Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 29
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 29 ÞETTA er kuldaleg lesning og kemur svo sem ekki á óvart, enda er ritið framleitt af al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum, sem hinn illræmdi Osama bin Laden fer fyrir. En þessi skelfilega ritsmíð þykir gefa ein- staka sýn inn í hugarheim mannanna, sem frömdu fjöldamorðin í Bandaríkjunum 11. fyrra mánaðar; nú liggja fyrir „handbækur“ þessara samtaka. Hér ræðir annars vegar um bók, sem er eins konar grunnrit al-Qaeda-samtakanna og hins vegar styttri „handbók“ hryðju- verkamannanna, sem kom fram í dagsljósið í fyrra þegar bandarískar njósnastofnanir höfðu bin Laden til sérstakrar skoðunar. „Handbókin“ er enda aðeins um 180 síður en „alfræðibókin“ er hvorki meira né minna en 11 bindi og hvert þeirra 250 til 500 síður. Ritið er á arabísku en fyrir kemur að efnis- yfirlit sé á ensku. Associated Press-frétta- stofan hefur látið þýða útdrætti úr „al- fræðibókinni“. Þetta grunnrit al-Qaeda hryðjuverkanets- ins nefnist „Handbók hins afganska Jihad“ eða „Mouswada al Jihad al Afgani“ á arab- ísku. Bandarískir sérfræðingar, sem lesið hafa ritið í gegn, segja að þar sé mikið um tæknilegar upplýsingar, sem sýni að hryðju- verkamenn samtímans búi yfir mun meiri færni og þekkingu en áður hafi verið raunin. Lofrullur um bin Laden Í inngangi kemur fram að ritið hafi verið unnið á vegum „þjónustudeildar þjálfunar- búða“ og að Osama bin Laden hafi komið nefndri „þjónustudeild“ á fót. Ritið sé ætlað til notkunar í baráttunni gegn „óvinum hreyfingar okkar og hatursmönnum Allah“. Sérhvert bindi hefst með þakkar- og lofs- yrðum og er bin Laden sérstaklega þakkað fyrir að hafa stefnt lífi sínu í hættu í Afgan- istan og fjármagnað baráttuna þar. Hið sama á við um íslamska leiðtoga í Afganist- an sem og ráðamenn í Pakistan, sem löngum hafa stutt talibana-stjórnina handan landamæranna. Hvert bindi er lagt undir ákveðið umfjöll- unarefni. Spurt er í upphafi: „Hvað vilt þú gera?“ Síðan er lesandinn leiddur áfram skref fyrir skref og því t.a.m. lýst hvernig komast megi yfir og blanda saman ýmsum efnum til sprengjugerðar. Annað bindi fjallar um hvernig sprengja megi flugvél í loft upp, ráðast gegn bryndreka, umkringja flugvöll og njósna um herstöð óvinarins. Í bindi um bardaga í návígi er m.a. kennt hvernig ógna megi með hnífi og hvernig stinga beri með slíku vopni. Vitað er að flug- ræningjarnir voru vopnaðir hnífum 11. sept- ember. Hvernig launmorðingjar skuli bera sig að Annar kafli nefnist „Grundvallar- skemmdarverk og eyðilegging“. Þar er laun- morðingjum kennt hvernig þeim beri að bera sig að og hvaða „valkosti“ þeir eigi. Fjallað er um eiturgas, eiturgerð og eitruð lyf. Kennt er hvernig búa megi þess háttar gas til og hversu mikið magn þurfi til að bana manni. Tiltekið lyktarlaust gas geti t.a.m. drepið mann á 30 sekúndum. Sá kafli alfræðiritsins, sem fjallar um vopnabúnað, er í raun sögulegt yfirlit yfir vopn og önnur drápstól á 20. öld. Byrjað er á bresku Lee-Enfield-rifflunum frá því á þriðja áratugnum, en kafla þessum lýkur á umfjöllun um bandarískar Stinger-eld- flaugar, sem ætlaðar eru til að granda flug- vélum af jörðu niðri og skæruliðar í Afgan- istan notuðu með góðum árangri þegar Sovétmenn hersátu landið 1979 til 1989. Margvíslegan annan fróðleik er þarna að finna, m.a. ítarlegan kafla um fyrstu hjálp, allt frá skordýrastungum til heilablóðfalla. Sagðir munu komast „í tölu píslarvotta“ Minni handbókin, sem kom í leitirnar árið 1999, er einnig skrifuð á arabísku. Banda- ríska alríkislögreglan, FBI, lét þýða hana og var hún lögð fram í apríl í fyrra í tengslum við réttarhöld yfir fjórum mönnum, sem tengdir eru al-Qaeda-samtökunum og sak- aðir voru um að hafa skipulagt hryðjuverka- árásir á tvö sendiráð Bandaríkjanna í Aust- ur-Afríku árið 1998. Þessi „handbók“, sem er 180 síður líkt og fyrr sagði, nefnist „Her- fræðilegar rannsóknir í hinu heilaga stríði gegn harðstjórunum“. Handbók þessi skiptist í 18 kafla. Fyrsti kaflinn nefnist „inngangur“. Þar er að finna m.a. yfirlýsingu þess efnis að starf- semi samtakanna miði að því að binda enda á „guðlausar ríkisstjórnir“ þannig að ísl- amskar komi í þeirra stað. Þetta beri að gera með sprengjutilræðum og aftökum. Myrða beri bæði óvinina og erlenda ferða- menn. Kafli tvö fjallar um þau skilyrði, sem við- komandi hermaður Allah þurfi að uppfylla: „Hann þarf að vera reiðubúinn að leysa verkefnið og komast í tölu píslarvotta í þeim tilgangi að uppfylla markmiðið og koma á trú hins konunglega Allah á jörðu“. Áttundi kaflinn er helgaður því hvernig hryðjuverkamaðurinn geti aukið öryggi sitt m.a. með því að gerast ekki úr hófi fram „íslamskur í útliti eða háttum“. Nefnt er að viðkomandi geti látið vasaútgáfur af Kór- aninum duga, klæðst ermalöngum skyrtum, notað tannstöngla o.fl. Hann eigi jafnan að bera fölsuð persónuskilríki en bannað sé með öllu að neyta áfengis eða iðka hórdóm. Í kafla tíu eru sprengjutilræði, mannrán og tilræði kennd, sem og björgun gísla. Kaflinn þar á eftir ber hins vegar yfirskrift- ina: „Njósnir. Leiðbeiningar um misþyrm- ingar og morð á gíslum“. Þar segir m.a. að réttlætanlegt sé að berja trúleysingja og að „trúarleiðtogar [hafi] einnig heimilað morð á gíslum ef viðkomandi [neiti] að láta upplýs- ingar af hendi við múslíma“. 16. kaflinn nefnist: „Aftökur þar sem eitri og köldu stáli er beitt“. Þar er kennt hvar og hvernig stinga beri óvininn með egg- vopnum til að ná tilætluðum árangri. Síð- ustu kaflarnir geyma hins vegar holl ráð fyrir flugumenn al-Qaeda, þurfi þeir að standast pyntingar. Handbækur sem notaðar eru við þjálfun hryðjuverkamanna á vegum Sádi-Arab- ans Osama bin Ladens í Afganistan. Handbækur herliðs Allah Islamabad. Associated Press. AFP. Handbækur sem al-Qaeda-samtökin hafa útbúið veita sýn inn í hugarheim íslamskra fjöldamorðingja. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.