Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 41 Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar bíla á staðinn - mikil sala - innisalur Toyota Landcr 90 gx Nýsk. 3/97, ekinn 90 þ., sjálfsk., grár. Verð 2.650.000. Ath skipti. Toyota Yaris Terra Nýsk. 11/99, ekinn 15 þ., 5 g., gullsans. Verð 920.000, lán 505.000. Subaro Forester Nýsk. 11/97, ekinn 58 þ., grænn, 5 g. Verð 1.490.000. Daewoo Musso 602el disel 33“dekk, 10/96, ekinn 82 þ., 5 g., v-rauður. Verð 1.590.000, lán 730.000. Ath. skipti. Land Rover Discovery Series II tdi Nýsk. 3/00, ekinn 28 þ., sjálsk., álf. o.fl. Verð 3.250.000. Ath skipti. Nissan Patrol se + disel Nýsk. 10/00, ekinn 15 þ., gullsans, sjálfsk., leður, lúga, 33“ dekk o.fl. Verð 4.750.000. Ath skipti. MMC Pajero gls v6 Nýsk. 6/99, ekinn 29 þ., gull- sans, sjálfsk., leður, lúga, 33“ dekk. Verð 3.300.000, lán 800 þ. MMC Pajero sport disel Nýsk. 10/00, ekinn 30 þ., v- rauður, 5 g., leður, lúga. Verð 2.950.000. Ath skipti. Nissan Patrol se disel Nýsk. 7/99, ekinn 47 þ., hvít- ur, 5 g., 7 manna, álfelgur. Verð 2.980.000, lán 1.500.000. Ath skipti. Isusu Tooper disel Nýsk. 11/00, ekinn 22 þ., hvítur, sjáfsk., álf., bogar, film, geis. o.fl. Verð 3.790.000, lán 2.450.000. Ath. skipti. KLÁMIÐNAÐUR virðist vera að festast í sessi á Íslandi. Við höfum á undanförnum árum séð ótrúlegan fjölda klámbúlla spretta upp í höfuð- borginni og víða út um land. Mér skilst að hópur klámsýn- ingamanna sé meðal þeirra fjölmennustu sem hér fá tímabund- in atvinnuleyfi. Þetta höfum við lát- ið yfir okkur ganga í nafni frelsis og marg- ir virðast vera farnir að líta á fyrirbærið sem eðlilegan þátt þjóðlífsins. Þeir sem ekki hafa verið hrifnir af fyr- irbærinu hafa flestir heykst á að mótmæla af ótta við að vera stimplaðir andstæðingar frelsisins. Það hefur verið aumkunarvert að fylgjast með tilburðum stjórn- málamanna og sveitarstjórnar- manna sem hafa verið að reyna að andæfa gegn klámvæðingunni. Viðbrögð þeirra hafa einkennst af fálmi og poti og vanmáttugum þæfingi sem engum árangri skilar. Breytingar sem gerðar voru á lögunum um atvinnu- réttindi útlendinga eru dæmi um þetta. Tilraunir sveitar- stjórnarmanna til að stöðva fjölgun klám- búlla eða flækjast fyr- ir við útgáfu veitinga- leyfa eru önnur dæmi. Nýjasta og kúnstug- asta dæmið og sem örugglega verður enn eitt klúðrið eru ný- birtar tillögur starfs- hóps borgarstjóra og lögreglustjórans í Reykjavík um bann við svokölluðum einkadansi og fjar- lægðarmælingar á milli klámsýn- ingarmanna og klámneytenda. Það er löngu tímabært að við rífum okkur uppúr þessu rugli áð- ur en fyrirbærið eitrar enn frekar hugarfar okkar og samfélag og bönnum einfaldlega klámsýningar og klámbúllurekstur. Það er verk- efni sem ekki ætti að vefjast fyrir lagasmiðum að skilgreina mörk listrænna viðburða eða nektar í tengslum við listsýningar annars vegar og klámsýninga hins vegar. Klámbúllurnar fóstra glæpi og spillingu. Klámsýningarnar eru niðurlægjandi fyrir okkur öll; klámsýningarmenn, klámneytend- ur og alla þá sem láta fyrirbærið viðgangast. Klámsýningar skila engu jákvæðu framlagi til þjóð- félagsins, við skulum einfaldlega banna þær. Bönnum klámsýningar Ástráður Haraldsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Klám Það er löngu tímabært að við rífum okkur upp- úr þessu rugli, segir Ástráður Haraldsson, áður en fyrirbærið eitr- ar enn frekar hugarfar okkar og samfélag. HVAÐ er hættuleg- ast í umferðinni? Þessi spurning verður lögð fyrir grunnskóla- nemendur í Hafnar- firði þetta árið í tengslum við umferð- arviku sem fram fer í bænum dagana 28.9- 5.10, en þetta er í þriðja sinn sem slík umferðarvika er hald- in. Þetta er verkefni sem lögreglan, bæjar- yfirvöld og fleiri að- ilar standa að og markmiðið er að fá unga sem aldna til að huga meira og betur að forvörnum í umferðarmálum, alla daga, með það fyrir augum fækka umferðarslysum öllum til heilla og framdráttar. Margt kemur auðvitað upp í hugann og sjálfsagt eru til mörg svör við þeirri spurningu sem ég nefndi hér í upp- hafi. Þau atriði sem eru trúlega efst í huga fólks í þessum efnum eru t.a.m hrað- kstur; ölvunarakstur; ökumenn og farþegar sem ekki nota örygg- isbelti; ökumenn með gsm síma á eyranu; ökumenn sem aka of hægt; ökumenn sem aka framúr á gang- brautum og virða ekki rétt gangandi vegaf- arenda; ökumenn sem hreinsa illa bílrúður þegar frysta og snjóa tekur; slæmir vegir, til- litsleysi og margt fleira. Þá situr eftir hvað sé til ráða og hvað sé hægt að gera svo draga megi úr hættunum og gera um- hverfi okkar öruggara. Ljóst er að óhöppum í umferðinni verður aldr- ei útrýmt, en það má gera ým- islegt til að minnka líkur á slysum og sífellt er verið að vinna að því. Í því sambandi getum við nefnt bættar vegasamgöngur, nýjungar í öryggisbúnaði bifreiða, hærri sekt- ir við umferðarlagabrotum, nýj- ungar við umferðareftirlit, punkta- kerfið o.fl. Samt sem áður verða alltof mörg slys í umferðinni. Mál- ið er nefnilega það að ekkert af þessum þáttum, eða öðru sem gert yrði, dugar til ef vegfarendur sjálfir eru ekki á varðbergi gagn- vart hættunum og hlíta ekki þeim leikreglum og lögum sem sett eru þeim til verndar og hægðarauka í umferðinni. Mjög brýnt er að öku- menn og aðrir vegfarendur gerir sér vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera þátttakandi í umferðinni og hafi orð eins og til- litssemi, umburðarlyndi og virð- ingu að leiðarljósi. Það er á hreinu, lesandi góður, að hvorki þú né nokkur annar vill verða fyrir því óláni að lenda í óhappi eða slysi sem hugsanlega gæti haft þær afleiðingar að fram- tíðaráform þín, þinna nánustu eða annarra breyttust á örskotsstundu vegna aðgæsluleysis eða glanna- aksturs þíns eða annarra. Þann sjálfsagða rétt, að allir komist heilir heim í lok dags skulum við virða og hafa í huga gagnvart hvert öðru í umferðinni. Ert þú hættuleg- astur í umferðinni? Valgarður Valgarðsson Umferðarvika Óhöppum í umferðinni verður aldrei útrýmt, segir Valgarður Val- garðsson, en það má gera ýmislegt til að minnka líkur á slysum. Höfundur er lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði. NÚ ER senn á enda eitt mesta golfsumar Íslandssögunnar ef marka má nýjustu tölur Golfsambandsins um fjölda golfiðkenda. Þannig eru skráðir klúbbmeðlimir nú rúm- lega 9.000 og fjölgaði um 1.000 á milli ára. Þessi mikla fjölgun kom t.d. bersýnilega í ljós þá daga í sumar þegar vel viðraði til golfleiks hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru nær allir vellir upppantaðir á fyrstu klukkustundum þessa morgna og sumir vellir voru spilaðir langt fram eftir nóttu. Því hafa umræður um fjölgun golfvalla hér á höfuðborg- arsvæðinu ekki komið á óvart og má í því sambandi minna á hugleiðingar Keilismanna í Hafnarfirði. Þar á bæ er menn metnaðarfullir og með spennandi hugmyndir sem fróðlegt verður að fylgjast með í náinni fram- tíð. Reykvískir golfarar hafa einnig hugleitt sömu mál eins og stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum sem og gerð golfvallar í Viðey. Tímamót í nánd? Hugmyndir um nýtingu Viðeyjar til golfiðkunar eru ekki nýjar af nál- inni og ná allt aftur til ársins 1986. Hafa þessar hugmyndir verið mis- stórar í sniðum eða allt frá stórum 18 holu velli til lítils 9 holu vallar á vest- ari hluta eyjarinnar. Tímamóta má hins vegar vænta í sögu þessarar merku eyjar en innan skamms mun stýrihópur menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar skila af sér nýt- ingartillögum. Tillögurnar eru af- rakstur starfs fjögurra nefnda sem í voru alls um 50 manns. Mun endanleg niðurstaða um nýtingu eyjarinnar væntanlega verða færð inn í aðal- skipulag Reykjavíkurborgar sem gilda mun til ársins 2024. Eftir því sem undirritaður kemst næst þá eru tillögurnar jafnfjöl- breyttar og þær eru margar en ein þeirra er sögð mæla með nýtingu Við- eyjar til golfiðkunar. Undirritaður styður þá tillögu heils- hugar og telur að þann- ig yrði Viðey að sönnu ein helsta perla í flóru reykvískrar útivistar. Í dag er stórt svæði eyj- arinnar ekki nýtt en samtals er Viðey um 170 hektarar eða litlu minni en Mónakó á frönsku ríverunni. Nú þegar hafa verið gerðir þar göngustígar sem og mannvirki endurbyggð og fornminjar verið skráðar. Þessar fram- kvæmdir og rannsóknir þurfa á engan hátt að skaðast fari svo að golfvöllur verði gerður í Viðey, þvert á móti. Golfvellir eru á oft og tíðum til mikillar prýði þar sem gróin og vel snyrt tún koma í stað mýra og móa og þá án þess að fuglalíf skaðist. Gott dæmi um slík vallarstæði er Hamarsvöllur í Borgarnesi. Til upp- lýsinga eru aðeins örfáir golfvellir til í heiminum sem byggðir eru á eyjum. Á Írlandi má þó finna tvo sem koma nálægt því. Þannig er Old Head Golf Links völlurinn byggður út á mjóan tanga í suðurhluta Írlands og á sömu slóðum er 9 holu völlur á Mahee Is- land en báðir þessir vellir eru vinsæl- ir sökum sérstakrar náttúrufegurðar. Golfklúbbur Viðeyjar hf.? Sú mikla þörf sem nú er fyrir fjölg- un golfvalla á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér ýmsar hugmyndir. Þannig hafa heyrst raddir um að fjár- sterkir aðilar taki sig saman og geri einkavöll þar sem rífleg fjárhæð yrði reidd fram sem stofnframlag hvers klúbbmeðlims. Hvort slíkt rekstrar- form sé til hagsbóta fyrir golfiðkun á Íslandi skal ósagt látið en fjölmörg slík fordæmi eru til erlendis. Hver svo sem niðurstaða yrði í rekstrar- formi golfvallar í Viðey þá er næsta víst að aðsókn yrði tryggð ef fram heldur sem horfir. Golf í Viðey Hugi Hreiðarsson Höfundur er markaðsfræðingur og áhugamaður um golfiðkun. Golfiðkun Hugmyndir um nýtingu Viðeyjar til golfiðkunar eru ekki nýjar af nál- inni, segir Hugi Hreið- arsson, og ná allt aftur til ársins 1986. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.