Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞESSI ákvörðun kemur ákaflega illa viðokkur. Hér er lítil starfsmannavelta ogflestir starfsmenn eru með langanstarfsaldur, hafa starfað hér í áratugi. Þó svo að mönnum séu boðin störf inni á Akureyri er það hægara sagt en gjört að flytja sig um set frá eignum sínum. Húsnæði á Akureyri er mun dýrara en hér og ekki svo auðvelt að losna við eignir hér á Húsvík,“ sagði Hlífar Karlsson fram- leiðslustjóri hjá Norðurmjólk á Húsavík. Stjórn Norðurmjólkur ákvað á föstudag að hætta mjólkurvinnslu á Húsavík í áföngum á næsta ári og er stefnt að því að allri vinnslu þar verði hætt 1. ágúst á næsta ári. Norðurmjólk er að 68% hlut í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og 32% í eigu bænda í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu, en félagið var stofnað í lok síðasta árs. Öll mjólkur- vinnsla félagsins mun í framtíðinni fara fram í mjólkursamlaginu á Akureyri. Við framleiðsluna á Húsavík hafa starfað 13 manns að undanförnu og hefur þeim verið boðinn forgangur að störfum í starfsstöð félagsins á Akureyri. Gert er ráð fyrir að með því að flytja alla vinnslu frá Húsavík til Akureyrar megi lækka rekstrarkostnað Norður- mjólkur um 35–40 milljónir króna á ári. Áætlað er að mjólkurframleiðslan á félagssvæði Norður- mjólkur verði 26,5 milljónir lítra á þessu ári, þar af eru um 6,4 milljónir lítra á svæði samlagsins á Húsavík. Af þeim eru um 2,4 milljónir lítra fluttar til vinnslu á Akureyri, þannig að samlagið á Húsa- vík vinnur úr 4 milljónum lítra. Upphaf að hagræðingarhrinu í mjólkuriðnaði Hlífar sagði að vissulega hefðu menn getað átt von á þessu, „en ekki svona fljótt“. Hann taldi ekki ólíklegt að þessi ákvörðun markaði upphafið að hagræðingarhrinu í mjólkuriðnaði og fækkun mjólkurbúa í landinu. Engin teikn væru á lofti um að mjólkurframleiðsla myndi aukast á svæðinu, þvert á móti hefði hún minnkað og bændum fækk- að. Hann sagði að við samruna samlaganna á Ak- ureyri og Húsavík hefði síðarnefnda samlagið misst um 30–40% af hráefni sínu til Akureyrar og ekkert hefði komið í staðinn, þrátt fyrir að rætt hefði verið um að koma upp verkaskiptingu milli samlaganna. „Þau verkefni sem átti að flytja hingað skiluðu sér aldrei,“ sagði hann, en meðal annars hefði verið rætt um að samlagið á Húsavík sæi um kotasælugerð og væri í sérostum. Hann sagði augljóst að þegar svo væri gengi einingin ekki upp. Húsvíkingar svekktir Jón Ingi Guðmundsson hefur starfaði hjá sam- laginu á Húsavík í 20 ár, þar af sem verkstjóri í 11 ár. Hann sagðist hafa átt von á að starfsstöðinni á Húsavík yrði lokað, en taldi að það yrði ekki gert fyrr en að nokkrum árum liðnum, eftir 4–5 ár. „Við áttum alls ekki von á þessu núna, en auðvitað vissi maður að hagræðing yrði í greininni,“ sagði hann. Jón Ingi sagði að Húsvíkingar hefðu talið að um rekstrarhæfa einingu væri að ræða ef þeirri sérhæfingu sem um var rætt hefði verið komið á. „Við erum vitanlega svekkt yfir þessari niðurstöðu og maður finnur fyrir því að hinir al- mennu bæjarbúar eru reiðir,“ sagði Jón Ingi. Þvert á fyrri yfirlýsingar Aðalsteinn Gíslason trúnaðarmaður verkafólks hjá Norðurmjólk á Húsavík sagði að menn væru ekki sáttir við þessa ákvörðun stjórnar félagsins. „Maður er auðvitað voðalega svekktur og fólk varð hálfhvumsa þegar þessi ákvörðun var til- kynnt fyrir helgi. Okkur finnst þetta ganga þvert á fyrri yfirlýsingar um að byggja ætti hér upp. Það hafa staðið yfir ýmsar breytingar í húsnæð- inu m.a. út af kotasælunni, en svo verður ekki neitt úr neinu,“ sagði Aðalsteinn, en hann sagði fólk enn að jafna sig á tíðindunum og fæstir hefðu því tekið ákvarðanir um framtíðina. Reiðarslag því styrkja átti framleiðsluna á Húsavík Bjarni Björgvinsson hefur ekið mjólkurbíl í S- Þingeyjarsýslu í 34 ár, en honum var sagt upp störfum síðast liðið vor og hættir í lok þessa mán- aðar. „Þessi ákvörðun um að loka á Húsavík kom eins og reiðarslag og hún er þvert ofan í þær yf- irlýsingar sem gefnar voru þegar samlögin voru sameinuð. Þá var talað um að styrkja framleiðsl- una á Húsavík, en nú er annað upp á teningnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði að vissulega væri hon- um eftirsjá að starfi sínu eftir svo langan tíma, en honum hefur verið boðin vinna á Akureyri og mun taka því boði. Hann býr á Tjarnarborg í Ljósavatnsskarði og mun sækja vinnu sína það- an. „Maður lætur sig hafa það að keyra 100 kíló- metra á dag í vinnuna.“ Mátturinn dreginn úr starfsstöðinni eftir sameininguna Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík sagði þessa ákvörðun um lokun stöðvarinnar í sjálfu sér ekki hafa komið á óvart. „Menn voru búnir að sjá þetta fyrir, fljótlega eftir sameiningu samlaganna var farið að draga máttinn úr starfs- stöðinni hér. Þær aðgerðir sem gripið var til voru ekki til þess fallnar að gera reksturinn hér betri, heldur þvert á móti,“ sagði bæjarstjóri. Þær breytingar sem urðu á vordögum 1999, þegar rekstur Kaupfélags Þingeyinga komst í þrot og Kaupfélag Eyfirðinga tók við rekstrinum, voru að starfsemi kaupfélagsins á Húsavík var í formi útibús frá KEA. Áður höfðu miklar breytingar orðið í verslunarrekstri og starfsfólki í þeirri grein hefði fækkað á Húsavík. Nú væri komið að mjólkursamlaginu og vissulega veltu menn því fyrir sér hvort kjötvinnsla Norðlenska yrði næst. Þegar væri búið að loka afgreiðslu þess á Húsa- vík og heimamenn gætu ekki lengur keypt þar kjöt eins og áður. „Það var talað um að auka um- svif Norðlenska hér á Húsavík, en nú er búið að loka afgeiðslunni sem sýnir að stjórnendur fyrir- tækisins reyna ekki mikið til að vera í takt við umhverfið hér,“ sagði Reinhard. Slæmt að missa forræði atvinnufyrirtækjanna Hann vonaði að full einlægni væri á bak við þau fyrirheit að koma til liðs við heimamenn í að byggja upp arðbæra atvinnustarfsemi í fasteign fyrirtækisins, en það er um 1.500–1.800 fermetr- ar að stærð. Reinhard sagði það slæmt þegar heimamenn misstu forræði yfir atvinnufyrirtækj- um sínum út úr byggðarlaginu og áhrif þess hefðu menn séð hvað varðar verslunarrekstur og mjólkurframleiðslu á Húsavík. Þá væri Fiskiðju- samlag Húsavíkur, FH, einnig í meirihlutaeigu félaga utan bæjarins. „Við þetta verða tengslin við heimamenn önnur og þeir finna óþægilega fyrir því þegar hagræða þarf í rekstri.“ Þó svo að lokun starfsstöðvarinnar á Húsavík vofði yfir á næstu mánuðum sagði Reinhard at- vinnumál á Húsavík hafa verið í ágætu lagi síð- ustu misseri og margt nýtt væri í deiglunni á Húsvíkingar sárir vegna yfirvofandi lo Þvert á fyrri yfirlýsingar um uppbyggingu samlagsins Húsvíkingar horfa fram á að mjólkursamlaginu í bænum verði lokað á næsta ári og vinnslan flutt til Akureyrar, en mjólkurvinnsla hefur verið í bænum frá árinu 1947. Þeir sjá á eftir störfunum sem við það tapast, en Margrét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson komust að því að Húsvíkingar eru þrátt fyrir allt bjartsýnir á framtíðina og atvinnuástand þar er gott. TÍMABÆR LÆKKUN SKATTA Stjórnarflokkarnir hafa komiðsér saman um viðamiklarbreytingar í skattamálum. Þessar breytingar varða fyrst og fremst fyrirtæki, en snerta einnig einstaklinga að verulegu leyti. Breytingarnar voru kynntar á blaða- mannafundi í fyrradag og er gert ráð fyrir að þær taki gildi um áramót. Um nokkurra mánaða skeið hafa fjármálaráðherra og forsætisráð- herra sagt að gerðar yrðu breyting- ar á skattalögum um áramót og er nú komið í ljós í hverju þær verða fólgn- ar. Ber þar fyrst að telja að tekju- skattar fyrirtækja verða lækkaðir úr 30 af hundraði í 18 af hundraði. Einnig verða eignarskattar einstak- linga lækkaðir úr 1,2 af hundraði í 0,6 af hundraði miðað við árslok 2002 og um leið verður afnuminn hinn sérstaki eignarskattur fyrirtækja og einstaklinga, sem settur var á tíma- bundið á sínum tíma til að fjármagna byggingu Þjóðarbókhlöðunnar. Um áramótin verður skattlagning húsa- leigubóta afnumin. Svokölluð frí- tekjumörk í sérstökum tekjuskatti einstaklinga, sem gengið hefur und- ir nafninu hátekjuskatturinn, verða hækkuð um 15 af hundraði vegna tekna á þessu ári. Þá er gripið til sérstakra aðgerða til að koma í veg fyrir að hækkun fasteignamats verði til þess að fasteignaskattar hækki á næsta ári með því að hækka fríeign- armörk í eignarskatti og sérstökum eignarskatti um 20 af hundraði. Þá verður komið til móts við fyrirtæki með því að heimila að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt frá áramótum og afnema verðbólgu- reikningsskil, en á móti verður tryggingagjald, sem leggst á launa- greiðslur atvinnurekenda, hækkað um 0,77 af hundraði frá þar næstu áramótum. 1. janúar 2003 mun stimpilgjald einnig lækka bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, en stimpilgjaldið hefur um langt skeið verið mörgum þyrnir í augum. Þá verður lögfest um áramót lækkun tekjuskatts einstaklinga um 0,33 af hundraði, en hún hafði áður verið ákveðin. Komið hefur fram að gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við þessar skattalækkanir er talinn verða um 7,5 milljarðar. Hins vegar er gert ráð fyrir því að á móti muni tekjur ríkissjóðs aukast vegna meiri veltu og aukinna umsvifa þannig að tekju- tap ríkissjóðs verði um 3,5 milljarð- ar. Spáði Geir H. Haarde fjármála- ráðherra því að jafnvel yrði um tekjuauka að ræða fyrir ríkissjóð vegna þessara breytinga þegar fram í sækti. Þessar aðgerðir eru fyrir margra hluta sakir tímabærar. Benda má á að tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa verið að aukast undanfarinn áratug og mest síðustu fimm árin. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja munu nú ekki geta kvartað undan því að þeir búi við lakari samkeppnisstöðu en er- lendir keppinautar vegna ríflegrar skattheimtu ríkissjóðs. En þessar breytingar koma sér ekki aðeins vel fyrir fyrirtæki í erlendri samkeppni, heldur öll fyrirtæki í landinu, og það er kannski ekki síst brýnt að grípa til þessara aðgerða nú þegar farið er að gæta samdráttar í þjóðfélaginu. Ótímabært er að segja hvaða áhrif þessar breytingar munu hafa, en ætla má að samdrátturinn í við- skiptalífinu muni ekki bitna jafn hastarlega á fyrirtækjum og starfs- mönnum þeirra, eins og ella hefði orðið. Þá gæti breytt skattaum- hverfi einnig reynst hafa aðdrátt- arafl fyrir erlend fyrirtæki þar sem skattur á fyrirtækjum verður með því lægsta, sem gerist í Evrópu. Einnig er full ástæða til að fagna þeim aðgerðum, sem miða að því að lækka skattbyrði einstaklinga. Há- tekjuskatturinn er hættur að eiga það heiti skilið. Viðmið hans hefur verið það sama þótt veruleg hækkun hafi orðið á launum í landinu og nú er því svo komið að ekki þarf nema meðaltekjur til að greiða þurfi há- tekjuskatt. Ríkisstjórnin er því að stíga hárrétt skref með þessari breytingu. Sama má segja um húsa- leigubæturnar. Hins vegar má ekki horfa framhjá því að þessar breyt- ingar ná ekki til allra einstaklinga. Skattbyrði þeirra, sem lægst hafa launin, hefur þyngst á undanförnum árum og nægir þar að nefna að skatt- leysismörk hafa ekki fylgt launa- og verðbólguþróun. Í fyrirhuguðum skattabreytingum er ekkert tillit tekið til þessa, þótt reiknað hafi ver- ið út að hefði þeirri þróun verið fylgt væru mörkin nú mun hærri en reyndin sýnir. Sama má segja um húsaleigubæturnar. Þessi breyting hefur engin áhrif til bóta á kjör þeirra, sem fyrir hafa það lágar tekjur að húsaleigubætur þeirra voru ekki skattlagðar. Þá ber þess að gæta að ríkisstjórnin hefur tekið fram að hér sé ekki um endanlegar breytingar að ræða og er þar með gefið til kynna að um frekari breyt- ingar í skattamálum gæti orðið að ræða. Þessum fyrirhuguðu skattalækk- unum fylgir að auki sá kostur að ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir þær með því að skerða þjónustu. Ýmis ríki hafa gripið til þess ráðs að gera skattaumhverfi fyrirtækja þannig úr garði að þar sé eftirsókn- arvert að vera. Þessar aðgerðir eru í takt við þær breytingar, sem fylgja breyttri heimsmynd á tímum hnatt- væðingar, og þær eru kannski ekki síst tímabærar vegna þess að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september virðast ætla að leiða til þess að samdrátturinn í heiminum verði meiri en ella. Það væri vissu- lega ofsagt að halda fram að með þessum breytingum einum væri ver- ið að tryggja að Ísland sitji ekki eftir í þeim hræringum. Þar þarf meira til. En þær sýna í verki vilja til að skapa hér umhverfi og forsendur til að halda í við umheiminn og freista þess að halda forskotinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.