Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 13

Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 13 MÁL lóðareigenda í Suðurhlíð hef- ur velkst í borgarkerfinu á annað ár, en þeir vonast til að endanleg ákvörðun verði tekin á fundi skipu- lags- og byggingarnefndar borgar- innar á miðvikudag. Þrír íbúar hafa gert athugasemdir við framkvæmd- irnar. Jón Valur Smárason, annar eig- enda lóðarinnar, segir að þessi töf hafi verið eigendum lóðarinnar þung, en lóðin var keypt haustið 1999. „Það er ekkert grín að vera í framkvæmdum og liggja með dýra lóð í tvö ár.“ Hann bætir því við að nú sé búið að auglýsa deiliskipulag- ið og aðalskipulagið, sem gerir ráð fyrir 50 íbúða fjölbýlishúsi á lóðinni en hún er 1,2 hektarar. Lóðin, sem er við Fossvogs- kirkjugarð, var áður í eigu Land- græðslusjóðs. Arkitektastofan Úti og inni hefur umsjón með hönnun byggingarinnar sem Jón Valur seg- ir að verði fjórar hæðir. „Það missir enginn útsýni vegna þess að hæð- armunurinn er það mikill hérna,“ segir Jón Valur og bætir við að efsta hæðin verði inndregin. Hlíðarfótur hafði áhrif á áformin Jón Valur segir að borgin hafi beðið um að ekki verði byggt á 4.000 fermetra svæði innan lóðar- markanna vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hlíðarfót en svo kallast göng sem áætlað er að komi undir Öskjuhlíðina. „Þegar við kaupum lóðina er búið að blása Hlíðarfót af í fyrsta skipti í 20 ár og R-listinn var búinn að samþykkja að Hlíðarfótur yrði tekinn út af skipu- laginu. Eftir að við kaupum lóðina er Hlíðarfótur settur inn í skipulag- ið aftur sem hafði gríðarleg áhrif á áform okkar.“ Hann segir að upphaflega hafi átt að rísa raðhúsabyggð á lóðinni, en Vegagerðin og borgarverkfræðing- ur hafi viljað fá meira athafnasvæði ef hugsanlega kæmi til þess að Hlíð- arfótur yrði byggður. „Þar af leið- andi urðum við að færa bygginguna okkar fjær hugsanlegum fram- kvæmdum. Nú er svo komið að við getum byggt þetta hús án þess að það komi til með að trufla neitt, þótt hafnar verði framkvæmdir gagn- vart Hlíðarfæti,“ segir Jón Valur. Hann segir að gangamunninn og göngin, sem lögð yrðu í stokk, verði nokkuð langt fyrir neðan lóðina ef til kemur. Íbúar óttast aukna umferð og að missa útsýni Þrír íbúar í Suðurhlíðum sendu inn athugasemd við framkvæmdirn- ar en frestur til að gera athugasemd rann út hinn 7. september, eftir að hann hafði verið framlengdur að ósk íbúasamtakanna. Þeir íbúar sem sendu inn athugasemdir hafa áhyggjur af aukinni umferð í hverf- inu þar sem götur eru mjög þröng- ar, einnig að byggingin verði of há- reist, hún muni skyggja á útsýni íbúa í Suðurhlíðum og verða til þess að eignir þeirra lækki í verði. Beðið eftir ákvörðun um leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss Hefur velkst í borgarkerf- inu á annað ár Suðurhlíðar Morgunblaðið/Ásdís Eigendur lóðarinnar, sem hér sést til vinstri á myndinni, hafa tapað miklum fjármunum á því hvað verkið hefur tafist í borgarkerfinu. Íbúar í Suðurhlíðum óttast að þeir missi útsýni yfir Fossvoginn. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.