Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 10

Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 10
varps frá þingsal og verður ekki annað sagt en að mikil blæbrigði yrðu á sjónvarps- mynd og ásýnd önnur ef þjóð- fáni Íslendinga væri sýnilegur við eða nærri forsetastól,“ seg- ir í tillögunni. Að tillögunni standa Guð- mundur Hallvarðsson (D), Kristinn H. Gunnarsson (B), Guðjón A. Kristjánsson (F), Ólafur Örn Haraldsson (B), Árni R. Árnason (D), Gísli S. Einarsson (S), Karl. V. Matth- íasson (S), Kristján Pálsson (D) og Katrín Fjeldsted (D). ÞINGMENN úr öllum stjórn- málaflokkum sem sæti eiga á Alþingi hafa lagt fram tillögu til ályktunar um að í þingsal Alþingis skuli þjóðfáni Íslend- inga hanga uppi. Flutningsmenn telja það mjög við hæfi að þjóðfáni Ís- lendinga skipi veglegan sess í þingsal Alþingis. Það yrði hinu háa Alþingi til sóma, sem og þjóðfána vorum til vegs og virðingar, eins og segir í grein- argerð með tillögunni. „Alla daga þá Alþingi starfar eru beinar útsendingar sjón- Vilja þjóðfánann í þingsal Alþingis FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði í utandagskrárumræðu um kjaramál sjúkraliða á Alþingi í gær, að ekki væri hægt að ætlast til þess að ríkið gangi einhliða að þeim kröfum sem hafa verið lagðar fram af sjúkra- liðum. „Leysa þarf deiluna innan þess ramma sem ríkinu er mögulegur í þessu máli. Sá rammi hefur meðal annars orðið til í þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra opinbera starfsmenn,“ sagði fjár- málaráðherra m.a. í umræðunni. Sjúkraliðar fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðunni. Máls- hefjandinn var Ögmundur Jónasson (Vg), sem einnig er formaður BSRB. Hann gagnrýndi fjármálaráðherra og ríkisvaldið harðlega fyrir þá stöðu sem komin væri upp og gerði lág laun sjúkraliða og flótta úr stéttinni að umtalsefni í ræðu sinni. Laun þyrftu að tvöfaldast ef vel ætti að vera Ögmundur sagði að byrjunarlaun sjúkraliða væru nú 89.173 krónur og meðalgrunnlaun 117 þúsund krónur og þau þyrfti að hækka verulega. „Er það ekki umhugsunarvert að 100 sjúkraliðar skuli hafa sagt upp störf- um og fleiri séu á útleið? Það er líka umhugsunarvert að meðalaldur í stéttinni, sem fyrir tíu árum var ekki hár, skuli vera kominn í 48 ár. Er það ekki áhyggjuefni að ungt fólk skuli ekki lengur koma til starfa í þessari undirstöðustétt heilbrigðisþjónust- unnar?“ spurði hann. Ögmundur sagði að ef vel ætti að vera, þyrftu laun sjúkraliða að tvö- faldast. Hið minnsta væri gerð krafa um að teknar yrðu alvarlega við samningaborðið réttmætar ábend- ingar stéttarinnar um hvernig dregið hefði í sundur með sjúkraliðum og öðrum stéttum. Benti hann á að um næstu mán- aðamót yrði liðið eitt ár frá því kjara- samningar urðu lausir. Við hefðum ekki efni á því að bíða deginum lengur eftir því að deilunni ljúki. „Hvers eiga sjúkraliðar að gjalda?“ spurði Ögmundur ennfremur og velti því upp hvers vegna þeim væri þröngvað út í verkfallsátök sem allir vildu vera lausir við. „Þeirri kröfu er beint til fjármála- ráðherra að hann gangi þegar í stað til móts við sjúkraliða og forði heil- brigðiskerfinu frá þeim vandræðum sem þegar hafa skapast og eru fyr- irsjáanleg,“ sagði Ögmundur enn- fremur. Ekki eingöngu ríkinu að kenna að ekki er búið að semja Fjármálaráðherra sagði að þessi kjaradeila leystist ekki í sölum Al- þingis heldur við samningaborðið. Hann sagði að Sjúkraliðafélagið væri eina aðildarfélagið innan BSRB sem ekki væri búið að semja. „Það er auðvitað miður að þetta hafi dregist með þessum hætti og ástæða til að harma það. Ég hafna því að það sé eingöngu ríkinu að kenna að ekki sé búið að semja. Er það þá ein- göngu ríkinu að þakka að það sé búið að semja við öll hin félögin innan BSRB?“ Ráðherra sagði það auðvitað svo, að tveir aðilar kæmu að samninga- borðinu og þeir verði báðir að leggja sig fram. Ríkið hefði lagt áherslu á tvennt í þessu máli, annars vegar að kosnaðaráhrifin af samningnum verði sambærileg og aðrir hafi samið um við ríkið. Hins vegar að dregið verði úr miðstýringunni í samningnum og hann fluttur í meira mæli til þeirra stofnanna sem viðkomandi starfs- menn vinna hjá. „Því miður er það svo að Sjúkra- liðafélagið hefur haldið fast við sína upphaflegu kröfu, sem er mjög mikil hækkun grunnlauna. Ég skora á við- semjendur okkar að ganga heilshug- ar að þessu verki með það fyrir aug- um að ljúka samningum sem fyrst,“ sagði Geir H. Haarde ennfremur. Sjúkraliðum haldið í kjaraprísund Þeir stjórnarliðar sem þátt tóku í umræðunni lögðu einnig áherslu á að samningar yrðu ekki gerðir í sölum Alþingis og mikilvægt væri fyrir deiluaðila að fá tíma og frið til þess að komast að sameiginlegri lendingu. Á þetta benti m.a. Einar Oddur Kristjánsson (D) sem vísaði til reynslu sinnar af gerð kjarasamninga sem formaður Vinnuveitendasam- bandsins og sagði hann slíkt starf mjög erfitt og lýjandi. Samningsað- ilum væri enginn greiði gerður með umræðum af þessu tagi í þinginu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir (S) sagði hins vegar að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi haldið sjúkra- liðum í kjaraprísund í eitt ár. Sagði hún mjög mikilvægt fyrir alla, ekki síst velferðarkerfið, að þessi deila verði leyst sem fyrst. „Sjúkraliðum hefur verið boðið upp á smánarlaun fyrir þeirra erfiðu og verðmætu störf,“ sagði Ásta Ragn- heiður og sagði sanngjarna þá kröfu sjúkraliða að leiðréttur verði sá mikli munur sem sé nú á þeirra launum og viðmiðunarstétta. Jón Kristjánsson (B) heilbrigðis- ráðherra sagðist hafa miklar áhyggj- ur af stöðu mála. Kjaradeilan hefði mikil áhrif á heilbrigðisþjónustuna í landinu. Lagði hann áherslu á mik- ilvægi þess að hafa ánægt starfsfólk innan heilbrigðisgeirans og stjórn- völd geri sér fulla grein fyrir því að gæði þjónustunnar ákvarðist fyrst og fremst af starfsfólkinu sem veitir hana. „Ráðuneytið vill stuðla að góðu samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk og leggur áherslu á að skoða allar leiðir með sjúkraliðum sem geta leitt til lausnar á þessari deilu,“ sagði Jón. Fjármálaráðherra í umræðu utan dagskrár á Alþingi um kjaradeilu sjúkraliða Ekki unnt að ganga einhliða að kröfum sjúkraliða Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraliðar fjölmenntu á palla Alþingis í gær. Komust færri að en vildu og stóð því stór hópur sjúkraliða fyrir utan Alþingishúsið meðan um- ræðan um kjaramál þeirra fór fram. GEIR H. Haarde (D) fjármálaráð- herra mælti í gær fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2001 á Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu eru tekjur ríkissjóðs óbreyttar frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, en innbyrðis breytingar nokkrar. Lagt er til að út- gjöld ríkissjóðs hækki um 13,4 millj- arða kr. sem að stórum hluta skýrist af breytingum á launum ríkisstarfs- manna og breytingum á gengi og bót- um almannatrygginga. Fjármálaráðherra sagði er hann mælti fyrir frumvarpinu, að það bæri með sér breytingar sem orðið hefðu í efnahagsmálum á árinu, en verulega hefði dregið úr innlendri eftirspurn og innflutningi sem aftur hefði áhrif til lækkunar á skatttekjum ríkissjóðs. Sagði hann mikilvægt við þær að- stæður er dregur úr þenslu, að staða ríkissjóðs sé það sterk fyrir að hægt sé að mæta þeim samdrætti án þess að kollsteypur verði og grípa þurfi til aðgerða sem þrengi hag heimila og fyrirtækja, eins og áður hafi gerst. Fjárheimildir hækka alls um 13,4 milljarða kr., skv. frumvarpinu. Þar af skýra kjarasamningar, breytingar á gengi, hækkun bóta almannatrygg- inga, vaxtagjöld og fjármagnstekju- skattur af meiri eignasölu samtals 10,2 milljarða. Sagði Geir afganginn nema tæplega hálfu öðru prósentu- stigi af niðurstöðu fjárlaga 2001, eða 3,2 milljörðum króna. 300 milljóna kr. kostnaður við sölu eigna ríkisins Meðal breytinga sem vekja athygli í frumvarpinu er endurmat vaxtabóta sem þyngist um 600 milljónir, kostn- aður við undirbúning á sölu eigna rík- isins 300 milljónir, endurmat útgjalda Fæðingarorlofssjóðs 250 milljónir kr. og kostnaður við að ljúka kennslu í framhaldsskólum landsins 230 millj- ónum kr. Þá hækka útgjöld Lána- sjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 270 milljónir vegna gengisbreytinga og hækkunar lána til skólagjalda. Loks má geta þess að sótt er um 120 milljóna kr. framlag til þess að bæta eftirstöðvar tjóna af völdum jarð- skjálftanna á Suðurlandi. Í frumvarpinu kemur aukinheldur fram, að ekki komi til 8 milljarða kr. endurgreiðslu af lánum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eins og til hafi stað- ið og verði unnið að því máli á næsta ári. Kaup hlutafjár og eiginfjárfram- lög séu 12 milljörðum kr. hærri en gert var ráð fyrir og skýrist það m.a. af 9 milljarða kr. stofnframlagi til Seðlabankans og tæplega þremur milljörðum vegna kaupa á hlut sveit- arfélaga í Orkubúi Vestfjarða. Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp fjármálaráðherra í gær og má gera ráð fyrir að aftur verði tekið til við hana eftir helgi. Nokkuð bar á því í umræðunni að þingmenn teldu liði í frumvarpi til fjáraukalaga fremur eiga heima í sjálfu fjárlaga- frumvarpinu, en einnig heyrðist gagnrýni á einstaka liði frumvarpsins. Þannig veltu bæði Sverrir Her- mannsson (F) og Ögmundur Jónas- son (Vg) fyrir sér hvers vegna verja þyrfti 300 milljónum til einkavæðing- ar ríkisfyrirtækja. Vildu þeir fá nán- ari sundurliðun þessa kostnaðar. Auk þess gagnrýndi Ögmundur aukin út- gjöld utanríkisþjónustunnar ár frá ári. Er í fjáraukalögum gert ráð fyrir 30 milljóna kr. framlagi til undirbún- ings fundarins. Ýmsir þingmenn urðu einnig til þess að lýsa áhyggjum sínum yfir um- framkeyrslu við framkvæmdir. Frumvarp til fjáraukalaga 2001 gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins hækki um 13,4 milljarða kr. Stór hluti vegna breytinga á launum ríkisstarfsmanna PÉTUR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að lög um Ríkisútvarpið verði felld úr gildi í heild sinni, stofnað verði hlutafélag um rekstur Rík- isútvarpsins og það selt. Jafn- framt verði skylduáskrift lands- manna að Ríkisútvarpinu afnumin. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að starfsmenn RÚV haldi starfi sínu hjá hlutafélaginu og njóti forgangs um kaup á hlutafé í því. Þá gerir frum- varpið ráð fyrir að útvarpsráð starfi áfram en með breyttu sniði. Það verði áfram tilnefnt af Alþingi og því áfram ætlað að standa vörð um íslenska menningu og íslenska dag- skrárgerð sem hingað til. Því sé áfram ætlað að tryggja dreifingu útvarpsefnis til allrar þjóðarinnar og tryggja öryggi þjóðarinnar. Þessum mark- miðum verði náð með útboði á efni og rekstri í stað þess að standa í rekstri. Nái frumvarpið fram að ganga verður útvarpsráði skylt að bjóða út þá dagskrá sem það er ábyrgt fyrir og skal það hafa til þess fjárveitingu sem ákveð- in verður á fjárlögum ár hvert. Ríkisútvarpið verði selt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.