Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 21 Kosmeta Síðumúla 17 • Sími 588 3630 Vítamínbættar amerískar, úrvals hárvörur HLUTA af ágóða vegna sölu K- lykilsins, landssöfnunar Kiwanis- hreyfingarinnar, verður varið til áfangaheimilis geðfatlaðra í Álfa- byggð 4 á Akureyri en brýn þörf er á endurbótum á húsnæðinu. Áfangaheimilið er að sögn Ólafs Torfasonar forstöðumanns ætlað einstaklingum sem hafa átt við geð- sjúkdóm að stríða í lengri eða skemmri tíma, en geta með stuðn- ingi eða leiðbeiningum að miklu leyti séð um sig sjálfir. „Markmiðið með þessu heimili er að íbúar öðlist færni í að sjá um sig sjálfir. Hér fá þeir þjálfun sem mið- ast að því að þeir verði sjálfbjarga og ráðandi um eigin hagi svo sem kostur er,“ sagði Ólafur en m.a. er þeim leiðbeint um þætti er lúta að eigin umsjá, störfum og leikjum, sem og tómstundaiðkun. „Til að ná þessu markmiði eru íbúarnir gerðir ábyrgir fyrir daglegu heimilishaldi, svo sem innkaupum, matseld, hreingerningum og öðru sem til- heyrir almennum heimilisstörfum, en starfsfólkið er þeim til stuðnings og kennslu,“ sagði Ólafur. Á heimilinu starfa sex starfs- menn í fjórum stöðugildum á vakt frá kl. 8 á morgnana til kl. 11 á kvöldin. Íbúarnir eru 7 talsins og eru þeir um þessar mundir á aldr- inum 22 til 40 ára gamlir. Tveir þeirra stunda nám, tveir starfa hjá Plastiðjunni Bjargi sem er vernd- aður vinnustaður og aðrir eru á al- mennum vinnumarkaði. Að sögn Ólafs er búsetan á áfangaheimilinu bundin því skilyrði að íbúarnir sæki vinnu eða stundi nám. Geðverndarfélag Akureyrar á húsnæðið, en starfsemi áfanga- heimilisins hófst síðla árs 1988 og eru íbúar þess frá upphafi um 25 talsins. Gert er ráð fyrir að hver einstaklingur búi á heimilinu í allt upp í þrjú ár en möguleiki er að framlengja dvölina eftir samkomu- lagi. Húsið er á þremur hæðum og þar eru alls 7 svefnherbergi fyrir íbúana. Þá er í húsinu stofa, eldhús, skrifstofa, þrjú baðherbergi, fönd- urherbergi og tónlistarherbergi. „Árangur af þessari starfsemi hefur verið mjög góður og íbúarnir hafa allir náð þeirri færni að kom- ast í sjálfstæða búsetu og stunda atvinnu. Við teljum því að um mjög gott úrræði sé að ræða fyr- ir okkar skjólstæð- inga, en á þeim tíma sem þeir hafa dvalið hér hafa þeir náð að styrkja þá þætti sem styrkja þarf til að markmiðunum sé náð,“ sagði Ólafur. Hluti af ágóða af sölu K-lykilsins árið 1989 rann til áfanga- heimilisins og einnig árið 1992 og sagði Ólafur að þá hefði einnig verið unnið að endurbótum á hús- næðinu. Nú lægju mörg brýn verkefni að nýju fyrir, en viðhald hefur setið á hakanum síðustu ár. „Það þarf að taka til hendinni og einnig verður eins og gengur á mannmörgu heimili mikið slit á tækjum sem nú þurfa endurnýjunar við,“ sagði Ólafur. Hann benti m.a. á að íbú- arnir tveir sem stunda nám byggju við afar lakan tölvukost en ein tölva sem komin er vel til ára sinna er til á heimilinu. Hluti af ágóða K-lykilsins rennur til áfangaheimilisins í Álfabyggð á Akureyri Brýn þörf á endur- bótum á húsnæði Ólafur Torfason ÞING Alþýðusambands Norður- lands, hið 27. í röðinni, verður haldið á Illugastöðum í Fnjóskadal í dag föstudag og á morgun, laugardag. Um hundrað fulltrúar frá stéttar- félögum á Norðurlandi eiga rétt til setu á þinginu. Helstu mál þingsins verða kjara- mál, atvinnu- og byggðamál og kynning á námsefni sem MFA hefur tekið saman fyrir miðstjórn AN og ætlað er til kynningar á hlutverki og starfsemi stéttarfélaga í grunnskól- um á Norðurlandi. Hugmyndin er að fulltrúar stétt- arfélaganna á Norðurlandi heim- sæki alla grunnskóla á félagssvæð- inu í vetur og kynni starfsemi þeirra. Í drögum að nýjum lögum eru lagðar til verulegar breytingar á starfsemi sambandsins og það opn- að fyrir öðrum stéttarfélögum sem fram að þessu hafa ekki átt aðgang að AN. Gestir þingsins verða Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ, Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, og Ás- mundur Hilmarsson, starfsmaður MFA. Þing Alþýðusambands Norðurlands á Ill- ugastöðum Starfsemi stétt- arfélaga kynnt í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.