Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 31 ERU SÆGREIFAR ger- sneyddir menningar- áhuga? spyr Erna Indr- iðadóttir fréttamaður í fyrirlestri sínum: „Einka- rekin menning – mögu- leikar eða draumórar?“ sem fluttur verður í Iðnó á morgun kl. 11.30. ReykjavíkurAkademían stendur í vetur fyrir svo- kölluðum „brönsfundum“ sem haldnir verða fyrsta laugardag hvers mánaðar í Iðnó. Fundirnir eru haldnir í samvinnu við rekstr- araðila Iðnó, Miðborgarstjórn í Reykjavík, vefritið Kistuna og ým- is fræðafélög í landinu. Fundirnir standa frá kl. 11:30 til 13:00 og verða þrí- skiptir. Fyrsti hálftíminn fer í að snæða léttan máls- verð af hlaðborði. Það mun kosta 1.200 kr. fyrir mann- inn. Þá tekur við fyrirlestur sem ætlað er að taki 30 mínútur. Eftir hann gefst áheyrendum kostur á að koma með fyrirspurnir og taka þátt í samræðum síðasta hálf- tímann. Erna Indriðadóttir hefur nýlokið mastersnámi í stjórnsýslufræðum (Public affairs) við University of Washington í Seattle í Bandaríkj- unum þar sem hún kynnti sér með- al annars rekstur félagasamtaka og menningarstofnana. Hún mun velta fyrir sér hvort fleiri en hið op- inbera geti rekið menningarstofn- anir hér á landi og fjalla um sam- vinnu menningarstofnana og atvinnufyrirtækja. Þá mun hún spá í hvort arður af „sameign þjóð- arinnar“ – auðlindum hafsins – skili sér til menningarlífsins á ein- hvern hátt. Fundarstjóri er Soffía Auður Birgisdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAka- demíunni. Fyrirlestur um einka- rekna menningu Erna Indriðadóttir BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur kemur fram á þrennum tónleikum á Norðurlandi um helgina. Gestur hans verður Philip Jenkins, píanó- leikari. Þeir félagar leika fyrst á Húsavík á laugardag kl. 16 og á Dal- vík kl. 15 á sunnudag og í Lauga- borg í Eyjafirði kl. 20 sama dag. Á efnisskránni verður meistara- kvintett Mozarts fyrir píanó og fjóra blásara K.452, sextett franska tónskáldsins Poulencs, „Þrjár ís- lenskar myndir“ eftir Tryggva M. Baldvinsson og rapp Atla Heimis Sveinssonar. Blásarakvintettinn heldur um þessar mundir upp á 20 ára starfs- afmæli sitt. Þeir félagar hafa ferðast um víða veröld og leikið í mörgum helstu tónleikahúsum heims og hlotið margháttaða við- urkenningu fyrir leik sinn. Framundan eru tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, tón- leikaferð til Japans og síðar til Kína. Philip Jenkins var um árabil starfandi kennari og píanóleikari á Akureyri og hefur leikið með mörg- um íslenskum einleikurum. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir leik sinn, m.a. í Englandi og Belgíu, og veitir nú píanódeildinni við Kon- unglega Tónlistarháskólann í Glas- gow forstöðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blásarakvintett Reykjavíkur stefnir skónum norður í land um helgina. Blásarakvintett Reykjavíkur á Norðurlandi Regnboginn, Laugarásbíó og Borg- arbíó Akureyri frumsýna Jay and Silent Bob Strike Back, með Jason Mewes, Kevin Smith og Ben Affleck. HANDRITSHÖFUNDURINN, leikstjórinn, æringinn og hneyksl- unarhellan Kevin Smith er maður- inn á bak við lokakaflann í 5 mynda bálk sem hann nefnir New As- kewniverse. Hófst með Mallrats, síðan komu Clerks, Chasing Amy og Dogma. Kvintettinn saman- stendur af gjörólíkum gamanmynd- um (sem allar hafa staðið okkur til boða). Dvergrisinn Miramax stend- ur að baki verkanna, en í nýjasta innlegginu, Jay and Silent Bob Strike Back, komast titilpersónurn- ar góðkunnu að því að Miramax er að hefja tökur á Bluntman and Chronic og ákveða að ferðast yfir þver og endilöng Bandaríkin til að hindra að hún komist á laggirnar. Ástæðan sú að þeir óttast að mynd- in, sem byggð er á lífi félaganna, rústi orðspori þeirra (!!!). Á leiðinni komast þeir í kynni við fjórar glæsipíur, órangútanapa á flótta, o.s.frv. Þriðji og fjórði þáttur bálksins, Chasing Amy og Dogma, voru á rómantísku nótunum, en að þessu sinni mun Smith kominn aftur til síns meinfyndna, óhefðbundna upp- runa. Auk þeirra Jason Mewes og Kev- in Smith, sem fara með hlutverk tví- menninganna, kemur hópur kunnra leikara við sögu; Ben Affleck, Chris Rock, Carrie Fisher, Judd Nelson, Matt Damon og hrollvekjumeistar- inn Wes Craven heiðra Smith með nærveru sinni. Er þá sjálfsagt að þakka þeim Smith og Mewes þátt- tökuna í Scream 3. Kevin Smith þykir einn frumleg- asti og sérstæðasti kvikmyndagerð- armaður Bandaríkjanna í dag. Við kynntumst handbragðinu fyrst í Clerks, sem sýnd var á kvik- myndahátíð 1995. Síðan hefur hvert verkið öðru persónulegra og óút- reiknanlegra, litið dagsins ljós. Leikarar: Kevin Smith (Clerks, Chasing Amy, Mallrats, Dogma), Jason Mewes (Clerks, Chasing Amy, Mallrats, Dogma). Leikstjórn og handrit: Kevin Smith (Clerks, Chasing Amy, Mallrats, Dogma). Jay og fámáli Bob svara fyrir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.