Morgunblaðið - 05.10.2001, Side 13

Morgunblaðið - 05.10.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 13 OD DI HF H2 02 6 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Ámorgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. farsíma, þráðlausa síma, eldavélar, baksturs- ofna, helluborð, gufugleypa, örbylgjuofna, kæliskápa, frystiskápa, frystikistur, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, ýmis smátæki og margt fleira. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur þennan dag. Ný heimilislýsingardeild kynnt: Komið og skoðið nýja glæsilega heimilislýsingardeild og finnið réttu lampana fyrir ykkur. Veggljós, ljósakrónur, loftljós, kastarar, borðlampar, gólflampar, Tiffany-lampar, halógenlampar, útiljós og ljósaperur. Þetta fáið þið allt hjá okkur. Við hjálpum ykkur að lýsa upp tilveruna í vetrarskammdeginu. Góð tilboð í tilefni dagsins. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni. Sölusýning Á morgun frá 10 – 16 EKKI liggur fyrir hvort nýtt félag heimamanna, sem tekið hefur við rekstri kjúklingasláturhússins á Hellu, mun slátra fyrir Reykjagarð. Í úrskurði samkeppnisráðs segir að Reykjagarður skuli semja við fyrir- tækið um slátrun á 20% framleiðsl- unnar á Hellu. Samkeppnisráð setur þó það skilyrði að verðlagning fyrir slátrun megi ekki vera verulega óhagstæðari á Hellu en í nýju slát- urhúsi Móastöðvarinnar í Mos- fellsbæ. Samkeppnisráð setti nokkur skil- yrði fyrir því að samþykkja slátur- samning Reykjagarðs við Móastöð- ina sem fyrirtækin gerðu í sumar. Eitt þeirra er um viðskipti Sameflis ehf., nýs fyrirtækis heimamanna á Hellu sem tók við rekstri kjúklinga- sláturhúss Reykjagarðs á Hellu um síðustu mánaðamót. „Reykjagarður hf. skal innan fjög- urra mánaða frá dagsetningu þess- arar ákvörðunar semja við Samefli ehf., eða annað fyrirtæki sem kann að taka við rekstri kjúklingasláturhúss og kjötvinnslu sem rekin hefur verið af Reykjagarði hf. á Hellu, um að það fyrirtæki slátri a.m.k. 20% af alifugl- um framleiddum af Reykjagarði hf., eða því fyrirtæki sem kann að taka yfir alifuglaeldi það sem nú fer fram hjá Reykjagarði hf. Þessi skylda fell- ur niður ef Reykjagarður hf. getur með óyggjandi hætti sýnt Sam- keppnisstofnun fram á það að verð- lagning þess fyrirtækis sem tekur yfir rekstur sláturhússins og kjöt- vinnslunnar á Hellu sé verulega óhagstæð eða þjónusta fyrirtækisins sé óviðunandi.“ Samefli er að skoða málið Valtýr Valtýsson, stjórnarformað- ur Sameflis, sagði að fyrirtækið myndi skoða rækilega möguleika á að gera samning við Reykjagarð um slátrun á 20% af framleiðslu fyrir- tækisins. Hann sagði að lengi hefði legið fyrir að gera þyrfti ákveðnar endurbætur á húsinu og framleiðslu- ferlum. Verið væri að skoða hversu mikill kostnaðurinn yrði. Yfirdýralæknir bannaði slátrun í sláturhúsinu á Hellu eftir að salmon- ella kom upp í vissum eldishópum hjá Reykjagarði. Valtýr sagði að dýra- læknir hefði veitt undanþágu frá þessu banni og því hefði öðru hverju verið slátrað öndum og hænum í slát- urhúsinu í sumar og haust. Hann sagði að Samefli ætti eftir að ræða betur við dýralækni um þær kröfur sem hann gerði um endurbætur á húsinu. Það lægi því ekki fyrir hve mikill kostnaður fylgdi þessum end- urbótum. Valtýr sagðist ekki geta svarað því hvort Samefli gæti boðið Reykjagarði samkeppnishæft verð. Hann sagði engan ágreining um það við Reykja- garð að það væri forsenda fyrir því að Samefli færi að slátra fyrir fyrirtæk- ið. Samefli hefði hins vegar fullan hug á að nýta sér þetta ákvæði í úrskurði samkeppnisráðs ef sýnt væri að við- skiptin gengju upp fjárhagslega. Óljóst hvort Reykjagarður slátrar á Hellu HEILDARVEIÐIN í Soginu ver- tíðina 2001 er fremur slök að mati Ólafs K. Ólafssonar formanns ár- nefndar Sogsins fyrir hönd SVFR. Veiði lauk nýlega í Soginu og veiddust alls 293 laxar og 666 bleikjur. Stærsti laxinn var 20,5 pund, veiddur fyrir landi Bíldsfells. Að sögn Ólafs kom Bíldsfellið best út með 97 laxa og 292 bleikjur. Síðan komu Alviðra með 89 laxa og 50 bleikjur og Ásgarður með 80 laxa og 109 bleikjur. Syðri-Brú, sem er aðeins með eina dagstöng og litla bleikjuveiði, gaf 27 laxa og 8 bleikjur. Á hinum svæðunum þremur er veitt á þrjár stangir. Við þetta bætist silungasvæðið í Ás- garði, sem gaf 207 bleikjur sam- kvæmt veiðiskýrslum, en kunnugir telja að veiði þar hafi verið talsvert meiri en ýmsir hafi verið latir að bóka afla sinn. Það er þó ekki selt dýrara verði en það er keypt hér. Auk 20,5 punda lax sem veiddist í Bíldsfelli veiddist 19 punda lax í Alviðru og stærstir á svæðum Ás- garðs og Syðri-Brúar voru 14 og 12 punda laxar. Laxinn í Soginu var mest smálax eins og verið hefur síðustu sumur, en stórlaxarnir sem áin var fræg fyrir fyrrum virðast hafa týnt mjög tölunni. Meira fjör í Tungufljóti Holl sem lauk veiðum í Tungu- fljóti á hádegi þriðjudagsins fékk 28 birtinga og þar af nokkra „vel væna“ að sögn Bergs Steingríms- sonar framkvæmdastjóra SVFR. Þar með höfðu veiðst um 50 fiskar í ánni á fjórum dögum, flestir í ár- mótunum við Ása-Eldvatn. Gunnar Óskarsson formaður SVFK sagði reyting í Geirlandsá, hollin oftast með 8 til 12 fiska og „engin skot“. Stærstu fiskarnir 8 til 10 pund. Í Fossálum hefði besta hollið verið með 9 birtinga. Gunnar sagði það kenningu ýmissa, að óvenjuhlýtt haust kæmi í veg fyrir að birtingurinn flýtti sér upp úr jökulvatninu í bergvatnsárnar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Slök heildar- útkoma í Soginu Stefán Sigurðsson og Bjarni I. Árnason halda hér á milli sín á 19 punda hæng sem var stærsti laxinn úr Langá á Mýrum á vertíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.