Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 11 OKKUR þykir miður að upp hafi komið þessi misskilningur,“ segir Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri líftryggingasviðs VÍS, sem sér um rekstur Líftrygg- ingafélags Íslands, Lífís, en sagt var frá konu í Morgunblaðinu í gær, sem taldi sig og eiginmann sinn hafa keypt einnar milljónar króna líftryggingu hjá Lífís fyrir rúmum tveimur árum. Þegar eiginmaður hennar lést 19 mánuðum síðar, fékk hún rúmar 93.000 krónur í bætur. Sigurbjörn segir að umrædd hjón hafi keypt svokallaða „söfnun- artryggingu“, ekki „söfnunarlíf- tryggingu“ og að á þeim sé tölu- verður munur. Báðar fyrrgreindar líftryggingar tilheyra flokki sem kallast „söfnunarlíftrygging með fjárfestingarkosti“, ásamt fjárfest- ingartryggingu, sem er þriðji möguleikinn í þessum flokki trygg- inga sem Lífís býður viðskiptavin- um sínum. „Kannski svolítið flókið“ „Það kann að vera að þetta sé svolítið flókið, ég viðurkenni það, en tryggingin sem umrædd kona keypti var söfnunartrygging, sem byggist einvörðungu á söfnunar- þætti. Innan hennar er jafnframt líftryggingarþáttur, sem er 1% og leggst við söfnunarþátt viðkomandi einstaklings, þegar tryggingin er greidd út. Ef einstaklingur hefur safnað sér 100.000 krónum þegar tryggingin er greidd út, væri líf- tryggingarþátturinn því 1.000 krónur og heildarútgreiðsla 101.000 krónur. Þessi trygging er áþekk reglubundnum sparnaði, en nýtir sér jafnframt kosti líftryggingar, hvað varðar eignarskattsfrelsi,“ segir Sigurbjörn. Segir hann þessa leið henta fólki á miðjum aldri sem „síður þarf á líf- tryggingu að halda þar sem það er að jafnaði búið að koma undir sig fótunum. Iðgjald á mánuði fyrir einnar milljónar króna hefðbundna líftryggingu handa 55 ára konu sem reykir ekki er um 4.900 krónur á mánuði. Karlmaður á sama aldri myndi þurfa að borga 8.200 krónur á mánuði fyrir líftryggingu,“ segir Sigurbjörn. Hjónin sem áttu í hlut borguðu rúmlega 7.000 krónur á mánuði í söfnunartryggingu, hvort um sig, í 19 mánuði og segir Sigurbjörn kaupendum ráðlagt að velja söfn- unartryggingu til langs tíma, að minnsta kosti tíu ára. Fjárfest samkvæmt vali tryggingartaka Eins og áður greinir fékk konan greiddar rúmar 93.000 krónur þeg- ar maður hennar lést, en hafði greitt samtals rúmar 141.000 krón- ur vegna tryggingarinnar um- rædda 19 mánuði og segir Sigur- björn mismuninn skýrast af svokölluðum upphafskostnaði, sem vegi þyngst gildi tryggingin í stutt- an tíma. Fyrir fjárhæðina sem greidd er mánaðarlega er fjárfest samkvæmt vali tryggingartaka og segir Sigur- björn að viðskiptavinum bjóðist tíu sjóðir til ávöxtunar. Ávöxtun hafi síðan verið „með lægra móti“ á því tímabili sem um ræðir vegna að- stæðna á fjármálamörkuðum. Aðspurður segir Sigurbjörn að sölumenn eða ráðgjafar fái þóknun fyrir hvern samning sem gerður er við tryggingataka. Er rétt að sú upphæð geti hlaup- ið á tugum þúsunda í hvert sinn? „Sölumenn fá þóknun fyrir hvern samning, sem ég myndi ekki segja að hún væri verulega há hér hjá Lífís. Þóknunin er mjög svipuð hvað varðar söfnunartryggingu og söfnunarlíftryggingu en ég vil ekki upplýsa hvers konar samninga við gerum við okkar sölumenn.“ Er ekki hætta á því að sölumenn verði of uppteknir af eigin ávinningi í slíkum viðskiptum og gæti þess ekki nægilega vel að kynna trygg- ingarskilmálana til hlítar fyrir við- skiptavinum? „Sú hætta er sjálfsagt alls staðar fyrir hendi þar sem er afkasta- hvetjandi launakerfi. En ég myndi segja að þeir sem viðhafa óvönduð vinnubrögð, verði ekki langlífir í starfi.“ Veistu hvaða tryggingarskilmál- um sölumaðurinn sem seldi um- ræddum hjónum tryggingu lýsti? „Ég geri ráð fyrir því að hann hafi lýst þeim möguleikum sem við bjóðum upp á. Sölumaðurinn sem átti í hlut hætti hins vegar hjá okk- ur fyrir nokkru svo ég get ekki sagt til um hvað þeim fór á milli.“ Viðskiptavinurinn skrifar upp á beiðni um tryggingu Er haft eftirlit með því að sölu- menn kynni væntanlegum við- skiptavinum alla skilmála trygg- inga sem þeir eru að selja? „Viðskiptavinurinn skrifar upp á beiðni um tiltekna tryggingu, sem síðan er yfirfarin og samþykkt. Að því búnu fær hann sent trygging- arskírteini ásamt skilmálum trygg- ingarinnar. Þá hefur hann 30 daga iðrunarfrest sem bundinn er í lög- um. Það er vandlega útlistað fyrir okkar starfsmönnum, meðal annars í sérstökum reglum að vanda ráð- gjöf sína á allan hátt og gengið stíft eftir því að þeim tilmælum sé fylgt.“ Er algengt að viðskiptavinir mis- skilji skilmála þeirra trygginga sem þeir kaupa hjá ykkur? „Nei, það er sem betur fer af- skaplega fátítt, en full ástæða til þess að brýna fyrir sölufólki að ganga úr skugga um að viðskipta- vinurinn skilji hvað hann er að kaupa og hvetja þá sem ætla að fá sér tryggingu til þess að kynna sér skilmála hennar til hlítar.“ Er mikið um að sölumenn ykkar eða ráðgjafar leiti að fyrra bragði til viðskiptavina til þess að selja þeim tryggingar? „Við auglýsum með hefðbundn- um hætti og sölumenn okkar hafa líka sjálfir samband við hugsanlega viðskiptavini. En við reynum ekki að þröngva tryggingum upp á fólk.“ Nú kemur fram að eitt mánaðar- gjald fyrir trygginguna hafi verið innheimt af greiðslukorti mannsins eftir að hann lést. Hefði verið hægt að komast hjá því með tilliti til að- stæðna? „Tryggingafélagið hefur ákveð- inn frest til þess að standa skil á tryggingagreiðslum. Í þessu tilviki vildi viðkomandi fá upphæðina greidda strax og við vildum sýna sveigjanleika og verða við því. Ef við hefðum nýtt okkar frest hefði málið horft öðruvísi við. Reglur greiðslukortafyrirtækisins sem í hlut á kveða síðan á um hvenær í mánuði afborgun fyrir trygginguna er innheimt.“ Er málinu lokið af ykkar hálfu? „Ég geri ráð fyrir því. Konan hefur fengið greidda þá upphæð sem henni bar. Við hörmum auðvit- að misskilninginn og okkur þykir miður að svona skuli geta komið upp,“ segir Sigurbjörn Gunnars- son, framkvæmdastjóri líftrygg- ingasviðs VÍS, að endingu.“ „Þykir miður að þessi misskilningur hafi komið upp“ Framkvæmdastjóri tryggingasviðs VÍS segir brýnt að viðskiptavinir skilji tryggingaskilmála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.