Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hrísgrjónapúður Púðurdagar í Grafarvogs Apóteki Kynning Förðun Föstudaginn 5. október kl. 15:00 - 19:00 - líttu við - Kvennabósinn (The Ladies Man) Gamanmynd Leikstjórn Reginald Hudlin. Aðalhlutverk Tim Meadows, Billy Dee Williams, Lee Evans. (84 mín.) Bandaríkin 2000. Sam- myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. STJARNA þessarar myndar, Tim Meadows, er einn af Saturday Night Live genginu og er hér líkt og svo margir forverarar hans hafa gert að reyna að fóta sig í kvikmyndaheim- inum. Þetta hefur gengið upp og of- an hjá þeim félögunum. Þótt þætt- irnir sýni glögglega fram á óumdeilan- lega hæfileika þeirra þá hafa þeir ekki alltaf skilað sér í kvikmyndum í fullri lengd. Málið er nefnilega að það er alls ekki allra grínista að halda úti brandara í heila mynd þótt þeir geti komið sjálfum Páfanum til að hlæja í stuttu atriði. Oft á tíðum er handritum þessara mynda um að kenna að þær gera sig ekki og á það og við hér. Handrit The Ladies Man og framvinda er alls ekkert til að hrópa húrra fyrir, ófyndin og lapþunn. Meadows sýnir samt í þessu fyrsta aðalhlutverki sínu að hann er fyndinn og þægilega viðkunnanlegur náungi. Persónan sem hann hefur skapað, Kvennabós- inn, er og stórskemmtileg og skrítin skrúfa, ofursvalur töffari sem bræðir konur eins og smjör og vefur körlum þeirra um fingur sér með silkitungu sinni og sannfæringarmátti. Skarphéðinn Guðmundsson Kjánalegur kvennabósi Líkflutningar (Mortel Transfert) Spenna/Gaman Leikstjórn Jean-Jacques Beineix. Aðal- hlutverk Jean-Hugues Anglade, Hélene de Fougerolles. (118 mín.) Frakkland 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 16 ára. JEAN-Jacques Beineix er einn virtasti leikstjóri Frakka í dag, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja nokkrar af eftirminnilegustu frönsku myndum síðustu áratuga, myndir á borð við Betty Blue og Dive, svo að- eins tvær hinar kunnustu séu nefnd- ar. Gallinn við karl- inn er hinsvegar sá að hann næstum því eins afkastalítill og hann er mistækur. Hlýtur því að telj- ast nokkur viðburð- ur þegar ný mynd kemur frá karlinum og er það hin mesta synd að hennar fékkst ekki notið fyrst á hvíta tjaldinu stóra. Nýjasta mynd Beineix er sem sagt frumsýnd á myndbandi en hér er á ferð kómedía eins og þær gerast svartastar. Það er eins og hann hafi fengið hugljómun við að sjá verk Caro og Jeunet, að þótt viðfangsefnin séu myrk og drungaleg þurfi húmorinn ekkert endilega að vera víðs fjarri. Sannarlega er þetta fyndnasta mynd eftir Beineix sem ég hef séð og gaman er að sjá vin hans Anglade (Betty Blue) fá að nýta augljósa gamanleik- hæfileika sína til hins ýtrasta. Vissu- lega dettur myndin niður í tilgerðar- lega ládeyðu endrum og sinnum en það nær sem betur fer ekki að spilla fyrir yndislegum kvikindisskapnum, sem Beineix setur fram á einstaklega blygðunarlausan hátt. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Dauðans alvara SÖNGKONAN Anna Vil-hjálms er nú búin að vera aðí fjóra tugi ára og hyggstfagna þeim með söng- skemmtun í kvöld og á morgun í Ás- garði, Glæsibæ, ásamt hljómsveit Stefáns P. Hér er á ferðinni vegleg afmælissýning en með Önnu verða gestasöngvararnir Ari Jónsson, Guðrún Árný, Hjördís Elín, Skapti Ólafsson, Viðar Jónsson og Sigrún Vala. Einnig munu dansarar frá Jóni Pétri og Köru koma fram en kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. „Que sera sera“ Anna er fjölhæf söngkona og stíl- arnir margir sem hún hefur beitt fyrir sig í gegnum tíðina. „Þemað í þessu er söngferill minn í fjörutíu ár,“ tilkynnir Anna blaða- manni. „Ég tek hvern tug fyrir sig. Ég byrja á fyrsta laginu sem ég söng þegar ég var 5 eða 6 ára á jólaballi í Sjálfstæðishúsinu. Það er lagið „Que sera sera“. Svo tek ég rokkið og fer í áttunda og níunda áratuginn og svo í kántríið og enda á þessu nýjasta.“ Anna er mikill aðdáandi sveitatón- listar og hefur gert mikið af því að syngja hana á ferlinum. „Ég er búinn að syngja kántrí síð- an ’70. Þá þekktist það varla hérna enda söng ég það mest upp á velli. En þetta hefur verið að breytast mikið í dag, með línudansinum og svona. Það er ekkert ball hjá mér nema ég syngi kántrílög. Ég er alltaf með einhvern lager af því.“ Anna segir þetta verða í síðasta sinn sem hún ætli að setja upp svona stóra skemmtun. „Þetta er lokapunkturinn. Ég er svona að fara að draga mig í hlé. Ég ákvað að setja punktinn yfir i-ið, þar sem að mér sýnist ég ekki ætla að ná því að verða eins og Tina Turner (hlær).“ Ung „Ég byrjaði mjög ung að syngja, var ekki nema 16 ára,“ rifjar Anna upp og rekur ferillinn í knöppu máli. „Ég var með Gunnari Ormslev á Borginni, ég var með Svavari Gests, Magnúsi Ingimarssyni, Vilhjálmi Vilhjálms og Berta. Svo fór ég út í það að stofna eigin sveit upp úr ’70. Hún hét Experiment og við spiluðum aðallega á vellinum. Svo fluttist ég út til Bandaríkjanna og bjó þar í sjö ár. Svo þegar heim var komið söng ég í Leikhúskjallaranum. Svo var það Þórscafé, Glæsibær o.s.frv. Og allar sýningarnar sem ég hef tekið þátt í eru fjölmargar.“ Anna segist vera með breiða tón- listarlega nálgun í sínum skemmtun- um og leggi upp úr því að höfða til allra. Hún leggur hins vegar áherslu á það að hún geri ekki út á gömlu dansana. „Ég geri út á rokk og ról og sjö- unda áratugs tónlist, ég er mikið í því og kántríinu. Svo rennum við okkur að sjálfsögðu í gegnum sam- tímatónlistina ef þess þarf, „Sex Bomb“ og svona (hlær). Skemmtunin verður aðeins þessa einu helgi, föstudags- og laugardags- kvöld. Hefst hún kl. 19.30 fyrir mat- argesti en einnig er hægt að kaupa miða á skemmtun og dansleik sem hefst kl. 22. Eftir skemmtunina verð- ur almennur dansleikur fram á nátt. Borðpantanir eru í símum 581-4315 og 568-5560. Netfang: veislueldhus- id@simnet.is. Spilar ekki gömlu dansana Anna ásamt hljómsveit Gunnars Ormslev, um 1960. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Anna á Country Festival 2001 sem fram fór á Broadway í vor. Að skella sér á dansiball er um margt deyj- andi iðja hér á landi. Anna Vilhjálmsdóttir er ein af þeim sem hefur gert sitt besta til að afstýra þeirri þróun og sagði hún Arnari Eggerti Thoroddsen allt af létta. 40 ára söngafmæli Önnu Vilhjálms arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Hringir,eða Hr. Ingi R. eins oghún er stundum kölluð, hefur hringsólað í kringum skemmtivæna Íslendinga lengur en margan grunar eða í heil 12 ár. Sveitin er skipuð þeim Kormáki Geirharðssyni bumbuberjara, Kristni Árnasyni slaggígjuplokk- ara og Herði Bragasyni, orgel- undrinu eina og sanna. Þeir fé- lagar gáfu nýverið út stuðvænu teitisplötuna Hundadiskó og ætla að fagna útgáfunni í kvöld í Leik- húskjallaranum eins og þeirra er von og vísa. Fimm dagar Kormákur segir innblásturinn að plötunni vera sama gamla sýrupolkann, eins og hann gerist bestur. „Þessi lög koma oft á mjög löngu skeiði. Það er svona verið að taka af herðunum efni sem maður hefur lengi viljað gefa út. Platan er tekin upp á mjög stutt- um tíma, eða fimm dögum. Við vorum ekkert að liggja of lengi yfir hlutunum.“ Kormákur segir að eftir því sem mannskap hafi fækkað í Hringjum hafi sveitin orðið betri. „Það voru allt að sex manns í bandinu stundum. Þetta var fyrst fremur venjubundin polkasveit, hálfgert útibú frá Júpíters. Henni var komið saman þegar allir þeir þrettán í Júpíters gátu ekki kom- ið saman og þá var hægt að halda polkaball en það fannst okkur nettlummó þá. Þegar ég kom inn í bandið fór mönnum að fækka en ég vona að það hafi ekki verið út af mér (glottir). En síðan þróaðist þetta út í þennan sýrupolka.“ Kormákur fer að hlæja og seg- ir sum lögin hafa verið orðin það sýrð að það þurfti að skera þau niður í lengd, sum þeirra orðin hátt í 7 mínútur að lengd. Síðasta plata Hringja var gerð ásamt söngkonunni Möggu Stínu. Þar var eingöngu um tökulög að ræða. Á plötunni nýju eru þau hins vegar bara tvö. „Það er gamalt þjóðlag þarna sem heitir „Jenka“,“ segir Kor- mákur. „Við tókum það bara af því að við vorum svo þunnir þann daginn. Ákváðum því að taka eitt- hvað sem við kynnum örugglega til að hrista af okkur slenið. Við ákváðum síðan að nota það af því að það gekk svo vel. Þetta var bara ein taka. Svo er lagið „Pop- corn“ þarna. Það hefur loðað við okkur svo lengi að við höldum næstum því að við höfum samið það.“ Einhver brúðkaup Kormákur segir að nóg sé við að vera í spilamennskunni. „Þetta kemur svona í lægðum og hæðum. Á sumrin vilja allir fá okkur í einhver brúðkaup t.d. Hringir geta spilað við hvaða tækifæri sem er; við gætum þess vegna hitað upp fyrir Discharge á einhverjum pönktónleikum ef verða vildi. Ef við erum í kokk- teilboði og tónlistin á að vera í bakgrunni þá spilum við lögin okkar bara hægt og yfirvegað (hlær). Svo getum við spilað sömu lög á balli um kvöldið og þá er bara gefið í botn.“ Kvöldið hefst kl. 23.30 og munu Hringirnir stíga á svið upp úr miðnætti. Samúel J. Samúelsson, básúnuleikari Jagúar, mun svo þeyta skífum eftir að Hringir hafa lokið sér af. Morgunblaðið/Ásdís Sýrupolki! Hringir í stuði. Spilum hægt í kokkteilboðum arnart@mbl.is Útgáfutónleikar sýrupolkasveitarinnar Hringir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.