Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 55
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 55 DUKA opnar í dag í Kringlunni Fallegar og vandaðar heimilis- og gjafavörur Mörg góð tilboð DUKA - Kringlunni 4-12Sími 533 1322 ÉG les í fréttum að rjúpan sé víðast í lágmarki, og fram hefur komið til- laga frá hugsandi mönnum, að stytta veiðitímann í einn mánuð í stað tveggja á þessu ári. Nú les ég fréttir um það, að fugla- fræðingur telur þess ekki þörf að bremsa á rjúpnadrápið, það sé rétt að drepa hana betur niður núna, og sjá hvað eftir verður næsta sumar. Formaður Skotveiðifélags Íslands var þessu líka sammála og var ég ekkert undrandi á hans stefnu þarna. Ég hafði reyndar heyrt frá honum mannlegar athugasemdir á móti villimennsku í slátrun rjúpunn- ar – en svo frétti ég að hann hefði verið skipaður formaður í nefnd, sem á að athuga og gera tillögu til ráð- herra til verndunar rjúpnastofnsins – og þá fór ég að skilja betur þessar yfirlýsingar hans um mannlegri að- ferðir við að veiða hana en nú eru við hafðar, með nútímaslátrun á vélsleð- um og margskotabyssum. Hann var að láta heyra frá sér sem formaður þessarar nefndar. En hvað um eft- irlit og framkvæmdir? Aftur á móti hefi ég aldrei heyrt frá náttúrufræðingi neitt í þá átt, að þörf sé á eftirgjöf með rjúpnadrápið og því síður að frá þeim komi nokkur ánægjutilfinning yfir því að vita af lifandi rjúpu í návist sinni, heldur að- eins umhugsun um tilvonandi kjöt í pottinn. Ég er vantrúaður á það, að nefnd, með formann skotveiðifélagsins sem nefnarformann, verði til alvarlegra átaka til verndar rjúpunni. Og núna hefur þessi formaður sérstakt leyfi landbúnaðarráðherra til að drepa rjúpur á þessu ári á ríkisjörðunum. Þessir þrír áhrifamenn: fuglafræð- ingurinn, formaður nefndarinnar og ráðherra gefa út yfirlýsingar um, að ekkert skuli verða gefið eftir með rjúpnadrápið á þessu árinu. Jafnframt þessu skrifi mínu vil ég lýsa sérstakri ánægju minni yfir þeim aðgerðum, sem a.m.k. tvö sveit- arfélög eru byrjuð að framkvæma til að vernda hreiðursvæði fugla yfir varptímann, og þá sérstaklega vegna kríunnar. Það hefur verið landsvenja að ræna kríuna eggjum sínum, þótt þau séu aðeins lítill munnbiti. Þessi verndarhreyfing fyrir fuglana er lofsverð og ég vona að hún eigi eftir að breiðast út til fleiri sveitarfélaga og félagasamtaka, að vernda varp- löndin. Félagasamtök og sveitarfélög þyrftu líka að sameinast um að bjarga rjúpunni. Vinnum að því að stór svæði á landinu verði friðuð fyr- ir rjúpnadrápi svo að við getum feng- ið að sjá lifandi rjúpur víðar en í Hrísey og njóta þess að vita af þeim lifandi í vernduðu umhverfi. HANS JÖRGENSSON, Aflagranda 40, Reykjavík. Fréttir um rjúpuna Frá Hans Jörgenssyni: Dúkar og teppi Ármúla 23, sími 533 5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.