Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Theódór HelgiRósantsson fæddist í Keflavík 30. maí 1924. Hann lést á spítala í Bandaríkjunum 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósant Sigurðsson sjómaður, f. 19. febrúar 1899, d. 11. ágúst 1926, og kona hans Vilborg Bryn- hildur Magnúsdótt- ir, f. 17. desember 1896, d. 10. október 1967. Systkini Theódórs eru: 1) Rósa Jafetsdóttir, f. 2. desember 1928, gift Jóni Magnússyni, f. 21. júlí 1926, d. 2. maí 1981, búsett í Hafnarfirði, 2) Pétur Þór Ólafs- son, f. 19. október 1936, kvæntur Nora Ólafsson Mangubat, búsett í Garðabæ, 3) Jóhanna Ólafsdóttir Gillette, f. 1 ágúst 1930, gift Dean Gillette, búsett í Bandaríkjunum og 4) Elsa Ólafsdóttir Popp, f. 28. september 1939, d. 12. nóvember 2000. Theódór kvæntist 18. sept- ember 1953 Helgu Pétursdóttur, f. 21. nóvember 1921. Hennar for- eldrar voru Pétur Gíslason, sjó- maður, f. 19. september 1892, d. 21. janúar 1922, og kona hans Jóna Kristrún Jónsdóttir, f. 9. maí 1896, d. 20. júlí 1950. Sonur Theó- dórs og Helgu er Theódór Helgi Rósantsson, yngri, byggingaverk- fræðingur, f. 16. ágúst 1957, kvæntur Jayne Elizabeth Guenth- er. Þeirra synir eru Pétur Einar, f. 22. maí 1992, og Mark Lloyd, f. að nafni Helga Pétursdóttir. Þau þekktust reyndar ekki mjög mik- ið, en eitthvað kom þarna yfir þau bæði, því þau giftu sig árið eftir. Theódór byrjaði að vinna í landi sem húsasmiður og var að læra frekari loftsiglingafræði að kvöldi til. Hann lauk því námi en Theódór og Helga höfðu ekki mikið milli handanna og starf loftsiglingafræðings var verr launað en í húsasmíðinni. Theó- dór hélt því áfram að smíða hús. Árið 1957 fæddist einkabarn þeirra, Theódór Helgi Rósants- son, yngri. Tengslin við Ísland voru sterk og þau ákváðu að flytja hingað árið 1963. Í fyrstu stundaði Theódór sjómennsku og svo síðar meir vann hann sem tré- smiður á Keflavíkurflugvelli fyrir bandaríska herinn. Árið 1969 fluttist fjölskyldan enn einu sinni, í þetta skiptið til Kaliforníu-fylkis í Bandaríkjunum. Þar bjuggu tvær systur Theódórs og þangað hafði hann áður komið í sigling- unum og líkað vel. Theódór byrj- aði aftur að sigla; í þetta sinn á ol- íuflutningaskipi. Svo kom að því að hann fékk nóg af siglingunum og réð sig þá í vinnu sem viðgerð- armaður í skólaumdæmi. Það starf stundaði hann þar til hann fór á eftirlaun árið 1989. Hjónin komu oft til Íslands og nutu þess mjög. Theódór fannst alltaf gam- an að hitta gömlu félagana og rifja upp góðar minningar. Útför Theódórs fór fram í kyrr- þey og hvílir hann hjá föður sín- um og fósturforeldrum í Keflavík. 18. maí 1994. Theódór ólst upp í Reykjavík hjá afabróður sínum, Árna Geir Þórodds- syni, f. 18. maí 1863, d. 8. apríl 1952, og konu hans Margréti Þor- finnsdóttur, f. 18. febr- úar 1870, d. 7. febrúar 1953. Þegar Theódór var u.þ.b. fjórtán ára fór hann til sjós, fyrst sem messagutti og síð- ar sem háseti á flutn- ingaskipum. Hann sigldi víða um heim sem háseti í kaupskipaflotanum. Hann var á hergagnaflutninga- skipi við innrásina í Normandí í heimsstyrjöldinni síðari og hann talaði oft um þann dag. Hann sagði seinna að það hafi enginn tími verið til þess að vera hrædd- ur. Árið 1945 var Theódór á heimleið með Dettifossi þegar skipið var skotið niður á Írlands- hafi. Hann talaði oft um hvernig hann þurfti að synda um til að ná einhverju sem flaut. Það var naumt að Theódór næði því. Þrátt fyrir þessa lífshættulegu reynslu fór Theódór á námskeið hjá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist árið 1948. Hann fór þá til Bretlands og hóf nám í loftsiglingafræði. Eftir að hann lauk því námi sigldi hann til New York í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram siglingunum næstu árin. Árið 1952 var hann að ganga niður tuttugustu og fyrstu götu í New York og rakst á landa Elsku pabbi minn. Ég sit hér í eldhúsinu hans Lilló frænda með kaffibolla og er að reyna að skrifa einhver orð til að kveðja þig. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíma skrifað þér bréf, svo ég held að það sé kominn tími til. Það er nú liðnir tveir mánuðir síðan þú fórst frá okkur og ég hef lært mikið um líf þitt og reynslu. Ég og mamma erum búin að vera hér á landi í nokkra daga og ég hef talað við fólk sem var þér hvað nánast þegar þú komst til landsins í heimsókn. Þú varst marg- brotnari maður en ég vissi. Ég vildi óska þess að við gætum átt fleiri daga saman, elsku pabbi minn. Ég hef öðlast nýja virðingu THEÓDÓR HELGI RÓSANTSSON ✝ Jón Hanssonfæddist á Hellis- sandi hinn 4. júlí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. september sl. Jón ólst upp í Brekkubæ á Hellnum en fluttist með foreldrum sín- um í Suður-Bár við Grundarfjörð 1943. Jón var sonur Ingi- bjargar Pétursdóttur frá Ingjaldshóli f. 18.1. 1893. d. 19.1. 1965 og Hans Guðna Jónassonar frá Grundarfirði f. 16.10. 1897. d. 24.10. 1951. Systur Jóns eru Ingi- börn. Ingi Hans f. 24.2. 1955 kvænt- ur Ólöfu Hildi Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Hjördís Fríða f. 13.4. 1959 gift Fjal- ari Elíssyni og eiga þau tvö börn. Guðmundur Hjörtur f. 1.10. 1970 í sambúð með Margréti Óskarsdótt- ur og eiga þau tvö börn. Fyrir á Guðmundur eina dóttur með Snæ- dísi Kristinsdóttur. Fóstursonur Jóns er Hermann Jóhannesson f. 22.8. 1952 kvæntur Elísu Friðjóns- dóttur og eiga þau þrjá syni. Jón stundaði sjómennsku í 30 ár lengst með Sigurjóni Halldórssyni á Farsæli SH 30. Milli vertíða vann hann við byggingarvinnu mest við múrverk og húsamálun. Jón hóf störf hjá Hraðfrystihúsi Grundar- fjarðar árið 1965 fyrst sem véla- maður á flökunarvélum en síðar sem verkstjóri á árunum 1971- 1997. Útför Jóns fer fram í dag frá Grundarfjarðarkirkju og hefst at- höfnin kl. 14. björg Jóna f. 25.6. 1924. Guðrún Jóna f. 11.2. 1926 og Guðlaug Petrea f. 17.4. 1927. Hálfbróðir Jóns sam- mæðra var Ólafur Jak- ob Friðrik Ólafsson f. 29.9. 1920. d. 14.8. 2001. Uppeldissystir þeirra er Marta Jó- hannsdóttir f. 10.12. 1937. Jón kvæntist 27.12. 1958 eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- mundu Hjartardóttur. f. 7.11. 1931. Þeirra börn eru Hafsteinn f. 16.3. 1950. kvæntur Sigrúnu Eddu Hringsdóttur og eiga þau þrjú Í bernsku minni man ég kvöld við gluggann, skyldi hann pabbi minn vera að fiska í dag. Við krakkarnir vorum farin að þekkja ljós bátanna og því vissi ég alltaf hvenær Farsæll kom að bryggju. Í þá daga voru sjó- mennirnir hetjur okkar og við héld- um með áhöfnum og bátum líkt og menn halda með knattspyrnuliðum í dag. Mínar hetjur voru pabbi minn og Sigurjón í Bár, Halli, Hemmi, Elli, Doddi, Högni og aðrir Farsælsmenn. Nú á útfarardegi föður míns rifjast upp mörg atvik þessu lík og finnst mér perlur minninganna glitra í hverju spori þessa góða manns. Pabbi var af þeirri kynslóð sem byggði undirstöður þess auðs er þessi þjóð býr við í dag. Kynslóð sem þræl- aði meira en nokkur önnur kynslóð fyrr og síðar. Samt eru þær óteljandi stundirnar sem hann nýtti til að gera eitthvað fyrir börnin sín og mömmu. Gönguferðir með appelsínpela út að Stórasteini, sólbaðsferðir upp í Gil, veiðiferðir í Bárarvatn að maður nefni nú ekki ferðirnar út á Hellna. Þannig leið æskan þegar ekkert var sjónvarpið og aðeins örfáir áttu bíla. Ljúfar stundir kosta ekki mikið. Pabbi var mikill heimilisfaðir, snyrtimenni og gestrisinn. Hann tal- aði yfirleitt ekki um fólk og aldrei illa. Á kyrrum kvöldum var frekar tekið í spil en setið yfir gagnslausu tali. Það gerðist oft eftir að sjónvarpið kom til sögunnar og að hann pirraði okkur með því að halda með hinu liðinu þeg- ar íþróttaútsendingar voru. Þannig færði hann leikinn inn á heimilið og bjó okkur undir það að geta verið á annarri skoðun án þess að verða óvin- ir. Eftir að við systkinin fórum að heiman og stofnuðum okkar eigin heimili kom hann iðulega og rétti hjálparhönd ef eitthvað þurfti að gera. Jón Hansson var mér miklu meira en faðir, hann var mér vinur, sá besti sem ég hef eignast. Ég þáði frá hon- um mörg heilræðin og eitt sinn sagði hann við mig: „Drengur minn, það er sama hvað þú gerir, gerðu það vel. Því kannski verður einhverntímann spurt. Hver gerði þetta? En það er sjaldnast spurt. Hvað var hann fljót- ur að því?“ Ég kveð pabba minn fullur þakk- lætis með þeirri vissu að í hjarta mínu býr fjársjóður sem endist mér allt líf- ið. Þau heilræði sem eiga að gera mig að jafngóðum manni og hann vildi, er enn verið að skilja og alls er óvíst að það takist, en það mun ég reyna. Guð blessi minningu Jóns Hanssonar. Ingi Hans. Elsku afi minn.Ég sakna þín rosa- lega mikið, þú varst mér alltaf svo góður. Guð vertu svo vænn að passa afa. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þín Guðrún Ósk. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. JÓN HANSSON                                                 ! "#  $    % &'!   %    (    "%% )  !   %    *++, ! - %    .!&/  0 %    1# %   %"%% ) ! "%) "%% ) ! ! 22/+                   3 45     !  "   #    $% & ' (     )  $ !  2&/ $   & !    * 6+$   7   +$ !   % $ ! $82&/  $  +! 9 %7    22/ 222/ ! 2222/ 9 !    +                 "             )  ' * .- " . "3:. 3 8   / 9 +  % 2&/"/ "   "/  %#1* $ "/ 1"/ 7  &' "/ ; "/+ *                              :..:.11    !)%  9  9% <$  =+  !$! 1 %   %   !! (     ! 2% ! 7  $) $   !! 7  32%  * %  %    !!  "&/+                -.+;3(7   (  > %! !  +"   +     $% & ' / "+ ! *&! "&) + !  % 1#%    +"&/! ')!  1#%  ?   ?   +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.