Morgunblaðið - 02.10.2001, Side 25

Morgunblaðið - 02.10.2001, Side 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 25 hugasemd og upplýsa að öllum not- uðum einnota Kodak-myndavélum sem berast fyrirtækinu og öðrum Kodak Express stöðum í framköllun er skilað til endurnýtingar hjá Kodak. Hans Petersen hefur safnað og sent um tvö tonn af „einnota“ Kodak myndavélum til endurvinnslu hjá Kodak. Allt að 60% af þessum vélum er skilað inn til endurvinnslu á heims- vísu. Vélarnar eru endurnotaðar allt að 10 sinnum áður en þær eru muldar og endurmótaðar. Því má að lokum bæta við að árið „EFTIRFARANDI er athugasemd frá Hans Petersen vegna greinar í Morgunblaðinu hinn 7. september síðastliðinn. Greinin heitir „Í einnota veröld“ og birtist í aukablaðinu Dag- legt líf. Þar birtist mynd af einnota Kod- ak-myndavél og sagt eitthvað á þá leið að auðvelt sé að taka myndir á slíka vél, sem er satt og rétt, en síðar segir: „Ekki þarf að hugsa mikið um myndavélina sjálfa, enda var hún ein- nota og lendir sjálfsagt í ruslinu hjá framkölluninni.“ Við þetta langar okkur hjá Hans Petersen að gera at- 1999 var Kodak-fyrirtækið útnefnt af Alþjóðaumhverfisstofnuninni hand- hafi alþjóðaumhverfisverðlaunanna, m.a. fyrir framlag sitt til sjálfbærrar þróunar og vistvænnar hönnunar á einnota myndavélum. Með þökk fyrir birtinguna, Elín Agnarsdóttir, rekstrarstjóri verslana Hans Petersen.“ Einnota myndavélar fara í endurvinnslu NÝTT LYFJA í Smáralind kynnir inniskó frá Giesswein. Skórnir eru úr 100% ull sem má þvo í vél, tvöföldum sóla sem tryggja eiga einangr- un, og er sá neðri úr tvöföldu gúmmíi. Skórnir falla vel að fæti, segir í tilkynningu frá innflytjanda, og eru til í ýmsum gerðum, jafnt litríkir sem hefð- bundnir. Giesswein- inniskór ÞÓRSHAMAR ehf. hefur hafið inn- flutning á austurríska orkudrykkn- um Bláa svíninu. Drykkurinn inni- heldur meðal ann- ars guarana, gin- seng og c-vítamín, að sögn innflytj- anda. Framleið- andi drykkjarins er austurríska fyrirtækið In- drinks, en Aust- urríkismenn munu hafa verið fyrstir þjóða til þess að hefja framleiðslu á orkudrykkjum. Orkudrykkur kenndur við bláan gölt HAUST- og vetr- arlisti frá danska fyrirtækinu Green House er kominn út. Í fréttatilkynningu frá umboðsmanni Green House kemur fram að vörurnar úr list- anum séu seldar í heimakynningum. Listinn er ókeypis og hægt að nálg- ast hann hjá umboðsmanni, Rauða- gerði 26. Haust- og vetrarlisti KOMIÐ er á markað svonefnt Krakka kalk frá Omeg Farma, ætlað börnum og ungling- um. Hver tafla inni- heldur 225 milli- grömm af kalki og 2,5 míkrógrömm af D-vítamíni, sem eyk- ur frásog kalksins í líkamanum. Jafn- mikið kalk er í einu mjólkurglasi og einni töflu af Krakka kalki, samkvæmt fréttatilkynningu frá framleiðanda. Kalktöflur fyrir krakka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.