Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 2

Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stórir sigrar hjá yngri knattspyrnu- landsliðunum / C1 Íslandsmótið í körfuknatt- leik hófst með fimm leikjum /C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM TVEIMUR Hollendingum var kom- ið til bjargar á Sprengisandi síðdeg- is í gær og höfðu þeir þá beðið björgunar í svartabyl á Sprengi- sandi í sólarhring. Mennirnir voru heilir á húfi en kaldir og fegnir björguninni. Þeir voru ágætlega búnir og gerðu það hárrétta, að sögn björgunarmanna, biðu átekta í bílnum eftir björgun. Björgunarsveitir norðan og sunn- an heiða voru kallaðar út og fóru fimm bílar til leitar upp úr hádeg- inu í gær, en síðast hafði spurst til mannanna í Hrauneyjum á hádegi daginn áður. Þeir höfðu ætlað að fara niður í Bárðardal og þaðan til Akureyrar og lét vinur þeirra lög- reglu vita þegar mennirnir skiluðu sér ekki á tilsettum tíma. Um 10 km sunnan við Nýjadal festist jeppinn í skafli og meðan þeir reyndu að losa hann gaf vélin sig. Frank Aarnink, annar mannanna, segir að þeir hafi séð að þá hafi þeir ekkert getað gert. Þeir settust því inn í bílinn og biðu þar í sólarhring þar til Hjálparsveitin Dalbjörg kom að þeim. „Við bara biðum og töl- uðum um hvað gæti gerst. Við héld- um að við þyrftum að vera aðra nótt, því ég hélt að við myndum ekki finnast fyrr en í fyrsta lagi á morg- un [í dag],“ segir Frank. Hann hefur búið hér á landi síðan í mars, en hann leikur á slagverk og pákur í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Héldu aldrei að þeir myndu frjósa í hel Frank og ferðafélagi hans Bart de Vrees, sem er í tveggja mánaða heimsókn hér á landi, voru vel bún- ir, með svefnpoka og íslenskar ull- arpeysur. Frank segir að þeir hafi einnig haft nokkuð af brauði og vatni, en eftir að vatnið kláraðist hafi þeir borðað snjó. „Vandamálið var hvað það var kalt og allt varð svo blautt inni í bílnum.“ Frank segir að þeir hafi verið mjög fegnir og ánægðir þegar þeir sáu björgunarbílinn nálgast. Hann segir að nóttin á hálendinu hafi verið mjög erfið. Þar sem vélin hafði gefið sig gátu þeir ekki notað miðstöðina. „Maður náði að dotta í 20–30 mínútur í einu en svo vökn- uðum við alltaf aftur. Það fór illa um okkur og svo var mjög kalt. Við vorum í rauninni ekki hræddir því ég vissi að vinur minn á Akureyri, sem átti von á okkur, myndi láta vita að við hefðum ekki skilað okk- ur. Við vissum bara ekki hvenær við myndum finnast, við héldum aldrei að við myndum frjósa í hel.“ Aðspurður hvort þeir hafi hugsað um að fara út úr bílnum og ganga áfram, segir Frank að þeir hafi ekki vitað hversu langt þeir væru komn- ir. „Ef við hefðum verið aðra nótt hefðum við hugsanlega reynt að ganga, en við vissum ekki hversu langt var í skálann í Nýjadal þannig að það var frekar áhættusamt. Við ákváðum að það væri betra að bíða í bílnum rólegir.“ Frank segir að svartabylur hafi verið á hálendinu í gær, þeir félagar hafi t.d. ekki séð til sólar nema í tæpan klukkutíma vegna snjókomu. „Ég spurði um ástand veganna í gær og þá var mér sagt að þeir væru fínir. Ég bjóst aldrei við svona veðri, ég hélt að kannski yrði snjór en ekki svona mikill.“ Frank hefur ferðast töluvert um hálendið en aldrei í svona veðri. Björg- unarsveitin Dagrenning tók bílinn í tog til Hvolsvallar og gistu þeir þar í nótt. Fimm björgunarbílar tóku þátt í útkallinu og fóru þeir mismunandi leiðir upp á sandinn. Björg- unarsveitarmennirnir voru um það bil að klára að leita á því svæði sem ákveðið hafði verið að hefja leitina á þegar mennirnir fundust. Lands- stjórn hafði verið kölluð út til að skipuleggja frekari leit og voru aðr- ar sveitir í startholunum. Hollendingar biðu björgunar í sólarhring á Sprengisandi Nóttin erfið, en þeir voru aldrei hræddir Ljósmynd/Jón Hermannsson Björgunarmenn mokuðu jeppann úr skaflinum sunnan við Nýjadal og drógu hann síðan til Hvolsvallar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hollendingarnir Frank Aarnink og Bart de Vrees við bíl björgunar- sveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli í gærkvöldi. DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í ræðu við setningu landsfundar flokksins í gær að nauðsynlegt væri að gera án tafar gagngerar breytingar á stjórnfyrirkomulagi Háskóla Ís- lands. „Það er fullveikt og stirt og ekki fyllilega í takt við nútíma- stjórnarhætti, þótt þar haldi marg- ir ágætir menn um tauma,“ sagði formaðurinn. „Við sjálfstæðismenn teljum þjóðarnauðsyn að búa við öflugan meginháskóla í landinu og við telj- um Háskóla Íslands rísa vel undir því,“ sagði Davíð. Hann kvað skorta á að háskólamenn tækju sjálfir stjórnunarlega veikleika Háskóla Íslands til alvarlegrar um- ræðu og sagði fjölda dæma frá liðn- um árum sýna að nauðsynlegt væri að gera gagngerar breytingar ætti háskólinn að hafa í fullu tré við al- þjóðlega samkeppni. Davíð Oddsson sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra hafa haft forystu fyrir myndarleg- um og framsæknum umbótum á menntakerfinu undanfarin ár svo og á umhverfi og skipulagi rann- sókna og vísindaþáttar íslensks þjóðfélags. Björn Bjarnason gerði þennan kafla í ræðu Davíðs að umtalsefni á heimasíðu sinni í gærkvöldi og get- ur þess þar að ný lög um Háskóla Íslands hafi komið til sögunnar fyr- ir rúmum tveimur árum en með þeim hafi meðal annars verið stigið það skref að gjörbreyta skipan há- skólaráðs og fá þar menn utan há- skólans til starfa. Verðugt að bregðast við harð- ari alþjóðlegri samkeppni „Þótti ýmsum innan háskólans þetta goðgá og einnig, að mennta- málaráðherra skyldi skipa rektor, þótt ráðherrann væri við það bund- inn af tillögu háskólaráðsins. Nú telur forsætisráðherra nauðsyn- legt að stíga stærri skref til að styrkja stjórnarhætti háskólans og segir réttilega, að til hans sé varið miklu opinberu fé og það eigi að tryggja með öllum skynsamlegum ráðum, að það nýtist sem best, því að ekkert skili þjóðinni betri arði en öflugur háskóli sem veiti góða menntun. Það er verðugt verkefni fyrir alla, sem vilja Háskóla Ís- lands vel að bregðast við kalli þeirra, sem telja nauðsynlegt að styrkja stöðu hans í öllu tilliti og ekki síst með vísan til alþjóðlegrar samkeppni, því að hún harðnar á þessu sviði ár frá ári,“ segir á heimasíðu menntamálaráðherra. Ekki náðist í Pál Skúlason há- skólarektor í gærkvöldi. Stjórnfyrir- komulag Háskólans full- veikt og stirt Davíð Oddsson forsætisráðherra Í UMRÆÐUM um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2001 benti Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, meðal annars á mikinn kostnað um- fram fjárveitingar sem fallið hefur á ríkið vegna skrifstofubyggingar Alþingis við Austurstræti. Af því tilefni kom Halldór Blön- dal (D), forseti Alþingis, í ræðustól og gagnrýndi bæði fjárlaganefnd og framkvæmdavaldið, einkum þó Framkvæmdasýsluna. Sagði hann framúrkeyrsluna til marks um að Alþingi gæti ekki treyst verklegu og fjármálalegu eftirliti Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Fjárlaga- nefnd þingsins hefði svo brugðist að því leyti að hún hefði ekki lagt til nægilegar viðbótarfjárheimildir í fjáraukalögum fyrir þetta ár, enda þótt hún hefði kannað málið sér- staklega. Forsætisnefnd Alþingis hefur skipað sérstakan eftirlitsaðila með framkvæmdum sem nú standa yfir við þjónustuskála Alþingis en stefnt er að því að taka hann í notkun eftir eitt ár. Ummæli forseta Alþingis vöktu mikla athygli og kölluðu Einar Már og Margrét Frímannsdóttir (S) eft- ir nánari skýringum á þeim en bæði sitja þau í fjárlaganefnd. Kom Mar- grét m.a. á framfæri óskum um skriflegar skýringar en Einar Már leitaði eftir umsögn fjármálaráð- herra um skoðanir forseta Alþingis. Halldór Blöndal, forseti Alþingis Hvorki fjárlaganefnd né framkvæmda- valdinu treystandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.