Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA lagði í gær fram frumvarp sem felur meðal annars í sér tvenns konar breytingar á reglum um reikningsskil fyrirtækja og er gert ráð fyrir að breytingarnar muni gilda frá næstu áramótum. Nái frumvarpið fram að ganga verða ann- ars vegar þær breytingar að verð- bólgureikningsskil verða afnumin og hins vegar að fyrirtækjum verður heimilt að færa bókhald og ársreikn- inga í erlendri mynt. Verðbólgureikningsskilum er ekki beitt í helstu viðskiptalöndum Íslands og hefur því verið haldið fram að notkun slíkra reikningsskila standi í vegi fyrir frekari þátttöku útlendinga í íslensku atvinnulífi, enda þekki þeir ekki slíkar bókhaldsaðferðir og þær verki fráhrindandi. Þá geti þessar uppgjörsaðferðir gert íslenskum fyr- irtækjum erfiðara fyrir að afla sér lánsfjármagns erlendis, því erlendir bankamenn kunni ekki að lesa ís- lensku reikningana og samanburður íslenskra félaga við hin erlendu sé ekki raunhæfur vegna þessara ólíku uppgjörsaðferða. Rökin fyrir heimildum fyrirtækja til að gera upp í erlendum gjaldmiðli hafa meðal annars verið þau að ýmis fyrirtæki hér á landi hafi mestan hluta tekna og gjalda erlendis og í er- lendri mynt. Rekstur þeirra sé því í raun í erlendum gjaldmiðli og erfitt sé fyrir þau að búa við gengisáhættu vegna krónunnar eins og núverandi uppgjörsaðferð felur í sér. Hafa fyr- irtækin Marel, Bakkavör, SÍF og Össur verið nefnd í þessu sambandi. Á það hefur verið bent að þessar breytingar ásamt fyrirhuguðum breytingum í skattamálum geti því verið til þess fallnar að laða erlenda fjárfesta til landsins og koma í veg fyrir að íslensk fyrirtæki sjái sig knú- in til að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Dulin eign fyrirtækja mun vaxa Verðbólgureikningsskil hafa verið notuð hér undanfarna tvo áratugi og voru tekin upp vegna þess að hér var verðbólga upp á tugi prósenta. Ein- staka lönd sem búið hafa við mikla verðbólgu hafa beitt svipuðum að- ferðum og má þar nefna Chile og Mexíkó, en eins og að framan sagði hafa helstu viðskiptalönd Íslands ekki leiðrétt reikningsskil fyrir verðbólgu. Ein af afleiðingum þess að leiðrétta ekki fyrir verðbólgu er að eignir verða alltaf færðar á upphaflegu kaupverði og þess vegna verða þær vanmetnar eftir því sem árin líða, jafnvel þó verðbólgan sé lág. Í fyr- irtækjunum verður af þessum sökum meiri dulin eign en hingað til hefur verið. Búast má við að afleiðing þessa verði að eigið fé fyrirtækja muni lækka. Áhrifin af niðurfellingu verðbólgu- reikningsskila verða ekki hin sömu fyrir allar atvinnugreinar. Afkoma þeirra fyrirtækja sem eiga meira af peningalegum eignum en skuldum mun batna eftir þessar breytingar, en versna þar sem skuldir eru meiri en eignir. Þess vegna er gert ráð fyrir að bankar og tryggingafélög muni sýna betri afkomu eftir breytingarnar en aðrar atvinnugreinar muni yfirleitt sýna lakari afkomu. Þegar Íslandsbanki birti uppgjör sitt fyrir fyrri hluta þessa árs sýndi hann hvaða áhrif það hefði haft á af- komu bankans á fyrri hluta ársins að gera upp án verðbólguleiðréttingar. Bankinn hagnaðist um 2.227 milljónir króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins samkvæmt þeirri uppgjörsaðferð sem nú er notuð, en án leiðréttingar hefði hagnaður fyrir skatta verið 2.900 milljónir króna. Munurinn er 673 milljónir króna eða 30%. Deloitte & Touche hefur reiknað út hver áhrif þess hefðu verið á afkomu 27 félaga af samtals 49, sem skráð voru á aðallista Verðbréfaþings, að verðleiðréttingum hefði verið hætt í ársbyrjun 2000. Helstu niðurstöður voru þær að af þessum 27 félögum voru 6 með betri útkomu án verðleið- réttinga en 21 með lakari afkomu. Af- koma lánastofnana hefði í fyrra verið 50% betri án verðleiðréttinganna, en sjávarútvegsfyrirtæki, svo dæmi sé tekið, hefðu sýnt 21% lakari afkomu. Áhrif afnáms verðbólgureikningsskila frá áramótum Afkoma lánastofnana hefði verið 50% betri ENGIN átök urðu á stjórnar- fundi Sparisjóðabankans og verður stjórn bankans óbreytt. Að sögn Geirmundar Kristins- sonar, formanns bankaráðs Sparisjóðabankans, hafa spari- sjóðirnir ævinlega staðið sam- an og engin breyting hafi orðið á því á fundinum þótt menn hafi skipst á skoðunum. Sátt hjá sparisjóðum RÁÐSTEFNU Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO) um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar lauk í Reykjavík í gær. Lokayfirlýsing ráðstefnunnar var samþykkt samhljóða í gærkvöldi en fram kom hörð gagnrýni á yfirlýs- inguna þar sem hún þótti ekki taka nægilega vel á áhrifum sjávarspen- dýra á vistkerfi sjávar. Í yfirlýsingunni eru ítrekaðar skuldbindingar þjóða heims til að stunda fiskveiðar með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Í henni segir að markmið þess að taka tillit til vist- kerfisþátta við fiskveiðistjórnun sé að stuðla að matvælaöryggi til lengri tíma og þróun samfélaga, auk þess að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu vistkerfa hafsins og auðlinda þeirra. Þar segir einnig að tillit til vistkerf- isþátta við fiskveiðistjórnun feli í sér að tekið sé mið bæði af áhrifum sjáv- arútvegs á vistkerfið og áhrifum vist- kerfisins á sjávarútveg. Einnig er lögð áhersla á aðra þætti sem hafa áhrif á vistkerfi hafsins, svo sem mengun frá landi. Lögð er áhersla á samspil hinna ýmsu þátta vistkerfis- ins, m.a. er tekið fram að kanna eigi þetta samspil nánar, þ.m.t. fæðusam- setningu einstakra stofna og tegunda og samspil hinna ýmsu tegunda innan fæðukeðjunnar. Átök um orðalag Töluverð töf varð á birtingu yfirlýs- ingarinnar í gær vegna þess hve erf- iðlega gekk að ná samkomulagi um orðalag hennar. Eftir að yfirlýsingin var samþykkt í gærkvöldi bókuðu bæði Japan og Santa Lucia athuga- semdir við hana, þess efnis að í yf- irlýsingunni væri ekki nægilega fast að orði kveðið um áhrif afráns sjáv- arspendýra á vistkerfi hafsins. Mas- ayuki Komatsu, fulltrúi Japans á ráð- stefnunni, sagði í samtali við Morgun- blaðið að yfirlýsingin væri mikil vonbrigði, enda tæki hún engan veg- inn mið af þeim umræðum sem fram fóru á ráðstefnunni. Afrán hvala væri lykilatriði í vistkerfi sjávarins. Sú staðreynd að ekki er minnst á sjáv- arspendýr í yfirlýsingnni væri að sínu mati skref tuttugu ár aftur í tímann. Japanir hefðu eigi að síður samþykkt þessa málamiðlun til að rjúfa ekki samstöðu aðildarþjóða FAO. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra og forseti ráðstefnunnar, sagði ráðstefnuna hafa heppnast geysilega vel og lokayfirlýsingin væri mikilvegt skref í rétta átt. Hann sagð- ist ekki líta svo á að yfirlýsingin væri málamiðlun. Ráðstefnan hefði fyrst og fremst snúist um fiskveiðar og hvernig taka ætti tillit til vistkerfisins í stjórnun fiskveiða. „Ég tel að yfirlýs- ingin sé góð niðurstaða í þá átt og í takt við það sem Íslendingar hafa í huga í þessum efnum. Það vita hins vegar allir að sjávarspendýr eru mik- ilvægur hluti vistkerfisins en það er ekki minnst á þau sérstaklega í yf- irlýsingunni frekar en annað sem einnig er mikilvægt í vistkerfi hafs- ins.“ Hörð gagnrýni á lokayfirlýsingu Morgunblaðið/Golli Ráðstefna FAO um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Grímur Valdimarsson, deild- arstjóri hjá FAO, bíða birtingar lokayfirlýsingar ráðstefnunnar í gær. BYGG hefur sprottið vel í sunnan- verðum Snæfellsbæ í sumar. Hjónin á Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík, þau Guðjón Jóhannesson og Guðný Jakobsdóttir, fengu tæplega fjög- urra tonna uppskeru af blautu byggi á hektara og það sama er að segja um þá bræður Kristján og Svavar Þórðarsyni á Ölkeldu í Staðarsveit, en á báðum bæjum var sáð í 5 hekt- ara. Nokkur samvinna hefur verið milli bæjanna við byggræktina. Festu bændurnir m.a. sameiginlega kaup á kornþreskivél og hefur sú fjárfesting skilað sér vel. Hjónin í Syðri-Knarrartungu voru í vikunni að ljúka skurði á síð- asta akrinum og sagði Guðný að þau ræktuðu eingöngu íslenska afbrigð- ið Súlu sem er tveggja raða bygg í 4 ha. og 6 raða Olsok í tæplega einum ha. Það kom sérlega vel út í sumar, þroskaðist hratt og fyllti sig vel, enda var sumarið gott og heitt, þrátt fyrir kalt vor. „Segja má að í sumar hafi verið kjöraðstæður til ræktunar. Við höfum aldrei skorið jafnvel þroskað bygg og nú og erum mjög ánægð með uppskeruna,“ seg- ir Guðný. Byggið er súrsað í stór- sekkjum og notað í bland með hefð- bundnum fóðurbæti á kúabúi þeirra líkt og á Ölkeldu. Nokkuð er síðan þeir bræður Kristján og Svavar skáru sitt bygg, en þeir hafa ræktað til helminga ís- lenska afbrigðið Súlu og norskt 6 raða bygg sem nefnist Arve. Krist- ján segir að vel hefði verið hægt að geyma það lengur að skera og þá væri byggið enn að vaxa í þessari einmunablíðu. „En það er aldrei að treysta á haustveðrin. Íslenska af- brigðið hefði staðið af sér rign- inguna og rokið sem kom fyrir tveimur vikum, en erlenda afbrigðið náði mittishæð hjá okkur í sumar og hefði skemmst í slíku veðri.“ Krist- ján segir að áframhald verði á bygg- rækt þeirra og að sífellt sé verið að þróa ný afbrigði. Einn helsti sér- fræðingur landsins í byggrækt sé Jónatan Hermannsson hjá RALA sem vinnur stöðugt að því að þróa afbrigði sem henta hverjum lands- hluta og jafnvel hverri sveit. „Best væri ef við fengjum 6 raða lágvaxið bygg sem skilaði meiri uppskeru og þyldi veðráttuna betur,“ segir Krist- ján að lokum. Góð bygguppskera Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Byggax í hendi Guðnýjar í Syðri-Knarrartungu. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Byggskurður í Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík. Hellnar/Snæfellsbær Á SÆNAUTASELI í Jökuldalsheiði er hafin bygging eldhúss við fjárhús sem endurbyggt var skammt frá gamla bænum sem þar er. Sveitarstjórn Norður-Héraðs ákvað að breyta fjárhúsinu í veit- ingasal og byggja við það eldhús sem heilbrigðiseftirlit geti samþykkt. Fjárhúsið er byggt af torfi og grjóti, endurbyggt á rústum gamals fjárhúss sem var í notkun til 1943 þegar Sænautasel fór í eyði. Eldhúsið verður byggt sem sjálf- stætt hús sem verður hulið með torf- og grjótveggjum svo utan frá séð lít- ur út fyrir að hlaða standi við fjár- húsin. Að sögn Björns Halls Gunnars- sonar leigutaka og staðarhaldara á Sænautaseli er áætlað að klára eld- húsið nú í haust og vetur og taka það í notkun næsta sumar. Séð yfir grunn eldhúss sem verið er að reisa á Sænautaseli. Byggja eldhús við fjárhús Vaðbrekka Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.