Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 35 þeim vettvangi. „Heilt yfir er atvinnuástandi býsna gott og menn eru að skoða ýmsa hluti,“ sagði hann. Landvinnslan gengur vel og ýmislegt nýtt í deiglunni Meðal þess væri eldi á beitarfiski sem Útgerð- arfélag Akureyringa í samvinnu við Orkuveitu Húsavíkur væri að skoða í fullri alvöru. Þá er verið að skoða uppsetningu kítín-verksmiðju og ferðaþjónusta hefur gengið ágætlega og þá sér- staklega í tengslum við Hvalamiðstöðina og hvalaskoðunarferðir út frá Húsavík. Þá hefur landvinnsla gengið vel í frystihúsi FH og nýlega er búið að setja upp þrjár vaktir í rækjuvinnsl- unni vegna mikilla verkefna. Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur sagði að starfshópur um at- vinnumál hefði margítrekað óskað eftir fundi með forsvarsmönnum KEA til að fá svör við því hvað þeir ætluðu sér varðandi atvinnuuppbygg- ingu á staðnum en lítið hefði verið um svör. „Fé- lagið á hér miklar eignir og hefur verið með tölu- verða starfsemi í bænum, en þeir hafa ekki sýnt okkur mikinn áhuga þegar við höfum beðið um fundi,“ sagði Aðalsteinn. Þá segir hann vinnu- brögðin varðandi ákvörðun um lokun starfs- stöðvar ósmekkleg, t.d. hefði ekki verið haft sam- band við verkalýðsfélagið fyrr en eftir á. Störfum hefur fækkað um 50–60 Aðalsteinn telur að eftir að KEA tók við rekstri KÞ fyrir um einu og hálfu ári hafi störf- um á Húsavík fækkað um 50–60 þegar lokun mjólkursamlagsins er tekin með í dæmið. „Menn hljóta að sjá hversu alvarlegt það er fyrir sam- félagið hér,“ sagði Aðalsteinn, það kæmi meðal annars niður á félagsstarfi af ýmsu tagi. Menn hefðu reitt sig á stuðning stóru fyrirtækjanna í bænum, en þegar forræði þeirra væri farið úr bæjarfélaginu væri erfiðara að sækja til þeirra styrki. Ákvörðun um lokun mjólkursamlagsins hefði svo þau áhrif að menn óttuðust að eitthvað svip- að gæti gerst varðandi kjötvinnslu Norðlenska. Þar væru nú um 40 manns við störf. „Óneitanleg velta menn framtíð þess fyrirtækis fyrir sér í kjölfar þessa. Okkur finnst að KEA-menn skuldi okkur svör við ýmsum spurningum sem brenna á mönnum hér. Vonbrigðin með þessa ákvörðun þeirra eru mikil, í rauninni gríðarlegt áfall sem því miður smitar út frá sér um allt bæjarfélagið,“ sagði Aðalsteinn. Sem betur fer hefði þó ýmislegt jákvætt verið að gerast í atvinnumálum í bænum og margt væri í farvatninu sem vonandi skilaði sér í auk- inni atvinnu er fram líða stundir. Hann nefndi að landvinnslan gengi vel og mik- il vinna væri í rækjuvinnslunni, sem ekki hefði að fullu tekist að manna með heimamönnum þannig að nokkur atvinnuleyfi fyrir útlendinga hefðu verið veitt. Þá sagði hann að GPG-Fiskverkun sem er með saltfisk- og hausaverkun hefði ný- lega verið flutt til Húsavíkur og þar væri ríkjandi bjartsýni á framtíðina. Aukin umsvif í rækjuvinnslunni Atli Viðar Jónsson framkvæmdastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur sagði að félagið hefði síð- ustu ár haft yfir að ráða um 2.000 tonna kvóta. Skerðing milli fiskveiðiáranna 2000 og 2001 næmi um 270 tonnum í þorskígildum talið. Samningar við Samherja á Akureyri um að fé- lagið veiddi kvóta FH væru nú á lokastigi, en vinnsla í frystihúsi félagsins hefði gengið vel síðustu miss- eri. Áður var í gildi samning- ur við Guðmund Runólfsson í Grundarfirði um að veiða kvóta FH, en forsendur hefðu breyst m.a. með nýjum sjómannasamningum þannig að niðurstaðan hefði orðið sú að fá Samherja til að veiða kvóta félagsins. Félagið leggur til kvóta sinn, um 2.000 tonn og er áhugi á að reyna að auka hann. Félagið hefur einnig yfir að ráða um 500 tonna rækju- kvóta í íslensku lögsögunni, það ætti einn þriðja hluta af rækjukvóta í Skjálfanda, en þar hefði ekki verið úthlutað kvóta síðustu tvö ár og þá hefði félagið einnig rækju- kvóta í Flæmska hattinum. Gengisbreytingar og ákveðin hagræðing innanhúss hefði haft í för með sér að nú væri unnið á þremur vöktum í rækjuvinnslu og hefðu verið gerðir þriggja mánaða samn- ingar við starfsfólk þar um, frá september til loka nóv- ember. „Vonandi verður framhald þar á, en það verð- ur að koma í ljós,“ sagði Atli Viðar. Vaxandi umsvif í ferðaþjónustu Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað umtalsvert á Húsavík og sér Ásbjörn Þ. Björgvinsson forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsvík fram á þeim muni enn fjölga í nánustu framtíð. „Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu þremur árum, það hefur orðið sprenging á því sviði,“ sagði hann. Alls fóru 23 þúsund ferðamenn í hvalaskoðunar- ferðir með Norðursiglingu frá Húsavík í sumar og þá heimsóttu ríflega 12 þúsund gestir Hvalamiðstöðina. Ás- björn sagði að langflestir ferðalanganna hefðu verið útlendingar, en veðrið, sem var fremur svalt norðanlands á liðnu sumri sett strik í ferðir Íslendinga. Alls starfa á sjöunda tug manna í tengslum við hvalaskoðunarferðir og Hvalamiðstöðina en margfeldisáhrifin er mikil m.a. hvað varðar verslun og þjónustu ýmiskonar í bænum. „Ferðaþjónustan er orðin atvinnugrein sem skiptir þetta samfélag miklu máli og við sjáum fram á að hún geti vaxið enn frekar á komandi árum,“ sagði Ásbjörn. Þessa dagana er unnið að því að gera gamla sláturhúsið á staðnum upp en þangað verður Hvalamiðstöðin flutt og verður þá um að ræða 5-6 földun á stærð húsnæði sem hún hefur yfir að ráða. Síðar í vetur verður svo unnið við að setja upp stærstu hvalabeinagrindurnar, sem ekki hefur verið pláss fyrir í núverandi húsnæði. „Við stefnum svo að því að hafa safnið opið allt árið og bjóða nemendum skólanna að heimsækja safnið að vetrarlagi.“ Ásbjörn sagði að aukin umsvif í ferðaþjónustu í bænum hefði líka þau áhrif að lífsgleði fólks yrði meiri og fólk jákvæðara. „Við finnum fyrir meiri bjartsýni og fólk sér að hér eru sóknarfæri í framtíðinni hvað ferðaþjónustuna varðar,“ sagði Ásbjörn. okunar mjólkursamlagsins sem hættir mjólkurvinnslu að fullu 1. ágúst að ári Skúta siglir út úr Húsavíkurhöfn. Aðalsteinn Gíslason vigtar fernu með Húsavíkurjógúrt. Sigurgeir Stefánsson mjólkurfræðingur við hluta af tækjabúnaði samlagsins. Ásbjörn Björgvinsson Reinhard Reynisson Hlífar Karlsson Aðalsteinn Baldursson Aðalsteinn Gíslason Bjarni Björgvinsson Jón Ingi Guðmundsson Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.