Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 45 eða fyrir 25 árum, stöðugt að örva mann til dáða og spyrja frétta af öðr- um en ekki mátti minnast á hennar heilsubrest. Hún amma Lína var og verður í mínum huga mín önnur móð- ir og þó sárt sé að horfa á eftir þér, amma mín, þá mun þín hjartahlýja endast mér til æviloka og minningin um einstaka konu sem hafði gríðarleg áhrif á mig, mitt líf og mitt fólk. Það er þó ákveðinn léttir í því að líkamleg- um raunum þínum er lokið og þú ert komin í hóp góðra undangenginna ættingja og vina. Sú staðreynd að þú, elsku amma mín, varst sem mín önn- ur móðir, gaf mér meira en næga ástæðu til að skíra yngstu dóttur mína eftir þér. Hún Lína María Ing- ólfsdóttir (nú 3ja ára), ber í raun nöfn ykkar beggja, amma mín og afi, og mun henni, í nánustu framtíð, verða vel innprentað það sem þú stóðst fyr- ir. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig að sinni, elsku amma mín, og þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar, við munum hittast um síðir og þá verða eflaust fagnaðarfundir sem fyrr. Elsku afi minn, guð gefi þér styrk á þessari kveðjustund. Langt og far- sælt æviskeið er að baki. Þú veist að þó amma sé horfin á braut þá er hún og hennar andi allt um kring. Þinn dóttursonur, Ingólfur Geir og fjölskylda. Okkur langar til að minnast ömmu með örfáum orðum. Þegar við fórum að hugsa til baka um eitthvað eitt sem minnir okkur á ömmu, þá komu í hug- ann heimsóknir okkar til Súganda, og hvað við fengum alltaf góða kanil- snúða. Það bakar enginn kanilsnúða eins og hún amma gerði. Þessi síðustu ár voru henni erfið þó svo hún hafi ekkert látið á því bera. Sjónin var að mestu horfin og hún átti erfitt með að athafna sig. Samt tókst henni með að- stoð afa og undir handleiðslu þeirra á Dvalarheimilinu Höfða að stunda handavinnu ásamt öðru. Drottinn gaf okkur ömmu og Drottinn tók hana til sín aftur. Það er mikið tómarúm og söknuður að hafa ekki ömmu lengur en við erum ánægð fyrir hennar hönd þar sem hún er nú komin í eilífa himnavist. Elsku afi, við elskum þig og biðjum góðan Guð að varðveita þig og styrkja. Halldóra, Inga María og Guðjón. Elsku amma, stórt tómarúm hefur myndast í hjarta mínu síðan þú kvaddir. Í hvert sinn sem ég hugsa um þig þá verkjar mig í hjartað og ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. En tíminn læknar öll sár og sama hve sárt ég sakna þín þá veit ég að núna ert þú á betri stað og þér líður vel. Á leiðinni heim frá okkar síðustu kveðjustund var algjört myrkur úti. Skýin lágu eins og svart teppi yfir jörðinni svo að hvergi komst ljós í gegn niður til okkar. Þá velti ég því fyrir mér hvernig það væri fyrir ofan skýin. Innst í hjarta mínu sá ég þig fyrir mér dansandi á skýjateppinu baðaða í ljósi. Heilögu ljósi. Nú hefur þér hlotnast ljós heimsins. Við sjáumst aftur, elsku amma. Þitt langömmubarn, Jónína Ingólfsdóttir. Elskuleg systir mín og mágkona. Okkur Stínu mína langar að minnast þín með nokkrum orðum. Lína systir bjó á Suðureyri ásamt manni sínum Ingólfi Jónssyni. Þau byrjuðu búskap í lítilli íbúð, þar til Ingólfur kaupir ein- býlishús, sem þótti framtak í þá daga, en ekki nóg með það; nokkrum árum seinna stækkaði hann húsið og byggði bílskúr. Ég var alveg einn vetur hjá þeim meðan skólinn var, því móður mina missti ég átta ára. Elsku Lína mín, þú varst mér meira en systir, þú hugsaðir um okkur þrjá feðgana þótt alltaf hafi verið nóg að gera hjá þér með þína fjölskyldu. Ég fór að heiman 1951, en kom svo aftur eftir vertíð í Keflavík, því besti vinur minn var á vertíð á Akranesi og var að fara á síldveiðar. Ég var alveg veikur að komast ekki á síld en svo hlustaði maður á útvarpið, er þá ekki verið að auglýsa eftir háseta á bátinn sem ég hafði verið á, – ég hringdi strax í útgerðarmanninn og var ráð- inn. Þá komst þú eins og engill og út- bjóst mig fyrir sumarið. Báturinn kom heim og tók mig í norðurleiðinni. Alltaf hafði Lína systir nægan tíma og aldrei var neitt að henni, ef maður spurði um heilsuna var svarið alltaf það sama: „Það er ekkert að mér elsk- an mín.“ Það var alltaf jafngaman að heimsækja ykkur hjónin vestur. Lína systir mín var alveg sérstök hannyrðakona, aldrei féll henni verk úr hendi. Stærsta verkið hennar að mínu mati var þegar hún handprjón- aði fimm tvískipta kjóla á sig og dæt- ur og tengdadætur úr eingirni. Já, það var alltaf fjör í eldhúsinu hennar Línu systur, þar var hlegið og skrafað og var tíminn fljótur að líða við marg- ar góðar minningar þaðan. Þegar Lína systir var 70 ára var haldið upp á afmælið hennar hjá Ninnu og Ásmundi í Jörundarholti 114 á Akranesi, því þá voru þau að kaupa sér íbúð í Hjarðarholti 8 og kveðja Súgandafjörð eftir 70 ára far- sæla veru. Þau bjuggu þar í nokkur ár, þaðan fluttu þau svo á dvalarheim- ilið Höfða og leið mjög vel þar. Við Stína komum oft við hjá þeim þegar við vorum að koma að norðan. Tvær ferðir fórum við í sumar, í fyrri ferð- inni tókum við Sigga bróður með, en seinni ferðina forum við þegar fót- boltamótið var í júlí, því þar átti Mar- grét dóttir okkar einn pollann, Sigurð Jóhann. Við fórum til þeirra og dvöld- um þar góða stund, en eins og alltaf var tíminn fljótur að líða. Þegar við fórum að taka okkur til og ætluðum að kveðja segir Lína systir: „Nú ætla ég að fylgja ykkur alveg fram í úti- dyr,“ og þar kvöddum við hana og þá segir hún svona við mig: „Æ, mér finnst ég alltaf eiga svolítið í þér elsk- an mín.“ Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Ingólfur og fjölskylda, guð styrki ykkur á erfiðum tímum og lýsi veginn framundan. Guð geymi þig elsku Lína. Þinn bróðir og mágkona, Jóhann og Kristín. Laugardagsmorguninn 29. sept- ember hringir síminn hjá mér, og það var hann pabbi að segja mér að Lína frænka hefði látist þá um nóttina. Ég man þegar við vorum að koma vestur til ykkar Ingólfs, þið tókuð alltaf svo vel á móti okkur. Mér fannst þið vera eins og amma mín og afi. Alltaf fylgd- istu vel með okkur systrunum í Kefla- vík. Þegar ég eignaðist dóttur mína prjónaðir þú svakalega fallegt pils á hana og sendir mér. Í sumar vorum ég og fjölskylda mín uppá Akranesi á fótboltamóti, og við komum við hjá ykkur á Höfða, því annað kom ekki til mála því að fótboltavöllurinn er við hliðina á heimilinu ykkar. Þið voruð svo kát og glöð að sjá okkur. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér og Guð mun umvefja þig og gæta. Elsku Lína, hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Ingólfur, megi góður Guð styrkja þig og fjölskylduna alla í þess- ari miklu sorg. Margrét Helga Jóhannsdóttir og fjölskylda. Steinbúðin við fjörukambinn á Suð- ureyri við Súgandafjörð. Tvílyft hvítt hús. Snyrtimennskan allsráðandi að innan sem utan. Allt bar vott um hlýju og væntumþykju, einstaklega heim- ilislegt. Fjölskyldumyndir í fyrirrúmi. Handverk hjónanna prýddu heimilið og garðinn og það var alltaf eins og allt væri nýmálað. Þarna bjuggu Lína og Ingólfur til margra áratuga – þangað lá leiðin oft – og þangað var gott að koma. Alltaf. Við urðum svo lánsöm að eignast vináttu þeirra, þrátt fyrir meira en þriggja áratuga aldursmun. Lína var fínleg og nett, bar sig fal- lega og var fim í hreyfingum. Hún var blíð og yndisleg manneskja sem átti auðvelt með að láta fólki líða vel í kringum sig. Hún fylgdist vel með, var athugul og skynug og sagði af mikilli hógværð frá fjölskylduhögum og atvikum, hafði sínar skoðanir, var föst á sínu. Fjölskyldan var henni allt. Það var eins og ekkert kynslóðabil væri til þegar Lína var annars vegar því hún umgekkst alla sem jafningja. Þetta fundum við vel. Það var ómiss- andi þáttur í tilveru okkar og strák- anna okkar að heimsækja Línu og Ingólf á Súganda. Þar var gestrisni í alla staði, einstakt viðmót. Og heim- sóknirnar héldu áfram eftir að þau fluttu á Akranes fyrir tæpum tuttugu árum. Það er ljúft að rifja upp minningar úr litlu stofunni á Höfða. Lína sat allt- af við gluggann sem snýr út að hafinu og sýndi lifandi áhuga á öllu því sem bar á góma, hvort heldur það var fjöl- skyldan eða málefni líðandi stundar. Það var líka gaman að rifja upp góðar minningar að vestan. Seinni árin fór sjóninni að hraka – og heilsan fór að gefa sig en alltaf þegar við komum í heimsókn var hún fim við að draga athyglina frá sjálfri sér. Það lýsir Línu vel. Hún bar svo mikla umhyggju fyrir öllum öðrum. Í okkar huga hafa Lína og Ingólfur alltaf verið órofa heild. Þau voru fal- leg saman – og sterk saman. Það er mikil gæfa. Nú kveðjum við Línu. Við erum þakklát fyrir ljúfa samfylgd og ómet- anlega vináttu og hlýju sem við höfum fundið fyrir alla tíð. Margrét Theodórsdóttir og Friðbert Pálsson. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284    "  @# 5 55* 9 $ " 8.        1             ))  ,# & & &+ 1  8 $2 !    "            9 A#@#9  *(5 55* 9++.:: 1-0)        %   " +  2   ))  $+# $" & ($&( -2 "    , ,. &+, , ,. !       3    A * # 2 ) 1        ,"(               9$"  $ &+ 8$" -.$ ,.     &+3  8 "! 4+    (  3   &    &                  + B#  # *@( 55 A  $$  & $$  #  & +,-.+( ) 3&0" B$A #  &  8$"C0 " C0A B$ & 56                     # 5  ? - (- '7 1-0)  $    )  *       56   "  +  2    )  +,-.+3   " +$$   & / +   & ) 3&  " +  $ + &   " & 8   " )/ " 3 &  +)( -2 " 1  &+  " "! 56    # #9 B* 55*  ,  B  1-      "      . +     -   7 (         )  4               ,  &    9+0  "  0 ,-.+&+ "" ,. &+-.$ 1$"!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.