Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUÐ löngu fyrir atburðina í Bandaríkjunum 11. sept. og þá þróun al- þjóðamála, sem fylgt hefur í kjölfarið, hafði ég hugsað mér að skrifa pistil um rekstrarvanda Flug- leiða, mikilvægi flug- félagsins fyrir ferða- þjónustuna í landinu og aftur þátt ferða- þjónustunnar í þjóðar- búinu sem útflutnings- greinar. Nokkurt hik kom á greinaskrif við þau vá- legu tíðindi og auðvit- að er alls ekki séð fyrir endann á þeim ógurlegu atburðum. Það sem hins vegar hlýtur að hafa vakið at- hygli allra er hversu flugsamgöng- ur eru gríðarlega þýðingarmiklar, en um leið mjög viðkvæmur og í raun óvarinn rekstur. Strax á fyrstu dögum eftir þessa atburði bárust fréttir af viðbrögðum flug- félaga í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrir utan hið sorglega mannfall var ljóst að fyrsta atvinnugreinin, sem bíða myndi mikið skipbrot, var flugsamgöngur og um leið ferða- þjónusta. Stór bandarísk og evr- ópsk flugfélög hafa þegar tilkynnt mikinn samdrátt í þjónustu og upp- sagnir tugþúsunda starfsmanna. Verður ekkert flogið? Allt í einu vöknuðum við Íslend- ingar upp við þann vonda draum, að flugsamgöngum til og frá land- inu og á vegum íslenskra flugfélaga erlendis yrði einfaldlega hætt inn- an örfárra daga vegna flókinna tryggingamála. Það er fagnaðarefni, hversu myndarlega og röggsamlega ráða- menn á Íslandu tóku á þeim vanda og leystu á svo að segja nokkrum klukkustundum með ríkisábyrgð- um. Víða erlendis er vandinn þó enn meiri. Þar er mönnum ljóst, að t.d. í Bandaríkjunum verður að byggja flugsamgöngur nánast upp frá grunni og kosta gríðarlegu fjár- magni til þess að endurheimta tiltrú ferðamanna á flugi sem ferðamáta. Þess þá heldur verður okkur Ís- lendingum að vera ljóst, að miklu meira þarf til en þær ríkisábyrgðir, sem veittar voru, svo langt sem þær þó ná. Tapað markaðsstarf Það er fyrst og fremst markaðs- starfið, sem hefur glatast. Ekki er ólíklegt að ætla, að mestur hluti þeirra hundraða milljóna, sem var- ið var til markaðsstarfs t.d. í Bandaríkjunum á síðasta ári, nýtist ekki eins og vonast var til. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum, að mikil uppbygg- ing hefur orðið í ferðaþjónustu hér- lendis á undanförnum árum. Fjöldi erlendra ferðamanna, sem hingað koma, hefur aukist um fimmtíu prósent á einum fjórum árum og atvinnugreinin er önnur mesta uppspretta gjaldeyris þjóðarinnar, fyrir utan sjávarútveg og fiskveið- ar. Gjaldeyristekjur af ferðamönn- um námu ríflega 30 milljörðum króna í fyrra og hafa aukist í krón- um talið ár frá ári síðan 1993 að þær voru 12,8 milljarðar. Munaðarlaust óskabarn Þetta óskabarn þjóðarinnar og töfraorð í sambandi við uppbygg- ingu og aukningu fjölbreytni í at- vinnulífi á landsbyggðinni mætti ætla að hefði orðið til af sjálfu sér, með tilliti til opinbers stuðnings við atvinnugreinina. Stoðstofnanir annarra atvinnugreina, svo sem rannsóknarstofnanir fiskiðnaðar- ins, landbúnaðarins og iðnaðarins eru t.d. að mestu kostaðar af op- inberu fé og kannski er það eðlilegt. Hér skal alls ekki gert lítið úr þeim miklu fjármunum, sem varið var til land- kynningar og menn- ingarmála á árinu 2000, en á það bent, að héðan í frá duga engin „átök“ eða stuttar herferðir. Margir samverk- andi þættir hafa verið að verki, almennur aukinn áhugi á Íslandi erlendis, tilkoma Netsins, Björk og mikil umfjöllun um land og þjóð í erlendum fjölmiðlum fyrir tilstilli ýmissa aðila. Hlutur Flugleiða Að mínu viti vegur hvað þyngst þáttur Flugleiða í þessari þróun og það gríðarlega kerfi samgangna við landið, sem fyrirtækið hefur byggt upp. Frá Íslandi er t.d. hægt að fljúga í beinu flugi til 5 áfangastaða í Bandaríkjunum, en frá Noregi er flogið á einn stað, frá Svíþjóð til tveggja, frá Finnlandi til tveggja og Danmörku til þriggja staða. Frá sambærilegum markaðssvæðum á Norðurlöndum (byggðir með 200– 300 þúsund íbúa, Þrándheimur, Tromsø o.s.frv.) er yfirleitt aðeins ein flugleið í boði í burt frá staðn- um. Það er á þessari ferðatíðni, sem ferðaþjónusta á Íslandi hefur vax- ið, og það er í mínum huga alveg ljós afleiðing þess, að úr þeirri tíðni verði dregið. Ferðaþjónusta hér á landi mun hvorki vaxa né dafna, menn mega í besta falli vona, að allt hrynji ekki til grunna eins og spilaborg. Frá 1994 hefur félagið fjölgað ferðum til og frá landinu um 60 til 85% eftir árstíma eða að meðaltali um 70%. Á sama tíma hefur ferða- mönnum fjölgað í sama mæli. Þeir voru 179.241 árið 1994, en 302.913 á árinu 2000. Fjölgun ferðamanna á Íslandi er bein afleiðing þeirrar stefnumótandi ákvörðunar stjórn- enda Flugleiða að stækka fyrirtæk- ið, því stækkuninni fylgdi mikil markaðssókn fyrir Ísland. Nú starfa yfir 200 starfsmenn Flug- leiða erlendis, og ætla má að Flug- leiðir verji um 1,3 milljörðum króna til markaðssetningar á Ís- landi árlega. Mikil og jákvæð fjöl- miðlaumræða erlendis um Ísland er fyrirtækinu ekki heldur alveg óviðkomandi. Á vegum Flugleiða komu rúmlega 800 fjölmiðlamenn til Íslands á síðasta ári. Eiga bara Flugleiðir að borga? Það er tala hérna í textanum að framan, sem ég bið menn að huga að: 1,3 milljarðar króna. Til mark- aðssetningar á Íslandi. Mér er því spurn: Í ljósi þeirrar stöðu, sem ferðaþjónusta hér á landi er í, í ljósi þeirra ábyrgða, sem við höfum sameiginlega geng- ist í fyrir íslensk flugfélög, er hægt að biðja einkafyrirtæki sem á í verulegum rekstrarerfiðleikum og átti fyrir þær hörmungar, sem nú hafa dunið yfir, að axla eitt byrðar af þrettán hundruð milljóna króna markaðssetningu á Íslandi erlend- is? Nú hafa forráðamenn Flugleiða ítrekað sagt, að þeir séu ekki að biðja um ríkisstyrki. Það má vel vera rétt. En að sama skapi held ég, að við verðum að skilgreina, hvað er beinn rekstrarkostnaður þeirra og hvað er kostnaður, sem sannarlega gæti færst á sameig- inlegan gjaldalið þjóðarinnar allr- ar. Miklu betur má ef duga skal Helgi Pétursson Flugsamgöngur Í Bandaríkjunum verður að byggja flug- samgöngur nánast upp frá grunni, segir Helgi Pétursson, og kosta gríðarlegu fjármagni til þess að endurheimta tiltrú ferðamanna á flugi sem ferðamáta. Höfundur er formaður samgöngu- nefndar Reykjavíkur og á m.a. sæti í ferðamálaráði. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar SEM forseti BÍL, Bandalags ís- lenskra listamanna, fagna ég full- tingi og atbeina menntamálaráðu- neytisins sem stendur að ráðstefnunni „Fjársjóður til fram- tíðar“ í Borgarleikhúsinu á morg- un, laugardaginn 6. október. Listamenn í Bandalagi ís- lenskra listamanna líta svo á að það sé jafnt á ábyrgð okkar allra að stuðla að alhliða menningar- uppeldi uppvaxandi kynslóða í landinu. Ef börn alast ekki upp við fjöl- breytta menningu, ef þau læra ekki að þekkja og skynja þá fegurð og auðlegð sem listirnar hafa upp á að bjóða, ef þau fá sjaldan eða aldrei að upplifa þá gleði sem þátt- taka í listrænni sköpun og tján- ingu veitir, er ólíklegt að þau kunni að meta andleg verðmæti þegar þau fullorðnast. Hætt er við að slíkir einstakling- ar búi ekki aðeins við andlega fá- tækt, heldur er hitt líklegra, að samfélag þeirra verði einsleitt og hugmyndasnautt. Við þurfum öll að sammælast um að hvetja ungt fólk til skapandi hugsunar og starfs og búa það þannig sem best undir fullorðins- árin og nýjar og síbreytilegar áherslur á komandi tímum. Á ráðstefnunni á morgun gefst einstætt tækifæri til að vekja at- hygli á gildi listanna í uppeldis- starfi þar sem leiddir verða saman listamenn, listgreinakennarar og fræðimenn til að viðra sjónarmið sín og miðla þekkingu sinni og reynslu. Auk þess verður sýnt örlítið brot af því markverða listastarfi sem fram fer, fyrir og með þátt- töku barna og ungmenna á lista- sviðinu í skólum landsins. Ráð- stefnan er haldin í samvinnu við Kennarasamband Íslands og Sam- band íslenskra sveitarfélaga auk Bandalags íslenskra listamanna. Rétt er að vekja athygli á að ráðstefnan er öllum opin og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Tinna Gunnlaugsdóttir Höfundur er forseti BÍL. Fjársjóður til framtíðar Af óskalista LÍÚ 30. sept. 2000 Úr tillögu meirihl. ,,sáttanefndar“ Byggja eigi stjórn fiskveiða á aflamarkskerfi áfram. Aflamarkskerfið verði meginstoð fiskveiðistjórnunar. Allri óvissu um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnar verði eytt. Var- anleg úthlutun veiðiheimilda trygg- ir hagræðingu og framþróun í sjáv- arútvegi. Krókabátar verði áfram á afla- markskerfi. Sett verði inn viðbót í kvóta og fjárhagsleg fyrirgreiðsla. LÍÚ reiðubúið til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auð- lindagjalds. LÍÚ hafnar alfarið uppboði ríkisins á aflahlutdeild eða aflamarki. Gjaldtaka fyrir afnot af veiðiheim- ildum. LÍÚ reiðubúið til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs gjalds gegn víðtækri sátt um stjórn fiskveiða. Fara beri leið veiðigjalds sbr. auð- lindanefnd. Auðlindagjald til að standa undir skilgreindum kostnaði við eftirlit og rannsóknir enda verði sú starfsemi á forræði LÍÚ. Gjaldið verði tekið af óskiptu aflaverðmæti. Kerfið og auðlindagjaldið gildi til langs tíma. Veittur tími til aðlögunar og með hliðsjón af afkomu sjávarútvegsins. Auðlindagjaldið verði tvískipt: fastagjald fyrir kostnaði ríkisins og breytilegur hluti sem tengist af- komu sjávarútvegs. Byggja á aflamarkskerfi sem stuðl- ar að hagræðingu og vel skipulögð- um rekstri. Framsal aflaheimilda frjálst. Gildistími úthlutunar afla- heimilda sem lengstur. Meira frjálsræði í meðferð afla- heimilda. Einn aðili má eiga hálfan ýsustofninn. Veiðiskylda 25% á tveimur árum í stað 50%. Framseljanlegar aflaheimildir til skipa í öðrum löndum (úthafsteg- undir), íslensk lög aðlöguð því. ÞAÐ voru sjálfsagt til svo vonglaðir og sátt- fúsir Íslendingar í öll- um stjórnmálaflokkum að þeir tryðu að boðuð ,,sáttaleið“ stjórnar- herranna Davíðs og Halldórs fyrir alþingis- kosningarnar vorið 1999 væri von sem treystandi væri á. Skip- uð var hin svokallaða ,,Sáttanefnd“ sem átti að koma með tillögur að verulegum breytingum á lögum um stjórn fisk- veiða sem þjóðin yrði sátt við. Sú sátt mis- tókst algjörlega. Hin- um flinku handvöldu mönnum, sem meirihlutann skipa í hinni svokölluðu ,,Sáttanefnd“, tekst hins vegar í til- lögum sínum að uppfylla að svo til öllu leyti þá lagapöntun sem stjórn LÍÚ setti fram sem sín skilyrði 30. sept. 2000 þegar Auðlindanefnd lauk störfum. Næsta skref stjórnarherr- anna er því að reyna að sannfæra enn á ný vonglaða stuðningsmenn sína um að sátt við LÍÚ sé sátt við þjóðina. Varla verður þjóðin blekkt öðru sinni. Sýndarlýðræðið Í grein í Morgunblaðinu 1. okt. 1999 um nefndartilnefningar sjávar- útvegsráðherra sem ég kallaði ,,Handvaldir menn“ spáði ég starfs- lokum hinnar svokölluðu ,,Sátta- nefndar“ í niðurlagi greinarinnar með svofelldum orðum: ,,Líkt og í hinni nefndinni virðist fyrirfram búið að tryggja niðurstöðu sem leiðir til þess að tillögur nefnd- arinnar muni í litlu sem engu breyta því lénsskipulagi sjávarútvegsins með forréttindi sægreifanna og at- vinnulegu óöryggi og niðurlægingu þeirra sem búa í sjávarbyggðum landsins. Spurningin er hvað vakir í raun og veru fyrir stjórnvöldum með skipun nefndarinn- ar. Skipun nefndarinnar endurspeglar sýndar- lýðræði af verstu teg- und, þar sem almenn- ingur er blekktur með göfugu markmiði, en fyrirfram er búið að ákveða niðurstöðuna. Stjórnvöld telja að tím- inn vinni með þeim í að festa kvótakerfið í sessi. Þess vegna mun nefnd- in sennilega gera tillögu um lágan auðlindaskatt til málamynda sem gerir ekkert ann- að en að festa forréttindi sægreifanna enn betur í sessi. Þessi málamynda- tilbúnaður mun ekki leiða til víðtæk- ari sátta meðal landsmanna um kvótakerfið. Og eftir sem áður verður til staðar sundruð þjóð sem gæti orð- ið forskrift að meiri háttar þjóð- félagsátökum í framtíðinni.“ LÍÚ ræður för Til fróðleiks birtist síðan tafla þar sem ég ber saman frómar óskir LÍÚ að framtíðarlagapöntun þeirri sem festir kerfið í sessi og fullnægir þeirra sáttfýsi. Borið er saman við setningar og orð þau sem nú birtast í tillögum meirihluta ,,Sáttanefndar- innar“ sem sjávarútvegsráðherra hefur þegar lýst sem þeim grunni sem hann byggi á sína framtíðarsýn að ,,sáttinni miklu“ sem tryggja eigi til framtíðar trausta atvinnu og byggð í landinu okkar. Sjá töflu. Lagapöntun staðfest Guðjón A. Kristjánsson Höfundur er alþingismaður. Fiskveiðistjórnun Sáttin mistókst gjörsamlega, segir Guðjón A. Kristjánsson, sem telur að meiri- hlutinn hafi farið að óskum LÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.