Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 33 HUGLEIKUR Dagsson listamaður og kvikmyndagagnrýnandi sýnir næstu daga í galleríi Nema Hvað, Skólavörðustíg 22c. Sýningin verður opnuð í kvöld kl. 20 á afmælisdegi Hugleiks og stendur til 11. okt. Safn- ið er opið á milli kl. 14 og 18. „Listamaðurinn er þekktur fyrir skemmtilegan og ögrandi stíl og mega gestir eiga von á kröftugri list fyrir augað. Hér verða á ferðinni ljósmyndir, teikningar, ljóð, innsetn- ingar og vídjó. Semsagt eitthvað fyr- ir alla sem hafa ekkert betra að gera,“ segir í kynningu. Hugleikur sýn- ir í Nema hvað PJOTR Tsjaíkovskíj er tónskáld kvöldsins á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Háskólabíói kl. 19.30. Verkin sem leikin verða eru Konsert fyrir fiðlu og hljóm- sveit í D-dúr op. 35 og Sinfónía nr. 4 í f-moll op. 36. Einleikari á tón- leikunum er Akiko Suwanai frá Japan og hljómsveitarstjóri er Bandaríkjamaðurinn Myron Rom- anul. Saminn við Genfarvatn Tékkneski tónlistargagnrýnand- inn og fræðimaðurinn Eduard Hanslick, sem hafði ómæld áhrif á evrópskt tónlistarlíf á sínum tíma, sagði um lokaþátt fiðlukonserts Tsjaíkovskíjs að hann „ilmaði af Rússlandi“. Fiðlukonsertinn er eitt af þekktustu verkum tón- skáldsins og var saminn 1877–8 við Genfarvatnið í Sviss, þar sem Tsjaíkovskíj dvaldi sér til heilsu- bótar. Verkið er hlaðið fallegum expressívum laglínum, eins og Tsjaíkovskíj átti svo auðvelt með að semja, og þjóðlegur rússneskur stíll er oft áberandi eins og um- sögn Hanslicks gefur til kynna. Í ljósi vinsælda þessa verks kann það að hljóma furðulega að gagn- rýnendur voru hreint ekki hrifnir af verkinu þegar það var frum- flutt. Einleikari kvöldsins, Akiko Suwanai, hefur átt löng kynni af þessu verki. Hún var fjórtán ára þegar hún bar sigur úr býtum í al- þjóðlegu Tsjaíkovskíjkeppninni í Moskvu árið 1990, og var þá yngsti þátttakandi frá upphafi keppninnar sem hreppti það hnoss. Akiko er enn ung að árum, en hefur getið sér orð sem einn fremsti fiðluleikari heims í dag. Hún leikur á Stradivarius-fiðlu sem smíðuð var árið 1714, en fiðl- una fékk hún að láni með tilstyrk Nippon-tónlistarstofnunarinnar. Sinfónía Tsjaíkovskíjs númer fjögur var samin um svipað leyti og fiðlukonsertinn; við Genf- arvatnið. Um sama leyti tókust kynni með tónskáldinu og Nad- ezhdu von Meck, sem var honum sannur trúnaðarvinur, en þau Tsjaíkovskíj skrifuðust á um ára- bil, án þess að hittast nokkurn tíma. Í bréfi til von Meck sagði tónskáldið að fjórða sinfónían segði sögu miskunnarlausra örlag- anna. Þunglamalegt og knýjandi stef hornsins sem heyrist strax í upphafi verksins og er endurtekið af og til gefur til kynna hvernig þau knýja á þegar síst varir. Tsjaíkovskíj tileinkaði sinfóníuna Nadezhdu von Meck. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum í kvöld er Myron Romanul. Hann er af mikilli tónlistar- fjölskyldu kominn, sonarsonur Stellu Roman, sem fyrr á árum var stjörnusópran bæði við Scala- og Metropolitan-óperuhúsið. Hleypur í skarðið fyrir Rico Saccani Romanul hleypur í skarðið fyrir Rico Saccani sem átti ekki heim- angengt af persónulegum ástæð- um. Romanul hóf feril sinn sem pí- anisti en auk þess er hann einn af fáum simbalom-leikurum í Banda- ríkjunum, en simbalom er þjóð- arhljóðfæri Ungverja. Romanul hefur stjórnað hljóm- sveitum víða um Bandaríkin, í Suður-Ameríku, Kína, Japan og Kóreu, en einnig starfað í Evrópu, einkum við þýsk óperuhús. Hann er nú gestastjórnandi við rík- ishljómsveitina í Bæjaralandi, óp- eruhúsið í Ankara í Tyrklandi og sinfóníuhljómsveit Massachusetts. Enn fremur er Romanul stjórn- andi Fairbanks-sumarhátíðarinnar í Alaska. Tsjaíkovskíj á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld „Ilmur af Rússlandi“ Akiko Suwanai frá Japan leikur einleik í Fiðlukonsert Tsjaíkovskíjs með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. BJÖRK Guðmundsdóttir hefur af- lýst fyrirhuguðum tónleikum sem vera áttu í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 19. nóvember næstkomandi. Í Jyllands Posten í gær er haft eftir Peter Sørensen, einum af skipuleggj- endum tón- leikanna, að hætta hafi þurft við vegna tíma- skorts. Umfang tónleikanna sé svo mikið að ekki hafi gefist tóm til að hnýta alla lausa enda. Þar með er ljóst að tónleikarnir í Reykjavík verða þeir einu sem haldnir verða á Norðurlöndum í yf- irstandandi tónleikaferð vegna nýju plötunnar, Vespertine. Björk aflýsir tónleikum í Danmörku Björk Guðmundsdóttir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.