Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 56

Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Hvar fæst íslenskt grænkál og OMO? KONA í Reykjavík hafði samband við Velvakanda og vildi hún afla sér upplýs- inga um hvar hún gæti fengið íslenskt grænkál og handþvottaefnið OMO, sem henni líkar vel en hefur ekki séð í hillum verslana í langan tíma. Fáein þakkarorð ÉG vil af alhug þakka læknum og hjúkrunarfólki á deild 12, Kleppi, Land- spítala, fyrir ómetanlega hjálp í 6 vikur. Kærar kveðjur til sjúklinga sem þar eru. Einnig vil ég þakka hlýjar og ómetan- lega móttökur hjá fólkinu á Hrafnistu, Hafnarfirði. Börnum mínum og barna- börnum sendi ég þakkir fyrir alla hjálpina. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Guðfinna Ólafsdóttir, Gerðakoti 2, Bessastaðahreppi. Gestalisti OKKAR virðulegi forseti heimsótti nýlega Grikkland ásamt ástkonu sinni og 30 manna fylgdarliði, sem nauðsynlegt þótti til að prýða þessa heimsókn. Í þeirri aðgangshörðu fréttamennsku sem nú tíðkast er nær óskiljanlegt að gestalistinn skuli ekki hafa birst fyrir löngu. Æskilegt að hann birtist án frekari tafa. Skattgreiðandi. Góð þjónusta ÉG get ekki annað en látið vita af mjög góðri þjónustu hjá bílaverkstæðinu Ræsi og Bifreiðastillingu í Kópa- vogi. Við lentum í miklum vandræðum með hemlabil- un í bifreið og leystu aðilar á báðum þessum verkstæð- um úr vandanum. Sérstakar þakkir til Guð- jóns hjá Ræsi. Guðm. H. Guðjónsson, Fjarðarási 6, Rvík. Tapað/fundið GSM-sími týndist við Strokk GSM-sími týndist á Geysis- svæðinu við Strokk föstu- daginn 28. september. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 898-5321 Barnaúlpa í óskilum BARNAÚLPA, dökkmosa- græn með svörtu fóðri, var fjúkandi við gangbraut/bið- skýli við Strýtusel sl. mánudag. Upplýsingar í síma 557 6003. Barnaleðurjakki í óskilum LEÐURJAKKI barns fannst í Úlfarsfelli síðast- liðinn sunnudag. Upplýs- ingar eftir kl. 16 í síma 557 4586. Dýrahald Svartur fress í óskilum SVARTUR fress hefur ver- ið flækingi á Freyjugötu og þar um kring. Þeir sem kannast við kisa eða vilja taka hann að sér hafi sam- band í síma 552-2264. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJA rennur það til rifjaþegar hann gengur um sum eldri hverfi borgarinnar, t.d. Melana, Hlíðarnar, Norðurmýrina og Teig- ana, hversu illa hefur verið farið með eitt helzta stíleinkenni margra húsa frá árunum 1935–1955, sem er steypti þakkanturinn. Eðli málsins samkvæmt hafa margir þakkantar látið á sjá, enda er þakrenna húsanna grópuð beint ofan í steyp- una í þeim og regnvatnið hefur farið illa með þá marga, sérstaklega ef menn hafa trassað að tjarga renn- urnar. Svo hafa alkalískemmdirnar illræmdu sums staðar haft sitt að segja. En Víkverja finnst hreint skelfilegt hvernig menn hafa látið eðlilegt viðhald á þessu mikilvæga stíleinkenni húsanna lönd og leið og þess í stað valið „ódýrar“ lausnir á borð við að brjóta þakkantinn burt og setja blikk- eða plastrennu í stað- inn, að setja slíkar rennur utan á þakkantinn, að blikkklæða allan kantinn o.s.frv. Þar sem um hús með steiningu eða skeljasandi er að ræða, eins og víða í ofangreindum hverf- um, er klastur af þessu tagi enn verra lýti á húsinu en ella. Um leið og þakkanturinn hefur verið skemmdur hefur þakinu sjálfu gjarnan verið breytt og húsin orðin nánast óþekkj- anleg. x x x NÚ eru til margar góðar og gildaraðferðir til að bjarga þakkant- inum, taki fólk þann kost að steypa hann upp á nýjan leik og gera hann eins og nýjan. Komin eru betri efni til að húða steypuna og sumir hafa látið blikkklæða rennuna að innan eingöngu, en leyft upprunalegu útliti þakkantsins að öðru leyti að halda sér. Því miður virðast þessir húseig- endur vera í minnihluta. x x x FYRIR nokkrum árum komst þaðí fréttir að fólk í austurbænum hefði fengið styrk úr Húsverndar- sjóði til að láta gera við þakkant á húsi, sem var „aðeins“ 40–50 ára gamalt. Sumum fannst þá að sjóður- inn ætti eingöngu að styrkja við- gerðir á húsum, sem eru frá fyrri hluta síðustu aldar. Það er hins veg- ar greinilega þörf á að gera átak til bjargar steypta þakkantinum, því það er verið að stórskemma heilu hverfin með síðari tíma „endurbót- um“ á þessu mikilvæga stíleinkenni þeirra. Er ekki betra að grípa inn í núna en að súta algera útþurrkun steypta þakkantsins eftir nokkra áratugi? x x x MANNA á milli gengur nú tölvu-póstur með fyrirsögninni „Hvað á að gera við Osama bin Lad- en?“ Ekki kemur fram hver er höf- undur póstsins, sem er skrifaður á ensku. Hann kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þegar hann veltir svarinu við spurningunni fyrir sér, að ekki gangi að taka hryðjuverka- foringjann af lífi ef til hans næst, því það myndi bara gera úr honum písl- arvott. Ef hann yrði fangelsaður, yrði það stuðningsmönnum hans til- efni til að taka gísla og krefjast þess að hann yrði látinn laus. Tillaga höf- undarins er því að láta brezkar eða bandarískar sérsveitir ná honum, breyta kauða svo í konu og senda hann aftur til Afganistans þar sem talibanar fara með völd – það væri líklega bezta refsingin. Skipin Reykjavíkurhöfn: Playa de Arneles kem- ur og fer í dag. Akra- berg, Skógarfoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Högifossur fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Árskógar 4. Bingó kl. 13.30, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerðir, kl.13–16 spilað í sal og glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 smíðar og útskurður, kl. 14 bingó. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsfundur verður í Gullsmára 13 laug- ardaginn 6. október kl. 14. Dagskrá: Félagið og störf þess. Kjaramálin. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 10.30 sr. Tómas Sveinsson, kl. 13. Opið hús, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndlist kl. 13, brids kl, 13.30 og pútt á vellinum hjá Hrafnistu kl. 14. Á morgun er ganga kl. 10. Skráning stendur yfir í Óperuna, Töfraflaut- una, 21. okt. Takmark- aður miðafjöldi. Einnig stendur yfir skáning í glerskurð. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir „Heilsa og hamingja á efri árum“, fyrirlestrum og kynningu á mörgum atriðum sem snerta heilsu fólks á efri árum. Laugardaginn 6. októ- ber nk. mun Ásta K. Ragnarsdóttir náms- ráðgjafi flytja erindi um breytt lífsmunstur við starfslok. Síðan mun Magnús Kolbeinsson, yfirlæknir á Akranesi, ræða um hinn algenga sjúkdóm gallsteina og nýjustu tækni við með- ferð sjúkdómsins. Fyr- irlestrarnir verða haldnir í húsakynnum félagsins Ásgarði, Glæsibæ, og hefjast kl. 13.30. Á eftir hverju er- indi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. Skrifstofa félags- ins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10– 16 s. 588 2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. byrjar bók- band kl. 13, umsjón Þröstur Jónsson, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing. Myndlist- arsýning Valgarðs Jörg- ensen stendur yfir. Þriðjudaginn 9. október kl. 10 kynning á sam- starfi við Miðberg, m.a. boðið upp á borðtennis, innipúttvöll, snóker, stofnun tölvuklúbbs og aðgang að tölvuveri o.fl. Allir velkomnir. Umsjón Hermann Valsson íþróttakennari. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bók- band, kl. 9.15 ramma- vefnaður. Gullsmári Gullsmára 13. Glerlistahópur kl. 10. Bingó kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 10–12 pútt, kl. 11–12 leikfimi og spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postlín. Fótsnyrting og hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal við lagaval Sig- valda, gott með kaffinu, allir velkomnir. Söng- fuglar, kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík, verða með söng- skemmtun í tilefni 15 ára afmælis kórsins. Sunnudaginn 14. októ- ber kl. 15.30 í Ráðhús- inu. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl.13.30 bingó. Haustfagnaður verður 18. október kl. 19. Fram verður borinn léttur kvöldverður: Haustkabarett, berja- terta, kaffi. Fjölbreytt dagskrá, söngur, gam- anmál og gleði. Lukku- vinningur. Skráning og upplýsingar í síma 561 0300. Háteigskirkja – aldr- aðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Sauma-, prjónaklúbbur, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- daga og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugardögum kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2 (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Úrvalsfólk. Haustfagn- aður verður á Hótel Sögu, Súlnasal, föstu- daginn 19. okt. kl. 19. Matur, tískusýning, fjölbreytt skemmti- atriði, aðgöngumiðar seldir hjá Rebekku og Valdísi 585 4000. Gigtarfélag Íslands Gönguferð um Laug- ardalinn laugardaginn 6. október kl. 11 frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Þægileg klukkutíma ganga sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hóp- þjálfunar gengur með og sér um létta upp- hitun og teygjur. Allir velkomnir. Ekkert gjald. Nánari upplýs- ingar í síma 530 3600. Húnvetningafélagið í Reykjavík Sunnudaginn 7. október kl. 13.30 er haldinn hátíðlegur Dag- ur Huldu Á. Stefáns- dóttur Þingeyrum, skólastýru Kvennaskól- ans á Blönduósi. Fjöl- breytt dagskrá, umsjón Guðmundur Þorsteins- son frá Steinnesi. Kaffi- veitingar. Allir velkomn- ir. Nánar kynnt síðar. Félag kennara á eft- irlaunum Á morgun, laugardag, kl. 13.30, skemmtifundur í Húna- búð, Skeifunni 11, 3. hæð. Félagsvist, upp- lestur og söngur. Hallgrímskirkja – eldri borgarar Leikfimi þriðjudaga og föstudaga kl. 13. Verið velkomin. Í dag er föstudagur 5. október, 278. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Jes- ús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. (Jóh. 6, 35.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skaði, 4 dreng, 7 líffær- in, 8 kærleiksþel, 9 elska, 11 storms, 13 svara, 14 fjandskapur, 15 talað, 17 flanir, 20 blóm, 22 áhöld- in, 23 land, 24 nabbinn, 25 gabba. LÓÐRÉTT: 1 starir, 2 ósannindi, 3 framkvæma, 4 sauðatað, 5 illkvittin, 6 veslast upp, 10 bor, 12 sorg, 13 sjáv- ardýr, 15 fótþurrka,16 læst, 18 kaldur, 19 rás, 20 sæla, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bágstadda, 8 frísk, 9 doppa, 10 nía, 11 skata, 13 norpa, 15 stolt, 18 ómerk, 21 ull, 22 gátan, 23 andar, 24 hafurtask. Lóðrétt: 2 álíta, 3 sakna, 4 aldan, 5 dapur, 6 ofns, 7 lama, 12 tel, 14 orm, 15 segg, 16 ostra, 17 tunnu, 18 ólatt, 19 eldis, 20 korg. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Í BRÉFUM til blaðsins í Morgunblaðinu sl. mið- vikudag skrifar Ásdís Arthúrsdóttir, heim- spekinemi, pistil sem hún nefnir Hvað spinnur sam- félagið? Ég er alveg hjartanlega sammála Ás- dísi í þessum pistli. Það er sama hvert litið er, fólk er alls staðar að kikna undan mánaðarlegri greiðslubyrði og vísa- reikningum. Er ég sam- mála Ásdísi um að setja verði hömlur á útlán, fólk virðist eiga mjög auðvelt með að verða sér úti um bílalán, hærri yfir- dráttarheimild eða kred- itkort. Inn um lúguna streyma iðulega gylliboð lánastofnana sem getur reynst erfitt fyrir marga að standast. Eins er ég sammála Ás- dísi í því að ungmenni landsins læra það af for- eldrum að ekki sé hægt að fara í útilegu (í fína fellihýsinu) eða að gera sér dagamun án áfengis. Hafdís. Setja verður hömlur á útlán

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.