Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 39 Á HVERFISGÖTU 47 í Reykjavík rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða, Vin. Þar geta þeir m.a. feng- ið að borða gegn vægu gjaldi og aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs. Mikilvægastur er þó, að mati undirritaðs, sá félagslegi styrkur sem gestirnir hafa hver af öðrum og samskiptum við starfsmenn, sem tala ekki niður til þeirra, heldur koma fram við skjólstæðinga sem jafningja, hvetja þá og virkja hæfileika hvers og eins hon- um sjálfum og heildinni til hagsbóta. Sá sem þetta skrifar fór að nýta sér þessa þjónustu fyrir u.þ.b. 2 árum og í lífi hans reyndist starfsemin sann- arlega vera vin í félagslegri eyði- mörk. Oft var hann búinn að ganga fram hjá húsinu áður en hann áræddi að fara inn, en móttökurnar voru yndislegar. Geðsjúkdómum fylgir oft mikil fé- lagsleg einangrun. Fólk skammast sín fyrir veikindin og dregur sig inn í skel sína. Starfsemi Geðhjálp- ar og Vinjar varð til þess að undirritaður kom úr felum og gerði sér grein fyrir því að ástæðulaust var að skammast sín fyrir geð- fötlun fremur en annars konar fötlun eða veik- indi. Það undarlega gerð- ist að umhverfið tók þessu undantekningar- laust mjög vel. Þeir for- dómar sem ég bjóst við að mæta reyndust ekki vera fyrir hendi. Sjálfsmyndin styrktist öll, streita minnkaði og andleg og líkam- leg líðan batnaði. Geðfatlaðir hafa sömu þarfir og aðrir. Þeir þurfa t.d. að lyfta sér upp öðru hvoru eins og annað fólk. Í Vin er rekið ferðafélag gesta og starfsmanna, Víðsýn, sem skipulegg- ur ódýrar ferðir innanlands og stutt- ar ferðir til útlanda. Geðfatlaðir eiga oft erfitt með að ferðast. Ekki vegna veikinda sinna heldur félagslegra aðstæðna. Ætt- ingjar eru oft ekki til staðar til að ferðast með og erfitt er að kaupa al- mennar ferðir vegna kostnaðar, en þó fyrst og fremst vegna þess að fyrsta spurningin frá ókunnugum sessu- nauti í slíkum ferðum er yfirleitt: „Hvað starfar þú?“ Það er sannfæring undirritaðs að öflug félagsleg starfsemi í þágu geð- sjúkra feli ekki aðeins í sér bætta líð- an heldur einnig stórfelldan sparnað fyrir þjóðfélagið í beinhörðum pen- ingum. Vin er réttnefni Garðar Sölvi Helgason Geðfatlaðir Öflug félagsleg starf- semi í þágu geðsjúkra felur ekki aðeins í sér bætta líðan, segir Garðar Sölvi Helgason, heldur einnig sparnað fyrir þjóðfélagið. Höfundur er öryrki vegna geðklofa. ALLA þessa viku hafa stúdentar fagnað 90 ára afmæli Háskóla Íslands með margvís- legum uppákomum. Í dag er hápunktur há- tíðahaldanna því þá fer Stúdentadagurinn fram í annað skiptið við Háskólann. Stúdenta- dagurinn er samstarfs- verkefni Stúdentaráðs og nemendafélaga Há- skólans en megintil- gangur dagsins er að skapa sameiginlegan dag allra stúdenta HÍ, efla þannig samkennd háskólastúdenta og lífga upp á háskólasamfélagið. Lifandi Háskóli Fjöldi stúdenta við Háskóla Ís- lands hefur aukist mikið á undan- förnum árum og nemendur eru í fyrsta skiptið rúmlega sjö þúsund talsins. Í svo fjölmennum skóla er hætta á að einstaka deildir einangr- ist og að lítil samskipti séu á milli nemenda úr ólíkum deildum. Þá hef- ur stúdentasamfélagið tekið breyt- ingum sökum þess að sífellt fleiri nemendur vinna með námi. Til að auka samkennd stúdenta og gera há- skólalífið skemmtilegra hafa Stúd- entaráð og nemenda- félögin gert Stúdenta- daginn að skemmti- legri hefð þar sem allir nemendur Háskólans gera sér glaðan dag. Stúdentadagurinn tókst frábærlega í fyrra og mikil vinna hefur verið lögð í að gera dagskrána enn glæsilegri í ár. Fjölbreytt dagskrá Skemmtidagskráin hefst kl. 11 fyrir fram- an aðalbyggingu með því að stúdentum og starfsfólki Háskólans verður boðið í grillveislu. Síðan hefst fjölbreytt dagskrá þar sem jafnt landsþekktir skemmtikraftar sem efnilegir nemendur innan Háskólans troða upp. Nýdönsk, KK og Maggi, Halldóra Geirharðsdóttir og Stúd- entaleikhúsið eru meðal þeirra sem skemmta stúdentum. Samhliða dag- skránni fer fram HM 2001 sem er innanskólamót í knattspyrnu styrkt af Happdrætti Háskólans. Deginum lýkur síðan með gleðskap í umsjón nemendafélaganna. Allir taki þátt í deginum Í dag er hátíð í Háskóla Íslands. Það er eindregin von allra þeirra sem að Stúdentadeginum standa að nemendur taki virkan þátt í deginum og geri hann þannig að eftirminni- legum viðburði á þessu afmælisári Háskólans. Stúdentadagur- inn – dagur allra stúdenta Olav Veigar Davíðsson Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu og situr í starfshópi um Stúdentadaginn. Hátíð Í dag, segir Olav Veigar Davíðsson, er hátíð í Háskóla Íslands. TALSVERT hefur verið rætt um mikil- vægi stöðugleika í starfsmannahaldi und- anfarin misseri, ekki síst meðal þeirra sem sinna umönnun og fræðslu barna. For- eldrar og sérfræðing- ar eru að vonum óánægðir þegar illa gengur að halda starfsliði skóla og leik- skóla stöðugu og telja það koma niður á gæð- um þeirrar þjónustu sem þessar stofnanir veita. Í þessu sam- bandi er gjarnan nefnt að það taki tíma fyrir nýtt starfs- fólk að kynnast börnunum og vinna traust þeirra. Sífelldar manna- breytingar eru jafnvel taldar geta orðið til þess að börnin treysti starfsfólki síður, auk þess sem þær auki álag á foreldra þeirra barna sem í hlut eiga. Aðlögunarhæfni barna er mis- munandi, sum eiga auðvelt með að kynnast fólki og eiga við það sam- skipti á meðan öðrum getur reynst það mjög erfitt. Börn sem glíma við fötlun af einhverju tagi fylla oft flokk þeirra barna sem erfitt eiga með samskipti við annað fólk, að kynnast því og treysta. Þau þurfa engu að síður, mörg hver, að leita til sérfræðinga, svo sem þroska- þjálfa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga, jafnvel oft í hverri viku. Álagið sem fylgir því að annast barn með fötlun er því oftar en ekki mjög mikið. Eins þarf fag- fólkið tíma til að kynnast börnunum og fjölskyldum þeirra til að meta hvar þörfin er brýnust fyrir íhlut- un. Stöðugleiki í starfsmannahaldi er þessum börnum og fjölskyldum þeirra því sérlega mikilvægur. Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins sinnir því hlutverki að greina fötlun barna og veita ráðgjöf til for- eldra og fagfólks um hvernig upp- eldi og umönnun þeirra verði best háttað. Síðastliðið ár nutu liðlega 500 börn og fjölskyldur þeirra þjón- ustu stöðvarinnar og þess fagfólks sem þar starfar. Stærstur hluti þessara barna glímir við þroska- hömlun en auk þess sinnir stofn- unin hópum hreyfihamlaðra sem og öllum börnum sem greinast með einhverfu og málhamlanir. Mörg þeirra barna sem leitað er með til Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins glíma við sjaldgæfa og erfiða fötlun sem krefst mikillar sérþekkingar, bæði faglegrar og persónulegrar þekkingar á því barni sem í hlut á hverju sinni, fjöl- skyldu þess og nánasta umhverfi. Slík þekking verður til við þverfag- legt samráð á löngum tíma. Með nánum samskiptum barns, foreldra og fagfólks (barnalækna, sálfræð- inga, talmeinafræðinga, félagsráð- gjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, sérkennara og leik- skólasérkennara) skapast grunnur þekkingar. Grunnur sem byggt er á þegar þær aðferðir sem taldar eru væn- legastar til árangurs hverju sinni eru valdar, aðferðir sem strax í bernsku miðast að því að viðkomandi einstaklingur geti not- ið lífsins á eigin for- sendum og bætt horf- ur sínar til sjálfstæðis á fullorðinsárum. Hér er því um afar mikil- vægt en um leið við- kvæmt, margþætt og flókið ferli að ræða. Óviðunandi kjör Mörgum foreldrum fatlaðra barna var illilega brugðið nú á vor- dögum þegar fréttir bárust af því að launakjör sérhæfðra starfs- manna á Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins væru með þeim hætti að þeir neyddust til að leita á önnur mið. Hvernig má það vera að launa- kjör þessara starfsmanna séu um- talsvert lakari en kjör starfsbræðra þeirra á öðrum stofnunum? Verði ekkert að gert á næstunni er viðbú- ið að þeir hætti störfum vegna þessa. Slíkt væri mjög bagalegt fyr- ir þau börn sem njóta þjónustu stöðvarinnar, sem og fjölskyldur þeirra. Ekki hefur verið unnt, vegna bágrar fjárhagsstöðu, að manna stöður þeirra sérfræðinga sem fara í barneignarfrí og ekki hefur tekist að ráða talmeinafræð- ing á eitt svið stöðvarinnar í tvö ár. Nú þegar eru biðlistar langir og mörg börn þurfa að bíða mánuði og jafnvel ár til að komast í greiningu og fá viðhlítandi úrræði. Hætt er við að þeir listar lengist enn frekar verði ekki gripið til róttækra að- gerða þegar í stað. Rannsóknir sýna að það að byrja snemma að þjálfa getur skipt sköpum fyrir fatl- aða einstaklinga. Afar mikilvægt er að rétt sé staðið að öllum málum frá upphafi til að greina þroskafrávik. Öll skerðing á starfsemi Greining- ar- og ráðgjafarstöðvar bitnar á þeim sem síst skyldi, börnum sem eiga í erfiðleikum og þurfa á grein- ingu, ráðgjöf og þjálfun að halda til að takast á við stærsta verkefnið – lífið sjálft. Áskorun til félagsmálaráðherra Í Morgunblaðinu fyrr í sumar er haft eftir Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra að ekki komi til greina að hækka laun starfsmanna á Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. Við skorum á félagsmálaráð- herra að endurskoða þessa afstöðu sína, þannig að hann og aðrir þeir sem að þessu máli koma finni á því lausn hið snarasta. Lausn sem tryggir skjólstæðingum þá þjón- ustu sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt. Lausn sem gerir fag- fólki sem starfar við stofnunina kleift að sinna því hlutverki sem því ber skylda til lögum samkvæmt. Lausn sem tryggir að sú mikla þekking sem þegar er til staðar á Greiningarstöð glatist ekki og þau tengsl sem þegar hafa verið mynd- uð verði ekki rofin. Við óskum eftir varanlegri lausn á fjárhagsvanda Greiningarstöðvar til að viðhalda þeirri jákvæðu þróun sem þar hefur átt sér stað í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. F.h. stjórnar Foreldra- og styrktarfélags Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins. Brýn nauðsyn á stöðugleika Ragnheiður Sigmarsdóttir Höfundur er formaður Foreldra- og styrktarfélags Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Launakjör Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins greinir fötlun barna og veitir ráðgjöf til foreldra og fagfólks um það, segir Ragnheiður Sigmars- dóttir, hvernig uppeldi og umönnun þeirra verði best háttað. MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136 Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.