Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 28
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 28 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ staðfasta ákvörðun talibana- stjórnarinnar í Afganistan að fram- selja ekki hryðjuverkaleiðtogann Osama bin Laden sýnist nú ætla að verða til þess að vopnin verði látin tala eina ferðina enn. Sérfræðingar eru sammála um að spurningin sé aðeins sú hvar og hvenær Banda- ríkjamenn og bandamenn láti til skarar skríða og að áköll talibana um samningaviðræður séu nú þeg- ar á hraðleið á öskuhauga sögunnar líkt og, líkast til, stjórn þeirra. Kamal Matinuddin, fyrrum hers- höfðingi í her Pakistans, er einn þeirra sem af augljósum ástæðum býr yfir sérþekkingu á hugsanleg- um hernaði í þessum heimshluta. Og stjórnmálin gjörþekkir hann einnig. Hann telur að í yfirvofandi átökum í Afganistan muni fara saman beiting hefðbundins herafla, óvenjuleg stjórnspeki og sígild að- ferðafræði málaliðanna. Rætt um fimm valkosti Matinuddin telur að herförin sé í raun byrjuð því sérsveitir úr her- afla Breta, Bandaríkjamanna og Ástrala séu nú þegar á ferðinni í Afganistan. Matinuddin, sem nú er framkvæmdastjóri Herfræðistofn- unarinnar í Islamabad, segir að verkefni sveitanna sé m.a. að hafa upp á Osama bin Laden og skil- greina landföst skotmörk, sem tor- tíma verði. Sérsveitunum er einnig ætlað að gera herfræðingum auð- veldara að skipuleggja viðbrögð við fjöldamorðunum í Washington og New York 11. fyrra mánaðar. Þar ræðir um eina fimm valkosti. Sá fyrsti fælist í svonefndri „teppalagningu“ Afganistan en sú líking vísar til stórfelldra loftárása til að uppræta herafla talibana- stjórnarinnar. Síðan myndi fylgja innrás landhersveita. Þetta telur Matinuddin í raun ótækan valkost þar eð mannfall í röðum óbreyttra borgara yrði óhjákvæmilega mikið og ekki sé nægilega tryggt að til- ætluðum árangri yrði unnt að ná á þennan veg. Mun álitlegra væri að sameina þá þrjá valkosti sem eftir eru; hárná- kvæmar árásir á afmörkuð skot- mörk, leynilegar aðgerðir í því skyni að steypa talibana-stjórninni og stuðning við stjórnarandstöð- una, Norðurbandalagið, sem gert verði að hertaka höfuðborgina, Kabúl. Matinuddin segir að auðveldlega megi gera árásir á borgina Kand- ahar, sem er veraldleg og trúarleg miðstöð talibana-hreyfingarinnar, og uppræta flugher Afganistan. „En friði verður ekki komið á í Afg- anistan einungis með því að tortíma herafla talibana,“ segir Matinudd- in. Af þeim sökum þurfi leynilegar aðgerðir einnig að koma til í því skyni að grafa undan ogg steypa stjórninni og styrkja Norðurbanda- lagið til að það geti tekið höfuð- borgina. Eftir því sem næst verður komist ráða talibanar yfir 15 rússneskum MiG- og Súkoj-þotum, 45 flutninga- vélum og 11 þyrlum. Þjálfunarbúð- ir talibana eru flestar í austurhluta landsins sem er fjalllendur mjög meðfram landamærunum að Pak- istan. Búðir er einnig að finna í Herat í suðvesturhlutanum og og vestur af Kabúl. „Þetta verða að- alskotmörkin,“ segir herforinginn fyrrverandi. Annar herfræðingur, vestrænn, sem krafðist nafnleyndar sagði að loftárásir yrðu tengdar vopnasend- ingum til Norðurbandalagsins og þjálfun hermanna þess. „Þetta verður fjölþætt aðgerð. Herafla þeirra verður tortímt og óvini þeirra fengin vopn. Ég er einnig sannfærður um að bandarískum landsveitum verður beitt en það mun gerast á síðari stigum átak- anna. Fram til þess tíma munu Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra mylja talibana skipulega og svipta þá öllu baráttuþreki.“ Mushahig Hussain, pakistanskur fréttaskýrandi, segir að skotmörk- in séu í raun tvö – bin Laden annars vegar og talibana-stjórnin hins veg- ar – og þess vegna verði ekki lögð áhersla á stórfelldar hernaðarað- gerðir. „Sérsveitirnar eru nú þegar þarna að leita bin Laden uppi. Tak- ist þeim að finna hann verður flug- herinn kallaður til og sprengjurnar munu falla. Stórfelldar loftárásir verða einungis neyðarrúrræði,“ segir Hussain. Árásin eftir 10. okt? Sérfræðingum ber saman um að fyrsta árásin muni að öllum líkind- um ekki eiga sér stað fyrir 10. þessa mánaðar en þá fer fram alþjóðleg ráðstefna íslamskra ríkja í Samein- uðu arabísku furstadæmunum. Að auki þykir sýnt að vopnavaldi verði ekki beitt á meðan Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, er á ferð sinni um araba- ríkin til að afla stuðnings þeirra en þá för hóf hann í gær. Flestir ganga út frá því að Bandaríkjamenn þurfi að greiða fyrir þann stuðning með einum eða öðrum hætti. Sprengjur og peningar Í þeim átökum, sem nú virðast óumflýj- anleg í Afganistan, verður hefðbundnum herafla beitt en einnig leynilegum aðgerðum gegn talibana-stjórninni. Islamabad. AFP. Reuters Hermaður Norðurbandalags- ins með létta eldflaugavörpu við víglínuna nálægt Kabúl. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gær, að 32 milljörð- um ísl. kr. yrði strax varið til mat- vælakaupa og annarrar aðstoðar við afganskan almenning, ýmist innan landamæra Afganistans eða í ná- grannaríkjunum. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt á það áherslu í viðræðum sínum við full- trúa erlendra ríkisstjórna, að Bandaríkin ætli að beita sér fyrir mikilli uppbyggingu í Afganistan að lokinni herförinni gegn Osama bin Laden og stuðningsmönnum hans. Joe Biden, demókrati og formaður utanríkismálanefndar öldungadeild- arinnar, hvatti til þess í fyrradag, að ríkisstjórn George W. Bush héti Afganistan og nágrannaríkjunum strax 100 milljörðum ísl. kr. í aðstoð og kvað hann það mundu sýna, að baráttan væri ekki gegn almenningi í Afganistan eða öðrum íslömskum ríkjum. Bush steig skref í þessa átt er hann tilkynnti, að ákveðið hefði ver- ið að auka aðstoðina við Afgani um 32 milljarða kr. Talsmenn Samein- uðu þjóðanna fögnuðu því í gær og skoruðu á önnur ríki að fara að dæmi Bandaríkjamanna. Hugsanlega í umboði Sameinuðu þjóðanna Háttsettur, bandarískur embætt- ismaður sagði í fyrradag, að fyr- irheitin um uppbyggingu væru í samræmi við þá stefnu að styðja þá, sem vildu frið og framfarir í Afgan- istan ásamt því að úthýsa hryðju- verkamönnum. Þá kom það fram á fundi, sem Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, átti með utanríkismálanefndinni, að vinna þyrfti að uppbyggingunni í Afgan- istan á mjög breiðum grundvelli og hugsanlega í umboði Sameinuðu þjóðanna. Heita upp- byggingu í Afganistan Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.