Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEFND sem fjallaði um framtíðar- möguleika fiskvinnslunnar telur að miklir möguleikar séu á því að auka verðmætasköpun í fiskvinnslunni og það sé hægt að gera á margan hátt. Meðal tillagna nefndarinnar til úr- bóta er að fiskvinnslan á Íslandi fái tækifæri til að bjóða í þann fisk, sem ætlunin er að selja óunninn utan í gámum. Nefndin vill að allur fiskur verði vigtaður hérlendis, einnig sá fiskur sem selja á ytra og hún leggur til að unnt verði að skrá aflahlutdeild á fiskvinnslufyrirtæki, ekki aðeins fiskiskip. Ályktanir í sjö liðum Nefndin var skipuð af sjávarút- vegsráðherra í nóvember og var henni falið að skoða framtíðarmögu- leika fiskvinnslunnar. Verksvið nefndarinnar sneri einkum að því að leggja mat á stöðu greinarinnar, lík- lega framtíðarþróun hennar og gera tillögur sem ætla mætti að gætu bætt stöðu hennar. Til þess var unn- in ítarleg greinargerð um afla, ráð- stöfun hans, framleiðslu og útflutn- ing. Einnig var þróun mannafla í fiskvinnslu skoðuð og Byggðastofn- un vann greinargerð fyrir nefndina um fiskvinnslu og búsetu. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins vann einnig greinargerð fyrir nefndina um framtíðarmöguleika fiskvinnsl- unnar, verðmætaaukningu og ný- sköpun. Ályktanir nefndarinnar eru í sjö liðum og fjalla þær um ábyrga fisk- veiðistefnu, samræmi í starfsskil- yrðum sjó- og landvinnslu, viðskipta- umhverfi sjávarútvegsins, markaðs- setningu sjávarafurða, áhrif tolla á útflutning, þróun mannafla og at- vinnustarfsemi sem sprottin er úr sjávarútvegi. 32.000 tonn fara árlega óunnin utan Nefndin bendir á að hægt sé að auka framboð á fiski til vinnslu með ýmsum hætti. Í tillögum hennar er tekið fram að um 7% botnfiskaflans, eða um 32.000 tonn, fari nú óunnin úr landi. Því vill nefndin að áður en ís- varinn fiskur sé settur í gáma til út- flutnings á erlenda fiskmarkaði skuli hann boðinn til sölu á íslenzkum fisk- mörkuðum. „Með því móti væri tryggt að íslenzk fiskvinnsla ætti rétt á að bjóða í þetta hráefni til jafns við fiskvinnslu í öðrum löndum. Það ætti að öllu jöfnu að stuðla að auknu hráefnisframboði hér á landi. Í því fælist ekki brot á viðurkenndum reglum um milliríkjaviðskipti þar sem tryggt væri að fiskvinnslustöðv- ar og fiskkaupendur erlendis gætu keypt fiskinn gegnum íslenzka fisk- markaði og á grundvelli þeirrar fjar- skiptatækni sem er fyrir hendi. Að auki gæti þetta stuðlað að hönnum og sölu á íslenzkum hugbúnaði á þessu sviði til fiskkaupenda,“ segir í tillögum nefndarinnar. Þá vill nefndin að allur afli verði vigtaður hérlendis og gerir ráð fyrir að samræmdar vigtunarreglur stuðli að auknu framboði hráefnis fyrir vinnslu innanlands, en þær lúti einn- ig að fiskveiðistjórnunarmálum og myndu leiða til virkara eftirlits, til dæmis með stærðardreifingu afla. Stuðlar að auknu starfsöryggi Um skráningu aflahlutdeildar á fiskvinnslufyrirtæki segir í tillögum nefndarinnar: „Sú staðreynd að skip en ekki fiskvinnslufyrirtæki eru handhafar aflahlutdeildar og afla- marks skapar hinum fyrrnefndu for- skot. Þannig verður samningsstaða þeirra sem hafa rétt til nýtingar á fiskimiðum ævinlega sterkari. Því er lagt til að unnt verði að skrá afla- hlutdeild á fiskvinnslufyrirtæki, sem hafa gilt leyfi Fiskistofu til fisk- vinnslu. Gætu þau síðan samið við út- gerðir um veiðar á þessum afla. Þetta fyrirkomulag hefði í för með sér minni þörf á fjármagnsbindingu í fiskvinnslunni, sem þannig þyrfti ekki að fjárfesta í skipum og standa fyrir útgerð til þess að tryggja eigin hráefnisöflun. Að öðru óbreyttu er einnig líklegt að aflahlutdeild fisk- vinnslufyrirtækja myndi stuðla að auknu starfsöryggi fiskvinnslufólks í byggðum landsins.“ Auka þarf rannsóknir, kynningu og menntun Nefndin leggur til að rannsóknir er miði að verðmætaaukningu og ný- sköpun í fiskvinnslu á næstu árum verði stórauknar. Gera verði grein- ingu á því hvar mestu möguleikar ís- lenzkrar fiskvinnslu séu fólgnir og eðlilegt að til þeirrar vinnu séu kvaddir bæði sérfræðingar Rf og þeir sem í greininni starfa að vöruþróun og markaðsmálum. Nefndin vill að starfshættir fisk- markaða verði endurmetnir. Telur hún nauðsynlegt að málefni fisk- markaða séu könnuð betur. Óhjá- kvæmilegt sé að fiskmörkuðum verði að því búnu settar skýrari starfs- reglur sem miði að því að gera við- skipti um íslenzka fiskmarkaði eft- irsóknarverðari fyrir kaupendur jafnt og seljendur. Nefndin telur þekkingu almenn- ings á fiskvinnslunni ekki nógu góða og leggur til að gert verði átak sem einkanlega verði beint að grunn- og framhaldsskólastigi. Stórefld verði kynning á sjávarútveginum og þeirri fjölbreytni sem starfsval innan hans geti falið í sér. Þá leggur nefndin til að stóraukin áherzla verði lögð á endurmenntun og símenntun í grein- inni. Loks telur hún nauðsynlegt að styrkja mjög úrvinnslu gagna um sjávarútveg svo að ævinlega liggi fyrir hver þróunin hefur orðið og hvert stefnir í þessari höfuðatvinnu- grein þjóðarinnar, bæði í heild sinni og einstökum þáttum hennar. Verðmætar upplýsingar Formaður nefndarinnar var Einar K. Guðfinnsson alþingismaður. Hann telur möguleikana til verð- mætaaukningar verulega, en margt þurfi að gera til að svo verði. „Einn ávinningurinn með þessari skýrslu er sá, að hér er safnað gríðarlega miklum og verðmætum upplýsingum um stöðu greinarinnar og þróun hennar á síðustu árum. Á þeim grundvelli er auðvitað hægt að draga miklar ályktanir, ekki sízt fyrir þá sem starfa í greininni og þekkja þessi mál bezt af öllum. Ég vona það því að þessi skýrsla verði líka liður í því fyrir þá sem starfa í greininni að marka sér framtíðarstefnu. Það held ég að sé ekki sízt mikilvægt í þessum efnum,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Fiskvinnslan fái til sín kvóta Morgunblaðið/Ásdís Einar K. Guðfinnsson alþingismaður kynnir niðurstöður nefndarinnar. Honum á vinstri hönd eru Alda Möller og Ármann Kr. Ólafsson. Nefnd um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar vill að óunninn gámafiskur verði boðinn til sölu innanlands ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN DEMÓKRATAR í öldungadeild Bandaríkjaþings og stjórn George W. Bush forseta hafa náð samkomu- lagi um lagafrumvarp sem eykur vald lögreglunnar til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. Breska stjórnin hefur einnig brugðist við hryðjuverkunum í Bandaríkjunum með því að boða hert lög um varnir gegn hryðjuverkum og breytingar á innflytjendalöggjöfinni. Mannrétt- indasamtökin Amnesty International hafa varað við því að hryðjuverkin verði notuð sem afsökun til að skerða mannréttindi. Demókratar og repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþingsins hafa náð mála- miðlun við stjórnina um frumvarp sem á að auðvelda yfirvöldum að handtaka meinta hryðjuverkamenn og fylgjast með fjarskiptum þeirra. Einkum hafði verið deilt um hvort veita ætti leyniþjónustum aðgang að leynilegum upplýsingum sem fram koma við vitnisburði fyrir rannsókn- arkviðdómum. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar- innar hefur samþykkt drög að sams konar lagafrumvarpi en þau eru þó frábrugðin frumvarpi öldungadeild- arinnar í nokkrum atriðum. Nefnd fulltrúadeildarinnar vill að lögin gildi aðeins til ársins 2004 en í samkomu- lagi öldungadeildarinnar er ekkert slíkt ákvæði um gildistíma laganna. Nefndarmenn öldungadeildarinnar höfnuðu einnig tillögu dómsmála- ráðuneytisins um að heimila yfirvöld- um að hneppa meinta hryðjuverka- menn í ótímabundið gæsluvarðhald án þess að gefa út ákæru. Hægt verð- ur að hafa þá í haldi í allt að eina viku án ákæru samkvæmt frumvarpi full- trúadeildarinnar í stað tveggja daga eins og nú er. Samkvæmt samkomulagi öldunga- deildarinnar verður yfirvöldum heimilað að nota rafrænan eftirlits- búnað til að fylgjast með tölvusam- skiptum og að hlera alla síma sem meintir hryðjuverkamenn nota. Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir heimild til að geta vísað innflytjend- um úr landi ef þeir gefa hryðjuverka- hreyfingum fé. Þessi tillaga var sam- þykkt með þeirri breytingu að innflytjendur fá tækifæri til að sanna að þeir hafi ekki vitað að hreyfing- arnar tengdust hryðjuverkum. Bretar herða eftirlit með útlendingum David Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, hefur skýrt frá því að breska stjórnin ætli að leggja til ýmsar lagabreytingar til að auðvelda yfirvöldum að hindra hryðjuverk. Meðal annars verður bönkum og fjármálafyrirtækjum gert skylt að láta vita af peningafærslum sem grunur leikur á að tengist hryðju- verkastarfsemi. Lög um eftirlit með útlendingum verða einnig hert og bannað verður að veita fólki, sem grunað er um hryðjuverk, hæli í Bretlandi. Blunkett kvaðst ennfremur ætla að færa afgreiðslu framsalsbeiðna „í nútímalegra horf“ og sagði „fárán- legt“ að það skyldi geta tekið allt að tíu ár að framselja fólk sem vitað væri að tengdist hryðjuverkum. Amnesty International hvatti ríki heims til að setja ekki lög sem skertu mannréttindi. Mannréttindasamtökin sögðu að yfirlýsingar kínverskra yfirvalda bentu til þess að þau hygðust not- færa sér hryðjuverkin í Bandaríkj- unum „til að auka frekar kúgunina á múslimum“. „Þótt Amnesty Interna- tional viðurkenni rétt – og reyndar skyldu – allra stjórnvalda til að gera ráðstafanir til að vernda borgarana er nauðsynlegt að þær leiði ekki til mannréttindabrota.“ Samtökin greindu ennfremur frá því að ráðist hefði verið á múslima og fólk af arabískum og asískum upp- runa í að minnsta kosti tíu löndum vegna hryðjuverkanna. Vitað væri um 540 árásir á arabíska Bandaríkja- menn og að minnsta kosti 200 sikha í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir hryðjuverkin. AP John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við blaðamenn eftir samningaviðræður við þingmenn um ný lög um varnir gegn hryðjuverkum og aukið vald lögreglu. Með honum eru (f.v.) öldunga- deildarþingmennirnir Orrin Hatch, Trent Lott og Richard Shelby. Lög um varnir gegn hryðju- verkum hert Amnesty International varar við því að mannréttindi verði skert Washington. London. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.