Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. DAGVINNULAUN opinberra starfsmanna ríkis og Reykjavíkur- borgar hækkuðu að meðaltali um tæp 10,5% á fyrri hluta þessa árs samkvæmt niðurstöðum Kjararann- sóknanefndar opinberra starfs- manna (KOS). Á sama tímabili hækkuðu heildarlaun opinberra starfsmanna um 6,67%. Meðaldagvinnulaun rúmlega 18 þúsund starfsmanna ríkis og Reykjavíkurborgar voru 174.305 kr. á öðrum ársfjórðungi í ár, en voru á fjórða fjórðungi síðasta árs 157.759 kr., að því er fram kemur í nýju fréttabréfi KOS, en þess ber að geta að hér er ekki um launaúrtak að ræða heldur eru upplýsingarnar fengnar úr launavinnslukerfi ríkis- ins og Reykjavíkurborgar og eru því tæmandi. Á sama tímabili hækk- uðu heildarlaun opinberra starfs- manna að meðaltali úr 236.126 kr. á fjórða fjórðungi síðasta árs í 251.870 kr. á öðrum fjórðungi í ár. Samkvæmt fréttabréfinu hefur kaupmáttur dagvinnulauna opin- berra starfsmanna aukist mjög mik- ið á síðustu fjórum árum eða um rúmlega 40%. Kaupmáttur heildar- launa hefur einnig vaxið mikið en þó minna en dagvinnulaunanna eða um tæp 35%. Ef eingöngu er litið til krónutöluhækkana á þessu tímabili nema þær tæpum 68% á dagvinnu- laununum og tæpum 53% á heild- arlaununum. Nærri lætur að vísitala neysluverðs hafi hækkað um tæp 17% á ofangreindu tímabili. Laun einstakra starfsstétta opin- berra starfsmanna eru mjög mis- munandi eins og að líkum lætur. Svo dæmi séu tekin af mánaðar- launum í maímánuði síðastliðnum (hlutur dagvinnulauna innan sviga) þá voru heildarlaun í Félagi flug- málastarfsmanna að meðaltali 265.794 kr. (143.721 kr.), heildar- laun lögreglumanna voru 280.125 kr. (141.779 kr.), sjúkraliða 183.663 kr. (115.473 kr.), í Félagi íslenskra náttúrufræðinga 256.630 kr. (205.797 kr.), hjúkrunarfræðinga 270.230 kr. (174.139 kr.), flugum- ferðarstjóra 532.873 kr. (275.487 kr.), sjúkrahúslækna 485.139 kr. (299.071 kr.), í Félagi háskólakenn- ara 271.862 kr. (214.103 kr.), í Starfsmannafélagi ríkisstofnana 194.053 kr. (133.262 kr.), leikskóla- kennara hjá Reykjavíkurborg 192.304 kr. (160.052 kr.) o.s.frv. Dagvinnulaun hækkuðu um 10,5% hjá því opinbera /445 /446 /447 /448 /444 2333 93/                  1 :  /443;/33 /73 /63 /53 /<3 /=3 /23 //3 /33 43 % 0 >( 1 (  0?   @0 %& (/446 Norðurmjólk lokað á Húsavík á næsta ári Áfall þegar 13 starfs- menn missa vinnuna STARFSSTÖÐ Norðurmjólkur á Húsavík verður lokað á næsta ári og öll vinnsla flutt yfir í samlagið á Ak- ureyri en samlögin tvö voru samein- uð undir nafni Norðurmjólkur í lok síðasta árs. Húsvíkingar eru sárir vegna þessarar ákvörðunar stjórnar Norðurmjólkur en þar starfa nú 13 manns. Með þessari ráðstöfun áætl- ar Norðurmjólk að spara allt að 40 milljónir króna í rekstrarkostnað. Húsvíkingar telja að þessi ákvörð- un gangi þvert á fyrri yfirlýsingar um að styrkja hefði átt starfsstöðina með nýjum verkefnum. Þess í stað hafi mátturinn frá upphafi verið dreginn úr samlaginu á Húsavík. Þá óttast menn að hið sama geti orðið varðandi kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík, en það félag varð til við samruna kjötiðnaðarstöðvar KEA og Kjötiðju KÞ. Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að frá því Kaupfélag Eyfirðinga tók við rekstri KÞ fyrir einu og hálfu ári hafi störfum fækkað um 50 til 60, einkum í verslun og skrifstofustörfum.  Þvert á/34 Útivistarsvæði verðminna en byggingarland GRÍÐARLEGUR munur er á verð- hugmyndum seljenda og kaupenda svokallaðs Hraunsholtslands í Garðabæ en eigendur landsins vilja að sveitarfélagið taki til sín landið og gjaldi fyrir eins og um eign- arnám væri að ræða. Bæjarstjóri segir hins vegar að tilboð það, sem bærinn gerði í landið en landeig- endur höfnuðu, taki mið af síðasta eignarnámi sem gert var í bænum en það var árið 1989. Um er að ræða rúmlega 20 hekt- ara land við bæjarmörk Hafnar- fjarðar og Garðabæjar og hljóðaði sölutilboð landeigenda upp á 13,9 millj. á hvern hektara eða alls 278 millj. en kauptilboð bæjarins var 69 millj. fyrir landið allt. Landið er að stórum hluta hraun og skipulagt sem útivistarsvæði og segir bæjarstjóri það hafa haft áhrif á tilboð bæjarins. Því hafi ekki verið boðið jafn hátt verð og ef landið væri allt skipulagt sem bygg- ingarsvæði.  Verðhugmyndir/14 ♦ ♦ ♦ HÁTT á annað hundrað manns mætti í gær á borgarafund á Patreksfirði sem boðað var til í kjölfar skemmd- arverka og drykkjuláta sem hópur ungra manna stóð fyrir í bænum um liðna helgi. Fundarmenn samþykktu ályktun þar sem því var beint til bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sýslu- mannsins á Patreksfirði og Grunn- skóla Vesturbyggðar að hafa for- göngu um stofnun starfshóps um forvarnir í sveitarfélaginu. Jafnframt skoraði fundurinn á dómsmálaráð- herra að beita sér fyrir því að aukið fé verði veitt til sýslumannsembættisins þannig að starfandi lögreglumönnum verði gert kleift að sinna þeim skyld- um sem á þá eru lagðar í starfi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins voru það um fimmtán menn á aldrinum 18–25 ára sem stóðu fyrir skemmdarverkum í bænum um síð- ustu helgi. Þeir skemmdu m.a. nokk- ur umferðarskilti, brutu rúður í bíl og létu ófriðlega. Á fundarmönnum mátti heyra að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem umræddur hópur hefði verið til vandræða í bænum. Atburðir liðinnar helgar hefðu hins vegar fyllt mælinn. Jón B.G. Jónsson bæjarfulltrúi sagðist ekki muna eftir jafn fjölmenn- um borgarafundi á Patreksfirði. Í þessari góðu fundarsókn fælust skýr skilaboð. „Við sættum okkur ekki við að fámennur hópur komi slíku óorði á okkar samfélag,“ sagði Jón. Flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum lögðu áherslu á að efla þyrfti forvarnir í bæjarfélaginu og foreldrar yrðu að framfylgja reglum um útivistartíma barna og unglinga. Virðingarleysi gagnvart samborgur- um, eigum annarra og gagnvart lög- reglunni var talsvert rætt. Einn þeirra sem tóku til máls á fundinum sagði að lögreglan treysti sér jafnvel ekki til að handtaka menn sem hefðu gerst brotlegir við lögin og bæru lög- reglumenn því við að þeir væru of fá- liðaðir. Þórólfur Halldórsson, sýslu- maður á Patreksfirði, benti á að hjá embættinu væru þrír lögreglumenn en þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hefði ekki tekist að ráða í fjórðu stöð- una. Hann sagðist ekki ætlast til þess af lögreglumönnum að þeir færu inn í hóp 15–20 ölvaðra ungra manna. Þess væru alltof mörg dæmi að menn hefðu slasast í slíkum viðureignum. Haukur Már Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sagði atburði liðinnar helgar hafa farið alltof hátt og alltof hratt um landið en þeir gæfu alls ekki rétta mynd af samfélaginu. Hann spurði hvort slík vandamál kynnu að hafa komið upp í kyrrþey annars staðar án þess að allir fjölmiðlar landsins fylgdust með. Á Hornafirði, Selfossi og í Grafarvogi hefði sam- félagið átt við svipuð vandamál að stríða og þar hefði verið tekið á mál- um með árangursríkum hætti. Hið sama yrði að gerast á Patreksfirði. „Við getum snúið neikvæðri umræðu upp í jákvæða þróun.“ Fjölmennur borgarafundur á Patreksfirði vill forvarnir og eflda löggæslu Fámennur hópur má ekki koma óorði á samfélagið Morgunblaðið/RAX Gunnar Bjarnason var einn þeirra sem tóku til máls á fjölmennum borgarafundi á Patreksfirði í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.