Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 49 stofnað til árlegrar hátíðar með vinum og kunningjum. Eins ber að minnast á gleðistundirnar sem við áttum með þeim hjónum í sum- arbústað þeirra í Öndverðarnesi, svo ekki sé minnst á golfbakter- íuna sem margir smituðust af. Eins er í minningu okkar hjálp- semi Ingvars og hans ljúfa skap og vinahugur til allra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Erla og fjölskylda. Megi minningin lifa í hjarta ykkar. Hjónaklúbburinn. Ingvar Benjamínsson úrsmíða- meistari hefir kvatt, 74 ára að aldri. Við Ingvar hófum samstarf árið 1970, er hann tók að sér viðgerð- arþjónustu á úrum og klukkum fyrir fyrirtæki mitt. Þetta samstarf okkar hefur varað í yfir 30 ár. Eft- ir jafn langt og ánægjulegt sam- starf og kynningu er mér ljúft, en með söknuði, að hugsa til baka og minnast Ingvars úrsmiðs, en svo var hann ávallt kallaður. Lengst af kom Ingvar í fyrir- tæki mitt tvisvar í viku, sótti við- gerðarúr og skilaði af sér. Hann var vandvirkur úrsmiður og skilaði góðri vinnu. Orðum hans og vinnu mátti ávallt treysta. Ingvar var sérfróður í flóknum og vönduðum úrverkum og var oft fenginn til þess að sjá um vandasamar við- gerðir fyrir ýmsa úrsmiði. Hann fylgdist með nýjungum í úrsmíða- faginu og sótti t.d. endurmennt- unarnámskeið í kvartsúraviðgerð- um hjá svissneskum sérfræðingi er var hér á vegum fyrirtækis míns. Það var jafnan létt yfir Ingvari, hann var gamansamur og var ávallt stutt í brosið. Við komur sín- ar til okkar stansaði Ingvar venju- lega nokkra stund og var þá spjall- að og spaugað ásamt því að mál úrsmíðafagsins voru rædd við okk- ur feðgana, meðan kaffið var sopið. Auk Guðnýjar konu minnar, unnu þrjú af börnum okkar árum saman við fyrirtækið. Það mynd- aðist því góður og traustur kunn- ingsskapur okkar á milli. Með söknuði er gott að minnast góðs samstarfsmanns og félaga. Við sendum öll innilegar samúðar- kveðjur til eiginkonu Ingvars, frú Erlu Ragnarsdóttur, og aðstand- enda þeirra. Franch Michelsen úrsmíðameistari. Föstudaginn 28. september lést á heimili sínu Ingvar Benjamíns- son. Ingvar var úrsmiður að mennt og vann alla tíð að iðn sinni fram undir þennan dag eða þangað til heilsan brást. Ingvar og Erla Ragnarsdóttir, konan hans, bjuggu í Hlunnavogi 12 en það hús byggðu þau ung að árum og bjuggu þar í nærri 47 ár. Ingvar var mjög dag- farsprúður maður og skapgóður. Hann hafði samt sem áður sínar föstu skoðanir og hélt þeim gjarn- an til streitu. Erla og Ingi voru mjög samrýnd og höfðu mörg sam- eiginleg áhugamál. Fyrir mörgum árum byggðu þau sér sumarbústað í landi múrara í Öndverðarnesi. Þessi sumarbústaður var hrein paradís fyrir þau því að þar eign- uðust þau marga góða vini og það er ekki langt síðan Ingi komst upp í sumarbústað með Erlu. Erla og Ingi hugðust flytja í nýtt hús í haust þar sem húsið í Hlunnavog- inum var orðið of stórt. Ingi átti margar góðar stundir, bæði í bíl- skúrnum og garðinum, og undi hag sínum vel í Hlunnavoginum. Ein- hvern tímann sagðist hann aldrei flytja þaðan og honum varð að ósk sinni því að hann fékk m.a. að deyja í húsinu þeirra í Hlunnavog- inum. Erla og Ingi eiga fjögur börn, elst er Margrét, svo Ragnar, Snorri og Íris sem er yngst. Hún er nú flutt í kjallarann í Hlunna- voginum ásamt fjölskyldu sinni og ætla þau að kaupa allt húsið. Barnabörnin eru orðin mörg og fjölskyldan hefur haldið mjög vel saman. Við Erla höfum þekkst síð- an við vorum 14–15 ára gamlar. Við stofnuðum saumaklúbb á þess- um árum sem er við lýði ennþá, þó með smábreytingum því að tvær skólasystur fluttu í burtu. Tvær aðrar komu í staðinn og er þessi klúbbur búinn að vera starfræktur í meira en 40 ár. Auðvitað kynnt- umst við Inga fljótlega og í nokkur ár héldu sauma- og spilaklúbbar Erlu og Inga árshátíð á hverju ári og voru þetta meiri háttar böll. Erla og Ingi spiluðu brids í mörg ár með nokkrum vinum sínum. Þau voru einnig í blaki ásamt fleiri hjónum og núna síðari ár var Ingvar í golfi með félögum sínum í sumarbústaðahverfinu í Öndverð- arnesi. Það er óhætt að segja að Erla og Ingi væru vinamörg og ákaflega félagslynd og krafturinn og dugnaðurinn leyndi sér ekki. Einnig áttu þau hlut í sumarhúsi í Torre Vega á austurströnd Spán- ar. Síðan Ingi veiktist hefur Erla staðið eins og klettur við hlið hans, hjúkrað honum og vart vikið frá honum. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir Erlu og fjölskylduna. Viðbrigðin eru mikil eftir nærri 50 ára sambúð og votta ég Erlu og fjölskyldu hennar, börnum, barna- börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Kveðjur frá fjölskyldu minni og saumaklúbbnum okkar. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Kveðja frá Úrsmiðafélagi Íslands Í dag kveður fámennt fagfélag virtan og vandaðan fagmann. Er Úrsmiðafélagi Íslands ljúft og skylt en með söknuði að minn- ast Ingvars Benjamínssonar. Ingvar Benjamínsson hóf nám í úrsmíði 16 ára hjá Sigurði Tóm- assyni úrsmíðameistara, miklum hagleiks- og uppfinningamanni. Kom fljótt í ljós hagleikur Ingvars sem vandaður handverksmaður og var honum í námi trúað fyrir mjög vönduðum tímamælum, bæði úrum og klukkum. Á þeim árum var ekki mikið um varahluti svo Ingvar renndi og smíðaði listilega þá hluti sem vantaði. Árið 1951 stofnar Ingvar eigið fyrirtæki, Björn og Ingvar – úrsmiðir ásamt Birni Örvar sem þeir ráku saman nokk- ur ár. Árið 1963 stofnar hann eigin úrsmíðaverslun og vinnustofu og frá 1971 rekur hann úrsmíðavinnu- stofuna Úrsmiður Ingvar Benja- mínsson. Var honum iðulega treyst fyrir viðgerðum á dýrum og vönd- uðum úrum af öðrum úrsmiðum og var sérfróður um gömul úr og við- gerðir á þeim. Ingvar var ávallt áhugasamur um úrsmíðafagið. Hann sótti end- urmenntunarnámskeið þegar þau buðust og fylgdist vel með nýj- ungum. Hann var jafnframt mikill félagsmaður og gegndi trúnaðar- störfum fyrir Úrsmiðafélag Íslands allt til starfsloka. Á 65 ára afmæl- issýningu Úrsmíðafélags Íslands lagði Ingvar fram ómælda vinnu við að setja upp úrsmíðavinnustofu sem líkastri því sem þær voru um og upp úr aldamótunum 1900. Ákveðið var að gefa Árbæjarsafni þá hluti sem Úrsmiðafélag Íslands átti og sýndi á sýningunni og starf- aði Ingvar ötullega að uppsetningu þess safns sem sýnt hefur verið þar undanfarin ár við mikla aðsókn og áhuga. Hefur safnið verið hon- um mikið áhugamál og hann ætíð boðinn og búinn að aðstoða þar þegar þurft hefur á að halda. Í þakklætis- og virðingarskyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir úrsmíðafagið var Ingvari veitt silfurmerki Úrsmiðafélags Ís- lands á 70 ára afmæli þess. Úrsmíðafélag Íslands sendir eig- inkonu hans, Erlu Ragnarsdóttur og aðstandendum þeirra innileg- ustu samúðarkveðjur. Við kveðjum með þakklæti úr- smíðameistarann Ingvar Benja- mínsson. Frank Ú. Michelsen, formaður Úrsmiðafélags Íslands. ✝ Sverrir Árnasonfæddist á Svalbarðs- eyri við Eyjafjörð 22. júlí 1920. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Valdi- marsson, f. 2. sept. 1896, d. 2. sept. 1980, og Ágústa Gunnlaugsdótt- ir, f. 1. ágúst 1895, d. 13. nóv. 1995. Systkini Sverris voru Ragnar, Emma, Hreinn, Haukur og Unnur Berg. Eiginkona Sverris var Andrea Gíslína Jónsdóttir frá Stokkseyri, f. 29. ágúst 1923, d. 4. júní 1991. Börn þeirra eru Hörður, rafvirki, f. 28.8. 1940, Ingólfur, deildarstjóri, f. 30.6. 1943, Árni, prentari, f. 18.10. 1944., Ágústa, húsmóðir, f. 11.9. 1946, Ragnar, kaupmaður, f. 26.2. 1949, Ólafur, tæknifræðingur, f. 15.9. 1951, Gunn- laugur, sölumaður, f. 14.9. 1952, og Guðný, húsmóðir, f. 3.9. 1956. Sverrir lauk námi í ketil- og plötusmíði og starf- aði lengst af við þá iðngrein. Auk þess að vinna sem slíkur hjá öðrum var hann verkstjóri í Slipp- stöðinni hf. í nokk- ur ár og tók m.a. þátt í að smíða fyrstu stálskipin sem þar voru smíðuð. Hann rak síðan Járn- smiðjuna Mjölni hf. um árabil og var m.a. í sveinsprófsnefnd í sinni iðngrein. Útför Sverris fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sverrir Árnason fæddist á Sval- barðseyri við Eyjafjörð og vann stærstan hluta starfsævinnar á Akureyri við járnsmíðar. Hann var af þeirri kynslóð sem mundi tím- ana tvenna og tók virkan þátt í að byggja upp það velferðarþjóðfélag sem eftirkomendur njóta nú góðs af. Eins og títt var milli styrjald- anna fór Sverrir snemma að vinna fyrir sér við ýmis störf og kynntist þá fjölbreyttum handtökum sem hann nýtti sér síðan í ævistarfinu, járnsmíðinni, og einnig við að reisa sér og sínum heimili. Hann var hagleiksmaður á tré og járn og vinnuglaður í bestu merkingu þess orðs; hafði gaman af að sjá af- rakstur erfiðis síns, einkum ef fal- leg og myndarleg smíði sá dagsins ljós. Þá gladdist hann og efldist til enn meiri verka, enda dugnaður og ósérhlífni hans aðalsmerki. Tímamót urðu í þróun málmiðn- aðar á Akureyri þegar Vélsmiðjan Atli hf. hóf smíði nótabáta úr málmi. Þar lagði Sverrir gjörva hönd að verki og fylgdi því síðan eftir með verkstjórn við fyrstu skipin sem smíðuð voru í Slipp- stöðinni hf., Sigurbjörgina ÓF og Eldborgina. Þar voru sannkallaðir brautryðjendur að verki enda fóru í hönd miklir uppgangstímar í skipasmíðum á Akureyri sem juku hróður akureyrskra iðnaðar- og tæknimanna um allt land. Í byrjun áttunda áratugarins breytti Sverr- ir til og rak járnsmiðjuna Mjölni hf. eftir það um árabil við góðan orðstír. Sá rekstur varð allviða- mikill á tímabili en síðan voru seglin rifuð þegar líða tók á starfsævina og þar kom að rekstr- inum var hætt og Sverrir dró sig í hlé eftir mikið og giftudrjúgt ævi- starf. Oft hafði hann á orði að hans mesta lán og gleði hefði verið að eignast Öddu fyrir eiginkonu. Þau bjuggu lengst af í Ránargötu 16 á Akureyri og eignuðust átta börn sem öll eru á lífi. Elsta barnið, Hörður, var alið upp hjá föðurafa sínum og ömmu. Afkomendur Sverris og Öddu eru nú komnir á sjötta tuginn. Oft gekk mikið á í Ránargötunni þegar allur þessi hópur með til- heyrandi fjöri og gáska lék sér úti og inni. Þá gilti ekki annað en að hafa reglu á hlutunum og kom sér þá vel að húsbóndinn gat verið strangur og fylgdi vel eftir að ekki brygði út af. Við systkinin minnumst þessa tíma oft með mikilli gleði. Laug- ardagskvöldin voru alltaf eins: All- ir í sturtu líkt og á færibandi, mamma klæddi úr og stýrði inn í sturtuna þar sem pabbi tók við á stígvélum og skrúbbaði alla hátt og lágt, beindi liðinu að því loknu til dyra til þurrkunar, tók þá við því næsta og svo koll af kolli. Fyrr en varði var öllu lokið og hópnum stillt upp á eldhúsborðið og tók þá við kórsöngur Heimiliskórsins undir traustri stjórn pabba. Þá var sungið hvert lagið á fætur öðru með miklum tilþrifum og sannri gleði. Áheyrendur voru mamma og Ólína frænka sem gerðu jafnan góðan róm að söngnum. Að kór- sögnum loknum var öllum skóflað í bólið, hreinum og hressum. Þessi kór hefur síðan tekið lagið nokkr- um sinnum hin síðari ár við blendnar undirtektir! Árin liðu, börnin tíndust að heiman og fyrr en varði voru hjónakornin ein eftir. Þá hófst einn ánægjulegasti tíminn í lífi þeirra því að þau voru ákaflega dugleg að ferðast, bæði innanlands og utan og skoða náttúruna og mannlíf í allri sinni fjölbreytni. Það var því mikið reiðarslag fyr- ir hann þegar móðir okkar veiktist hastarlega í ársbyrjun 1991 og lést síðan um mitt árið. Óhætt er að segja að hann varð ekki samur maður eftir það enda söknuðurinn mikill og sár. En nú er hann flutt- ur til hennar og þeir endurfundir hafa áreiðanlega orðið ánægjulegir. Miklu dagsverki er lokið. Sverr- ir Árnason járnsmiður skilaði sannarlega sínu, bæði í starfi sem fagmaður og einnig sem traustur heimilisfaðir og vinur okkar allra. Fyrir það ber að þakka að leið- arlokum og blessa minningu hans og móður okkar. Ingólfur. SVERRIR ÁRNASON ✝ Jónas EllertJónsson fæddist í Reykjavík 29. sept- ember 1957. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 30. september síðastlið- inn. Foreldrar Jón- asar eru Jón Guð- mundsson, f. 26.6. 1931, og Guðríður Árnadóttir, f. 22.10. 1930. Systkini Jón- asar eru Guðmund- ur Ágúst, f. 27.3. 1954, Ríkharður Örn, f. 22.11. 1955, Íris Edda, f. 5.2. 1963 og Hafdís Eygló, f. 4.7. 1965. Hálfsystur Jónasar eru Sigurborg Gunn- laugsdóttir, f. 20.1. 1951, sam- mæðra, og Jónína Jónsdóttir f. 20.6.1951, samfeðra. Jón og Guð- ríður skildu. Eiginkona Jóns er Ruth Einarsdóttir, f. 27.6. 1921. Jónas kvæntist 25. desember 1985 Sigurbjörgu Þórunni Ósk- arsdóttur, f. 20.4. 1963. Foreldr- ar Sigurbjargar eru Óskar Þór- arinsson, f. 21.12. 1941, og Gunna Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30.6. 1944. Synir Jónasar og Sigurbjargar eru Egill, f. 11.9. 1985, og Ásgeir, f. 30.5. 1990. Fósturdóttir Jónas- ar, dóttir Sigur- bjargar, er María Ósk Þorsteinsdóttir, f. 18.2. 1981. Sam- býlismaður hennar er Magnús Erlings- son. Jónas lauk 1. stigi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1978. Árið 1979 réð Jónas sig sem stýrimann á Otto Wathne frá Seyðisfirði og fylgdi þeim togara allt til ársins 1988 og aftur á ár- unum 1994–1995. Árið 1988 fluttu Jónas, Sigurbjörg og börnin til Þorlákshafnar. Í Þor- lákshöfn var Jónas stýrimaður á Guðfinnu Steinsdóttur, Páli, Arnarnesi og Klæng. Síðastliðið eitt og hálft ár var Jónas skip- stjóri á Gróttu og Sigurvoninni úr Reykjavík. Auk þess var Jón- as á öðrum skipum um lengri og skemmri tíma. Frá því í vor hef- ur fjölskyldan búið á Kirkjustétt 9 í Reykjavík. Útför Jónasar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Hann Jónas er farinn, það bar brátt að. Ég var nú ekki búin að þekkja hann í mörg ár en það sem ég þekkti til hans var óvenju ljúft og þegar hann kom til okkar pabba síns þá var hann alltaf með bros á vör og gerði að gamni sínu. Við munum sakna hans sárt. Hann var líka óvenju duglegur að láta pabba sinn heyra í sér hvort sem hann var heima eða úti á sjó. Eitt er víst, að hans verður sárt saknað bæði af fjölskyldu sinni og vinum. Við biðjum guð að blessa hann og kveðjum hann með söknuði. Elsku Jónas minn, farðu í friði og guð blessi þig. Ruth og pabbi. Kæri vinur, þú ert horfinn og eftir sitjum við og syrgjum. Við eigum margar minningar um góð- an mann, og við viljum láta þig vita af því að við munum gera allt til að hugsa vel um þína ástfólgnu fjölskyldu, Sibbu, Egil, Ásgeir og Maríu, eins vel og okkar mann- legur máttur getur, því við vitum að þú hefur nú miklar áhyggjur af þeim. Við vitum líka að Drottinn Guð mun verða með þeim og okkur og styrkja á þeim vegi sem fram- undan er. Við viljum láta fylgja með vers úr sálmi sem við lásum í gærkveldi og við vitum að fyr- irgefningin er það sem Guð gefur okkur, og við höfum hana að leið- arljósi. Æ, Guð, minn faðir, fyrirgef það framið illt í dag ég hef, að geti’ eg sofnað sáttur enn við sjálfan þig og alla menn. Mín sál og hjarta hvíli’ í þér, en hvíl þú, Guð, í brjósti mér, svo hver einn morgunn heims um rann mig hitti nýrri’ og betri mann. (M. Joch.) Hvíl í friði, kæri vinur. Inga Jóna, Pálmi, Elín og Patrekur. JÓNAS ELLERT JÓNSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.