Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 1
                                     ALLIR farþegar rússneskrar far- þegaþotu af gerðinni Tupolev 154 fórust þegar sprenging varð í miðju flugi með þeim afleiðingum að flug- vélin hrapaði í Svartahafið. Að minnsta kosti 76 farþegar voru í vél- inni þegar hún fórst og sagði hátt- settur yfirmaður í bandaríska hern- um ekki útilokað að flugskeyti hefði grandað vélinni fyrir mistök en úkraínski herinn stóð fyrir heræfing- um á þessum slóðum þegar atburð- urinn átti sér stað. Þeirri kenningu höfnuðu stjórnvöld í Úkraínu hins vegar alfarið. Vladímír Pútin, forseti Rússlands, kvaðst í gær ekki hafa neina ástæðu til að efast um orð Úkraínumanna. Sagði hann hugsanlegt að hryðju- verkamenn hefðu grandað vélinni. „Miðað við nýlega atburði er ekki nema eðlilegt að við könnum hvort hér hafi hryðjuverkamenn verið á ferðinni,“ sagði Alexander Zdanov- ítsj, talsmaður rússneskra öryggisyf- irvalda. Var hann þar að vísa til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Ónafngreindur bandarískur stjórnarerindreki sagði gervihnetti hins vegar hafa greint er flugskeyti var skotið á loft á sama tíma og flug- vélin hrapaði til jarðar. Flugvélin var í eigu Sibir Airlines- flugfélagsins, sem hefur aðsetur í Novosibirsk. Að sögn talsmanna þess voru um borð 64 farþegar og tólf manna áhöfn. Allir farþegarnir munu hafa verið ísraelskir ríkisborgarar en margir þeirra voru af rússnesku bergi brotnir og nýfluttir til Ísraels. Flugmaður annarrar flugvélar, sem var ekki fjarri Tupolev-vélinni þegar hún sprakk, sagði hana hafa rifnað í marga hluta þegar spreng- ingin átti sér stað. Grandað fyrir mistök? Moskvu. AP. 227. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. OKTÓBER 2001 Auglýsing STJÓRNVÖLD í Pakistan lýstu því yfir í gær að þau teldu liggja fyrir fullnægjandi sannanir um aðild Sádí-Arabans Osamas bin Ladens að hryðjuverkunum í Bandaríkjun- um 11. september síðastliðinn. Þess vegna væri ekkert því til fyrirstöðu að leiða bin Laden fyrir dómstóla. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, tók í sama streng og sagði „algerlega engan vafa“ leika á því að bin Laden og al-Qaeda samtök hans hefðu staðið að hryðjuverkun- um. Yfirlýsing Mohammeds Riaz Khans, talsmanns pakistanska utan- ríkisráðuneytisins, vakti nokkra at- hygli enda hefur Pakistan lengi ver- ið helsti bandamaður talibanastjórn- arinnar í Afganistan. Blair afhenti fulltrúum á breska þinginu í gær gögn, sem hann sagði sýna svart á hvítu að bin Laden hefði staðið fyrir árásunum, og að al-Qaeda væru einu samtökin sem hefðu vilja og getu til að hrinda árásum sem þess- um í framkvæmd. Þetta hefðu þau gert í skjóli stjórnar talibana. Blair bætti því við að fyrir lægju enn afdráttarlausari sönnunargögn sem ekki væri hægt að gera opinber af öryggisástæðum. Sagði Blair í ávarpi á breska þinginu að búið væri að sýna fram á að a.m.k. þrír hryðjuverkamann- anna, sem þátt tóku í sjálfsmorðs- árásunum í New York og Wash- ington, væru kunnir sam- starfsmenn bin Ladens. Einn þeirra hefði leikið lykilhlutverk í sprengjutilræð- unum við sendi- ráð Bandaríkj- anna í Kenýa og Tanzaníu sumarið 1998, og í árás á herskipið USS Cole á síðasta ári. Ennfremur kom fram í gögnun- um, sem Blair gerði opinber, að bin Laden hefði sjálfur sagt að hann hefði í bígerð stóra árás á Bandarík- in og hann mun hafa varað helstu aðstoðarmenn sína við því að 10. september skyldu þeir vera komnir í öruggt húsaskjól í Afganistan. Blair hélt síðdegis í gær til Moskvu þar sem hann fundaði með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Í dag er Blair síðan væntanlegur til viðræðna við Pervez Musharraf for- seta Pakistan í Islamabad. Ferðalag Blairs er hluti af tilraunum til að tryggja víðtækan stuðning við þær aðgerðir sem líklegt er að efnt verði til. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur ver- ið á ferðalagi um Miðausturlönd og Persaflóa í sama tilgangi. Rumsfeld ræðir um „kalt stríð“ Vakti nokkra athygli þegar Rumsfeld lét þau orð falla að bar- áttan gegn hryðjuverkum myndi meira líkjast kalda stríðinu en hefð- bundnum stríðsátökum. Þótti þetta jafnvel vísbending um að Bandarík- in hefðu ekki í huga að beita her- valdi að því marki sem fram að þessu hefur verið talið að yrði raun- in. Fyrr um daginn hafði Alain Rich- ard, varnarmálaráðherra Frakk- lands, látið hafa eftir sér að hern- aðaraðgerða væri ekki að vænta fyrr en að „nokkrum“ vikum liðnum. Á sama tíma samþykkti Atlants- hafsbandalagið, NATO, að verða við óskum Bandaríkjamanna um aðstoð vegna væntanlegra aðgerða. Stjórnvöld í Pakistan taka höndum saman með Bandaríkjunum Telja sannanir á hendur bin Laden fullnægjandi London, Islamabad, París. AP, AFP.  Árásin/26–29 Tony Blair ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að hann hygðist heyja harðvítugt stríð gegn palestínskum vígamönnum, sem eru sagðir hafa skotið þrjá ísraelska borgara til bana á rútu- bílastöð í Norður-Ísrael. Fjórtán til viðbótar særðust í árásinni áð- ur en öryggissveitir réðu nið- urlögum skotmannsins. Sharon mun ekki hafa slitið vopnahléi, sem Ísraelsmenn og Palest- ínumenn höfðu samið um, en seg- ir að ísraelskar öryggissveitir muni gera hvað sem er til þess að verja landsmenn. „Upp frá þess- ari stundu munum við einungis treysta á okkur sjálfa,“ sagði hann. Reuters Sharon heitir hefndum BRESK kona mun síðar í október gangast undir aðgerð á hné í Þýska- landi og verður það í fyrsta sinn, sem bresk heilbrigðisyfirvöld greiða fyrir slíka aðgerð utan landsteinanna. Ger- ist það í framhaldi af þeim úrskurði Evrópudómstólsins, að sjúklingar, sem þurfa að bíða „óeðlilega lengi“ eftir aðgerð, geti leitað eftir henni í öðrum ESB-ríkjum. Jackie Whatley, sextug að aldri, er illa haldin af slitgigt og af þeim sökum þarf að skipta um hnjálið í öðrum fæti. Hún hefur hins vegar beðið eftir slíkri aðgerð í Bretlandi í tæplega tvö ár. Í ágúst síðastliðnum kvað Evrópudóm- stóllinn upp fyrrnefndan dóm, sem snerist þó ekki sérstaklega um What- ley og hennar mál, og breska stjórnin hefur nú ákveðið að beygja sig undir hann. Sú ákvörðun var m.a. tekin vegna þess, að kostnaður við aðgerð- ina er svipaður í Þýskalandi og í Bret- landi en hann er áætlaður 880.000 ís- lenskar krónur. Breska heilbrigðis- kerfið hefur lengi átt við erfiðleika að etja og biðin eftir aðgerð lengist stöð- ugt. Auk þess glímir það við mikinn skort á sérmenntuðum læknum og hjúkrunarfólki. „Óeðlilega langir“ biðlistar Brot á mannrétt- indum sjúklinga London. AP. Flugvél sprakk yfir Svartahafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.