Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 30
LISTIR/KVIKMYNDIR 30 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýningar AMERICAN PIE 2 Sambíóin, Háskólabíó SMALL TIME CROOKS Sambíóin THE SCORE Laugarásbíó, Kringlubíó, Borgarbíó Akureyri JAY AND SILENT BOB STRIKE BACK Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak- ureyri Shrek Bandarísk. 2001. Leikstjórar Andrew And- erson, Vicky Jenson. Handrit: Ted Elliott, o.fl. Teiknimynd. Fjörug og væmnislaus æv- intýramynd um hressari teknimyndafígúrur en menn eiga almennt að venjast. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bíóhöllin AI Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spiel- berg. Handrit: Spielberg o.fl. Aðalleikendur: Haley Joel Osment, Jude Law, Frances O’Connor, William Hurt. Mjög spennandi og áhrifarík kvikmynd með sterkri ádeilu. End- inum er þó algerlega ofaukið. Kringlubíó,Háskólabíó, Nýja bíó Keflavík, Nýja bíó Akureyri Crazy/Beautiful Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Stock- well. Handrit: Phil Hay og Matt Manfredi. Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Jay Hernand- es, Bruce Davidson. Skynsamlega gerð og alvarleg en fyrst og fremst vel leikin ung- lingamynd um stúlku sem veit enga leið úr sálarþrengingum sínum þar til hún kynnist vænum dreng. Kringlubíó, Nýja bíó Akureyri Tilsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tragi- kómedía frá lauslátum tímum kommúna, blómabarna og frjálsra ásta í pipraðri Gautaborg. Leikur, handrit, leikstjórn í óvenju góðum höndum.  Háskólabíó The Tailor of Panama Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Boorman. Handrit: John Le Carré o.fl. Aðalleikendur: Pierce Brosnan, Geoffrey Rush, Jamie Lee Curtis. Vel úthugsað og sniðugt pólitískt drama sem kemur á óvart án þess að vera hnökralaust. Bíóborgin Rugrats in Paris Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Bergquist, Paul Demyer. Handrit: J. David Stem o.fl. Ísl. leikraddir: Edda Heiðrún Backmann, Inga María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Dofri Hermannsson o.fl. Skemmtileg en fullfyrirsjáanleg mynd um káta krakkaorma í leit að mömmu handa vini sínum.  Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Akureyri Heartbreakers Bandarísk. 2001. Leikstjórn: David Mirkin. Handrit: Robert Dunn o.fl. Aðalleikendur: Sigourney Weaver, Jennifer Love Hewitt, Gene Hackman, Ray Liotta. Dægilegasta svikahrappamynd þar sem Gene Hackman sérstaklega fer á kostum en Weaver og Hewitt eru líka góðar sem svikapar. Myndin er of lengi að ljúka sér af en er annars fín skemmtun.  Stjörnubíó, Regnboginn Planet of the Apes Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: William Broyles o.fl. Aðalleikendur: Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bonham Carter. „Endursköpun“ Burtons tekst ágæt- lega að fráslepptum endinum en hefur ekki sömu vigt og fyrri myndin. Wahlberg ágætur í Heston-rullunni en bestur er þó Tim Roth sem sérstaklega úrillur api.  Bíóborgin, Regnboginn, Borgarbíó Akur- eyri Bridget Jones’s Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Ren- ée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verður að hæfilega fyndinni, rómantískri gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlutverkinu.  Háskólabíó The Fast and the Furious Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Bob Cohen. Handrit: Del Monte. Aðalleikendur: Vin Diesel, Paul Walker, Jordana Brewster. Kappakstursmynd sem heldur manni við efnið og verður á endanum sæmilegasta sumarafþreying.  ½ Bíóhöllin Jurassic Park III Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Peter Buchman, ofl. Aðalleikarar: Sam Neill, Villiam H. Macy, Téa Leoni. Fantagóð della sem slagar hátt uppí fyrstu myndina að gæðum. Fátt nýtt en allt er fagmannlega gert, spennan góð og leik- ararnir fínir.  Háskólabíó Rush Hour 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Brett Ratner. Handrit: Jeff Nathanson. Aðalleikendur: Jackie Chan, Chris Tucker, John Lone. Þeir ná vel saman, bardagajaxlinn og vélbyssu- kjafturinn, annað skiptir ekki máli í grín- og spennumynd þar sem þeir endasendast frá Hong Kong til Vegas.  Laugarásbíó Rat Race Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jerry Zucker. Handrit: Andrew Breckman. Aðalleikendur: John Cleese, Rowan Atkinson, Whoopi Goldberg, Cuba Gooding. Gamanmynd hlaðin bröndurum og skondnum karakter- um sem keppa um hver er fyrstur að finna tvær milljónir dollara. Dellumynd, sann- arlega, en má hlæja að henni. Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak- ureyri A Knight’s Tale Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Bri- an Helgeland. Aðalleikendur: Heath Ledger, Rufus Sewell, Mark Addy. Rokkað feitt á burtreiðum? Undarleg samsuða af mið- aldagamni og nútímarokki sem erfitt er að sjá að hafi mikinn tilgang en Helgeland reynir hvað hann getur til að láta taka sig alvarlega. Stjörnubíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak- ureyri Cats & Dogs Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gut- erman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sar- andon. Einföld saga og spennandi fyrir krakka. Annars ósköp klisjukennd og illa leikstýrð. Bíóborgin, Kringlubíó Swordfish Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Dominic Sena. Handrit: Skip Woods. Aðalleikendur: John Travolta, Hugh Jackman og Halle Berry. Flott mynd með góðu gengi og fínum hasar en gengur ekki nógu vel upp. Bíóhöllin, Bíóborgin, Nýja bíó Akureyri Down to Earth Bandarísk. 2001. Leikstjórar: Paul og Chris Weitz. Handrit: Chris Rock o.fl. Aðalleik- endur: Chris Rock, Regina King, Mark Addy, Chazz Palminteri. Endurgerð endurgerðar hefur fjarska lítið nýtt fram að færa en leggur allt sitt traust á grínistann Chris Rock. Háskólabíó Town and Country Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Chelsom. Handrit: Michael Laughlin og Buck Henry. Aðalleikendur: Warren Beatty, Diane Keaton og Goldie Hawn. Ósmekkleg kvikmynd um óáhugavert fólk. Sóun á fínum leikurum. Háskólabíó Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Laugarásbíó, Kringlubíó og Borgarbíó frumsýna The Score, með Robert De Niro, Edward Norton og Marlon Brando. BANDARÍSKA spennumyndin The Score skartar Robert De Niro, Edward Norton og Marlon Brando, auk Angelu Bassett. Þjófurinn Nick Wells (De Niro) er ákveðinn í að hverfa af glæpa- brautinni og lifa framvegis heið- arlegu lífi. Hann er eigandi skemmtistaðar í Montreal, hyggst staðfesta ráð sitt með vinkonu sinni (Angelu Bassett), og orðinn vel stæður af fyrri iðju. Félagi hans og meðeigandi, Max (Marlon Brando), er á öðru máli. Hann fær Nick til að brjóta tvær grundvall- arreglur þjófsins; að fremja aldrei rán í heimaborg sinni og starfa ekki með öðrum. Max kemur Nick í kynni við Jack Teller (Edward Norton), ungan, slyngan og frakk- an innbrotsþjóf. Hann þarfnast sérhæfileika Nicks við að fram- kvæma „glæp aldarinnar“, að opna peningaskáp með milljónum dala á tollstöðinni í Montreal. Hér takast á þrír, þóttafullir menn sem rekast illa í hópi en von- in um auð og ríkidæmi þjappar þeim saman. Þeir gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. De Niro fékk að spinna að vild frammi fyrir tökuvélunum og skapa að talsverðu leyti Nick, þjóf sem rænt hefur og ruplað um víða veröld í tvo áratugi án þess að lenda í höndum réttvísinnar. Hinn ungi og bráðefnilegi Edward Nor- ton, sem hyggst verða hinn nýi Nick glæpaheimsins, er vel valinn fulltrúi þeirrar kynslóðar sem er um það bil búin að slá í gegn. Í bakgrunninum er sjálfur Brando, með alla sína sögu, frægð, hæfi- leika og reynslu. Hann túlkar Max, höfuðið á bak við glæpinn. Leikarar: Robert De Niro (The Deer Hunter, Taxi Driver, The Untouch- ables…); Marlon Brando (Viva Zap- ata, A Streetcar Named Desire, On the Waterfront, The Godfather…); Edward Norton (Primal Fear, Americ- an History X, Fight Club); Angela Bassett (What’s Love Got to Do With It, Waiting to Exhale). Leikstjóri: Frank Oz (Little Shop of Horrors, In & Out, Bowfinger). Handrit: Kario Salem: (Don King: Only In America). Þrír stórleikarar leiða saman hesta sína í The Score, Robert De Niro, Edward Norton og Marlon Brando. Sögufrægt þríeyki Sambíóin frumsýna bandarísku gam- anmyndina Small Time Crooks með Woody Allen og Tracey Ullman. WOODY Allen lætur ekki deigan síga, nýjasta myndin hans, Small Time Crooks, fylgir eftir Sweet and Lowdown, sem sýnd var hér- lendis á síðasta ári. Smákrimmar fjallar um seinheppna smáþjófa, hjónakornin Ray og French Winkl- er (Allen og Tracey Ullman), sem hyggjast framkvæma „stóra glæp- inn“, sem mun gera þau rík og sæl til æviloka. Ætla sér ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, nú dugar ekkert minna en að ræna banka. Í því skyni opna skötuhjúin kökubúð í nágrenni bankans. Baksturinn er aukaatriði, bakaríið á bak við kökubúðina á hinsvegar að hýsa annan enda jarðganga sem eiga að enda í fjárhirslunum. Hjónin eru ratar. Ray hefur risið hæst á starfsferlinum sem upp- vaskari, Frenchy sem snyrtidama, og lánið hefur látið þau gjörsam- lega í friði. Ekki horfir vænlegar með ránið. Þjófagengið er saman- safn hrakfallabálka, auk hjónanna koma við sögu Tommy (Tony Dar- row), Denny (Michael Rapaport) og Benny (Jon Lovitz). Allt fer úr- skeiðis en hinsvegar verður köku- baksturinn hinn ábatasamasti! Ray og French verða því nýríkir fálkar í stað þess að vera fjár- soltnir. Nú hefst eyðslutímabilið. Frenchy verður fórnarlamb bresks snobbara og listfræðings (Hugh Grant), sem kynnir hana fyrir fögr- um listum og fínu fólki. Á meðan nýtur Ray sín best á skyndibita- stöðum, hornaboltaleikjum og í fé- lagsskap hinnar gufurugluðu May (Elaine May). Margir telja May og Ullman skemmtilegustu konur kvik- myndanna og margir hafa dálæti á Allen, sem skrifar handritið auk þess að fara með aðalhlutverkið og leikstýra. Leikarar: Woody Allen, Tracey Ullman (Bullets Over Broadway, Everyone Says I Love You), Michael Rapaport (Mighty Aphrodite, Copland, Deep Blue See), Jon Lovitz (City Slickers II., Three Amigos), Elaine May. Handrit og leikstjórn: Woody Allen (Annie Hall, Hannah and her Sisters, Bullets Over Broadway, Deconstruct- ing Harry) Smákrimmar í kökubakstri Úr nýjustu mynd Woodys All- ens, Small Time Crooks. Sambíóin og Háskólabíó frumsýna American Pie 2, með Jason Biggs, Shannon Elizabeth, Alyson Hannigan, Chris Klein. GÓÐ baka er aldrei of oft bökuð, segja þeir í Hollywood. Einn stærsti og óvæntasti smell- urinn árið 1999 var unglingagrín- myndin American Pie, og nú er komið að framhaldinu. Fyrri myndin var um ýmsar raunir lítt reyndra táninga, ekki síst í vanda- málum sem eiga rætur sínar að rekja neðan beltis... Unglingarnir lentu í margvíslegum, spaugilegum uppákomum í anda There is Some- thing About Mary, og öðrum slík- um. Framleiðendurnir hóuðu saman öllum leikhópnum upp á nýtt og nú sést hann í broslegum átökum við að ná tökum á nýjum „unglinga- vandamálum“, á langri og strangri leið inn í fullorðinsárin. Eftir fyrsta veturinn í menntaskóla leigja bekkjarfélagarnir Kevin, Jim, Oz, Finch og Styler hús á ströndinni, nú á að taka sumarið með stæl! En þá ríður allt á að stelpurnar séu mótttækilegar. Sumarið líður fljótt, í villtum partíum og strandsvalli og ótelj- andi ævintýrum sem fylgja áhyggjuleysi æskuáranna og fé- lagarnir læra það helst að vináttan er eitt sterkasta aflið í lífinu. Aðstandendur myndarinnar, framan sem aftan við tökuvélarn- ar, eru flestir þeir sömu og í fyrri, eða eigum við að segja fyrstu myndinni. „Upprunalegi leikhóp- urinn gaf okkur möguleika á gera meira en að feta í sömu sporin,“ segir framleiðandinn, Craig Perry. „Það var auðvelt og freistandi, en við kusum að fara erfiðari leiðina, skapa nýjar aðstæður og uppá- komur.“ Leikarar: Jason Biggs ( A.P.1., Loser, Boys and Girls); Shannon Elizabeth (A.P.1., Scary Movie, Tomcats, Jay and Silent Bob Strike Back); Alyson Hannigan (Buffy the Vampireslayer), Chris Klein (Election, Say It Isn’t So. Leikstjóri: J.B. Rodgers (Say It Isn’t So). Handrit: Adam Herz (A.P. 1.) Endurbætt Amerísk baka Handagangur í öskjunni í American Pie 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.