Morgunblaðið - 05.10.2001, Page 20

Morgunblaðið - 05.10.2001, Page 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANGUR LAUGARDAGUR Peysur áður 3.990 nú 2.990 Buxur áður 5.990 nú 3.990 Bolir 990 Ullarkápur 12.990 Litir: Svartur, grár Stærðir 10-16 Laugavegi 54, sími 552 5201 FLEIRI GÓÐ TILBOÐ Nýkomnar vörur frá Danmörku Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Rýmingarsala á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Silki-damask — bómullar-satín Einnig tilbúinn rúmfatnaður Við erum með glæsilegan tískufatnað í stærðum 42-64 Góð tilboð í gangi. Einnig eigum við fatnað fyrir verðandi mæður frá st. 34 Hverfisgötu 105 sími 551 6688www.storarstelpur.ehf.is Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Laufásvegi 2 kynnir starfsemi sína og Heimilisiðnaðarskólans frá kl. 12-1,á löngum laugardag. Sýndir verða þjóðbúningar og handverk þeim tengdum. Einnig verðaur t.d. tóvinna, útskurður, vefnaður, spjaldvefnaður, knipl, baldýring o.m.fl. Laufásvegi 2 MESSÍANA Tómasdóttir hefur ver- ið valin bæjarlistamaður Seltjarn- arness árið 2001. Þetta er í sjötta sinn sem valinn er bæjarlistamaður Seltjarnarness, en menningarnefnd Seltjarnarness stendur fyrir vali bæjarlistamannsins. Tilnefningu bæjarlistamanns fylgir 500 þúsund króna starfsstyrkur. Messíana Tómasdóttir er fjöl- hæfur listamaður sem hefur á ferli sínum sett upp fjölmargar leik- sýningar og leikstýrt, haldið myndlistarsýningar ásamt því að hanna leikmyndir og búninga í fjöldamargar sýningar í leikhús- um. Þessa dagana er Messíana að vinna að plexískúlptúrum og áframhaldandi þróun þeirra, auk þess sem hún er að setja upp barna- óperuna Skuggaleikhús Ófelíu, sem sýnd verður í Óperunni nú í vetur. Tilgangurinn með vali bæjar- listamanns er að styðja listamenn búsetta á Seltjarnarnesi til frekari dáða á menningar- og listasviðinu og veita þeim viðurkenningu fyrir framlag þeirra til bæjarfélagsins með listsköpun sinni. Morgunblaðið/Þorkell Messíana Tómasdóttir, fyrir miðju. Jónmundur Guðmarsson, forseti bæj- arstjórnar, og Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður menningarnefndar. Messíana Tómasdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarnes BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag framlagða samninga bæjarins við Nýsi hf. og Ístak hf. um byggingu og rekstur nýrra bygginga fyrir Lækj- arskóla á Sólvangssvæðinu. Fram- kvæmdin var samþykkt sem einka- framkvæmd með sex atkvæðum gegn fimm. Í bókun bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar lýsa þeir sig andvíga byggingu skólans. „Í fyrsta lagi er sýnt að kostnaður vegna hans verður 50 til 100% meiri en gengur og gerist um sambærilega skóla þegar allt er tekið saman. Í öðru lagi teljum við að hann samræmist ekki umhverfis- sjónarmiðum og það að varðveita náttúru og umhverfi Lækjarins og Hörðuvalla eins og verða má. Í þriðja lagi erum við andvíg því fyr- irkomlagi sem samningarnir byggj- ast á, þ.e. að hann skuli byggður sem einkaframkvæmd.“ Fulltrúar Sam- fylkingar í bæjarstjórn segja einnig ljóst að hér sé um hreina fjárfestingu að ræða af hálfu bæjarins sem komi til með að kosta bæjarbúa „hundruð milljóna króna þegar upp er staðið. Rétt er að benda á að þessir samn- ingar fela í sér samtals skuldbind- ingar upp á rúmlega 5 milljarða og 140 milljónir króna til 25 ára sem munu falla með fullum þunga á Hafnfirðinga á komandi árum“, eins og segir í bókuninni. Samþykkja samninga um bygg- ingu Lækj- arskóla Hafnarfjörður PABBAKLÚBBURINN er með op- ið hús í Gufunesbæ á morgun laug- ardag kl. 10. Pabbaklúbburinn hefur verið starfræktur síðan 3. mars 2001 á laugardögum kl. 10 og hafa margir feður notfært sér það að koma með börnin og kynnst öðrum. Farið hefur verið í skoðunarferðir, sundferðir og farið í Bláa lónið og að sjálfsögðu koma börnin með. Pabbaklúbbur í Gufunesbæ Grafarvogur ♦ ♦ ♦ Kíktu í bæinn á löngum laugardegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.