Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær frumvarp um lögfestingu þeirra skattabreyt- inga sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Í frumvarpinu er birt sundurliðað yf- irlit yfir kostnað við einstakar skatta- breytingar. Þær eru að óbreyttu tald- ar kosta alls um 7 milljarða kr. á næstu þremur árum en ráðuneytið telur að tekjutap ríkissjóðs verði þó mun minna vegna aukinna efnahags- umsvifa og veltu eða 3,5 milljarðar. Skv. yfirlitinu er áætlað að lækkun tekjuskatts fyrirtækja úr 30% í 18% leiði að óbreyttu til 2,7 milljarða kr. minni skatttekna ríkissjóðs. Skv. upp- lýsingum ríkisskattstjóraembættisins eru lögaðilar sem greiða tekjuskatt um 7 þúsund talsins. Helmingslækkun eignarskatts kostar 3,1 milljarð Helmingslækkun almenns eignar- skatts lögaðila og einstaklinga í lok næsta árs er að óbreyttu talin leiða til 3,1 milljarðs kr. minni skatttekna. Á síðasta ári voru lagðir eignarskattar á tæplega 7 þúsund lögaðila sem skil- uðu tæplega 2,4 milljörðum í ríkis- sjóð. Skv. áætlun fjárlagafrumvarps er hins vegar gert ráð fyrir um eins milljarðs kr. meiri tekjum af eignar- skatti lögaðila á þessu ári eða tæplega 3,4 milljörðum kr. Hækkun fríeignamarka eignar- skatts og sérstaks eignarskatts ein- staklinga um 20% hefði að óbreyttu kostað ríkissjóð um einn milljarð kr. en sú lækkun var ákveðin til að vega upp á móti hækkun fasteignamats. Afnema á sérstakan eignarskatt lögaðila og einstaklinga (Þjóðarbók- hlöðuskattinn) í árslok 2002. Brúttó- áhrif þeirrar aðgerðar á tekjur rík- issjóðs eru talin 800 millj. kr. Hækkun frítekjumarka í sérstök- um tekjuskatti einstaklinga (hátekju- skattinum) um 15% vegna tekna á þessu ári er að óbreyttu talin kosta 600 millj. kr. Skv. upplýsingum fjár- málaráðuneytisins snertir þessi breyting á hátekjuskattinum um það bil 23 þúsund framteljendur í landinu. Skattskylda húsaleigubóta verður afnumin á næsta ári. Brúttóáhrif þeirrar aðgerðar á tekjur ríkissjóðs eru áætluð 150 milljónir kr. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir leigjendur greiða skatt af húsaleigubótum en skv. upplýsingum félagsmálaráðuneytisins kom fram í könnun á síðasta ári að fjöldi bóta- þega væri á fimmta þúsund. 36% þeirra eru útivinnandi, 24% öryrkjar, 18% námsmenn og 14% ellilífeyris- þegar. Auk þessara skattabreytinga stendur til að lögfesta lækkun á tekju- skattshlutfalli einstaklinga úr 26,08% í 25,75% 1. janúar næstkomandi. Brúttóáhrif þeirrar lækkunar á tekjur ríkissjóðs eru áætluð 1.250 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir lækkun stimpilgjalds frá 1. janúar 2003 sem áætlað er að kosti ríkissjóð um 900 millj. kr. Til að auka svigrúm ríkissjóðs til lækkunar skatta er í frumvarpinu gert ráð fyrir hækkun almenna tryggingagjaldsins um 0,77 prósentu- stig 1. janúar 2003. Fjármálaráðherra leggur fram frumvarp um breytingar á skattalögum Lækkun tekjuskatts fyrir- tækja talin kosta 2,7 milljarða             !           "     ##$        % &'       (  &   % &'  ! ' &    (  &)  !             "       ##$          &#     (  *        +(  &#,,                           - -$ -) -)   -, -. - -. - )     !"     !   #  !  !$  $ $ !$        /&+0% &  1 1 2 *  HUGUR, hönd og hreyfing eru ein- kunnarorð ævintýralands fyrir börn sem verður opnað í 450 fermetra húsnæði við Stjörnutorg í Kringl- unni á morgun, laugardag. Bresku hjónin Sue og Peter Cunn- ingham hafa skipulagt Ævintýra- land Kringlunnar, en fyrirtæki þeirra, Premier Créche Services, hefur skipulagt mörg vinsæl barna- svæði í verslunarmiðstöðvum í Bret- landi. Ævintýraland Kringlunnar er skipulagt með þeim formerkjum að þar geti foreldrar verið öruggir um börnin og þar sé nóg við að vera. Svæðið er fyrst og fremst hugsað fyrir 3 til 9 ára börn. Þar er stór kastali, lestrarsvið og leiksvið, en samvinna verður milli Ævintýra- landsins og Borgarbókasafnsins í Kringlunni sem og Borgarleikhúss- ins og þar verður hægt að halda allt að 20 gesta afmælisveislur. Há- marksdvöl barns í Ævintýralandinu er tveir tímar og er gjaldið 300 kr. fyrir fyrstu klukkustundina en 150 kr. fyrir hvern hálftíma þar á eftir. Morgunblaðið/Ásdís Hólmfríður Petersen á milli hjónanna Peters og Sue Cunningham í Ævintýralandinu í Kringlunni. Ævintýraland fyrir börn í Kringlunni HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Út- gerðarfélag Akureyringa hf. af tæp- lega 12 milljóna króna skaðabóta- kröfu yfirvélstjóra á skipi í eigu ÚA vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1997. Með dómi sínum sneri Hæsti- réttur við dómi Héraðsdóms Reykja- víkur frá 22. nóvember sl., sem dæmdi ÚA til að greiða stefnanda í héraði rúmar 7,4 milljónir króna. Slysið varð þegar yfirvélstjórinn fékk á sig 260 kg rafmótor sem hann var að bera úr jeppa í skipið ásamt þremur mönnum. Hlaut maðurinn al- varlega áverka á hné en mótorinn átti að koma í stað annars sem bilað hafði í skipinu. Hæstiréttur féllst á það með vélstjóranum að verkið hefði verið unnið undir álagi en taldi ekki að að- stæður hefðu verið með þeim hætti sem óvenjulegar eru í útgerð. Hæsti- réttur vísaði til sjómannalaga þar sem segir að vélstjóri hafi umsjón með nauðsynjum til reksturs og viðhalds véla, veiti þeim móttöku og athugi magn þeirra og gæði. Það hafi verið í verkahring yfirvélstjórans að gera til- lögu til útgerðarinnar um varahluta- kaup og annast innkaup þeirra í sam- ráði við útgerð. Þar sem hann og skipstjórinn hefðu ekki haft samband við útgerðina var fyrir hendi stöðu- umboð til þess að afla nauðsynlegra varahluta. Taldi Hæstiréttur það í verkahring yfirvélstjórans að annast það að útvega mótorinn og stjórna því að hann kæmist um borð. Hefði hann valið aðferðina við að koma mótorn- um úr jeppanum og stjórnað aðgerð- um. Hæstiréttur taldi sannað að unnt hefði verið að útvega lyftara á staðn- um, en taldi ósannað að ekki hefði mátt nota lyftara til verksins. Jafn- framt hefði yfirvélstjórinn viðurkennt að aðrar og heppilegri aðferðir hefði mátt viðhafa þótt mótorinn væri tek- inn úr jeppanum með handafli. Upp- lýst var að hann og hjálparmenn hans hefðu ekki ráðið við mótorinn. Aðferð þeirra hefði verið á ábyrgð yfirvél- stjórans og var ekki talið að hann hefði sýnt fram á saknæmt atferli annarra. Var ÚA hf. því sýknað af kröfum vélstjórans. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður ÚA hf. var Ólafur Axels- son hrl. og lögmaður vélstjórans Sig- urbjörn Magnússon hrl. Flutningsaðferðin var á ábyrgð vélstjórans inn var í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands. Møllgård sagði að háskólunum bæri að stunda rann- sóknir og kennslu í hæsta gæða- flokki og þær yrðu að hafa gildi fyrir samfélagið. Skólarnir yrðu því að vera frjálsir að því að meta hvað skipti máli til að uppfylla þessar kröfur. Ef stjórnmálamenn eða at- vinnulífið ákveddu hvað væri rann- sakað og hvernig, gætu háskólarnir AFSKIPTI stjórnvalda af skipun í æðstu embætti æðri menntastofn- ana í Danmörku er mikil ógæfa að mati Kjeld Møllgård, rektors Kaup- mannahafnarháskóla. Það sé mikil- vægast fyrir háskóla að halda sjálf- stæði sínu eigi þeir að geta sinnt skyldu sinni sem háskólar. Þetta kom fram á fundi rektora sjö há- skóla í borgum sem voru menning- arborgir Evrópu í fyrra, sem hald- ekki heiðarlega haldið því fram að þeir byðu upp á það besta í rann- sóknum og kennslu hverju sinni að þeirra mati. Sagði hann að nú þegar væru tvær menntastofnanir á há- skólastigi í Danmörku búnar að láta undan þrýstingi og samþykkja skip- un utanaðkomandi stjórnarfor- manna fyrir skólana sem síðan hafa ráðið rektora án þess að skólarnir sjálfir hefðu neitt um ráðningu þeirra að segja. Kvað hann þær raddir háværar í dönsku atvinnulífi sem færu fram á að nemendur í tækni- og raungreinum fengju að mennta sig án endurgjalds en nem- endur í félagsvísindum og „húman- ískum“ greinum yrðu að borga sitt nám sjálfir, þar sem slík fög skiluðu samfélaginu engum „arði“. Hagsmunaárekstrar Kari Raivio, rektor Helsinkihá- skóla, tók undir mikilvægi sjálfstæð- is fyrir háskólana. Kostun rann- sókna af atvinnulífinu mætti ekki verða of stór hluti tekna þeirra. Hann sagði að hagsmunir atvinnu- lífsins og háskólanna rækjust oft á; hagsmunir atvinnulífsins einkennd- ust oft af skammsýni viðskiptahags- muna en hagsmunir háskólanna væru fyrst og fremst að hlúa að þeim hlutverkum sem þeir einir geta rækt, þ.e. grunnrannsóknum sem miðuðu að sem hæstu þekkingarstigi og akademískri þjálfun af hæstu gæðum. Akademískt frelsi væri því nauðsynlegt fyrir háskóla ættu þeir að geta sinnt hlutverkum sínum. Rektor Háskólans í Bergen, Kirsti Koch Christensen, benti einnig á, að um leið og háskólarnir kepptu að frelsi sínu og sjálfstæði mættu þeir ekki gleyma því, að þeir hefðu ýmsar skyldur gagnvart samfélaginu sem þeim bæri að uppfylla. Sjálfstæði frumfor- senda rannsókna Háskólarektorar funda FJÓRIR menn á aldrinum 18-22 ára hafa verið dæmdir til refsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir bensínstuld og eignaspjöll. Hlutu þeir allt að 8 mánaða fangelsi. Í málinu voru þrjár ákærur á hendur mönnunum en þó kom aðeins einn þeirra við sögu í þeim öllum. Játuðu mennirnir allir brot sín ský- laust, en þeir voru ákærðir fyrir þjófnað, með því að stela í félagi um 150 til 200 lítrum af bensíni af bifreiðum á Akureyri og nágrenni í mars og u.þ.b. 100 lítrum af bensíni af þremur snjósleðum sem stóðu vestan við Skíða- staði í Hlíðarfjalli á Akureyri í maí. Sprengdi heimatil- búna sprengju Þá viðurkenndi einn mann- anna eignaspjöll með því að hafa að næturlagi í ársbyrjun eyðilagt póstkassa, sem var utan á verslun Hagkaups við Furuvelli á Akureyri, með því að sprengja í honum heima- tilbúna sprengju. Ákvörðun refsingar elsta sakborningsins var frestað þar sem hann hefur ekki áður gerst sekur um lagabrot. Dæmdir fyrir bensín- stuld ÚA sýknað af skaðabótakröfu yfirvélstjóra sem hlaut alvarlega áverka undan 260 kg rafmótor
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.