Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ      5. október, Iðunn Angela Andrésdóttir, kaupmaður í versluninni 1928, til heimilis á Fjölnisvegi 16, Reykjavík. Við sem Iðunni höfum kynnst þekkjum hana af fegurð, trygglyndi, góðvild og smitandi hlátri. Hin ýmsu afrek getum við upptalið við þessi tímamót, sem öll yrðu hjóm eitt í samanburði við hið dyggðuga móðurhlutverk og þann kær- leik sem hún hefur auðsýnt börnum sínum og samborgurum. Heimili Iðunnar er opið vinum og vensla- mönnum frá kl. 19 í kvöld. Ástvinir. í Lindasmára 4, Kópavogi Glæsilegt raðhús, um 200 fm með innbyggðum bílskúr. 5 herbergi þar af 3 svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Fallegur garður. Til sýnis í kvöld, 5. okt. milli kl. 20 og 22. Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali. Jón Kristinsson sölustjóri. Svavar Jónsson sölumaður. Sími 551 8000 - Fax 551 1160 Vitastíg 12 - 101 Reykjavík OPIÐ HÚS FRÁ KL. 20-22 LAUSRÁÐNIR starfsmenn flugeld- húss Flugþjónustunnar á Keflavík- urflugvelli fá ekki áframhaldandi ráðningu hjá fyrirtækinu eftir að Flugleiðir tóku ákvörðun um að hætta að bera fram heitan mat í vél- um félagsins á leið til Evrópu. Ekki er ljóst hvort fastráðnu starfsfólki verði fækkað, að sögn Jóns Vil- hjálmssonar, deildarstjóra í flugeld- húsi Flugþjónustunnar. Jón segir að verið sé að undirbúa aðgerðir til að bregðast við sam- drætti. „Það eru ekki komnar neinar endanlegar tölur í það hversu mikill samdrátturinn verður,“ segir hann. Um 120 manns vinna nú í flugeldhús- inu og segir Jón að 110-115 þeirra séu fastráðnir. Samningar um 50 lausráðinna starfsmanna runnu út um mánaðamótin og segir Jón að þeir samningar verði ekki endurnýj- aðir. Hann segir að í venjulegu ár- ferði hefði væntanlega hluti þeirra fengið áframhaldandi ráðningu, en bendir á að mun meira sé að gera í flugeldhúsinu að sumarlagi en á vet- urna. Jón segir að einnig verði vinnu- tíma breytt hjá fastráðnum starfs- mönnum, dregið verði úr nætur- og vaktavinnu og meira unnið í dag- vinnu. Þannig náist ákveðið hagræði. Hann segir að nú sé verið að fara yfir hvernig megi ná fram sparnaði í rekstrinum. Samlokur í Evrópuflugi Flugleiðir eru langstærsti við- skiptavinur Flugþjónustunnar, en um 90% af allri framleiðslu flugeld- hússins eru fyrir félagið. Í gærmorg- un hættu Flugleiðir að bera fram heitan mat á tveimur Evrópuleiðum, til Glasgow og Ósló. Í staðinn fengu farþegar „baguette-samlokur“ og gátu þeir valið milli þess að fá sam- loku með skinku, osti og salati ann- ars vegar og hins vegar með íslensk- um, reyktum laxi. Þetta var borið fram með súkkulaði og stórum kaffi- bolla. Sigurður Skagfjörð Sigurðs- son, forstöðumaður þjónustudeildar Flugleiða, segir að reynslan af þess- um breytingum verði nú metin og notuð til að þróa matseðil fyrir aðra áfangastaði Flugleiða í Evrópu. Hann segir að afgreiðsla matar muni taka styttri tíma fyrir flugfreyjur eftir breytingarnar. Í Bandaríkja- fluginu verður áfram boðið upp á heitan mat, þó hefur framleiðslan fyrir Bandaríkjaflugið verið einföld- uð, t.d. er úrvalið minna á matar- bakkanum, þó að magnið verði það sama. Flugeldhús Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli Ekki ljóst hvort starfs- mönnum verði sagt upp „FJÁRSJÓÐUR til framtíðar“ er yfirskrift ráðstefnu um listir og skapandi starf í skólum, sem hald- in verður á morgun í Borgarleik- húsinu. Á ráðstefnunni, sem menntamálaráðuneytið efnir til í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Kennarasamband Ís- lands og Samband íslenskra sveit- arfélaga, verður fjallað um list- kennslu á öllum skólastigum og munu nemendur einnig sýna list- atriði. Sesselja Snævarr, deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneyt- inu, segir að dagskráin sé fjöl- breytt, fjallað verði um flestar þær listgreinar sem snerta skólastarf sem og um kennslu listgreina á öll- um skólastigum. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Antony Ever- itt, prófessor við Trent University á Englandi, og Einar Solbu, for- stöðumaður Rikskonsertene í Ósló í Noregi, en hann er upphafsmaður verkefnisins „Tónlist fyrir alla“ þar sem tónlistarmenn fara í skóla til að kynna tónlist. Einnig verða fjölmargir innlendir fyrirlesarar. Sesselja segir að t.d. verði fjallað um myndlist í leikskólum, tón- menntakennslu í grunnskólum, bókmenntir og leiklist, kvikmynda- list, húsagerðarlist og dans. „Markmið ráðstefnunar er fyrst og fremst að vekja fólk til umhugs- unar um gildi lista í skólastarfi og vera hvetjandi fyrir kennara og alla þá sem að skólastarfi koma,“ segir Sesselja. Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. Hún hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16. Sesselja segir að dag- skráin verði létt þar sem mikið af listviðburðum verði á dagskránni. Í anddyri Borgarleikhússins munu nemendur mála listaverk, skóla- hljómsveit Vesturbæjar leikur, stuttmyndir eftir grunnskólanema verða sýndar, nemendur í Austur- bæjarskóla lesa frumsamin ljóð, skólakór Kársness kemur fram og munu nemendur úr Listdansskóla Íslands sýna dans. „Ég vil hvetja allt skólafólk, kennara, foreldra og listafólk til að sækja þessa ráð- stefnu og upplifa tengslin milli skólastarfs og lista,“ segir Sess- elja. Ráðstefna um listir og skapandi starf í skólum ÍSLAND er ein af tíu þjóðum í heim- inum þar sem umhverfismál eru í hvað bestu horfi, ef marka má um- hverfisvísitölu sem á að sýna stöðu umhverfismála og sjálfbærrar þró- unar í ríkjum heims, en vísitalan var reiknuð út í annað skipti í ár. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði að vísitalan hefði verið reiknuð út í fyrsta skipti á síðasta ári og hefði verið kynnt á fundi World Economic Forum í Sviss í fyrra. Vísitalan byggðist á 64 þáttum þar sem reynt væri að leggja mat á umhverfis- ástand, álag á umhverfið, áhrif um- hverfisþátta á þjóðfélagið, stjórn- kerfi umhverfismála og þátttöku á alþjóðavettvangi. Vísitalan væri unnin í samvinnu þriggja aðila, Col- umbia- og Yale-háskóla í Bandaríkj- unum og samtakanna Globe Leaders for Tomorrow. Siv sagði að unnið væri að þróun þessarar vísitölu og það væri kannski ekki hægt að segja að svo stöddu að hún væri mjög markviss mælikvarði í þessum efnum. Í þau tvö skipti sem vísitalan hefði verið reiknuð út hefðum við verið á meðal tíu efstu. Við hefðum verið í öðru sæti í fyrra þegar vísitalan hefði ver- ið reiknuð út í fyrsta skipti og í ní- unda sæti í ár þegar vísitalan hefði verið birt í annað skipti, en mælingin næði til ástands umhverfismála í 122 ríkjum í heiminum. Siv sagði að þessir útreikningar væru mjög flóknir og erfitt væri að átta sig á því hvað hefði breyst á milli ára. Til dæmis værum við með góða útkomu vegna vatnsgæða, en fengj- um verri útkomu hvað það snerti að stuðla að lítilli vatnsnotkun, en auð- vitað væri minni hvati til þess að stuðla að vatnssparnaði hér af því að það væri til svo mikið af vatni. Í efstu sætunum voru í fyrra Nor- egur, Ísland, Sviss, Finnland, Sví- þjóð, Nýja-Sjáland, Kanada, Írland, Frakkland, Ástralía og Danmörk. Í ár voru í tíu efstu sætunum Finn- land, Noregur, Kanada, Svíþjóð, Sviss, Nýja-Sjáland, Ástralía, Aust- urríki, Ísland og Danmörk. Siv sagði að athygli hefði vakið að mikil samsvörun væri á milli þess- arar umhverfisvísitölu og annarrar vísitölu sem hefði verið þróuð til að mæla samkeppnishæfni þjóða. Mæl- ingarnar sýndu að þær þjóðir sem teljast hæfastar hvað samkeppni varðar kæmu einnig best út í um- hverfismálum. Það undirstrikaði að skynsamleg umhverfisstefna, stöð- ugleiki og jákvæð efnahagsþróun færi vel saman. Umhverfisvísitala reiknuð út í annað sinn Ísland meðal tíu efstu ALLS bárust 170 umsóknir um styrk úr Kristnihátíð- arsjóði en umsóknarfrestur rann út 1. október síðastlið- inn. Sjóðurinn starfar sam- kvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi 28. febrúar 2001 og var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Í nýútkominni reglugerð um sjóðinn segir að hlutverk hans sé tvíþætt. Í fyrsta lagi að efla fræðslu og rann- sóknir á menningar- og trú- ararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíð- arsýn og í öðru lagi að kosta fornleifarann- sóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, meðal annars á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005 og leggur rík- issjóður sjóðnum til 100 milljónir fyrir hvert starfs- ár. Alls 170 umsóknir bárust Kristni- hátíðarsjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.