Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mikið úrval af vandaðri haust- og vetrarvöru svo sem tveed dragtir, köflóttar dragtir, peysur, blússur, stök pils og buxur. kvenfataverslun - Skólavörðustíg 14. Vandaðu valið 15% afsláttur föstudag og laugardag við Laugaveginn, sími 561 4465. Villtar & Vandlátar  Verslunin fagnar 50 ára afmæli Margar vörur með 50% afslætti föstudag og langan laugardag Töskur - Hanskar - Seðlaveski - Slæður - Treflar - Regnhlífar Meyjaskemman Laugavegi 12a - sími 551 4739 Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA Hálskremið hálskremið Lífrænar jurtasnyrtivörur Tilboðsdögum lýkur Auk þess 10% afsláttur af frottélökum og öllum bómullarsatínrúmfatnaði. Njálsgötu 86 - sími 552 0978 FJÖLGUN heimilislækna í Kópa- vogi hefur að sögn Harðar Björns- sonar, formanns læknaráðs heilsu- gæslustöðva Kópavogs, ekki haldist í hendur við þá fólksfjölgun sem orðið hefur í bæjarfélaginu síðustu árin. Íbúar Kópavogs eru nú um 24 þús- und og miðað við gildandi viðmið um 1.500 sjúklinga á hvern heimilis- lækni ættu 16 læknar að starfa við heilsugæsluna. Í bréfi frá Herði til stjórnar Heilsugæslu Kópavogs kemur hins vegar fram að stöðugildi í dag eru aðeins 11 og þar af hafa 10 stöður verið setnar síðasta árið. Tveir þessara tíu lækna eru nú í langtímaleyfi en einungis hefur fengist skammtímaafleysing fyrir þá. Einnar til tveggja vikna bið Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag hefur heilsugæslustöðin í Mjódd sagt upp sjúklingum sem ekki hafa lögheimili í Reykjavík en hafa haft þar heilsu- gæslulækni. Um er að ræða rúmlega 900 Kópavogsbúa og um 300 manns úr öðrum sveitarfélögum. Er þetta gert sakir manneklu og álags á heilsugæslustöðinni. Hörður segir nú þegar vera einnar til tveggja vikna bið eftir tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum bæjarins en til þess að anna eftir- spurn er að mati læknaráðs Heilsu- gæslustöðva Kópavogs brýnt að fá fleiri heimilislækna til starfa og hús- næði fyrir þá. Í bréfi læknaráðs til stjórnar Heilsugæslu Kópavogs er meðal annars skrifað: „Endurnýjun í stétt heimilislækna er lítil og heimilis- læknar hverfa til annarra starfa, ástæður fyrir því eru eflaust margar en þær sem sterkast vega eru eflaust krefjandi starf og langvarandi óánægja með úrskurð kjaranefndar um starfsaðstöðu og launakjör miðað við aðrar sérgreinar læknisfræðinn- ar. Ef heilbrigðisyfirvöld vilja í raun að heilsugæslan standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar er góð mönnun nauðsynleg. Brýnt er að þau kanni ástæður fyrir hvarfi úr stéttinni og lélegri endurnýjun og bæti úr því hið fyrsta, áður en í frekara óefni er komið.“ Afrit bréfsins var sent til heil- brigðisráðherra. Brýnt að fá fleiri heimilis- lækna til starfa Kópavogur HF. OFNASMIÐJAN hefur slegið á frest um óákveðinn tíma fyrirhuguð- um byggingarframkvæmdum á lóð- inni Flatahrauni 13. Í bréfi frá Ofnasmiðjunni til skipu- lagsdeildar Hafnarfjarðar kemur fram að dráttur sá sem verið hefur á afgreiðslu málsins og byggingarleyf- isumsókn hefur valdið því að ekki reyndist grundvöllur fyrir fram- kvæmdum að sinni. „Þetta hefur haft í för með sér frestun og breytingar á áætlunum og margvíslegt fjárhags- legt tap,“ segir í bréfinu. Þar segir að af þessum ástæðum hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ákveðið að falla frá óskum um breyt- ingu á deiliskipulagi sem kynnt hafði verið. Í stað þess muni Ofnasmiðjan leggja fram nýja tillögu um skipulag innan lóðarinnar, sem óskað verði eftir að tekið verði inn í deiliskipulag fyrir svæði sunnan Fjarðarhrauns. Í þeim tillögum verði tekið mið af þeim hugmyndum um nýtingarhlut- fall lóðarinnar sem áður hafa komið fram. Mál Ofnasmiðjunnar var tekið fyr- ir á fundi skipulags- og umferðar- nefndar Hafnarfjarðar í vikunni þar sem lagt var til að bæjarstjórn Hafn- arfjarðar samþykkti að falla frá breytingu á deiliskipulagi vegna lóð- arinnar í Flatahrauni 13. Tillögunni var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn á fundi bæjarráðs í gær. Fram- kvæmd- unum frestað Hafnarfjörður ÞAÐ er eins gott að vera ekki loft- hræddur þegar maður sinnir starfi á borð við gluggaþvott á Radisson SAS Hótel Sögu. Þessi hugprúði náungi virðist að minnsta kosti ekki eiga í neinum vandræðum með að hanga í lausu lofti á snúru á meðan hann fer hreinsandi höndum um hvern gluggann á fæt- ur öðrum. Líklega er eins gott að húsfeður og -mæður taki þetta vinnulag ekki til fyrirmyndar við þrif á gluggum heimavið heldur láti gömlu aðferðina, þar sem gluggasköfu er stungið út um glugga innanfrá, duga. Morgunblaðið/Ásdís Þvottur á snúru Vesturbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.