Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í gær Klúbb- inn Geysi í húsnæði samtakanna á Ægisgötu 7 og ræddi þar við klúbbfélaga og kynnti sér starf- semina sem þar fer fram. Klúbb- urinn Geysir er vettvangur ein- staklinga sem eiga við geðræn veikindi að stríða og var stofnaður hér á landi árið 1997 en starfsemin hófst af alvöru tveimur árum seinna. Frá þeim tíma hafa sam- tökin stækkað hratt og eru nú um 80 virkir félagar í klúbbnum, sem er hluti alþjóðahreyfingarinnar Fountain House. Hugmyndafræði Fountain House gengur út á að líta ekki á félaga sem sjúklinga heldur einstaklinga sem taka ábyrgð á eigin lífi og reka þeir klúbbana á eigin forsendum þar sem allar ákvarðanir eru teknar af fé- lagsmönnum sjálfum. Þessa dagana stendur yfir lands- söfnun Kiwanishreyfingarinnar þar sem ætlunin er að stærsti hluti söfnunarinnar renni til Geysis og vonast menn til að hægt verði að tryggja samtökunum varanlegt húsnæði, en klúbburinn missir húsnæðið við Ægisgötu í mars á næsta ári. Forseti Íslands er verndari söfnunarinnar og ákvað að þiggja boð starfsmanna og fé- laga í Geysi um heimsókn í klúbb- inn í tilefni af söfnuninni. Anna Valdemarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Geysis, tók á móti Ólafi Ragnari og kynnti honum fyrst vinnuaðstöðu klúbbfélaga þar sem góður tölvukostur var áberandi. Ólafur Ragnar sagði klúbbinn greinilega vel tækjum búinn og Anna sagði það nauðsyn- legt til að auðvelda félögum að komast út í samfélagið og almenn- an vinnumarkað. Klúbburinn Geysir hefur náð mjög góðum ár- angri við að koma félögum á nýjan leik út í atvinnulífið, miðað við ár- angur erlendra klúbba, og hefur reynsla þeirra 12 einstaklinga sem komist hafa á almennan vinnu- markað fyrir tilstuðlan Geysis, verið afar góð. Í viðræðum Ólafs Ragnars við klúbbfélaga kom fram að vinnan er þessum einstaklingum afar mik- ilvæg, bæði atvinnu- og félagslega séð, og því hafa þeir jafnan reynst vinnuveitendum sínum góðir starfskraftar og sagði Ólafur Ragnar mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri til for- svarsmanna fyrirtækja. Þá var forsetanum afhent nýj- asta tölublað af málgagni klúbbs- ins en blaðið er alfarið unnið af fé- lagsmönnum. Ólafur Ragnar sagði mikilvægt að efla fræðslu um geð- sjúkdóma og ráðast að fordómum gagnvart þeim sem þjást af and- legum kvillum og sagði söfnunina ekki síður mikilvæga sem vitund- arvakningu. Þegar forsetinn hafði gengið um húsakynni klúbbsins og rætt við félagsmenn var honum boðið til hádegisverðar. Þar var borin fram rjómalöguð sveppasúpa að hætti hússins með heimabökuðu brauði, sem Anna kallaði forsetabolllur og sagði félagsmenn hafa bakað fyrr um morguninn, „með ást og hlýju“. Morgunblaðið/Ásdís Forseti Íslands tekur við nýjasta tölublaði af málgagni Klúbbsins Geysis úr hendi Önnu Valdemarsdóttur og Ólínu Huldu Guðmundsdóttur. Forseti Íslands heim- sækir Klúbbinn Geysi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist gera ráð fyrir að á fundi í ráðherraráði EES-landanna í næstu viku muni EFTA-löndin þrjú, Noregur, Ísland og Liechtenstein, óska eftir formlegum viðræðum við Evrópusambandið um breytingar á samningnum um Evrópskt efnahags- svæði. Hann segir óhjákvæmilegt að aðlaga samninginn breyttum aðstæð- um og segist ekki eiga von á öðru en full samstaða verði meðal landanna þriggja um að fara í þessa vinnu. Síðastliðið vor hittust Halldór og Thorbjörn Jakland, utanríkisráð- herra Noregs, á fundi hér á landi og urðu sammála um að hefja undirbún- ing að því að aðlaga EES-samninginn breyttum aðstæðum. Vinnunefnd var sett af stað sem Halldór segir að hafi skilað ágætri skýrslu um málið. „Í þessari skýrslu eru rakin þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og sú staðreynd að það þurfa að eiga sér stað samtöl milli EFTA- landanna og Evrópusambandsins um þær aðstæður sem skapast vegna stækkunar Evrópusambandsins. Það er líka ljóst að stækkunin sem slík þarf að fást samþykkt í þjóðþingum allra ESB-landanna. Við þurfum jafnframt að samþykkja hjá okkur stækkun á Evrópska efnahagssvæð- inu og þjóðþing ESB-landanna þurfa um að leið að taka það til meðferðar og samþykkja það mál. Ég hef litið svo á að það væri nauð- synlegt að undirbúa okkur vel undir þessi samtöl og því sé rétt að nota tækifærið til að fá fram breytingar á nokkrum sviðum vegna þeirrar þró- unar sem hefur orðið innan ESB.“ Fríverslun með fisk í Mið- og Austur-Evrópu fellur niður við stækkun ESB Halldór sagði að embættismönn- um í EFTA-löndunum hefði verið fal- ið að ganga frá með hvaða hætti þessi tilteknu atriði yrðu tekin upp við ESB. „Ég ræddi það við formann ráð- herraráðsins, Louis Michel, þegar hann kom hingað til lands og hann tók þessu afskaplega vel. Síðan hafa menn verið að velta þessu fyrir sér og mörg samtöl hafa átt sér stað út af málinu, en það liggur núna fyrir að við komum til með að taka málið upp á fundi EES-ráðsins í Lúxemborg eftir helgina. Það er ekkert sem bendir til annars en að það verði full samstaða um það meðal EFTA-land- anna þriggja.“ Halldór sagði að það væri ekki hægt að komast hjá því að ræða ýmis mál við ESB í ljósi breyttra að- stæðna. „Það er t.d. ekki hægt að komast hjá því að ræða þá staðreynd að fríverslun með fisk fellur niður við Mið- og Austur-Evrópu þegar stækkun bandalagsins á sér stað. Það er afskaplega slæmt mál fyrir okkur Íslendinga. Síðan hafa orðið breyt- ingar hjá Evrópusambandinu vegna ákvarðana sem teknar voru í Maastricht, Amsterdam og Nice án þess að nokkrar tilsvarandi breyting- ar hafi orðið á EES-samningnum.“ Ekkert liggur fyrir um hvort Evr- ópusambandið er tilbúið að taka upp viðræður um umfangsmiklar breyt- ingar á EES-samningnum eða hvort sambandið vill einskorða sig við minniháttar lagfæringar. Halldór sagði ekki hægt að ákveða slíkt fyr- irfram. „Það sem við þurfum að gera er að ræða þau vandamál sem eru uppi við Evrópusambandið. Síðan verður það að koma í ljós hvað við- mælendur okkar eru tilbúnir til að gera og með hvaða hætti þeir eru til- búnir til að ganga til móts við okkar aðstæður.“ Breytt viðhorf í Noregi? Fyrr í haust var haft eftir Espen Barth Eide, ráðuneytisstjóra í norska utanríkisráðuneytinu, í Aft- enposten að Norðmenn tapi frekar en græði á endurskoðun EES-samn- ingsins og því vilji Norðmenn ekki hætta á slíka endurskoðun. Haft er eftir Eide að Norðmenn vilji vissulega fá betri samning en telji sig ekki fá hann heldur geti end- urskoðun þýtt flóðbylgju nýrra krafna frá suður-evrópskum þjóðum Evrópusambandsins, sem hafi lengi verið á móti ákveðnum atriðum samningsins. Eide dregur heldur í land í viðtali við Aftenposten í vikunni og talar þar um nauðsyn þess að fara í „tæknilega uppfærslu“ á EES-samningnum. Í blaðinu er jafnframt gefið í skyn að viðhorfsbreyting kunni að verða til málsins í Noregi þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum. Flest bendir til að á næstu dögum taki við stjórnartaum- um í Noregi ríkisstjórn mið- og hægriflokka sem hafi aðrar áherslur í Evrópumálum en ríkisstjórn Verka- mannaflokksins sem er að fara frá völdum. Bæði Kristilegi miðflokkur- inn og Venstre eru andsnúnir inn- göngu í Evrópusambandinu og hafa lýst áhuga á að styrkja EES-samn- inginn. Jens Stoltenberg, fráfarandi forsætisráðherra, lýsti því hins vegar yfir fyrr á þessu ári að EES-samn- ingurinn dygði ekki framtíðarhags- munum Noregs og taldi líklegt að Noregur myndi sækja um aðild að ESB. Ráðherraráð EES-landanna kemur saman til fundar í Lúxemborg eftir helgina Óska eftir viðræðum um breytingar á EES-samningnum MEÐAL slagorða í aug- lýsingaherferð Flugleiða á Englandi á stuttum vetr- arferðum til Íslands má finna setningar á borð við: Kiss me Quick og Fancy a Dirty Weekend?. Þykir sumum sem slagorðin hafi kynferðislegan undirtón og gefi til kynna að á Ís- landi sé ærlega hægt að sletta úr klaufunum. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, neitar því ekki en tel- ur að um saklausa gaman- semi sé að ræða. Hann segir að bresk auglýsinga- stofa hafi séð um auglýs- ingaherferðina og að með setningunum sé verið að vísa til bresks húmors. Setningarnar geti þó vissulega valdið misskiln- ingi utan Englands. Flug- leiðum hafi hins vegar ekki borist neinar athuga- semdir vegna þeirra. Umræddar auglýsingar má m.a. finna á enskri heimasíðu Flugleiða en með fyrirsögninni Kiss me Quick fylgir mynd af stúlku með klút á höfðinu þar sem á stendur Kiss me Quick. Þá fylgir fyrirsögn- inni Fancy a Dirty Week- end? mynd af ungu pari í Bláa lón- inu þar sem búið er að smyrja þau í framan með hvítri leðju. Fyrir neð- an fyrirsagnirnar eru pakkaferðirn- ar til Íslands kynntar nánar, þ.e. greint er frá því að um sé að ræða tveggja nátta ferðir til Reykjavíkur og gefnar eru lýsingar á hugsanleg- um hótelum o.s.frv. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Guðjón upplýsingafulltrúa Flugleiða vegna þessara auglýsinga sagði hann: „Um er að ræða auglýs- ingaherferð í Englandi fyrir stuttar vetrarferðir til Íslands, einkum með plakötum í neðanjarðarlestar- stöðvum í London. Þar er stuðst við afar enskt þema, sem eru strand- ferðir enskra manna á sjötta og sjö- unda áratugnum til staða eins og Blackpool og Brighton. Þar ríkti ákveðin stemmning sem sveipuð er saknaðarljóma í huga margra Breta,“ segir hann og heldur áfram: „Heiti ferðapakkanna til Íslands er upprifjun á auglýsingaslagorð- um og hugtökum frá þessum tíma, sem margir muna enn og hafa öðl- ast ákveðinn sess í hugum margra Englendinga, og tengjast oftast húmor. Kiss Me Quick var t.d. einn þekktasti frasinn. Hann var notað- ur mikið á póstkortum þar sem t.d. var mynd af glaðbeittum gömlum karli, labbandi á ströndinni að borða rjómaís, með stóran hatt á höfði sem stóð á Kiss Me Quick!. Eða þar sem stór feit kona og lítill mjór karl kysstust í gamaldags sundfötum á ströndinni og undir stóð Kiss Me Quick!.“ Guðjón bætir því reyndar við að erfitt sé að útskýra nákvæmlega hvað meint sé með þessum gömlu auglýsingum nema með því að vísa í breskan húmor. Um slagorðið Fancy a Dirty Weekend? sagði Guðjón: „Fancy a Dirty Weekend? var þekkt slag- orð á þessum tíma en með því var verið að höfða til hjóna eða para og þau hvött til að taka sér frí frá hversdagsamstrinu og skella sér, án barna, í end- urnærandi frí við sjávar- ströndina. Hjá okkur er með þessu slagorði mynd af fólki í Bláa lóninu, með hvítu leðjuna framan í sér, sem er einskonar leikur að orðinu dirty. Hér er einnig verið að vísa til breskrar, í þessu tilfelli léttrar eró- tískrar, gamansemi,“ seg- ir Guðjón. Hann bætir því við að í umræddri auglýs- ingaherferð séu hesta- ferðir hér á landi auglýst- ar undir heitinu: Donkey Ride eða asnareiðtúr, vélsleðaferðir undir heitinu Dodgems sem vísar til eins konar klessubíla fyrir börn og sæl- keraferðir undir heitinu Fish and Chips. „Í öllum tilfellum er vísað til minninga um áðurnefndar strand- ferðir,“ segir hann. „Þessi herferð hefur verið í gangi í nokkra daga og hefur vakið tölu- verða eftirtekt. Heitin á ferðunum gætu hugsanlega valdið misskiln- ingi utan Englands en að mati aug- lýsingastofunnar sem útbjó her- ferðina fer tengingin við hina gömlu góðu tíma varla framhjá nokkrum Englendingi,“ segir Guðjón að síð- ustu. Segja að vísað sé til bresks húmors Á enskri heimasíðu Flugleiða má sjá ferðatilboð undir fyrirsögnunum: Fancy a Dirty Weekend? og Kiss me Quick. Ein auglýsing Flugleiða á Englandi ber yfirskrift- ina: Fancy a Dirty Weekend? Flugleiðir auglýsa Íslandsferðir í Englandi með orðunum: „Fancy a Dirty Weekend?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.