Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDEIGENDUR Hraunsholts- landsins svokallaða í Garðabæ hafa farið fram á að bærinn taki landið til sín og greiði fyrir það eins og um eignarnám væri að ræða. Bærinn er hins vegar ekki tilbúinn að greiða nema hluta þess verðs sem sölutilboð hljóðaði upp á þar sem stærsti hluti landsins nýt- ist ekki undir byggð. Um er að ræða rúmlega 20 hekt- ara land við bæjarmörk Hafnar- fjarðar og Garðabæjar. Undanfar- ið hafa bæjaryfirvöld og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmað- ur, sem er fulltrúi landeigenda í málinu, átt í bréfaskiptum þar sem sett hafa verið fram sölu- og kaup- tilboð án þess að samkomulag hafi náðst. Ljóst er að mikið ber í milli því sölutilboðið hljóðaði upp á 13,9 milljónir króna fyrir hvern hekt- ara, alls um 278 milljónir króna, auk þess sem farið var fram á að Garðabær úthlutaði landeigendum endurgjaldslaust tólf byggingar- lóðir fyrir íbúðarhús án gatnagerð- argjalda þegar þar að kæmi. Kauptilboð Garðabæjar var öllu lægra því bærinn lýsti sig tilbúinn til að kaupa landið allt fyrir 69 milljónir króna. Segir í bréfi Ragnars fyrir hönd landeigenda til bæjarins að tilboð- ið jafngilti því að fermetraverð landsins væri 317,99 krónur sem sé mun minna en greitt var fyrir Smárahvammslandið á sínum tíma eða árið 1989 þegar greiddar hafi verið 349,51 króna á fermetra lands. Framreiknað til dagsins í dag næmi það 645,21 krónu á fer- metra. Gera ekkert nema greiða af landinu skatta og skyldur Ragnar segir brýnt að fá nið- urstöðu í málið. „Hraunsholtsland- ið er nú orðið umkringt að veru- legu leyti byggðinni í Garðabæ og það er löngu búið að banna búskap á landinu. Reyndar geta eigendur ekkert við landið gert annað en að greiða af því skatta og skyldur vegna þess að bærinn eða sveitar- félagið leyfir engin afnot. Þegar svo er komið telja eigendur að sveitarfélaginu sé skylt að taka landið til sín og greiða fyrir það það verð sem er áskilið er í stjórn- arskrá, eða eins og um eignarnám væri að ræða ef ekki semst um annað.“ Hann segir þó bæjaryfirvöld ekki hafa verið tilbúin til þessa. „Bærinn hefur lagt áherslu á að hluti landsins sé að vísu ágætis byggingarland og það sé kannski í lagi að kaupa það. Hins vegar sé þónokkuð stór hluti landsins svo fallegur og skemmtilegur að þar verði haft útivistarsvæði, sem sé til að auka lífsgæði borgaranna í samfélaginu, og fyrir það verði ekkert greitt.“ Hafa látið land undir opinberar byggingar Að sögn Ragnars hafa þau til- boð, sem bæjaryfirvöld hafa gert í landið verið langt fyrir neðan öll eignarnámsmörk á undanförnum 10–20 árum á þessu svæði. „Mér virðist að afstaða stjórnmálamann- anna í sveitarfélaginu sé sú að eig- endur eigi að láta það land, sem bærinn ákveður að skuli fara undir útivist, án endurgjalds eða gegn mjög lágu endurgjaldi. Þannig að ef þannig stæði á að landeigandi ætti land sem eingöngu færi undir aukningu lífsgæða að þessu leyti ætti ekkert að fá en nágranninn sem ætti land sem færi allt undir byggingar fengi fullt verð fyrir.“ Landeigendur hafa að sögn Ragnars átt í viðræðum við bæinn um kaup á landinu undanfarin 6–7 ár. „Þessi fjölskylda er búin að eiga þetta land lengi og hefur látið land undir opinberar byggingar á borð við skóla og íþróttamann- virki, annaðhvort ókeypis eða fyrir lítið. Nú finnst kannski eigend- unum að það sé kominn tími til að sveitarfélagið borgi fullt verð.“ Ragnar segir að hingað til hafi verið reynt að ná lendingu í mál- inu með viðræðum en náist hún ekki fljótlega sé ekkert annað úr- ræði eftir en að fara með það fyrir dómstóla. Hann bendir á að svipað dæmi sé fyrir því úr Reykjavík að borginni hafi verið gert að taka til sín land sem hún vildi ekki kaupa og borga fyrir það töluvert fé. Mið tekið af síðasta eignarnámi Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir frumkvæði að því að bærinn kaupi landið hafa komið frá landeigendum. „Þeir gerðu okkur tilboð sem var að okkar mati mjög hátt. En við vild- um gjarnan sýna viðleitni og gera þeim gagntilboð og gerðum þeim tilboð í landið sem hljóðaði upp á 69 milljónir króna. Því tilboði hafa þeir síðan hafnað og þykir of mikið bera í milli. Við verðum síðan bara að sjá hvort við náum ekki að setj- ast niður og ræða málið frekar,“ segir hún. Hún segir það matsatriði hvort tilboðið sem bærinn gerði hafi ver- ið lágt miðað við stærð landsins. „Þetta verð sem við höfum í huga tekur mið af síðasta eignarnámi sem var hér á svæðinu en það var gert árið 1989. Okkur finnst eðli- legast að miða við það verð með því að taka þá tölu og framreikna að núvirði.“ Ásdís segir rangt að bærinn sé ekki tilbúinn að greiða fyrir þann hluta svæðisins sem ekki nýtist sem byggingarsvæði. „Hins vegar finnst okkur ekki vera stætt á því að bjóða jafnhátt verð í land sem er að tveimur þriðja hluta hraun og útivistarsvæði og í land sem væri að fullu hægt að nýta sem byggingaland þannig að vissulega hefur það einhver áhrif á okkar til- boð. En það er alls ekki þannig að við séum ekki tilbúin að greiða neitt fyrir útivistarlandið. Við horfum á þetta land í heild sinni og metum það sem svo að það sé einungis hluti þess byggingarhæf- ur og í ljósi þess þá erum við ekki að bjóða jafn hátt verð og ef þetta land væri allt skipulagt sem bygg- ingarsvæði.“ Verðhugmyndir gerólíkar       !"                ! "#                  #$% &' (  )*+,+ ,-   . )*+, /+,-  Garðabær Viðræður landeigenda og bæjaryfirvalda um sölu Hraunsholtslands til sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um sex ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.