Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 27
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 27 NORSKUM orrustuþotum, tilbún- um til átaka, hefur verið komið fyrir á flugvellinum í Sola í því skyni að verjast hugsanlegum árásum hryðjuverkamanna á olíu- borpalla í Norðursjó. Norsk stjórnvöld og ríkisstjórn- ir í NATO-ríkjunum almennt hafa miklar áhyggjur af hugsanlegri árás á olíuborpallana en hún gæti haft mjög alvarleg áhrif á orkuöfl- un í stórum hluta Evrópu. Norðmenn hafa auk þess sér- stakar áhyggjur af því, að tilraunir þeirra til að miðla málum í Mið- austurlöndum, til dæmis með Ósló- arsamningnum, njóti engrar vel- vildar hjá sumum öfgamönnum, í Palestínu eða annars staðar. Af þeim sökum eru nú hafðar orr- ustuvélar til taks á Rygge-flugvell- inum og eiga þær að verjast hugs- anlegri árás á Ósló og höfuðborg- arsvæðið. Reuters Víða um heim hefur verið gripið til aukins eftirlits vegna hryðjuverk- anna 11. september. Reagan-flugvöllur við Washington var loks opn- aður á ný í gær og hér skoðar starfsmaður farangur. Áhyggjur af árásum á olíuborpalla Norskar orrustu- vélar til taks Arabar fagna yfirlýsingu um sjálfstæða Palestínu Ummæli Bush geta rutt braut fyrir friði Beirut. AP. LEIÐTOGAR arabaríkjanna hafa fagnað þeirri yfirlýsingu George W. Bush Bandaríkjaforseta, að hann styðji stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna. Konungur Marokkós kall- aði hana mikil tímamót, sem gætu rutt brautina fyrir friði í Miðaustur- löndum. Bush sagði á þriðjudag, að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna væri hluti af stefnu Bandaríkjanna í mál- efnum Miðausturlanda svo fremi sem tilveruréttur Ísraelsríkis væri viður- kenndur. Mohammed VI, konungur Marokkós, sem er formaður nefndar arabaríkjanna um Jerúsalem, sagði um yfirlýsinguna, að hún væri fagn- aðarefni öllum þeim, sem hlynntir væru „skynsemi, réttlæti og virðingu fyrir alþjóðalögum“. „Hér er um að ræða tímamótayfirlýsingu, sem rutt getur brautina fyrir friði í Miðaust- urlöndum,“ sagði konungurinn. Rafik Hariri, forsætisráðherra Líbanons, sagði yfirlýsinguna vera mikilvægt skref í átt til friðar. „Við skulum vona, að Bandaríkja- stjórn láti ekki sitja við orðin tóm, heldur geri allt, sem hún getur, til að binda enda á deilur Ísraels og araba- ríkjanna,“ sagði Hariri. Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, sagði í Kairó, að með yfirlýsingu Bush mætti hugsan- lega tala um vatnaskil. Hann sagði hins vegar, að ekki mætti líta á hana sem ósk um, að arabaríkin tækju beinan þátt í hernaði gegn hryðju- verkamönnum en ýmsir arabískir fjölmiðlar hafa tengt þetta tvennt saman. Sumar ríkisstjórnir í araba- ríkjunum hafa einnig áhyggjur af því, að hernaðurinn gegn hryðju- verkamönnum gæti beinst að ein- hverjum arabaríkjum en Ahmed Maher, utanríkisráðherra Egypta- lands, segist viss um, að svo verði ekki. UMHVERFISRÁÐHERRA Frakklands sagði í gær að vera kynni að hryðjuverkamenn hefðu verið að verki þegar efnaverk- smiðja sprakk í loft upp í Toulouse í Frakklandi í liðinni viku. Yves Cochet lét þessi orð falla eftir að karlmaður, sem þekktur var fyrir íslamskar öfgaskoðanir, fannst látinn í rústum verksmiðj- unnar. Að sögn franska blaðsins Le Figaro var lík mannsins klætt í mörg fatalög að hætti íslamskra sjálfsmorðsárásarmanna. Maður- inn hét Hassan Jandoubi og var 35 ára að aldri. Hann var franskur ríkisborgari en fæddur í Túnis. Le Figaro segir að nafn hans hafi ekki verið að finna á opinberum listum yfir þá sem fórust í sprengingunni. Frönsk stjórnvöld hafa ekki enn gefið formlegar yfirlýsingar um or- sök sprengingarinnar. Le Figaro segir að undirverktaki hafi ráðið Jandoubi til starfa fimm dögum fyrir sprenginguna og hann hafi lent í orðaskaki við starfsmenn sem drógu bandaríska fánann að húni til að sýna samúð vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september. 29 manns fórust í sprengingunni og hundruð manna slösuðust. Sprengingin í Toulouse- borg hryðjuverk? París. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.