Morgunblaðið - 02.10.2001, Page 40

Morgunblaðið - 02.10.2001, Page 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Marianne Elisa-beth Vestdal fæddist í Dresden í Þýskalandi 22. ágúst 1909. Hún lést 24. september síðastlið- inn. Marianne giftist Jóni Erlendssyni Vestdal frá Breiða- bólsstöðum á Álfta- nesi árið 1932 og flutti með honum til Íslands árið 1934. Jón lést 1979. Mar- ianne og Jón eignuð- ust tvö börn: Jóhann- es, f. 19.3. 1937, kvæntist Elínu S. Benediktsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Sól- veigu, þau skildu; og Elísabetu, f. 12.8. 1939, giftist Roger Abéla og eignuðust þau fjögur börn, Pierre, Marianne, Frederic og Christine. Barna- barnabörn Marianne og Jóns Vestdal eru sjö. Útför Marianne fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fallin er frá á 93. aldursári Mar- ianne Elisabeth Vestdal, fædd Werner. Með fráfalli hennar lýkur ekki aðeins lífshlaupi konu sem skil- ur eftir sig stóran hóp afkomenda heldur er einnig að vissu leyti að ljúka heilli öld og lífshlaupi þeirrar kynslóðar sem lifði lungann úr henni. Marianne fæddist í Dresden árið 1909, einkabarn vel stæðrar fjöl- skyldu í stórborg sem lengi hafði verið ein af háborgum lista og menn- ingar í Evrópu. Árið 1932 giftist hún Jóni E. Vestdal frá Breiðabólsstöð- um á Álftanesi en þau voru samstúd- entar í verkfræðinámi við Háskól- ann í Dresden. Marianne og Jón fluttu til Íslands árið 1934 þar sem Jón starfaði í fyrstu við atvinnudeild Háskóla Íslands og var síðar ráðinn til að stjórna uppbyggingu og rekstri Sementsverksmiðju ríkisins. Þau hjónin byggðu sér hús við Hávallagötu í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð. Marianne var um margt einstæð kona og greinilegt er af heimilinu á Hávallagötunni og öllum þeim teikningum og hannyrðum sem liggja eftir hana, að þar fór kona sem hafði næmt auga fyrir fag- urfræði með áherslu á vönduð vinnubrögð þar sem saman fóru stíl- hreinn glæsileiki og fágaður minim- alismi. Uppruni Marianne og lífshlaup hennar gerðu það að verkum að hún varð óhjákvæmilega mörkuð af at- burðum síðustu aldar. Þeir atburðir sem áttu sér stað á meginlandi Evr- ópu og stóðu fram undir miðja öld- ina voru hörmulegir. Það hugarang- ur og þær aðstæður sem margir af hennar uppruna máttu búa við í og að loknu seinna stríði, sem og þær aðstæður sem fönguðu heimahérað hennar að því stríði loknu, hefðu sjálfsagt einnig markað mjög hverja þá manneskju sem tengdist þessu tímabili jafnnáið og hún. Marianne var í senn barn síns tíma í Þýskalandi þar sem tilfinn- ingasemi var ekki í miklum háveg- um höfð, sem og að fá það hlutskipti að verða nokkurs konar útlagi í nýju landi þar sem hún varð í mörg ár að halda sig til hlés í samfélaginu. Hún ólst upp í heimsstyrjöldinni fyrri, styrjöld sem menn vonuðust til að markaði endalok allra styrjalda, og hún upplifði einnig efnahagsöng- þveiti, kreppu og óðaverðbólgu millistríðsáranna. Eftir að hafa flust til Íslands upplifði hún það að þjóð hennar umturnaðist og kveikti það ófriðarbál sem heimsstyrjöldin síð- ari varð. Á árum seinni heimstyrj- aldar á Íslandi mátti hún búa við þann ótta að verða send í fangabúðir hvenær sem var. Í lok stríðsins bár- ust henni svo fregnir af gjöreyðingu Dresden, þar sem margir ættingjar og vinir hennar létu lífið og öll henn- ar veraldlega fortíð í Þýskalandi varð að ösku og hvarf. Landi hennar var því næst skipt upp í austur og vestur, á milli einhvers konar hug- myndafræðilegra póla þar sem manneskjan sjálf var, eftir sem áð- ur, í rauninni bara aukatriði. Uppeldi og bakgrunnur Marianne stakk og mjög í stúf við hið nýja um- hverfi á Íslandi, fjarlægðin frá heimahögunum var erfið og hugtak- ið fjölmenningarlegt samfélag var einfaldlega ekki til. Hún sótti því í öryggi heimilisins, verndaði það vel og var ströng. Voru samskipti henn- ar við aðra að miklum hluta til við fólk innan fjölskyldunnar og aðila tengda henni og átti hún m.a. marg- ar stundir með mágkonum sínum. Eftir óvænt fráfall eiginmanns Marianne árið 1979 virtist sem ver- öldin utan veggja heimilisins yrði einhvern vegin enn meira óaðlað- andi og hún sótti í auknum mæli til dóttur sinnar í Frakklandi sem og til kunningja annars staðar í Evrópu. Það voru því fáir sem kynntust Marianne náið. Hún viðhafði ekki mörg orð um sjálfa sig eða ævi sína, en þó geislaði hún er talið barst að mannlífi, menningu og fegurð Dres- den æskuáranna. Einnig voru lýs- ingar hennar á komunni til Reykja- víkur og því menningarlega áfalli sem hún varð fyrir innihaldsríkar og lýsandi staðfesting þess að heimur- inn hefur ekki mikið breyst, nöfn landanna eru einfaldlega önnur. Á afmæli Marianne hinn 22. ágúst síðastliðinn átti ég samverustund með henni, börnum hennar, nokkr- um barnabörnum og barnabarna- börnum á heimili dóttur hennar að Breiðabólsstöðum. Það voru 92 kerti á tertunni. Marianne var miðdepill alls, höfuð stórfjölskyldu. Það var augljóst að þrátt fyrir allt sem hún hafði upplifað var hún mjög gæfu- söm. Vonandi munu afkomendur hennar, sem og við öll, ná að kynnast þess konar gæfu í stað þess að lifa samskonar brjálsemisöld áróðurs og hernaðarhyggju sem nýliðin öld var. Votta ég að lokum öllum afkom- endum, ættingjum og vinum Mari- anne mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þór Saari. MARIANNE E. VESTDAL 2 3                  .     '9     !    *     $    -  $ 4.$  ,  (%** 5   $       -  $'  4.$ )!   " $) +3 )  $  3 !$ " # 4 !$  ) 4 :,  $  7 $$,  " $&$   "  A+3 $    , " ; !)&  7 $$$  +  + +  +  +  ")+  +  +  +   ; ! $) " !! ! )$ , 6$  #  3   #  7    8        8 '                  # 6B-  "!)<= B $C3 /4, 9!    #            6       9  $ / / (" ) " 3,/ / " 6 ! (,$)  $  $) )&$ #,/ / " ( 24  $  (" )5$! -,/ / $  (& )!$/ / $ ")+  + , 2 3    6(6;  +  ;&  &23           (   & '       "  $ :   .$   1  (*)* 5     $            6  8   (& )/$  / +3 )")'& .+  ")3!2! , 2 3                - 7 :D'. 2 /,! 3 $ "  + 0 &23 /4    $     ;    $ # $   (%** (3 )#" &$$   : !!- $" .E9 $ $ D  $     " (3 ) $  ($ )$ #" &$- $"  -&$  !+" )($ )$$  (3 )&2($ )$$ ,                  D? '9 !4 !$<  &2 $  ! # $  %     $     < .   $    )  ())*  /&$)D) $  #   $ $" !  D) "  4 #" &$$  # $D) " #" +3 )#" &$$  )$+3 )D) $  6 !$) (& )/$"       + ")! )  + , =3  '     '' #.  $!5&$$!$ !  &$! &$!+ $)$" #$)&2$)    !  # $   %       $    68  $    )  (,** -. '     #" ) 4  !)&$ " ; !+" ) !)&$ $ , & '       '       '       ,9 76. 2 /& $2$ !A$ A ) $@1 &23 /4   !  +       "   "         - $ '   %  (%** 5   $      9 .     $  $8 8 -  )&+" )6$ " 7$ &9 $ $$  $)  )/ " !! 9 $ $" 7 $ :* $  6 !$) 9 $ $" ; !)&  $) 3$  $! 9 $ $$  (3 $ !! " +  + ")! )  + , MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæl- is- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangs- stræti 1, Akureyri. Þá er enn frem- ur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling takmark- ast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gild- ir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auð- veld í úrvinnslu. Birting afmæl- is- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.