeir sjálfir til síðasta dags
og kveðja svo lífið með fullri reisn.
Og ég verð að segja að mér finnst að
Georg frændi hafi verðskuldað þá
náð alveg sérstaklega. Með því hefur
hann líka áreiðanlega fengið mikla
bæn uppfyllta.
Hann var föðurbróðir minn en
jafnframt einstakur félagi og vinur.
Hver einasta minning lífs míns sem
tengist honum er blikandi skær og
stöðugur gleðigjafi. Hann var svo
ferskur og áhuginn svo ósvikinn á
öllu því sem hann tók sér fyrir hend-
ur að hann hreif alltaf aðra með sér.
Þótt hann væri að nálgast áttrætt
leit maður ekki á hann sem gamlan
mann.
Þegar hann kom til Skagastrand-
ar fyrir tæpu ári vegna jarðarfarar
systursonar síns höfðu sumir á orði
hvað hann væri reffilegur. Hann hló
að þeim ummælum, en ég hygg þó að
honum hafi þótt lofið gott. En þar
var ekki bara um lof að ræða heldur
kláran sannleika. Hjá Georg fór
saman andlegur styrkur og líkamleg
reisn. Í viðkynningu var hann leiftr-
andi mælskur og frásögumaður góð-
ur og átti létt með að tala sig upp í
hita í brennandi áhugamálum. Fór
hann þá gjarnan á hinar hærri nótur
og sveigði allt látbragð eftir því sem
honum fannst við eiga. Þegar hann
sagði veiðisögur fór hann á kostum í
frásögn og lék þær svo eftirminni-
lega að þær stóðu ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum viðstaddra til fram-
búðar.
Það var það eðlilegasta af öllu eðli-
legu að hann segði veiðisögur því
mörg voru ævintýri hans á því sviði.
Hann var frábær skytta, skaut seli
og sjófugla á sæ og við strendur,
rjúpur og gæsir til fjalla og dala.
Minkabani var hann til fleiri ára og
laxveiðimaður góður. Hann fékk
vænan skammt af veiðieðli Víkur-
ættarinnar í sinn hlut og fór með þá
gjöf eins og þeir einir gera sem eru
veiðimenn af lífi og sál. Tónlistar-
maður var Georg þótt hann færi dult
með þá gáfu. Kunnugir vissu þó að
hann samdi lög og söng hann nokkur
þeirra inn á snældur og gaf mér með
þeim orðum að ég gæti hlustað á
þetta þegar hann væri fallinn í val-
inn. Ég fór nú ekki eftir þeim fyr-
irmælum og hef í mörg ár notið þess
GEORG RAFN
HJARTARSON