Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg MaríaBenediktsdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1922. Hún lést á dvalar- heimilinu Grund 24. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- laug Steinunn Guðbrandsdóttir frá Vindási í Hvol- hreppi, d. 2. janúar 1956, og Benedikt Halldórsson skó- smiður, d. 15. nóv- ember 1941. Voru þau búsett á Bragagötu 33 í Reykjavík. Guðbjörg átti einn bróður, Óskar Benjamín, f. 1918, d. 1996. Óskar var kvæntur Magneu Þóru Guðjónsdóttur. Guðbjörg eignað- ist einn son með Arnaldi Valfoss Jónssyni, Guðlaug Benedikt, f. 7. júní 1943. Hans kona er Karlotta Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú börn, Angantý kvæntan Söndru Thordarson, eiga þau eina dóttur og eru búsett í Þýskalandi; Guð- björgu Maríu, gifta Hjalta Ástþóri Sig- urðssyni, eiga þau fjögur börn og eru búsett í Keflavík; Kristján Elvar, í sambúð með Kol- brúnu Fanngeirs- dóttur og þau eru búsett í Kópavogi. Guðbjörg starfaði mestallan sinn starfsferil sem ritari á Landsbókasafni Íslands og hætti þar er safnið sameinaðist Há- skólabókasafni og varð að Þjóð- arbókhlöðu, þá 72 ára gömul. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvoskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi minningu Guðbjargar Maríu Benediktsdóttur. Þín tengdadóttir, Karlotta Kristjánsdóttir. Laugardaginn 22. september mun alltaf verða minnisstæður okk- ur systkinunum vegna hringinga sem við fengum og okkur var tjáð að elskuleg amma okkar væri orðin mjög veik. Mánudaginn 24. sept- ember var hún síðan tekin frá okk- ur. Elsku amma, það er sárt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að koma og heimsækja þig oft- ar, því það var orðinn fastur liður hjá okkur systkinunum að skreppa til Reykjavíkur til að heimsækja þig. Þú áttir mjög erfitt eftir að veikindi þín náðu yfirhöndinni hjá þér í fyrra, þú sem varst alltaf svo hress og frísk. Þú fórst alltaf út að labba á hverjum degi og vannst við garðyrkju í garðinum þínum á Bragagötunni, þar sem þú áttir heima. Þú áttir mjög erfitt eftir að Konni afi dó árið 1996 en þú fannst alltaf huggun í kisunum, bæði þín- um eigin og þeim sem komu í heim- sókn til þín, því alltaf fundu þær til hlýju frá þér. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn og söknuðurinn er mik- ill en minningin um þig og hversu góð þú varst okkur öllum mun lifa með okkur og verða okkur leið- arljós til æviloka. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma, nú tekur Konni afi á móti þér og þið hittist aftur í ríki Guðs. Guð blessi þig og minninguna um þig. Angantýr, Guðbjörg og Kristján. Elsku langamma okkar, þú ert farin frá okkur en við vitum að þú ert á stað þar sem þér líður vel og Konni afi tekur á móti mér. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku amma (lang). Þín er sárt saknað en minningin um þig lifir með okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabarnabörn, Konráð, Karlotta Björg og Lilja Sveinbjörg. Í 13. kafla í fyrra bréfi Páls post- ula til Korintumanna er fjallað um kærleikann. Fyrsta versið er svo- hljóðandi: „Þótt eg talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kær- leika, yrði eg hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.“ – Síðasta versið í fyrrnefndu bréfi er þannig: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur.“ – Þessi frægu orð um kærleikann komu mér í hug, er ég frétti um andlát Guðbjargar Maríu Bene- diktsdóttur. Hún varð mér minn- isstæð af ýmsum ástæðum og þó einkum vegna kærleika. Hennar skal hér minnst í fáeinum orðum. Fyrir rúmum 50 árum sótti ég Skóla Ísaks Jónssonar í Grænu- borg. Þar kynntist ég Guðlaugi Arnaldssyni, sem jafnan var þá kallaður Laugi, og tókst með okkur ágætur vinskapur. Við urðum stundum samferða í skólann og síð- ar úr honum. Stundum sóttum við hvor annan heim. Þannig kynntist ég móður Lauga, Guðbjörgu, sem þá bjó, eins og lengi síðar, á Braga- götu 33. Þangað var jafnan gott að koma, og maður fann þar glöggt kærleika Guðbjargar, einkum í öllu því er laut að Lauga, syni hennar. Síðar lágu leiðir okkar Guðbjarg- ar saman í Landsbókasafninu, en þangað kom ég oft um skeið vegna náms í íslenskum fræðum og samn- ingar ritgerða. Heimildaleit getur verið erfið viðfangs, en Guðbjörg reyndist mér afar vel og aðstoðaði á ýmsa lund. Guðbjörg var einkar kærleiksrík kona og hún lét verkin tala. Um það skulu hér nefnd tvö dæmi, mér kunn. – Fyrir mörgum árum bjó maður í gömlu húsi við Miðstræti hér í borg. Hann hafði áður verið glæsimenni, en lífið hafði leikið hann grátt á ýmsa lund. Hann var nú heilsuveill orðinn og hafði með öllu misst heyrn, en því fylgir margháttuð einsemd. Ég vissi að Guðbjörg kom oft til hans og auð- sýndi honum kærleika og um- hyggju á ýmsa lund. – Fyrir margt löngu bjó roskin kona í húsi við Baldursgötu. Hún hafði verið einkar fríð og glaðleg ung kona, en það kom í hennar hlut að annast aldraða móður sína, sem var ekkja, allt til hinstu stundar. Sumt í einka- lífi hafði verið henni erfitt. Hún hafði lengi verið einkar barngóð, en hún hafði einnig sérstakt dálæti á köttum. Hún leit á þá sem börnin sín, en þeim hafði fjölgað svo, að til vandræða horfði. Þessari konu reyndist Guðbjög, blessunin, einkar vel. Kom hún oft til hennar og færði henni fisk, sem var það besta sem hún fékk. – Þessi tvö dæmi eru mér vel kunn, en vafalaust hefur Guðbjörg hjálpað ýmsum fleirum þeim, sem áttu um sárt að binda. Hin síðari ár hringdi Guðbjörg alloft til mín. Hún ræddi við mig um íslensk fræði og ýmsar bækur, en hún var vel að sér í þeim efnum. Hún sagði mér jafnan fréttir af Lauga, syni sínum, og fjölskyldu hans. Það leyndi sér ekki, að kær- leikur hennar beindist mjög að þeim, og það kom sérstakur blær í rödd hennar, er Lauga og hans fólk bar á góma. Ég sendi að lokum innilegar samúðarkveðjur til Lauga og fjöl- skyldu hans og bið algóðan Guð að blessa minningu hinnar kærleiks- ríku konu, Guðbjargar Maríu Bene- diktsdóttur. Ólafur Oddsson. Þegar ég kom að Landsbókasafni haustið 1964, voru þar fyrir nokkrir starfsmenn, er luku um síðir miklu starfi við safnið. Meðal þeirra var Guðbjörg María Benediktsdóttir, er réðst ritari að safninu 1952, en hafði áður unnið við skrifstofustörf, m.a. hjá Ríkisútvarpinu og Ríkis- skipum. Meðal viðfangsefna hennar var færsla skráningartexta bæði ís- lenzkra og erlendra rita yfir á spjöld, er raðað var síðan í spjald- skrá safnsins. Það var mikið verk, er hún leysti fljótt og vel af hönd- um, enda hamhleypa við ritvélina. En rit varð ekki fyrr aðgengilegt en spjald um það var komið á sinn stað í spjaldskrána. Guðbjörg vann einnig við vélrit- un ýmissa sérskráa, er unnar voru í Landsbókasafni, og meðal verka, er hún vann að, einkum hin síðari ár, var efnisskrá valinna íslenzkra blaða og tímarita, víst eins hundr- aðs þeirra, er ýmsir höfðu lagt hönd að á undan henni, hið þarfasta hjálpargagn, svo langt sem það náði og enn er að hluta aðgengilegt í safninu í sínu spjaldformi. En við tilkomu tölvunnar, fluttist þess háttar verk yfir á hana og eins bókaskráin, svo að vélritun spjald- anna varð nú úr sögunni. Þótt tölvuvinnsla hefði fyrir nokkrum árum leyst gamla lagið af hólmi, fór Guðbjörg aldrei yfir á tölvuna, lét hinum yngri það eftir. Þessi umskipti minna mig á, þeg- ar ég var í vegavinnu norður á Vatnsskarði á fimmta tugnum og fyrsta jarðýtan kom í veginn. Þá brá svo við að einn hinna gömlu og ötulustu vegavinnumannanna kast- aði skóflu sinni út í móa, hætti í veginum um haustið og gerðist dag- launamaður suðrí Hafnarfirði. En minning allra þeirra, er unnu dyggilega mikið starf við eldri og oft örðugri aðstæður, lifir áfram með þeim, er þekkja til hvors tveggja. Ég minnist starfa Guðbjargar Maríu Benediktsdóttur í Lands- bókasafni með miklum þökkum, um leið og ég votta fjölskyldu hennar innilega samúð. Finnbogi Guðmundsson. GUÐBJÖRG MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Ingvar BjarniBenjamínsson fæddist á Stóra- Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd 4. janúar 1927. Hann lést á heimili sínu 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Ingibjörg Hallgrímsdóttir og Benjamín Halldórs- son. Ingvar var næst- yngstur átta systk- ina. Eftirlifandi eru Ari, Magnús, Guðrún og Hallbjörn Pétur. Ingvar kvæntist 20. nóvember 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Ragnarsdóttur, f. 25. október 1934. Ingvar og Erla fluttu 1955 í Hlunnavog 12 og þar bjó hann, þar til hann andaðist. Foreldrar Erlu voru Ragnar Finnsson og Margrét Sveinsdóttir. Börn Ingv- ars og Erlu eru: 1) Margret, maki Gunnar Ragnarsson, börn þeirra eru Ingvar Rafn, Ragnar Örn og Eva Linda. 2) Ragnar Benjamín, maki Sigríður Karls- dóttir, börn þeirra eru Heiðar Karl, Þóra Björg og Sindri Pétur. 3) Snorri, sambýliskona hans er Danía Árnadóttir, börn hans eru Anna Katrín, Arna Borg og Snorri Páll. 4) Ír- is, maki Lárus Sig- urðsson, synir þeirra eru Árni Freyr og Bjarki, dóttir Írisar frá því áður er Erla og sonur Lárusar er Agnar Darri. Ingvar lærði úrsmíði hjá Sig- urði Tómassyni og í Iðnskólanum í Reykjavík. Sveinsprófi lauk hann 23. júlí 1948 og vann hjá Sigurði næstu tvö árin eftir það. Árin 1951–1971 var hann með úrsmíða- verslun og vinnustofu og frá 1971 rak hann vinnustofu, þar til hann lét af störfum á síðasta ári. Útför Ingvars fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku afi okkar. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst allt- af svo rosalega góður við okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Það er skrítið að hugsa um að við eigum aldrei eftir að fá að hitta þig aftur, leika með þér og stríða þér. Allar stundirnar sem við höfum átt með þér hafa verið yndislegar og engin okkar mun nokkurn tímann gleyma þeim. Þó að það sé óraun- verulegt að þú sért farinn, getum við hugsað um það að þér líði miklu betur núna, uppi hjá Guði. Það var svo gaman að fá að koma í heimsókn til þín og ömmu, okkur leið alltaf svo vel hjá ykkur, því við vorum alltaf velkomnar. Það var líka svo gaman að gista hjá ykkur. Þú kenndir okkur bæn sem við fór- um alltaf með fyrir svefninn. Elsku afi okkar, núna er komið að svefn- inum þínum langa og núna biðjum við fyrir þér: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Þínar afastelpur. Elsku afi. Við minnumst sérstaklega þess að þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa þegar eitthvað bjátaði á. Þú fórst með okkur í golf og sund fyrir austan og kenndir okkur að smíða. Þú leyfðir okkur að fá spýtur úr kofanum fyrir austan til þess að við gætum smíðað hvað sem við vildum. Sunnudaginn áður en þú lést buðuð þið amma okkur í mat og tókstu vel til matar þíns eins og svo oft áður. Þetta var í síðasta skipti sem við töluðum við þig. Fyrir nokkrum árum fórum við öll, þú og amma, börn, tengdabörn og barnabörn á æskuslóðir þínar að Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd, þar sem við skoðuðum tóft- ir torfbæjarins sem þú fæddist í og áttir heima í nokkur ár. Okkur fannst mjög merkilegt að þú skyld- ir hafa átt heima í torfbæ þegar þú varst lítill. Við komum ekki tölu á hve oft þú skiptir um rafhlöður í úrum okkar bræðra og lagaðir úrin þeg- ar þau lentu í þvottavélinni og þetta gerðirðu án þess að biðja um neitt í staðinn. Þetta sýnir best hve góður þú varst, afi. Við munum sakna þín ævilangt, þínir dóttursynir, Ingvar og Ragnar. Elsku afi. Nú ertu alveg farinn úr húsinu þínu. Nú er ekki lengur hægt að koma til þín á úra- og klukkuverkstæðið og sjá þig innan um allar klukkurnar. Stundum fengum við bræðurnir að vera í pössun hjá þér í vinnunni og alltaf var jafn gaman að fylgjast með þér vinna. Gler-augað á sínum stað, út- varpið í botni og klukkurnar tikk- andi hver í kapp við aðra. Þú varst aldrei aðgerðalaus áður en þú veiktist. Þú varst að vinna í bíl- skúrnum, laga sumarbústaðinn, gera við klukkur, mála fyrir ömmu, hjálpa pabba eða það sem hendi var næst. Því miður gastu ekki komist til að sjá okkur keppa í fót- bolta, þú varst orðinn svo mikið veikur. En við höldum að þú getir fylgst með okkur núna úr stúku- sæti hjá Guði. Ertu búinn að hitta litla kett- linginn okkar, sem við jörðuðum í sumar? Við vitum að þú passar hann vel. Við erum heppnir að njóta þeirra forréttinda að búa í húsinu þínu, sem þú byggðir og bjóst í sl. 46 ár með ömmu ,,lill“ og börn- unum þínum fjórum. Við ætlum að vera duglegir að vinna í garðinum og pabbi ætlar að verða bílskúra- kall ,,eins og tengdapabbi“. Við lofum að vera duglegir að heimsækja ömmu, sem var eins og hjúkrunarkona og hugsaði svo vel um þig síðustu dagana þína sem og aðra daga. Þið voruð alltaf svo góð við hvort annað. Rétt áður en þú fórst upp til Guðs, vorum við stundum að kíkja á þig, en þegar þú varst dáinn í rúminu þínu varstu bara eins og þú værir sofandi. Við vorum glaðir að sjá að þú varst brosandi og virt- ist svo feginn að vera kominn til Guðs, þú varst orðinn svo mikið veikur. Bless, bless, elsku afi, Árni Freyr og Bjarki. Við teljum okkur skilja ýmsa hluti en stöndum þó ávallt ráð- þrota þegar maðurinn með ljáinn heggur skarð í okkar vinahóp. Við skiljum ekki hvers vegna ljárinn þurfti að hitta þann sem fyrir varð. Aðeins trú og tími getur hjálpað. Í dag kveðjum við kæran vin okkar, Ingvar Benjamínsson. Í huga okk- ar er þökk fyrir öll árin sem við höfum átt með þeim hjónum Ingv- ari og Erlu, en bæði nöfnin koma fram þegar annað er nefnt, svo samtaka voru þau ætíð. Vinskapur okkar hefur staðið í hartnær 40 ár og margar minningar sem koma í hugann þegar horft er til baka. Ung bjuggum við öll í Hlunnavogi þar sem við kynntumst og urðum hópur sem stofnaði hjónaklúbb sem hefur starfað síðan. Ógleym- anlegar eru samverustundir í ferðalögum með fjölskyldunum innanlands og utan, þar sem sam- heldnin var einstök og einnig var INGVAR BENJAMÍNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.