Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S érfræðingar óttast mestu kreppu frá upp- hafi í ferðaþjónustu eftir árásirnar á Bandaríkin í síðustu viku. Árásirnar voru hræðilegur atburður sem seint líður mönnum úr minni. Fjölmiðlar hafa gegnt gríðarstóru hlutverki í þessu máli sem og öðrum sem fréttir berast af úr hinni víðu veröld. Máttur fjölmiðla við skoðanamótun og áhrif fjölmiðla verða seint full- metin og eru kannski meiri en við gerum okkur grein fyrir. Á hverjum degi hlusta, horfa og lesa fjölmiðlaneytendur fréttir sem bera okkur váleg tíðindi. Ef tekið er mið af þeim er auðvelt að álykta að heimurinn sé stórhættu- legur. Ferða- menn ættu til dæmis ekki að fara til Bandaríkj- anna núna því hryðjuverkamenn vilja sprengja þá í loft upp, ekki heldur til Nepal af því að þar var konungsfjölskyldan myrt fyrir skömmu og óstöðugleiki ríkir í landinu. Suður-Afríka er stór- hættuleg af því að þar er mikið um glæpi og svo er stór hluti íbú- anna smitaður af eyðni og því ekki á það hættandi að fara þang- að. Í Angóla hefur geisað borg- arastyrjöld, hvítir eru drepnir í Zimbabwe og fyrir þremur árum voru sprengingar í sendiráðum Bandaríkjanna í Kenýa og Tans- aníu svo ekki er gott að vera þar á ferð. Berklar ganga í Rússlandi og börnum hefur verið rænt og þau myrt í Bretlandi. Stríð geisar í Kasmír, einu af héruðum Ind- lands, svo maður ætti að láta það vera að kíkja þangað og flóð eiga sér árlega stað í Mósambik, auk þess sem þar er mikið af jarð- sprengjum. Svona mætti lengi telja. Við skulum því ekki ferðast til þess- ara landa og halda okkur heima fyrir því hér erum við örugg. En hversu örugg erum við? Kannski er það í fréttum einhvers staðar úti í heimi hvað það er hættulegt að ferðast um á Íslandi? Nokkrir erlendir ferðamenn hafa látið líf- ið hér undanfarin ár í akstri á malarvegum úti á landi sem þeir eru ekki vanir að eiga við. Sprungur jöklanna hafa tekið nokkur mannslíf, jökulárnar og gilin líka. Ísland er líka hættulegt og því fjarlægara sem það er því hættulegra virðist það. Þessu dæmi má líka snúa við: Því fjarlægari sem löndin eru okkur og okkar vestrænu menn- ingu því hættulegri eru þau í okk- ar augum. Fjarlægðin gerir fjöll- in ekki bara blá heldur gerir hún þau líka vafasöm og stór- hættuleg. En fyrir því eru gildar ástæður. Því fjarlægari sem hlutirnir eru því minna vitum við um þá. Því minni upplýsingar sem við höfum því fordómafyllri erum við. Við þetta bætist að slæmar fréttir ferðast langt en góðar fréttir stutt. Í fjölmiðlum er gríð- armikil eftirspurn eftir nei- kvæðni en jákvæðni og góðum gjörðum er lítill áhugi sýndur. Það hefur ekki þótt fréttnæmt hingað til að eyðnisjúklingarnir í Suður-Afríku eru hið besta fólk og hraðinn á útbreiðslu eyðni í landinu á sér skýringar í sögu og menningu þjóðarinnar. Mannfræði er fræðigrein sem gengur út á að skyggnast undir yfirborð menningarinnar og grennslast fyrir um á hvaða grunni samfélög eru byggð. Slík- ar upplýsingar auðvelda skilning á ólíkum samfélögum. Flest ef ekki öll eru þau byggð á alda- gömlum hefðum sem hafa mótast út frá umhverfi, aðstæðum og þörfum fólks hverju sinni og eru rökrétt þegar maður setur alla þá þætti í samhengi. Það er auðvelt fyrir okkur að sitja heima í stofu, horfa á sjón- varpsfréttir og stimpla hinar og þessar þjóðir hálfvita og fávita vegna breytni þeirra í ákveðnum málum. Oftast vitum við þó afar lítið um menningu þeirra, gang samfélagsins og ástæður aðgerða þeirra eða viðbragða. Á tímum sem þessum er ekki úr vegi að staldra við og reyna að skilja þá sem stóðu að baki grimmdarverkunum í Bandaríkj- unum og hvers vegna í ósköp- unum einhverjir vilja vinna slíkan óhugnað. Við vitum ekki af hverju ákveðnir hópar manna hafa hafið heilagt stríð gegn Bandaríkjunum og öllu því sem bandarískt er? Hvað er það í bandarískri menningu sem er slæmt og þarf að uppræta í aug- um þeirra? Ætli þessar hug- myndir hryðjuverkamannanna séu ekki byggðar á einföldunum, fordómum og miklum rang- hugmyndum? Ranghugmyndir um fjarlæg samfélög má finna víða. Á tímum kalda stríðsins, þegar leiðtoga- fundur austurs og vesturs var haldinn í Reykjavík, voru gerðir margir þættir vestur í Bandaríkj- unum um Ísland og Íslendinga sem sýndir voru í sjónvarpi þar- lendis. Ég horfði síðar á nokkra þeirra og þekkti varla landið sem fjallað var um. Samt er Ísland ekki svo langt frá Bandaríkj- unum. Það er ekki bara Ísland sem er óþekkjanlegt í flutningi banda- rísku ljósvakamiðlanna. Mörg af þeim löndum sem talin voru upp hér að ofan eru langt frá því jafn hættuleg og fréttir þaðan bera vitni um. Önnur eru það þó. Heimurinn er ekki jafn hættu- legur og hann virðist í fréttum fjölmiðla, það hafa margir Íslend- ingar reynt, og færist það í vöxt að fólk fari í ferðalög til Mós- ambik, Indlands eða Rússlands. Hvað fjölmiðla varðar er ólíklegt að neikvæðar fréttir hætti að ber- ast frá fjarlægum heimshlutum, þeir munu áfram flytja þær og áfram hafa knappt form miðilsins til að skýra hvað liggur að baki. Eina leiðin fyrir okkur í fjarlægð- inni er, eins og félagi minn sagði við mig um daginn, að gera sér grein fyrir einföldununum og ranghugmyndunum sem kunna að felast í fréttunum og standa þannig betur að vígi til að búa til sannari og réttlátari heimsmynd. Fjarlægðin gerir fjöllin … hættuleg „Því fjarlægari sem hlutirnir eru því minna vitum við um þá. Því minni upplýsingar sem við höfum því for- dómafyllri erum við.“ VIÐHORF Eftir Rögnu Söru Jóns- dóttur rsj@mbl.is UM MIÐJA 20. öldina var mikið ritað og rætt um að valdhafar ís- lensku þjóðarinnar væru að selja Ísland í hendur erlends stórveldis. Þá ortu skáldin ástarljóð um land, þjóð og tungu og rithöfundar létu sitt ekki eftir liggja. Fjölmennar hreyfingar risu upp til varnar landi og lýð og nýir stjórnmála- flokkar með sama markmiði litu dagsins ljós. Síðan hefur margt breyst í við- horfum manna og skoðunum. Hin gömlu gildi eru á hverfanda hveli. Hugsjónir eiga yfir höfuð ekki upp á pallborðið í nútímanum og flestir telja þær úreltar. Í staðinn er komið hugtakið „markaður“ í nýrri merkingu. Jörðin er á góðri leið með að verða einn „stórmarkað- ur“. Í markaðsheimi gildir það eitt að hafa eitthvað að selja sem ein- hver vill kaupa, og gildir þá einu hvort það eru raunveruleg eða ímynduð verðmæti. Meira að segja vísindin – sem fram til þessa hafa verið helsta vígi frjálsrar hugs- unar – hafa dregist inn í þennan markaðsleik. Ísland markaðssett Íslenskir valdamenn hafa ekki látið sitt eftir liggja að fylgjast með þróuninni. Upp á síðkastið hafa þeir keppst við að selja sem mest af sameignum þjóðarinnar eða setja á markað. Hagstæðustu ríkisfyrirtækin hafa flest verið seld, þar með talið póstur, sími og bankar, sem voru stolt hvers ríkis fyrr á árum og vitnisburður um sjálfstæði þeirra. Og nú hafa stórir hlutar Íslands verið settir á þennan heimsmarkað í formi virkjunarhugmynda, sem íslenska ríkisstjórnin veifar fram- an í forsvarsmenn risafyrirtækja í þungaiðnaði, gyllir með loforðum um ókeypis mengunarkvóta og væntingu um að honum verði hald- ið utan við alþjóðlegar reglur. Skákað er í því skjóli að hér sé hægt að framleiða ál með minni loftmengun en víða annars staðar. Önnur beita felst í lágu raforku- verði til iðnfyrirtækja, sem al- menningur greiðir niður. Lág- launastefna atvinnurekenda er líklega þáttur í sama ferli. Nokkrir álframleiðendur hafa þegar bitið á agnið og því dynja nú yfir okkur beiðnir um nýjar ál- „fabrikkur“ og stækkanir á þeim sem fyrir eru. Til að anna þeirri eftirspurn þarf að virkja fallvötn og hver, og það verður óvíða gert nema umturna landi og lífi við fyr- irhugaðar virkjanir. Þannig er landið nú óbeint til sölu á heims- markaði. Einn þáttur þessa hernaðar er að ná sem allra mestu landi undir forræði ríkisins og til þess notast „lög um þjóðlendur“, sem sett voru fyrir fáum árum. Kröfugerðin þar er svo yfirgengileg, að enginn vill kannast við að hafa staðið að þessari lagasetningu. Gagnvart eigin þegnum veifar ríkisstjórnin þeirri dulu, að verið sé að efla og treysta byggð í land- inu og auka hagsæld þjóðarinnar, eða svonefndan hagvöxt, sem er mælikvarði á magn og hraða fjár- magns í umferð, líkt og kílóvatt- stund á raforku. Þessu má líkja við fjárhættuspil. Ef allar væntingar ganga eftir get- ur stundarvinningur orðið stór, en líka getur allt tapast og þegar til lengdar lætur verður niðurstaðan varla annað en skaði og skömm fyrir land og lýð. Kárahnjúkavirkjun Áætlun Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun er dæmigerð fyrir þá stefnu sem að ofan var lýst. Í því lottóspili er allt Fljótsdalshérað og hálendið upp af því lagt undir. Flytja á tvö stór vatnsföll milli farvega og smala saman vatni af um 1.500 ferkm svæði á hálendi Austurlands, leggja um 60 ferkm undir jökulvatnslón, og þar fram eftir göt- unum, með það að- markmiði að byggja allt að 420 þúsund tonna álver í Reyðar- firði. Þessari markaðs- glöðu ríkisstjórn hef- ur tekist að koma því inn hjá Austfirðingum, að þetta sé eina ráðið til að forða því að Fjarðabyggðin leggist í eyði. Til að undirstrika það hefur hún við- haldið hinu alræmda kvótakerfi í fiskveiðistjórnun, þar sem fjár- magnið fær að leika lausum hala með auðlindir sjávar. Þetta hafa smám saman orðið trúarbrögð velflestra Austfirðinga. Sérstaklega hafa sveitarstjórna- menn ánetjast þessari skoðun. Samt sem áður eru margir Aust- firðingar vantrúaðir á að nokkuð verði af þessu, enda hafa öll hin fjálglegu loforð ríkisstjórnarinnar um virkjanir og stóriðju á Austur- landi runnið út í sandinn. Sú áætlun sem hefur verið sett upp af Landsvirkjun og Reyðaráli, er heldur ekki líkleg til árangurs. Þar er boginn spenntur til hins ýtrasta á öllum sviðum, bæði hvað varðar virkjun og álver. Satt að segja hefur maður það á tilfinning- unni, að þetta plan hafi verið sett fram til að mistakast og ýmsir vilja meina að það sé gert til að þóknast þeirri kröfu álfyrirtækj- anna, að staðsetja alla slíka stór- iðju í grennd við aðalþéttbýlið á Suðvesturlandi. Þá hefur margoft komið fram, að forráðamenn Norsk Hydro hafa takmarkaðan áhuga á þessum framkvæmdum, en vilja umfram allt halda Íslendingum „heitum“ og eiga þennan verksmiðjukost til góða ef annað bregst. Þáttur í því getur verið að spana stærðina upp svo framkvæmdin verði óaðgengi- leg og valdi illdeilum. Samt sem áður verður líklega reynt að knýja fram virkjun í Fljótsdal, enda er undirbúningur hennar á fullu þessa mánuði. Það er metnaðarmál sitjandi ríkis- stjórnar, að koma framkvæmdum í gang áður en kjörtímabili hennar lýkur vorið 2003, og til þess verður öllu kostað. Eftir úrskurð Skipulagsstofnun- ar um Kárahnjúkavirkjun 1. ágúst sl. er ljóst að það verður þungur róður, því að nú vita allir að sú ákvörðun verður tekin í trássi við eðililega málsmeðferð og heiðar- legar lýðræðisreglur. Hvað veldur? Er nema von að menn spyrji: Hvað veldur því að löglega kjörin ríkisstjórn Íslendinga stundar slík- an hernað gegn landinu? Meira að segja hin heimsfrægu Þjórsárver eru í hættu, þótt þau séu friðlýst skv. lögum. Líklega hafa fáir búist við að slíkt gæti gerst nú í upphafi 21. aldar á Ís- landi. Menn rekur í rogastans. Það er gömul saga og ávallt ný, að valdið spillir og margur verður af aurum api. Vissulega er það ekki nýtt í sögunni, að stjórnarherrar og -frúr ástundi hernað gegn eigin landi og þjóð. Einn slíkur er nú fyrir rétti við stríðsglæpadómstól- inn í Haag og fleiri hafa verið tilnefndir, sem ættu með réttu að fylgja hon- um þangað. Samt kemur það okkur á óvart, þegar svona gerist heima hjá okk- ur og menn standa ráðþrota frammi fyrir vandanum, ýmist undrandi, sárir eða reiðir. Fáir gera sér grein fyrir hvað hér ligg- ur raunverulega að baki, enda verður þar að styðjast við getgát- ur. Fáir vilja trúa því að ríkisstjórn Íslands sé svo gjörspillt að hún vilji eyðileggja landið. Líklega er fremur um að ræða skammsýni og þjónkun við þá sem hafa mikið fjármagn undir höndum, hérlendis og erlendis. Það er ein afleiðing „heimsmarkaðsins“, að stórir fjár- magnsaðilar ráða lögum og lofum um alla jörð og ríkisstjórnir eru oft og tíðum handbendi þeirra. Niðurstaðan í „Fljótsdalsvirkj- unarmálinu“ árið 2000 sýndi það svart á hvítu, að ríkisstjórnin ræð- ur engu um framgang virkjunar- mála þegar stórfyrirtæki í málm- vinnslu eru annars vegar. Hvað er til ráða? Nú eru góð ráð dýr. Skáldin sem blésu mönnum baráttuanda í brjóst við fyrri landsöluna eru lát- in eða orðin gamalmenni og engin endurnýjun hefur orðið á því sviði. Barátta fyrir bættum heimi er ekki hátt skrifuð á lista nútíma- fólks, a.m.k. ekki á Íslandi. Þjóð- erniskennd er fallin í ónáð og lík- lega tók hún ættjarðarástina með sér í fallinu. Þó vottar fyrir nýju gildismati á náttúruna, sem gefur vonir um bjartari tíma. Lög um umhverfismat voru inn- leidd hérlendis 1994 eftir að Ís- lendingar gerðust aðilar að EES og í breyttu formi vorið 2000. Ný- leg reynsla af þessum lögum við Kárahnjúkavirkjun sýnir að þau geta komið að gagni ef faglega er unnið eftir þeim, en jafnframt að ósvífnir pólitíkusar geta að líkind- um hundsað niðurstöður þeirra. Þrautalendingin er að fara með málið fyrir dómstóla og þar mun það efalaust hafna. Að sjálfsögðu skiptir afstaða al- mennings miklu máli, einkum í sambandi við fjárfesta, sem margir eru hikandi við að leggja út í ill- deilur um framkvæmdir sem þeir standa að. Á þessu sviði þarf að verða vakning, ekki bara innan- lands, heldur líka utan landsteina, því hér er um sameiginleg verð- mæti mannkyns að tefla. Ef við Ís- lendingar erum ekki menn til að gæta þeirra verða aðrir að grípa í taumana. Nú ríður á, að allir sem láta sig verndun náttúrunnar einhvers varða sameinist – hvar í flokki sem þeir standa – og myndi öfluga breiðfylkingu til varnar. ÍSLAND MARKAÐSSETT Helgi Hallgrímsson Nú ríður á, að allir sem láta sig verndun náttúr- unnar einhvers varða, segir Helgi Hallgríms- son, sameinist. Höfundur er líffræðingur, búsettur á Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.