Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.10.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPTAR skoðanir voru um fjárlagafrum- varp fyrir árið 2002, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Fyrsta umferð umræðna um frum- varpið fór þá fram og tóku fjölmargir þing- menn úr öllum flokk- um þátt í umræðunum. Ræðumenn gerðu ým- ist einstök atriði frum- varpsins eða heildar- áhrif þess að umtalsefni, en nokk- urn svip setti á um- ræðuna sú gagnrýni sem leiðtogar stjórnar- andstöðunnar höfðu áður látið í ljós og við- vék forsendum þess. Einkum snýr sú gagn- rýni að því að ekki hafi að þessu sinni við gerð fjárlagafrumvarpsins verið stuðst við spár Þjóðhagsstofnunar heldur áætlanir fjár- málaráðuneytisins sjálfs. Kom til nokkurra hnútu- kasta milli fjármálaráðherra og formanns Samfylkingarinnar vegna þessa við upphaf umræðunn- ar í gærmorgun og snerust þær umræður að nokkru um það, hvor þeirra skuldaði hinum afsökunar- beiðni. Frumvarpið endurspeglar breytta stöðu efnahagsmála Fjármálaráðherra gerði í máli sínu grein fyrir megináherslum ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum eins og þær birtast í frumvarpinu. Auk þess gerði hann grein fyrir helstu efnisatrið- um frumvarpsins og þeim forsend- um sem það byggist á. Fór hann hins vegar ekki í einstakar fjárveit- ingar í frumvarpinu. „Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2002 endurspeglar að mörgu leyti breytta stöðu efnahagsmála,“ sagði Geir. „Eftir kröftuga efnahagsupp- sveiflu síðustu ár hefur hagkerfið færst nær jafnvægi á nýjan leik. Verulega hefur dregið úr innlendri eftirspurn og viðskiptahalli minnk- ar óðfluga. Einnig eru horfur á að verulega dragi úr verðbólgu á næstunni. Í kjölfarið hefur hag- vöxtur minnkað. Þessi þróun leiðir óhjákvæmilega til minni tekjuauka hjá ríkissjóði. Við þessar aðstæður er eðlilegt að afgangur á ríkissjóði verði minni en verið hefur á und- anförnum árum. Hins vegar er afar mikilvægt að áfram verði fylgt að- haldssamri stefnu í ríkisfjármál- um.“ Fram kom í máli ráðherra að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að afgangur á ríkissjóði á árinu 2002 verði 18,6 milljarðar kr., eða sem nemur tæplega 2,5% af landsframleiðslu. Lánsfjárafgang- ur verði mun meiri eða rúmlega 41 milljarður kr. samkvæmt frum- varpinu. „Þessi niðurstaða er til marks um þann árangur sem náðst hefur í stjórn efnahagsmála hér á landi á undanförnum árum og er í fullu samræmi við þá meginstefnu rík- isstjórnarinnar að viðhalda stöðug- leika, styrkja undirstöðu atvinnu- lífsins og stuðla að áframhaldandi lífskjarabót fyrir fólkið í landinu,“ sagði hann ennfremur og bætti við að reiknað væri með því að hreinar skuldir ríkisins yrðu komnar niður í 14% af landsframleiðslu undir lok næsta árs. Þetta þýddi að í fyr- irsjáanlegri framtíð mætti gera ráð fyrir því að ríkið yrði í heildina lán- veitandi, en ekki skuldari, þótt vissulega mundi ríkið halda áfram að gegna hlutverki sínu á lána- markaði með útgáfu skuldabréfa. Veigamikil rök fyrir skattalækkun „Við þessar aðstæður eru veiga- mikil rök fyrir því að lækka skatta, jafnt á fyrirtækjum sem einstak- lingum. Með skynsamlegum skattaaðgerðum er hægt að koma í veg fyrir neikvæða keðjuverkun í efnahagslífinu og ríkisvaldið getur þannig verið aflvaki í jákvæðum viðbrögðum hagkerfisins við niður- sveiflunni. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að beita sér fyrir umfangs- miklum skattkerfisbreytingum sem munu koma til framkvæmda á næstu tveimur árum,“ sagði Geir og vísaði þar til tillagna ríkis- stjórnarinnar í skattamálum sem kynntar voru opinberlega á mið- vikudag og ítarlega hefur verið greint frá. Jón Bjarnason (VG) sagði frum- varpið og boðaðar skattabreyting- ar vera pólitíska yfirlýsingu í sjálfu sér. Gagnrýndi hann áform um lækkun tekjuskatts á fyrirtæki og um leið hækkun tryggingargjalds, einkum á þeim forsendum að slíkt kæmi fyrirtækjum á suðvestur- horninu til góða en fyrirtækjum á landsbyggðinni hins vegar illa. Sagði hann að flest þau fyrirtæki sem skiluðu verulegum hagnaði nú um stundir væru í nágrenni höf- uðborgarinnar og þau mundu njóta skattalækkunar. Úti á landi, ekki síst í fiskvinnslunni, mundi hækk- un tryggingargjalds hafa slæm áhrif á launagreiðendur og jafnvel ríða einhverjum fyrirtækjum að fullu. Ráðherra svaraði því til að breytingar á skattkerfinu myndu vafalaust gagnast öllum á landinu. Það þyrfti að líta á breytingarnar sem eina heild og benti hann m.a. á að eignarskattar á fyrirtæki lækk- uðu verulegu og þýddu verulega hagsbót fyrir fyrirtækin. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ráðherra nú þrotinn þeim sannfæringar- krafti sem hann áður hefði verið innblásinn af í góðæri síðustu ára. „Ég verð að segja að í fyrsta skipti fær fjármálaráðherra full- komna falleinkunn fyrir þær for- sendur sem þetta frumvarp bygg- ist á,“ sagði Össur og rakti síðan hvernig forsendur frumvarpsins væru að sínu mati rangar eða gall- aðar. „Hvers vegna eru vextir svona háir hér á landi?“ spurði Össur og svaraði spurningunni sjálfur á þá leið að ríkisstjórninni hefði mistek- ist við stjórn efnahagsmála; mis- tekist svo hrapallega að Seðla- bankinn, sem yrði að fara að verðbólguforsendum þeirra, gæti ekki lækkað vextina. Sagði hann ráðherrana vera seka í þessum efn- um um að mergsjúga íslensk fyr- irtæki. Gagnrýndi Össur fjármálaráð- herra fyrir að biðja um afsökunar- beiðni frá stjórnarandstöðunni fyr- ir að hafa bent á rangar forsendur fyrir frumvarpinu. Afsökunar- beiðni fyrir að hafa afhjúpað þann blekkingarleik sem boðið hefði ver- ið upp á. Fréttatilkynning frá ráðu- neytinu hefði verið enn ein blekk- ingin. Sagði hann menn svo ósvífna í tilraunum sínum til þess að hrekja gagnrýni stjórnarandstöð- unnar að þeir sendu frá sér tölur sem stæðust ekki skoðun. „Hver á að biðja hvern afsök- unar?“ spurði Össur og sagðist þeirrar skoðunar að fjármálaráð- herra ætti frekar að biðjast afsök- unar á því að hafa ekki haft kjark til þess að leggja fram forsendur fjárlaganna. Vísaði hann einnig til gagnrýni ýmissa aðila á markaði á frumvarpið eða framsetningu þess. Ný spá Þjóðhagsstofnunar barst of seint Fjármálaráðherra svaraði gagn- rýni Össurar fullum hálsi og sagði „þennan Nostradamus íslenskra efnahagsmála“ hafa orðið sér til minnkunar með orðum sínum og aðdróttunum. Upplýsti hann hins vegar að talnabálki fjárlagafrum- varpsins hefði verið lokað 10. sept- ember sl. og þess vegna hefði verið stuðst við spá Þjóðhagsstofnunar frá 4. september, sem m.a. gerði ráð fyrir 1% hagvexti 2002. Eftir að bálknum hefði verið lokað hefði Þjóðhagsstofnun hins vegar sent nýja spá hinn 14. september, þar sem m.a. var gert ráð fyrir þjóð- arframleiðslu upp á -0,3%. Fjárlagafrumvarp til fyrstu umræðu á Alþingi í gær Enn deilt um for- sendur útreikninga Þingmenn hlustuðu af athygli þegar rætt var um frumvarp til fjárlaga á Alþingi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær um þrjá sjóði, sem hjónin Bent Scheving Thorsteinsson og Mar- garet Ritter Ross Wolfe hafa stofnað við Háskóla Íslands á tæpu ári, var rangt farið með nafn móður Bents. Hið rétta er að Bent er sonur Þor- steins Scheving Thorsteinssonar og barnsmóður hans, Guðrúnar Sveins- dóttur, er síðar giftist Óskari Þórð- arsyni, barnalækni og fósturföður Bents. Einn sjóðanna er hins vegar stofnaður í minningu hjónanna Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Leiðrétting BOÐI heitir nýtt skilaboða-, öryggis- og samskiptakerfi sem auðveldað getur yfirstjórnum björgunarað- gerða útkall hópa sinna og nota má einnig til að koma boðum til einstak- linga sem hópa. Boði er ávöxtur sam- starfs Símans við Neyðarlínuna og kynntu fulltrúar þeirra kerfið í gær ásamt fulltrúum ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Flugmálastjórn Íslands og Almanna- varna. Hugbúnaðarfyrirtækið Grunnur, dótturfyrirtæki Símans, hefur hann- að Boða í samstarfi við Símann og Neyðarlínuna. Grunnur hefur sér- hæft sig í gerð hugbúnaðar fyrir notkun með tölvu og síma en með Boða er bæði notast við Netið og síma. Þröstur Brynjólfsson frá lögregl- unni á Selfossi sagði á blaðamanna- fundi að boðun sveita til björgunar- aðgerða hefði verið sífellt umfjöllunarefni yfirstjórna björgun- armála og sagði hann þetta nýja kerfi byltingu í þessum efnum. Galli við fyrri boðkerfi hefði verið sá að þau væru ekki gagnvirk, yfirstjórnir hefðu ekki fengið upplýsingar um hvort skilaboð hefðu náð til manna og hvort þeir myndu skila sér til að- gerða. Með nýja kerfinu sagði hann unnt að senda talskilaboð í allar gerð- ir síma. Þegar menn svöruðu gætu þeir svarað ákveðnum spurningum og þar með gefið til kynna hvort þeir gætu mætt og þá jafnvel hversu skjótt. Sendandi skilaboðanna fær með öðrum orðum yfirlit yfir hverjir hafa fengið boðin og kvittun fyrir að á þau hafi verið hlustað. Stefnt er að því hjá Neyðarlínunni að taka kerfið í notkun á næstu mán- uðum. Er nú unnið að því í samráði við Slysavarnafélagið Landsbjörg að skilgreina útkallshópa og fleiri aðila en Neyðarlínan hefur tekið að sér samræmda boðun flestra viðbragðs- aðila um land. Aðilar að gagnagrunn- inum sem munu njóta aðgangs að Boða eru Flugmálastjórn, samgöngu- ráðuneytið, Almannavarnir, ríkislög- reglustjóri, Slysavarnafélagið Lands- björg, Slökkvilið og almannavarnir höfuðborgarsvæðisins, Rauði kross Íslands, Landsvirkjun, Ísal, Slökkvi- liðið á Keflavíkurflugvelli, Landhelg- isgæslan, Brunamálastofnun og Neyðarlínan. Sameiginlegt boðunarkerfi þessara aðila á að innihalda viðbragðsáætlan- ir þeirra sem verða hluti af landsupp- lýsingakerfi Neyðarlínunnar. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans, segir mögulegt að selja bún- aðinn til annarra landa og verður kerfið kynnt fyrir erlendum símafyr- irtækjum á næstunni. Þjónusta Boða er gjaldfrjáls til 15. október. Fram kom á fundinum að þótt Boði væri í senn útkalls- og samskiptakerfi fyrir björgunarsveitir gætu einstaklingar og hópar notað kerfið til að minna á sauma- og spilaklúbba, boða fundi, tíma hjá lækni og svo framvegis. Ef senda á einum skilaboð er nóg að hringja í ákveðið símanúmer en eigi að senda talskilaboð til margra þarf að fara inn á heimasíðu Símans og skrá sig sem notanda. Aðeins við- skiptavinir Símans geta notað Boða en hægt er að senda skilaboð til við- skiptavina annarra símafyrirtækja. Morgunblaðið/Þorkell Þröstur Brynjólfsson frá lögreglunni á Selfossi (t.v.) og Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans, voru meðal þeirra sem kynntu Boða. Nýtt skilaboðakerfi fyrir björgunar- sveitir og almenning MJÖG hefur dregið úr skjálftavirkni í Öxarfirði, að sögn Gunnars B. Guð- mundssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Fyrir tveimur vikum fóru skjálftar allt upp í 4 á Richter, en segir hann að síðustu daga hafi þeir stærstu verið um 2 á Richter. Nú eru um 20 skjálftar á sólarhring, en þegar mest var voru þeir allt upp í 200 á sólarhring. Gunnar segir að mest hafi virknin verið frá miðjum september til loka mánaðarins. Verulega hafi dregið úr skjálftavirkni frá mánaðamótum. Hann segir að skjálftahrinan virðist vera búin í bili þó að ekki sé hægt að segja fyrir um hvað geti gerst þarna. Gunnar segir það óvenjulegt að skjálftarnir eiga allir upptök á sama svæði, eða um 12 kílómetra vestsuð- vestur af Kópaskeri. Skjálftahrinan í rénun JEPPABIFREIÐ er mikið skemmd eða jafnvel ónýt eftir að ökumaður hennar missti stjórn á henni í hálku á Þjóðvegi 1 við Kröfluafleggjara í gærmorgun. Ökumaður hlaut skurð á enni og fékk aðhlynningu á Heilsu- gæslunni í Reykjahlíð. Talið er að bifreiðin hafi farið 2-3 veltur. Fór út af í hálku VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar færði fiskiskipið Þorstein EA 810 frá Akureyri til hafnar á Ísafirði í fyrri- nótt vegna gruns um fiskveiðibrot með því að hafa verið á síldveiðum með flotvörpu án leyfa. Skipið var tekið að veiðum um 45 sjómílur vest- ur af Straumnesi og kom með skipið til hafnar um kl. 4 í fyrrinótt. Sýslu- maðurinn á Ísafirði tók málið til rannsóknar og hófust yfirheyrslur yfir skipstjóranum í gærmorgun. Grunur um meint fisk- veiðibrot ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.