Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 51 Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara. Kaffi- spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Ath. Í dag heldur blandaður hópur nýbúa og síbúa úr 9. og 10. bekk Laugalækj- arskóla og Austurbæjarskóla í „Adrenalín- ferð gegn rasisma“ og er för heitið að Merkigili í Skagafirði. Aðstandendur ferð- arinnar eru Laugarneskirkja, Hallgríms- kirkja, Laugalækjarskóli, nýbúadeild Aust- urbæjarskóla, Skjár einn og Kvikmynda- skóli Íslands auk Ævintýraferða ehf. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun, dagstofu, 3. hæð. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Ann May Wollan. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Kirkjustarf GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is SMÁAUGLÝSINGAR TIL SÖLU ÚTGERÐARFYRIRTÆKI til sölu er mjög mikið skatta- legt tap hjá útgerðarfyrirtæki. Svar sendist til auglýsinga- deildar Mbl. merkt: T — 11674“. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1821058  Fr. I.O.O.F. 12  1821058½  Sk. Haustdagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum Laugardagur 6. október Kl. 13.00 Gengið á Arnarfell. Arnarfell er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norð- austan- vert Þingvallavatn. Í göngunni verð- ur sagt frá búsetusögu eyðibýlsins við Arnarfell og náttúru Þingvalla- svæðisins. Safnast verður saman fyrir framan þjónustumiðstöðina á Þingvöllum klukkan 13.00. Frá þjónustumið- stöðinni verður keyrt að Arnarfelli þar sem gangan hefst. Gangan tek- ur rúmlega tvo tíma og hentar jafnt stálpuðum börnum sem fullorð- num. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar má fá í þjónustumiðstöð í síma 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is TILBOÐ / ÚTBOÐ RAÐAUGLÝSINGAR Uppsláttur Óska eftir tilboði í uppslátt á rúmlega 300 fm einbýlishúsi í Garðabæ. Verkkaupi leggur fram allt endanlegt efni í húsið. Uppl. í s. 892 7991. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á lögreglustöðinni, Ólafs- vegi 3, Ólafsfirði, þriðjudaginn 16. október 2001 kl. 13.00: Sigrún GK-217, sknr. 6886. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýlsumaðurinn á Ólafsfirði, 3. október 2001. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fiskihóll 11, 0102, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 10. október 2001 kl. 11.00. Fiskihóll 11, 0201, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 10. október 2001 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 4. október 2001. ATVINNA mbl.is ALÞJÓÐADAGUR kennara er föstudagurinn 5. október. Alþjóða- samband kennara (Education Int- ernational) hefur í samráði við UNESCO valið deginum yfirskrift- ina: „Hæfir kennarar – góður skóli“. Á ensku hljóðar yfirskrift dagsins: „Qualified Teachers for Quality Education“. Efnt var í fyrsta sinn til Alþjóða- dags kennara að frumkvæði Alþjóða- sambands kennara og UNESCO ár- ið 1994. Meginmarkmið með deginum er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna um allan heim, segir í frétta- tilkynningu. Alþjóðasamband kennara eru fjöl- mennustu kennarasamtök í heimi. Innan raða þess eru 25 milljónir kennara í yfir 300 kennarasamtökum um allan heim. Í fyrra tóku yfir 100 þjóðir þátt í alþjóðadeginum með virkum hætti, t.d. ritgerðasam- keppni, blaðamannafundum o.fl. Á alþjóðadegi kennara í ár eru kenn- arar, námsráðgjafar og skólastjórn- endur á öllum skólastigum hvattir til þess að hugsa og ræða sín á milli um mikilvægi góðrar menntunar, sbr. kjörorð dagsins: „Hæfir kennarar – góður skóli“. Starfandi kennarar, skólastjórn- endur og námsráðgjafar í leikskól- um, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins eru um átta þúsund. Kennarasamband Ís- lands hefur sent öllum leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum landsins bréf í tilefni dagsins þar sem skólasamfélagið er hvatt til þess að vekja athygli á alþjóðadegi kenn- ara og kjörorðum hans. Stefnt er að því að með tímanum ávinni hann sér fastan sess í hugum ekki aðeins kennara, skólastjórnenda og ráða- manna, heldur einnig foreldra og alls almennings, sem baráttudagur fyrir stöðugt bættu skólastarfi á öllum skólastigum og betri menntun í land- inu. Alþjóðadagur kennara STJÓRN Geðhjálpar hefur sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Stjórn Geðhjálpar fagnar yfirlýs- ingu forsætisráðherra um geðheil- brigðismál í stefnuræðu sinni á Al- þingi. Þar lagði forsætisráðherra áherslu á að lagður yrði grunnur að aðgerðum í geðheilbrigðismálum í samræmi við þær áherslur sem eru í Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Orðrétt sagði forsætisráðherra: „Þessir sjúkdómar eru taldir valda meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdóms- flokkar sem undirstrikar mikilvægi þess að bregðast við þeim af mikilli alvöru.“ Geðhjálp fagnar þessari áherslubreytingu ekki síst í ljósi þeirra þrenginga og niðurskurðar sem geðsjúkir og aðstandendur þeirra hafa tilfinnanlega fundið fyrir á þessu ári. Geðhjálp lýsir yfir fullum vilja til samstarfs við yfirvöld um bætta geðheilbrigðisþjónustu á Ís- landi. Stjórn félagsins telur að ár- angursríkasta leiðin til úrbóta sé að leita til þeirra sem reynslu hafa af því að nota geðheilbrigðiskerfið. Það er okkar trú að samstarf opnberra aðila og Geðhjálpar á þessum vett- vangi geti skipt sköpum. Áfram mun félagið sýna yfirvöldum aðhald enda lítur stjórn Geðhjálpar svo á að það sé forsenda árangurs.“ Geðhjálp fagnar orðum forsætis- ráðherra AÐALFUNDUR Félags íslenskra sérkennara verður haldinn laugar- daginn 6. október kl. 10 í stofu 301 í Kennaraháskóla Íslands. Ráðstefna um ráðgjafarhlutverk sérkennara hefst eftir aðalfund klukkan 13–16 á sama stað. Fyrirles- arar á ráðstefnunni verða tveir. Erna Björk Hjaltadóttir sérkennari fjallar um ,,Samstarf og ráðgjöf við ,,erfiða“ foreldra / erfið foreldrasam- skipti“. Þóra Björk Jónsdóttir fjallar um meistaraprófsrannsókn sína á þörfum kennara fyrir ráðgjöf í skóla- starfi. Fyrirlestur hennar kallast Sérkennarar – samkennarar. Ráðstefnan er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Aðalfundur og ráðstefna sérkennara ALÞJÓÐLEGIR fugladagar verða næstu helgi, hinn 6. og 7. október 2001. Viðburðurinn er skipulagður af Alþjóðafuglaverndarsamtökunum og taka um 30 lönd víðsvegar í Evr- ópu þátt í honum. Þetta er umfangsmesta fuglaskoð- un ársins, þúsundir fuglaskoðara um allan heim fara út og skoða fugla, segir í fréttatilkynningu. Nú hafa 180 félög sem eru tengd BirdLife International skráð sig til þátttöku, og eru þau frá Evrópu, Afríku, N- og S-Ameríku og Asíu. Þema alþjóðlegra fugladaga er að þessu sinni „Innblástur frá fuglum“. Fuglaverndarfélagið skipuleggur fuglaskoðun sunnudaginn 7. októ- ber. Hún verður í Grafarvogi milli 14 og 16. Hist verður við fuglaskoðun- arskýlið í Grafarvogi, en það stendur neðan við Stórhöfða. Alþjóðlegir fugladagar NÝKRÝNDIR Íslandsmeistarar meistaraflokks ÍA og Búnaðar- bankinn bjóða til boltadags klukk- an 16-18 föstudaginn 5. október á planinu við Búnaðarbankann á Akranesi. Tilefnið er nýunninn titill liðsins. Þá vilja ÍA og Búnaðar- bankinn með boltadeginum einnig undirstrika farsælt og árangursríkt samstarf, segir í fréttatilkynningu. Boðið er upp á fjölbreytta skemmtidagskrá á boltadegi. Keppt verður í skothörku í tveimur aldursflokkum: yngri en 10 ára og 11-12 ára. Skothörkukeppnin fer þannig fram að þátttakendur skjóta á markið. Fulltrúi lögregl- unnar á Akranesi verður á bak við markið og mælir hraðann á bolt- anum. Boltadagar á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.