Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 23 LANDIÐ MARGIR krakkar á aldrinum 10– 12 ára í Grindavík hafa farið á kanínuveiðar í sumar. Veiðarnar eru stundaðar í Selskógi í hlíðum Þorbjarnarfells. Heyrst hafa sögur um að ein- hver hafi náð átta ungum upp úr einni holunni en víst er að þær eru margar holurnar þó að sum- ar séu orðnar tómar núna. Ekki er ljóst hvernig á þessari kanínubyggð stendur en líklegt verður að teljast að einhverjum kanínum hafi verið sleppt þarna síðastliðið sumar því til ferða ein- hverra kanína sást nú í vor. Þegar blaðamann bar að voru nokkrir ungir menn búnir að veiða eina unga kanínu og voru að snæða nestið sem ómissandi er í svona ferðum. Þetta voru þeir Egill Birgisson, Sævar Birgisson og Páll Árni Pétursson en þeir eru allir 10 ára. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sævar Birgisson, Egill Birgisson og Páll Árni Pétursson með kanínu- unga sem þeir veiddu og háfinn góða. Strákar á kanínu- veiðum í Selskógi Grindavík HUGMYNDIR um flutning Keikós til Keflavíkur voru í gær kynntar í bæjarráði Reykjanes- bæjar. Ekki hefur skýrst hvar háhyrningurinn verður geymdur í framtíðinni, að sögn bæjar- stjóra. Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Future, og Ólafur Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, mættu á fund bæjarráðs til að kynna málið. Ell- ert Eiríksson bæjarstjóri segir að málið hafi til þessa verið í athug- un hjá embættismönnum bæjar- ins og sér hafi nú þótt tímabært að kynna það fyrir bæjarráði. Segir hann að samstaða sé um það meðal bæjarfulltrúa að taka upp viðræður um móttöku á Keikó, þegar og ef umráðamenn hans óski. Telur hann að það geti gerst á næstu mánuðum. Helst hefur verið rætt um að háhyrningnum yrði komið upp í Bás á norðanverðu Vatnsnesi í Keflavík. Þar er talin góð aðstaða til að sýna dýrið en eftir að til- raunir til að koma honum út í villta náttúru mistókust er talað um að Keikó verði hafður til sýnis og tekinn aðgangseyrir til að standa undir rekstri hans. Kynna hug- myndir um móttöku Keikós Reykjanesbær OPINN dagur verður í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja næstkomandi laugardag. Gefst gestum tækifæri til að fylgjast með kennslu og kynna sér starfsemi skólans, húsnæði, búnað og aðstöðu. Opni dagurinn hefst klukkan 10 og lýkur kl. 14. Hefðbundin kennsla verður frá kl. 10 til 11.30 og frá kl. 12.30 til 13. Í hádeginu verður kynn- ingar- og skemmtidagskrá á sal og þar verður hægt að kaupa kaffi og létta máltíð. Í tilkynningu á vef FSS kemur fram að allir eru boðnir velkomnir og sérstaklega er höfðað til nemenda 9. og 10. bekkjar grunnskóla og for- ráðamanna þeirra. Opinn dagur í Fjöl- brautaskólanum Keflavík SKRIÐA féll við bæinn Hrafna- björg í Hlíð aðfaranótt miðviku- dags. Skriðan var um fimmtíu metra breið og tvöhundruð metra löng og jarvegsþykktin var allt að fjórir metrar í upptökum skriðunnar. Skriðan skipti sér og stefndi önnur kvísl hennar á hesthús sem er áfast fjárhúsi. Að sögn Rögnvaldar Ragnars- sonar bónda á Hrafnabjörgum hef- ur verið ótrúlegt úrfelli undanfar- ið: „Enda þarf mikla vætu til að skriða fari af stað þarna í skrjáfa- þurri brekkunni. Vætan hefur ver- ið mest í yfirborðinu því skriðan nær hvergi niður á klöpp, jarðveg- urinn hefur lagskipst og þó aðdrag- andinn sé ekki mikill nær skriðan að breiða tiltölulega mikið úr sér, svo hún hefur verið blaut og náð miklum hraða.“ Ekki er algengt að skriður falli á þessum slóðum, þó rekur menn minni til að tvær smáskriður hafi fallið þarna skammt frá árið 1936 en þær voru frábrugðnar að því leyti að þær áttu upptök alveg ofan í urð. Ekki urðu meiðsl á fólki né fén- aði, „en þetta er mikið jarðrask og það verður mikið verk að laga þetta,“ sagði Rögnvaldur. Skriða féll við bæinn Hrafna- björg Norður-Hérað Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson Rögnvaldur Ragnarsson, bóndi á Hrafnabjörgum, við skriðuna sem nærri var fallin á fjárhús skammt frá íbúðarhúsinu á Hrafnabjörgum. UNNIÐ er að viðgerðum á farþegaferjunni Lagarfljóts- orminum, sem skemmdist er hún strandaði á Lagarfljóti fyrir nokkrum vikum. Skip- inu, sem er tæplega 100 tonn að þyngd, var komið á vagn sem fylgdi því til landsins frá Svíþjóð á sínum tíma og jarð- vegi rutt upp í kringum það. Vatni var dælt úr þrónni sem við þetta myndaðist og þann- ig reyndist unnt að komast að viðgerðum á botni skipsins. Auk viðgerðar, botnhreins- unar og lögbundinnar skipa- skoðunar verður gerð betri skábraut fyrir skipið þannig að auðveldara sé að taka það upp aftur. Þá verður höfnin dýpkuð og gengið frá köntum við hana til að halda frá sand- rennsli úr Fljótinu. Unnið að við- gerðum Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Benedikt Vilhjálmsson út- gerðarstjóri hugar að við- gerðinni á gúmmíbáti. Lagarfljótsormur- inn laskaður NEMENDUR í Grunnskóla Bolung- arvíkur fengu góða gesti til sín í skól- ann morgun einn í síðustu viku er tríó Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafs- syni hélt þeim klukkutíma langa tón- leika í samkomusal skólans. Hér er á ferðinni verkefnið sem ber yfirskriftina Tónlist fyrir alla, en það er samstarfsverkefni sveitarfé- laga. Frumkvæðið að þessu verkefni átti Jónas Ingimundarson píanóleikari, en segja má að það hafi fengið byr undir báða vængi er það var styrkt af Norðmönnum með veglegri peninga- gjöf sem þeir gáfu til þessa verkefnis í tilefni fimmtíu ára lýðveldisafmæl- isins 1994. Síðan hafa mörg sveitarfélög nýtt sér þetta verkefni til að örva tónlist- aráhuga meðal skólabarna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunn- skólar á Vestfjörðum nýta sér þetta verkefni, en listamennirnir heimsóttu flesta grunnskólanna í fjórðungnum í þessari för sinni. Tríó Björns Thoroddsen er skipað, ásamt honum, þeim Ásgeiri Óskars- syni og Gunnari Hrafnssyni og fluttu þeir félagar ásamt Agli Ólafssyni dagskrá sem bar yfirskriftina „Heimsreisa Höllu“. Þar tóku þeir fyrir gamlan íslenskan húsgang, Ljósið kemur langt og mjótt, og settu lagið í hinar ólíklegustu stíltegundir. Flutningur þeirra félaga var leik- rænn og lifandi og gerðu þeir mikið með það að láta nemendur taka þátt með sér eftir því sem við átti hverju sinni. Nemendur skólans létu sitt ekki eftir liggja, enda greinilegt að þau voru afskaplega vel með á nótunum. Að síðustu fluttu svo sex nemendur úr Tónlistaskóla Bolungarvíkur þetta þjóðlag á fiðlu, bassa, saxafón, þver- flautu og básúnu í jassútsetningu Gunnars Hrafnssonar. Þess er vænst að nemendur á Vest- fjörðum njóti frekari heimsókna af þessu tagi þar sem okkar fremstu tónlistarmenn koma í skólana til þeirra og kynna hinar margvíslegu hliðar tónlistarinnar. Tónlist fyrir alla í Grunn- skóla Bolungarvíkur Bolungarvík Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Tríó Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni á tónleikum í skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.