Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 11

Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 11 ÍSLENSK ferðaþjónusta á í framtíð- inni að byggjast á tveimur meginstoð- um, íslenskri náttúru og íslenskri menningu og samverkan þessara tveggja þátta, að mati nefndar um menningartengda ferðaþjónustu sem samgönguráðherra skipaði og skilað hefur af sér tillögum. Í skýrslu nefndarinnar, sem kynnt var á blaðamannfundi í gær, kemur fram að skilgreina eigi menningar- tengda ferðaþjónustu sem sérstaka grein ferðaþjónustunnar, sem hafi það að markmiði að kynna og auka skilning á menningarlegri sérstöðu þjóðarinnar í nútíð og fortíð. Í því skyni verði afmarkað fimm ára aðlög- unartímabil og sá tími notaður til þess að vinna að breytingum á stoðkerfi ferðaþjónustunnar, einkum með tilliti til rannsókna- og þróunarstarfs og markaðssetningar, kerfið lagað að breyttum þörfum atvinnugreinarinn- ar og samstarf við menningarstarf- semina bætt og aukið. Verði meðal annars horft til reynslunnar sem fékkst af verkefninu Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, um hagnýtar aðgerðir í þessu sambandi. Þá verði fjárhagslegt svigrúm Ferða- málaráðs Íslands til að ýta undir rannsóknar- og þróunarverkefni hækkað í áföngum í allt að 20 milljónir kr. á ári og ferðamálasetur Íslands verði eflt á næstu fjórum árum með beinum framlögum á fjárlögum sem nemi 20 milljónum í lok þess tímabils. Verði framlögin einkum nýtt til að efla rannsóknir á tengslum nútíma- menningar og menningararfs, sam- starf listgreina og upplýsingatækni við kynningu og miðlun á menning- arverðmætum. Verði sérstaklega hugað að því að virkja sjálfstæðar stofnanir og einstaklinga til rann- sókna- og þróunarstarfs. Konungsbók Eddukvæða verði tákn íslenskrar menningar Hvað varðar ímynd og markaðs- setningu er lagt til meðal annars að hugað verði að því að beina athygli ferðamanna sérstaklega að Konungs- bók Eddukvæða sem menningar- sögulegum minnisvarða. Handritið verði gert að tákni íslenskrar menn- ingar, aðgangur ferðamanna að því tryggður og því búin umgjörð sem hæfir því og hlutverki þess. Verði hugað að þessu við nýbyggingarfram- kvæmdir fyrir stofnun Árna Magnús- sonar. Einnig verði rithöfundar, lista- og fræðimenn fengnir til þess að hug- leiða menningarlega sérstöðu þjóðar- innar í fortíð og nútíð og framtíðar- möguleika íslenskrar menningar í straumum samtímans í þeim tilgangi að auðvelda ferðaþjónustunni að byggja upp ímynd Íslands sem menn- ingaráfangastaðar og markaðssetja landið fyrir menningarferðir. Þá er gert ráð fyrir að landinu verði skipt í sérstök þróunar- og markaðs- svæði hvað varðar menningartengda ferðaþjónustu. Þannig verði á norð- anverðu Vesturlandi lögð áhersla á þjóðgarð undir Jökli, Eiríksstaði og landafundi. Á Vestfjörðum verði lögð áhersla á menningarsamfélagið á Ísa- firði, friðlandið á Hornströndum, Jök- ulfirði og Djúp. Á Norðurlandi vestra verði lögð áhersla á Hóla, safnamenn- ingu, vesturferðir, þjóðlagasetur, hestamennsku og reiðlist. Í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu verði lögð áhersla á söfn tengd sjósókn og strandmenn- ingu, menningarstarfsemi á Akur- eyri, vetraríþróttir, Gásir, Mývatns- sveit og Jökulsárgljúfur. Á Austfjörðum og Héraði verði lögð áhersla á aldamótabæinn Seyðisfjörð, umhverfi og landnýtingu, gróður- vernd og endurheimt landgæða, há- lendið norðan Vatnajökuls og orku- nýtingu. Á Hornafirði og Austur-Skaftafellssýslu verði lögð áhersla á Vatnajökul og undir Eyja- fjöllum og í Vestmannaeyjum verði lögð áhersla á söguslóðir og sambúð manns og náttúru á eldfjallaeyju. Nefndin leggur ennfremur til í þessu sambandi að opinberir styrkir verði stórauknir. Lagt er til að stofn- aður verði menningarsjóður ferða- mála til að styrkja menningarstarf- semi, uppbyggingu og vöruþróun, sem hefur sérstakt gildi fyrir ferða- þjónustuna og fellur að þróunaráætl- unum um uppbyggingu atvinnugrein- arinnar. Verði sjóðnum á fjárlögum árlega úthlutað 200 milljónum króna til styrkveitinga og verði starfsemi sjóðsins nátengd áætlanagerð í ferða- málum og starfi í tengslum við at- vinnuþróunarfélög í héraði. Einnig er lögð til stofnun annars sjóðs sem styrki listamenn í því að koma á neti listviðburða til að efla ferðaþjónustu og verði sjóðnum ár- lega úthlutað 30 milljónum króna. Upplýsingavefur um íslenskan menningararf Þá leggur nefndin til að ráðist verði í fjölda verkefna á sviði menningar- tengdrar ferðaþjónsutu. Meðal þess má nefna að lagt er til að kannaðir verði möguleikar á gerð upplýsinga- vefs um íslenskan menningararf sem hafi það að markmiði að veita heild- arsýn yfir flókið og þróað samfélag þjóðveldistímans Til greina komi að grunnur upplýsingavefjarins verði tengdur ákveðnum sögustöðum, en hluti hans vistaður á veraldarvefnum sem markaðssetning. Þannig verði í Skálholti miðstöð kirkjutónlistar, á Þingvöllum verði safn upplýsinga um lagasetningu, stjórnmál, stjórnsýslu og dómsvald á miðöldum, í Reykholti verði miðstöð kynningar á íslenskum bókmenntum og miðaldasagnfræði, á Hólum í Hjaltadal verði kirkjusögusafn og á Akureyri verði upplýsingasafn tengt verslun, viðskiptum og siglingum og lagasetningu þar að lútandi með skír- skotun til verslunarstaðarins að Gás- um. Einnig er lagt til að Þingvellir verði kynntir sem menningarsögulegur vettvangur lýðræðisþróunar í heimin- um og verði sem slíkir og vegna ein- staks náttúrurfars teknir á heims- minjaskrá. Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, sagði að nefndin hefði verið skipuð á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, en auk hennar hefði einnig verið skipuð nefnd til að fjalla um heilbrigðistengda ferðaþjón- ustu, sem þegar hefði skilað áliti. Þakkaði hann fyrir vel unnið verk og sagði að miklar vonir væru bundnar við að efla mætti ferðaþjónustu á for- sendum menningar okkar og sögu og þannig gera enn betur en þegar hefði verið gert í þessum efnum. Sagði hann tillögur nefndarinnar hvað varð- ar þróunaráætlanir á einstökum svæðum byggðar á svæðisbundnu mati mjög áhugaverðar. Í nefndinni áttu sæti Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs, sem var formaður, Dagný Emilsdóttir, framkvæmda- stjóri Heimskringlu, Reykholti, Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar, Sigríður Krist- jánsdóttir, framkvæmdastjóri Vest- urferða, Ísafirði, og Þorsteinn Gunn- arsson, arkitekt og leikari, Reykjavík Nefndin um menningartengda ferðaþjónustu skilar tillögum sínum til ráðherra Ferðaþjónusta bygg- ist á íslenskri nátt- úru og menningu Framlög til að efla menningartengda ferða- þjónustu verða stór- aukin og áætlanir um þróun hennar á einstökum svæðum landsins verða gerðar, ef tillögur nefndar um menningartengda ferðaþjónustu ná fram að ganga. Morgunblaðið/Kristinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Tómas Ingi Olrich, formaður nefndar um menningartengda ferðaþjónustu, kynntu ásamt nefndar- mönnum skýrslu og tillögur nefndarinnar í gær. HANNES Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, og Björn Þrándur Björnsson, prófessor í fiskilífeðl- isfræði við Gautaborg- arháskóla í Svíþjóð, hittu keisarahjónin í Japan, Akihito og Mich- iko, óvænt að máli er þeir sóttu nýlega ráð- stefnu í Japan sem að- alfyrirlesarar. Ráð- stefnan var haldin í borginni Yokohama í tilefni af 70 ára afmæli Japanska fiskveiðivís- indafélagsins. Hittu þeir keisarahjónin í sérstakri móttöku sem haldin var fyrir fram- sögumennina. Gestir ráðstefnunnar, sem stóð yfir í fimm daga, voru um eitt þúsund af ýmsu þjóðerni. Umfjöllunarefni Hannesar í sínum fyr- irlestri á afmælisráðstefnunni í Yokohama var íslenska kvótakerfið og notkunar möguleikar þess í alþjóðlegum fiskveiðum. Vöktu fyrirlestrar þeirra Hannesar og Björns nokkra athygli og fengu þeir fjölmarg- ar fyrirspurnir. Björn Þrándur fjallaði í sín- um fyrirlestri um hlut- verk vaxtarhormóns í líffræði fiska, einkum í ferskvatni. „Eitt af því sem ég vakti athygli á er stjórnun og veiðirétt- indi á fiskveiðistofnum eins og síld, loðnu, karfa og úthafsrækju sem ganga inn og út úr lögsögum einstakra ríkja. Ég lýsti því hvernig við Íslendingar höfum leyst þetta með samningum við ná- grannaríkin. Ég fékk margar fyrirspurnir og þær voru svipaðar og annars staðar þar sem ég hef flutt fyr- irlestra um þessi mál erlendis, þ.e. um brottkastið, félagslegar afleiðingar kvóta- kerfisins og hvort það nær í reynd að stjórna fiskveiðunum,“ sagði Hannes. Hannes og Björn sögðu við Morg- unblaðið að það hefði verið óvænt ánægja að fá að hitta keisarahjónin en koma þeirra hefði ekki verið í boðaðri dagskrá. Þeir sögðu hjónin hafa komið vel fyrir, þau verið afar alþýðleg og fróð um Ísland. Þess má geta að Akihito Japanskeisari er lærður fiskifræðingur líkt og forveri hans og faðir, Hirohito, og skýrir sú staðreynd að nokkru viðveru hans í móttökunni. „Keisarahjónin voru þarna drykklanga stund, spjölluðu við okkur, lyftu glasi og samfögnuðu þannig afmælisbarninu. Ég sagði keisaranum að nú hefðu Íslendingar stofnað sendiráð í Japan en hann gaf í sjálfu sér ekki mikið út á það. Hann sagði okkur Íslendinga vera fræga fyrir okkar fiskveiðar og við Björn tókum heilshugar undir það,“ sagði Hannes. Í stuttu spjalli þeirra við Japanskeisara bar kvikmyndagerð einnig á góma eftir að Hannes benti Akihito á að Íslendingar væru undir nokkrum áhrifum frá Japönum í kvikmyndagerð. Kvikmyndir um Sam- uraja og íslenska víkinga væru um margt svipaðar þar sem fornu hetjuskipulagi væri lýst og þannig hefði Kurosava haft mikil áhrif á íslenska kvikmyndaleikstjóra. „Þá hló Japanskeisari dátt. Við skipt- umst á nokkrum kurteisisorðum og síðan sneri hann sér að næsta manni. Framkoma þeirra gagnvart gestum var greinilega samkvæmt ströngum reglum og hirðsiðum. Við urðum samt ekki varir við miklar ör- yggisráðstafanir þrátt fyrir að þetta hafi verið skömmu eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum. En þessi viðvera þeirra var óvænt og þótti talsverð tíðindi. Japanskeis- ari hefur áreiðanlega úr tugum ef ekki hundruðum ráðstefna að velja til að mæta á en hefur eflaust valið þessa vegna sinnar menntunar," sagði Hannes. Reuters Japönsku keisarahjónin Akihito og Mich- iko mættu óvænt á fiskveiðiráðstefnu í Japan þar sem þau hittu m.a. að máli tvo íslenska prófessora í hópi fyrirlesara. Tveir íslenskir prófessorar meðal aðalfyrirlesara á fiskveiðiráðstefnu í Japan Hittu japönsku keisarahjónin óvænt að máli Hannes Hólmsteinn Gissurarson á ráðstefnunni í Yokohama í́ Japan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.